Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 44

Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 44
42 ÁRDÍ S Amma og afi LILJA M. GUTTORMSSON Mig dreymdi og draumurinn er svona: Einn fagran sumardag var samankomið skyldfólk, tengda- fólk þess, vinir og kunningjar, á heimili frænku minnar og manns hennar. Flestir voru úti í hlýjunni, að ganga um og dást að busk- um, blómum og matjurtum, sem nú voru á hátindi þroska síns og prýddu umhverfið með öllum litum regnbogans. Margir sátu á nýslegnum grasvellinum, á stólum, bekkjum og í grasinu. Ég tók eftir þrem stúlkum sem höfðu dregið sig út úr hópnum og sezt í grasið. Samtalið sem þeirra fór á milli barst mér til eyrna. „Það var afar skemmtilegt að vera í gullbrúðkaupsveizlunni sem haldin var fyrir ömmu og afa, þau Sigríði og Snæbjörn," sagði Sigríður, ljóshærð stúlka með blá, greindarleg augu. „Allt var fínt og fágað í húsinu fyrir hádegi þennan dag. Setustofan var prýdd með klukkum og borðum úr pappír, og háborðið með blómum og kertum sem sett voru sitt hvorumegin við stóra skraut- lega brúðarköku. Margt skyldfólk kom eftir hádegi til þess að samgleðjast ömmu og afa. Ég mun aldrei gleyma því, hve tíguleg þau voru við háborðið, hvíthærð með reynslu lífsins grafna í andlit þeirra, eins og gömul fjöll með snjó á tind. Ég hafði mikla ánægju af því, að afhenda þeim gjöf frá okkur barnabörnunum, vegna þess að okkur þykir svo vænt um þau.“ „En hvað það hefir verið gaman“, sagði Þrúða, ung stúlka sem nýlega hafði komið frá íslandi, og nú var í heimsókn hjá Unu, frænku Sigríðar, því þær höfðu skrifast á í mörg ár en aldrei séðst áður. „Ég fékk ekki tækifæri til þess að vera með í samskonar veizlum fyrir ömmur mínar og afa, vegna þess, að amma og afi í móðurættina skildu að lögum eftir tuttugu ára samveru, og amma í föðurættina missti manninn sinn, afa minn, eftir fjörutíu og tveggja ára sambúð. Ég fæ að sjá ömmu og afa, sem eru nú bæði gift öðrum, en mér finnst þau vera ókunnugt fólk sem ekki tilheyrir mér. En mér þykir svo vænt um ömmu sem er ekkja og býr hjá okkur. Hún segir mér margt um afa minn heitinn, og kennir mér ýmsar lífsreglur. Það hefði verið svo ánægjulegt að vera með ömmu og afa á gullbrúðkaupsdegi þeirra, en sú gullna stund fékk ekki að renna upp. Ég sé svo eftir því!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.