Árdís - 01.01.1963, Page 44

Árdís - 01.01.1963, Page 44
42 ÁRDÍ S Amma og afi LILJA M. GUTTORMSSON Mig dreymdi og draumurinn er svona: Einn fagran sumardag var samankomið skyldfólk, tengda- fólk þess, vinir og kunningjar, á heimili frænku minnar og manns hennar. Flestir voru úti í hlýjunni, að ganga um og dást að busk- um, blómum og matjurtum, sem nú voru á hátindi þroska síns og prýddu umhverfið með öllum litum regnbogans. Margir sátu á nýslegnum grasvellinum, á stólum, bekkjum og í grasinu. Ég tók eftir þrem stúlkum sem höfðu dregið sig út úr hópnum og sezt í grasið. Samtalið sem þeirra fór á milli barst mér til eyrna. „Það var afar skemmtilegt að vera í gullbrúðkaupsveizlunni sem haldin var fyrir ömmu og afa, þau Sigríði og Snæbjörn," sagði Sigríður, ljóshærð stúlka með blá, greindarleg augu. „Allt var fínt og fágað í húsinu fyrir hádegi þennan dag. Setustofan var prýdd með klukkum og borðum úr pappír, og háborðið með blómum og kertum sem sett voru sitt hvorumegin við stóra skraut- lega brúðarköku. Margt skyldfólk kom eftir hádegi til þess að samgleðjast ömmu og afa. Ég mun aldrei gleyma því, hve tíguleg þau voru við háborðið, hvíthærð með reynslu lífsins grafna í andlit þeirra, eins og gömul fjöll með snjó á tind. Ég hafði mikla ánægju af því, að afhenda þeim gjöf frá okkur barnabörnunum, vegna þess að okkur þykir svo vænt um þau.“ „En hvað það hefir verið gaman“, sagði Þrúða, ung stúlka sem nýlega hafði komið frá íslandi, og nú var í heimsókn hjá Unu, frænku Sigríðar, því þær höfðu skrifast á í mörg ár en aldrei séðst áður. „Ég fékk ekki tækifæri til þess að vera með í samskonar veizlum fyrir ömmur mínar og afa, vegna þess, að amma og afi í móðurættina skildu að lögum eftir tuttugu ára samveru, og amma í föðurættina missti manninn sinn, afa minn, eftir fjörutíu og tveggja ára sambúð. Ég fæ að sjá ömmu og afa, sem eru nú bæði gift öðrum, en mér finnst þau vera ókunnugt fólk sem ekki tilheyrir mér. En mér þykir svo vænt um ömmu sem er ekkja og býr hjá okkur. Hún segir mér margt um afa minn heitinn, og kennir mér ýmsar lífsreglur. Það hefði verið svo ánægjulegt að vera með ömmu og afa á gullbrúðkaupsdegi þeirra, en sú gullna stund fékk ekki að renna upp. Ég sé svo eftir því!“

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.