Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 46
44
ÁRDIS
fluttar ræður, lesin óskaskeyti, sungið og leikið á hljóðfæri. Börnin
og barnabörnin tóku þátt með því að syngja einsöng, leika ein-
spil og tvíspil á píanó, einspil og „tríó“ á fiðlu. Allir tóku þátt í
því að syngja uppáhalds lög ömmu og afa, bæði á íslenzku og
ensku. Að síðustu tók afi til máls, þakkaði öllum sem þátt höfðu
tekið í veizlu þessari, og lét í ljósi ánægju sína yfir því að hug-
sjónir þeirra hjónanna viðvíkjandi börnunum sínum og lærdómi
þeirra á sviði hljómlistarinnar, hefðu birst í veruleika á skemmti-
skrá dagsins“.
„Þrúða, sem hlustað hafði með gaumgæfni, hrópaði, „Ó, ég
vildi að ég hefði verið stödd í þessum veizlum! En segið mér eitt,
hvað fenguð þið að borða?“
,Sykur og sætindi og allt það sem bezt er“, sögðu þær báðar
í einu, Una og Sigríður. „Við fengum rúllupylsu ofaná brúnt brauð,
vínartertu, „rósettur“, „englaköku“, smákökur og allskonar sæl-
gæti, og svo auðvitað brúðarköku með ísrjóma á eftir“.
„Getið þið nú ekki talað um annað en mat?“ spurði ungur
maður við hliðina á þeim. Jón, frændi Unu, hafði komið án þess
að stúlkurnar tækju eftir honum.
„Ó, láttu ekki svona! Mér sýnist að þú hafir ánægju af því að
borða góðan mat, rétt eins og hver annar!“ svaraði Una. „Við
vorum að segja Þrúðu frá gullbrúðkaupsveizlunum þeim í vor,
en ég gleymdi að segja henni frá því, að þú hefðir verið forseti í
veizlunni sem haldin var fyrir afa okkar og ömmu“.
„Ja, hún veit það þá núna!“, svaraði Jón. „En ég var innilega
glaður yfir því að gera þetta, og að geta sagt við ömmu og afa,
að ég óskaði þess, að samverustundin þennan dag snerti hjörtu
þeirra og lifði í minni þeirra í ljósaskiftum æfinnar, fyrir utan
áhyggjur og þjáningar“.
„En hvað þetta var fallega sagt!“ sagði Þrúða er hún leit að-
dáunaraugum á Jón.
„Afi og amma settu merkið hátt“, hélt Jón áfram. „Þau réttu
börnum sínum blys í hendur, en nú tökum við barnabörnin við
því, eftir því sem við þroskumst og öðlumst sjálfstæði. Nú er það
upp til okkar að halda blysinu hátt, þangað til að kemur að því,
að við látum það af hendi. Guð blessi afa og ömmu!“
„Lengi lifi amma og afi!“ sögðu Una og Sigríður í einu hljóði.
I þessu vaknaði ég, reis upp, settist við skrifborðið og skrifaði
það sem mig hafði dreymt.