Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 39
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
37
Gömul saga
HRUND SKÚLASON
Á ströndinni stendur stórt autt hús, þögult og eimnanalegt.
Þegar litið er til vesturs, mætir auganu mórautt en spegilslétt
vatnið. Út við sjóndeildarhringinn mótar fyrir skógvaxinni strönd-
inni hinumegin, og til norðurs má líta litla skógaða eyju. Til suð-
urs og norðurs sjást til beggja handa aðeins fáeinir faðmar af
strandlengjunni, malar-barði, þar sem ekkert vex nema íllgresi og
smá toppar af pílviði og berjalyngi, en svo sést ekkert nema veggur
af þykkum espi skógi, sem umkringir allt, og lokar öllu útsýni
nema himinblámanum, sem í góðviðri endurspeglast í vatninu.
f dag á draumur gamla hússins að rætast. Stóru stofurnar eiga
ekki lengur að standa auðar. Líf á ennþá einusinni að hrærast þar
innan veggja, því í dag flytur nýji presturinn og fjölskylda hans
þangað inn.
* * *
Einn morgun í maí var uppi fótur og fit á stóra heimilinu.
Skeyti hafði komið þess efnis að fjölskyldan, sem fara ætlaði til
Ameríku, yrði að vera komin á skip snemma næsta morgun. Fjöl-
skyldan saman stóð af tveim konum, móðir og ömmu og fjórum
börnum á aldrinum frá tólf til sex ára. Átti þessi hópur nú að
ferðast til annarar heimsálfu, þar sem faðirinn beið með óþreyju
komu þeirra.
Seinnipart dags var lagt á stað. Búið var að kveðja vini og
vandamenn, og raða aleigunni á einn sleða. Tveir frændur voru
íararstjórar. Það var komið kalsa veður, og ófærð var mikil.
Ferðin gekk stórslysalaust. Fullorðna fólkið gekk með sleðan-
um, og eldri börnin til skiftis, til að létta á þar sem ófærðin var
mest. Um háttatíma var numið staðar á heimili vina. Voru við-
tökur góðar og hresstist hópurinn mikið, en svo var lagt á stað
út í kuldann og myrkrið, og haldið áfram alla nóttina. Loks var
kominn morgun, og þreytta ferðafólkið komið á áfangastaðinn, sem
var lítið þorp á norðurströnd íslands. Risavaxnir drangar virtust
rísa upp úr hafinu, sem þennan morgun var ekki fagurt á að líta.
Dimmt var í lofti, og hvítfreiðandi öldurnar lömdu ströndina