Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 51
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
49
Útsýni
INGIBJÖRG J. ÓLAFSSON
íslendingar hafa ávalt dáðst að fögru útsýni. Þeir sem heim-
sækja ísland hlakka til að njóta þeirrar ánægju sem hin breytiiega
og tilkomumikla náttúrufegurð veitir þeim. — íslenzka skáldið sá
enga fegurð í Danmörku þegar heimþráin svarf að honum og hann
kvað: „Svipljótt land sínist mér sífelt að vera hér . . . Sem neflaus
ásýnd er og augnalaus með“.
Ég las fyrir stuttu frásögn um aldraðann sjómann sem gat
ekki lengur verið á sjónum og byggði sér lítið hús nálægt sjávar-
ströndinni í Norfolk á Englandi. Þar vann hann fyrir sér við að
gera við skó. Heimilið var svo lítið að þegar hann rétti út hand-
legginn og teigði nálþráðinn snerti hönd hans vegginn. Gólfið var
þakið af gömlum skóm og afklippum af leðri. Með gleraugun
framarlega á nefinu sat þessi aldraði maður við vinnu sína dag
eftir dag. En það var stór gluggi á litla heimilinu hans — gluggi
sem gaf útsýn á sjóinn. Þar sá hann öldurnar rísa og falla. Hann
sá seglbáta er vóru hraðfara í hagstæðum byr og hann sá stór-
kostlega reykjarmekki í fjarlægð frá hinum stóru gufuskipum.
Verustaður þessa aldraða manns var fátæklegur og lítill en hann
átti dýrðlegt útsýni, dreymandi, grá augun hans horfðu á fjarlæga
staði og sáu liðna tíð, og sáu í fjarsýn komandi tíð.
Maður nokkur var að keyra á bíl sínum yfir eyðilega sandauðn
í suður Tennessee í Bandaríkjunum. Hann hafði farið margar mílur
án þess að verða var við nokkra mannabyggð. Allt í einu sá hann
lítinn kofa á eyðilegum stað, öldruð negra kona stóð í dyrunum.
Ilann gekk heim að húsi hennar og átti tal við hana. „Átt þú ein
heima í þessu húsi?“ spurði hann og svar hennar var „Já, herra
minn, alein, ég og Guð“ (Yes massa all alone, me and God).
Frau Goethe, móðir skáldsins mikla, var kona sem átti marg-
víslega reynslu. Eiginmaður hennar varð vitstola og lifði í því
ástandi í tvö ár í hennar umsjón, eftir það lifði hún sem ekkja í
þrettán ár. Hún sá á bak iþremur börnum, sonum á unga aldri og
misti einka dóttir sína á fullorðins aldri. Mánuðum saman var