Árdís - 01.01.1963, Page 53

Árdís - 01.01.1963, Page 53
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 51 Nokkur orð um Eleanor Roosevelt KRISTÍN L. SKÚLASON Fregnin um lát Eleanor Roosevelt snart viðkvæma strengi í óteljandi hjörtum ekki einungis í Bandaríkjunum heldur og einnig víðs vegar um heim. Bæði ríkir og fátækir sem höfðu kynnst henni og fylgst með baráttu hennar fyrir velferðar málum alþýðunnar, fundu að með Eleanor Roosevelt var gengin til grafar mikilhæf kona, framúrskarandi dugleg og ósérhlífin. Þeir minntust þess að hún hefði verið frumkvöðull að ýmsum framkvæmdum sem urðu til þess að bæta kjör verkalýðsins og námumanna. Foreldrar Eleanor Roosevelt voru vel efnum búin en heimilis- kringumstæður voru ekki hinar ákjósanlegustu fyrir óþroskaðan og viðkvæman ungling, en ekki er óhugsandi að einmitt þetta hafi hjálpað að móta lífsskoðun hinnar ungu stúlku. Hún segir svo sjálf frá „að mótlæti ef íhugað grandgæfilega megi nota til að byggja upp en ekki veikja heilbrigða lífsskoðun“, og svo mun það hafa reynst henni. Eftir dauða foreldra hennar fór hún til móður ömmu sinnar, en eftir nokkur ár tók föðurbróðir hennar, Theodore Roosevelt, hana á sitt heimili og þar átti hún heima þangað til hún gekk að eiga frænda sinn, Franklin Delano Roosevelt, sem síðar varð hinn velþekkti forseti Bandaríkjanna. Með ömmu sinni og síðar með þeim Roosevelt hjónunum ferðaðist Eleanor víða um Bandaríkjin, Mexico og um ýms lönd í Evrópu. Þannig kynntist hún annara þjóða fólki með mismun- andi hugsunarhátt, siðvenjur og trúarskoðanir. Þessi ferðalög urðu henni ómetanleg þegar hún sem forsetafrú varð að taka á móti gestum frá ýmsum löndum, þar á meðal konungshjónum Bretlands, drottningu Hollands, ríkiserfingja Noregs, stjórnarformönnum og hershöfðingjum frá Kína, Arabíu, Frakklandi, Japan, Soviet ríkj- unum o. s. frv.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.