Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 59

Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 59
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 57 tímann og verða ungur í annað sinn. Ef hægt væri að lifa upp aftur hið liðna með þeirri reynslu og vizku og 'því viti sem manni hefur auðnast á tiltölulega langri æfi, þá máske væri gott að lifa upp aftur. En því miður, er það ómögulegt, bæði að hverfa aftur í tímann og að lifa æfina upp aftur. Spursmálið er, værum við fús að hverfa aftur að því liðna og sjá á bak öllum þeim þægind- um og þeirri vellíðun sem við nú njótum. Áður en þessari spurn- ingu er svarað mætti íhuga hana mjög gaumgæfilega. Hvernig var nú lífið í gamla daga? Fyrst og fremst var ekkert rafmagn. Vafalaust er rafmagnið mesta þægindi nútímans. Án þess væri mjög ömurlegt að lifa. Það væri ekkert rafljós, engar rafvélar, engin hitaleiðsla, engin vatns- leiðsla og svo margt og margt annað sem við yrðum að vera án. Gaman væri að þurfa að nota olíulampa, til dæmis. Ljósið er afar iélegt og lamparnir þarfnast daglegs eftirlits. Gaman væri líka að þvo föt með bretti. Fyrst mátti útvega vatn og hita það. Upp í sveit varð að draga vatnið upp úr brunni og bera það inn í fötum, eða taka það upp úr tunnu. Næst varð að hita það á eldavél. Enn ánægjulegra var það að sækja snjó, bræða hann og sía og auð- vitað varð að hita hann. Síðast varð að kasta skólpinu út. Allt vatn mátti hita á katli, hvort sem mikið eða lítið átti að nota. Já, ekki má gleyma að minnast á gamanið sem konur nutu af því að vinda tauið og koma því út á stag, hvernig sem viðraði. Ekki var starfinu lokið. Að vetrarlagi varð að koma með gaddfreðinn þvottinn inn, þýða hann með því að hengja hann innanhúss. Næst varð að strauja hann með járnum sem hituð voru á eldavélinni. Og þegar matartíminn var kominn, varð að sækja vatn og eldivið og máske þurfti að taka út öskuna áður enn hægt var að byrja að elda. Auðvitað var enginn kæluskápur til og maturinn geymdist illa. Það þurfti að hengja kjötið, salta það eða þá að laga það til betri geymslu. Ekki voru kjötbúðir á næstu grösum til að verzla í á hverjum degi. Innkaup voru gjörð hvenær sem kostur var á og þegar búið var með sérstaka matvöru varð bara að vera án hennar þangað til að hægt var að veita sér meira. Engin ryksuga var til og nota mátti sóp. Gólfteppi þurfti að taka út á stag til að lemja úr þeim rykið. Tvisvar á ári var húsið hreinsað frá kjallara til háalofts. Þetta tók marga daga og var afar erfitt verk. Ekkert var til sem létti verkið. Einungis varð að nota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.