Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 56
54
ÁRDÍS
verkstæði sérstaklega þar sem kvennmenn unnu dag og nótt; skoð-
aði rústir og byggingar sem höfðu orðið fyrir þýzkum sprengjum
og margt fleira. Þegar hún kom til baka þá gaf hún nákvæmar
skýrslur af því sem hún sá og heyrði.
Nokkrum mánuðum seinna fór hún að beiðni forsetans og
ráðuneytis hans, samskonar kynnis ferð til Suður Kyrrahafs
strandar, Philippineyjanna, Ástralíu og East Indies eyjanna. Hún
þráði að geta komist einnig til Guadalcanal, því þar var einn sonur
hennar. Það var afar hættuleg ferð og talin ómöguleg. Hún ferð-
aðist ýmist á sjó, í lofti eða á landi og klakklaust komst hún á
allar áætlaðar stöðvar, og til Guadalcanal komst hún líka. Hún
ferðaðist á meðal hermannanna og færði þeim fréttir „að heiman“.
Sumir höfðu engin bréf fengið né skrifað síðan þeir fóru af landi
burt. Hún safnaði yfir þúsund nöfnum af ættingjum og vinum
þesssara drengja og þegar hún kom til baka til Washington tókst
henni með aðstoð Miss Thompson (,,Tommy“), vinkonu sinnar og
ritara, að ná sambandi við þetta fólk, annað hvort bréflega eða í
gegnum símann. Mjög fáir mundu hafa tekið slíkt aukastarf á
hendur, en Eleanor sem átti alla sína fjóra drengi í stríðinu hugsaði
með viðkvæmni og samúð til mæðra sem biðu með óþreyju og kvíða
eftir fréttum af sonum sínum.
Aftur tók Eleanor að starfa að sínum áhugamálum heima við,
skrifa, tala í útvarp og ferðast um til að halda ræður. Á einu slíku
ferðalagi var hún þegar hún fékk hraðskeyti frá Warm Spring
þess efnis að maður hennar væri mjög veikur, en þangað hafði
hann farið til að hvíla sig og styrkja. Hún vonaði að þetta væri
ekki alvarlegt og hélt áfram með sín ákveðnu ræðuhöld. Að því
loknu var afhent annað skeyti, í þetta sinn var hún beðin að koma
heim. „Þegar þangað kom var henni tilkynnt lát Franklins. Við
útförina stóð Eleanor þögul en tignarleg að vanda. Einn sonur
þeirra komst heim í tíma til að vera viðstaddur og annar mætti
líkfylgdinni við Hyde Park, því þar var Franklin D. Roosevelt,
þrítugasti og annar forseti Bandaríkjanna lagður til hinztu hvíldar
í grafreit Roosevelt ættarinnar.
Margir ásökuðu Eleanor og ekki sízt hún sjálf, að hún skyldi
ekki bregða við og fara til hans þegar hún frétti fyrst um ástand
hans. Hún sá eftir því á meðan hún lifði, að hafa ekki verið hjá