Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 53

Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 53
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 51 Nokkur orð um Eleanor Roosevelt KRISTÍN L. SKÚLASON Fregnin um lát Eleanor Roosevelt snart viðkvæma strengi í óteljandi hjörtum ekki einungis í Bandaríkjunum heldur og einnig víðs vegar um heim. Bæði ríkir og fátækir sem höfðu kynnst henni og fylgst með baráttu hennar fyrir velferðar málum alþýðunnar, fundu að með Eleanor Roosevelt var gengin til grafar mikilhæf kona, framúrskarandi dugleg og ósérhlífin. Þeir minntust þess að hún hefði verið frumkvöðull að ýmsum framkvæmdum sem urðu til þess að bæta kjör verkalýðsins og námumanna. Foreldrar Eleanor Roosevelt voru vel efnum búin en heimilis- kringumstæður voru ekki hinar ákjósanlegustu fyrir óþroskaðan og viðkvæman ungling, en ekki er óhugsandi að einmitt þetta hafi hjálpað að móta lífsskoðun hinnar ungu stúlku. Hún segir svo sjálf frá „að mótlæti ef íhugað grandgæfilega megi nota til að byggja upp en ekki veikja heilbrigða lífsskoðun", og svo mun það hafa reynst henni. Eftir dauða foreldra hennar fór hún til móður ömmu sinnar, en eftir nokkur ár tók föðurbróðir hennar, Theodore Roosevelt, hana á sitt heimili og þar átti hún heima þangað til hún gekk að eiga frænda sinn, Franklin Delano Roosevelt, sem síðar varð hinn velþekkti forseti Bandaríkjanna. Með ömmu sinni og síðar með þeim Roosevelt hjónunum ferðaðist Eleanor víða um Bandaríkjin, Mexico og um ýms lönd í Evrópu. Þannig kynntist hún annara þjóða fólki með mismun- andi hugsunarhátt, siðvenjur og trúarskoðanir. Þessi ferðalög urðu henni ómetanleg þegar hún sem forsetafrú varð að taka á móti gestum frá ýmsum löndum, þar á meðal konungshjónum Bretlands, drottningu Hollands, ríkiserfingja Noregs, stjórnarformönnum og hershöfðingjum frá Kína, Arabíu, Frakklandi, Japan, Soviet ríkj- unum o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.