Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Ý mis úrræði koma til skoðunar hjá bönk- um vegna úrlausna fyrir fyrirtæki í rekstrarerfiðleikum. Við beitingu slíkra úrræða þarf oft að beita hug- lægu mati. Glitnir hefur riðið á vaðið og gefið út verklagsreglur sem starfsmenn bank- ans hafa til hliðsjónar. Reglurnar voru gefnar út í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá byrjun desember um aðgerðir til að bæta rekstr- arumhverfi fyrirtækja. Fyrir liggur að stór hluti fyrirtækja í landinu er tæknilega gjaldþrota, þ.e. ef þau væru gerð upp núna myndu þau skila neikvæðu eigin fé. Í regl- unum koma fram þau viðmið sem á að fylgja við mat á því hvaða úrræðum skuli beita ef fyrirtæki er í vandræðum. Hjá Kaupþingi og Landsbankanum hafa verið lögð drög að slíkum reglum en þau hafa ekki verið samþykkt, en fastlega er búist við að reglur bankanna muni grundvallast á sömu sjón- armiðum og reglur Glitnis, enda kom fram í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar að viðbrögð bankanna ættu að vera samræmd. Lundúnaleiðin Í reglum Glitnis kemur fram að ef sjóðsstreymi fyrirtækis er jákvætt, þ.e. tekjur að frádregnum kostnaði, opinberum gjöldum og fjárfestingum í fastafjármunum og veltufjármunum, fyrirtækið þolir skuldsetningu og getur greitt af lánum og greitt vexti, mun almenn fyrirgreiðsla duga fyr- irtækinu og það þurfi ekki á víðtækum aðgerðum að halda. Ef fyrirtækið hefur neikvætt sjóðs- streymi þarf að athuga hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Sé hann ekki fyrir hendi verður farin fullnustuleið og gengið að eignum viðkomandi fyr- irtækis og þær síðan seldar hæstbjóðanda í þágu kröfuhafanna. Vera kann að rekstrargrundvöllur sé til staðar þrátt fyrir neikvætt sjóðsstreymi eftir könnun á grundvelli svokallaðrar Lundúnaleiðar. Um er að ræða alþjóðlegt viðmið um úrlausn lána- mála á grundvelli frjálsra samninga kröfuhafa sem nýju ríkisbankarnir þrír hafa ákveðið að fylgja þeg- ar því verður komið við. Ef rekstrargrundvöllur er til staðar og ef fleiri en einn banki er í hópi kröfu- hafa koma bankarnir sér saman um einhvern banka sem verður í forsvari fyrir þá. Bankinn ætti síðan að leitast við að sammælast við aðra kröfu- hafa um að þeir gangi ekki að fyrirtæki í vanskilum tímabundið, reynist slíkt forsenda þess að hægt sé að vernda verðmæti. Ef fyrirtækið hefur jákvætt sjóðsstreymi og þol- ir skuldsetningu en getur hins vegar ekki greitt af lánum er athugað hvort hagsmunum kröfuhafa sé best borgið með Lundúnaleið. Mögulegar nið- urstöður úr athugun eru að bankinn breyti skuld- um í hlutafé, afskrift skulda eða að nýr eigandi leggi viðkomandi fyrirtæki til nýtt eigið fé ásamt bankanum. Bankastjórn tekur slíkar ákvarðanir hverju sinni. Önnur úrræði eru lenging lána, skuld- breyting eða breyting á skilmálum lána, sala eigna, eða aðkoma nýrra hluthafa, sem eru í verkahring sérstakra lánanefnda. Að sögn Más Mássonar upp- lýsingafulltrúa Glitnis hafa slíkar lánanefndir verið lengi starfandi í bankanum og eru þær skipaðar lögfræðingum og sérfræðingum á fyrirtækjasviði bankans. Við ákvarðanir á úrlausnum rekstrarvanda fyrir- tækja þarf að vega og meta t.d. áhrif hagsveiflna á fyrirtæki, en þau eru misnæm fyrir sveiflum. Áhrif verðbólgu og gengisþróunar. Einnig þarf að huga að samkeppnisstöðu, þjóðfélagslegu mikilvægi og rekstrarafkomu undanfarin ár og hæfi stjórnenda til þess að reka fyrirtækin. Eignir seldar eins fljótt og kostur er Glitnir hyggst selja hlutafé sem hann kann hugs- anlega að eignast í fyrirtækjum í óskyldum rekstri eins fljótt og kostur er og mun í þeim tilgangi leita eftir tilboðum á opinberan hátt. Bankarnir þrír hyggjast stofna sérstök félög utan um eignarhluti sína í fyrirtækjum í samræmi við lög um fjármála- fyrirtæki. Hefur Glitnir tekið ákvörðun um stofnun fjárfestingarfélags, fasteignafélags og rekstrar- félags í þessum tilgangi. Reksturinn afeitraður  Með fjárhagslegri endurskipulagningu er eitrið fjarlægt úr rekstri lífvænlegra fyrirtækja  Ekki sanngjarnt að bjarga eignarhaldsfélögum  Bankarnir smíða verklagsreglur Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Bankinn hefur smíðað vinnuramma um úrlausnir fyrir fyrirtæki í rekstrarvandræðum.  ÞÆR upplýsingar fengust hjá Glitni að verklagsreglur sem bank- inn hefur gefið út séu leiðbeinandi vinnurammi um úrlausnir fyrir öll fyrirtæki sem bankinn hefur lánað og eiga í erfiðleikum. Eiga regl- urnar jafnt við um stór, lítil og með- alstór fyrirtæki. Hins vegar liggur það í hlutarins eðli að Nýi Glitnir og nýju ríkisbank- arnir yfirleitt ráða ekki við að taka yfir mjög stóra skuldunauta í ljósi þess hve eigið fé nýju ríkisbankanna er takmarkað. Til dæmis mun ekki koma til kasta reglnanna vegna skulda Milestone við Glitni þar sem þær skuldir eru í gamla bankanum og því fer skilanefnd gamla Glitnis með þær, en gamli Glitnir er helsti lánardrottinn Milestone. Ekki er tal- ið gerlegt að færa eignir Milestone inn í nýja bankann þar sem slíkur eignarhluti yrði mjög íþyngjandi fyrir banka með eigið fé upp á ein- ungis 110 milljarða króna. Fjárhagsleg endurskipulagning Milestone er sem stendur á loka- stigi. Hún gerir ráð fyrir því að nú- verandi eigendur félagsins, Karl og Steingrímur Wernerssynir og stjórnendur þess reki það áfram. Eignir Milestone eru í dag metnar á 60 milljarða króna en skuldir á 115 milljarða króna. Hið sama gildir um skuldir Baugs en þær eru við gömlu bankana og eru þær því í eigu bankanna og kröfuhafa þeirra. Um þessar mund- ir er verið að endurskipuleggja starfsemi Baugs í samstarfi við bankana. Sé miðað við skuldastöðu og verðmæti eigna um mitt þetta ár voru eignir Baugs umfram skuldir 70 milljarðar króna. Hins vegar hef- ur verðmæti þessara sömu eigna rýrnað í kjölfar bankahrunsins. Skuldir Baugs við íslenskar lána- stofnanir námu um mitt þetta ár 160 milljörðum króna, að því er fram kom í grein Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar í blaðinu sl. mánudag. Gildir ekki um stærstu skuldunauta bankanna  Á FUNDI við- skiptanefndar Alþingis með for- ystumönnum úr atvinnulífinu fyrr í haust kom fram að 60-80% allra fyrirtækja í landinu væru tæknilega gjald- þrota. Um er að ræða þau fyrirtæki sem eru með stóran hluta skulda sinna í erlendri mynt og eigið fé hefur brunnið upp vegna veikrar krónu. Verklagsreglur bankanna eru til þess að finna lausnir á vanda slíkra fyrirtækja. „Eigna- og skuldastaða fyrirtækja frá því sem var er að mestu óbreytt,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég er bjartsýnn á að það takist að halda fleiri fyrirtækjum gang- andi og þessar verklagsreglur eru e.t.v. til þess fallnar að stuðla að því,“ segir Jón. Hann segir að úr- ræði á grundvelli reglnanna, frest- ir, lenging lána o.s.frv. breyti ekki raunverulegri stöðu fyrirtækjanna. „Mörg fyrirtækjanna eiga sér samt lífsvon og eru með greiðsluflæði. Fyrirtækin eru misjafnlega stödd, jafnvel fyrirtæki í samkeppni. Menn hafa áhyggjur af því að í nú- verandi árferði verði þeir sem sýndu varkárni í góðærinu komnir í samkeppni við fyrirtæki sem fá björgunarhring. Því er svo mik- ilvægt að það sé uppi á borðum hvernig þessi mál eru unnin,“ segir Jón Steindór Valdimarsson. Mörg fyrirtækjanna eiga sér ennþá lífsvon „ÞAÐ er ekki hægt að slá því föstu að einhver ein úrlausn sé betri en önnur fyrir fyrirtæki í rekstrarerf- iðleikum. Það verður að meta fyrst hvort fyrirtæki geti haldið áfram rekstri, þ.e.a.s. hvort fyrirtækið sé að skila einhverju meiru en fengist með því að leysa það upp og selja eignirnar. Það er alltaf matsatriði hvort fyrri eigendur eigi að eiga eitthvað í fyrirtækjum eftir fjárhagslega endurskipulagningu. Ef viðkom- andi fyrirtæki á ekki fyrir skuldum geta fyrri hluthafar varla gert kröfu um að fá að stjórna því áfram. Það getur verið réttlætanlegt í ákveðnum tilvikum að banki sem er stór lánveitandi fyrirtækis taki það yfir og selji hæstbjóðanda ef fyrirtækið getur ekki staðið í skil- um við kröfuhafana. Eigendurnir verða hreinlega að sætta sig við að kröfuhafar reyni að gera sér fé úr fyrirtækinu með þeim hætti sem þeir telja skynsamlegast. Nýir eig- endur gætu hugsanlega tekið betri ákvarðanir og leitt fyrirtækið úr vandræðum ef eldri eigendur hafa keyrt það í þrot. Ég get tekið undir það sjónarmið að ekki sé sanngjarnt að bjarga fjárfestingarfélögum með lána- lengingum, eða breytingu skulda í eignarhluti, eins og öðrum fyr- irtækjum sem eru í verðmæta- sköpun og skapa fólki atvinnu. Það er erfitt að sjá réttlætinguna fyrir því að halda einhverjum eign- arhaldsfélögum gangandi. Það má benda á að þessi félög og eigna- tengsl þeirra á milli voru ein af meinsemdunum í gamla hagkerf- inu sem gerðu það ógagnsætt og drógu úr samkeppni. Þess vegna er æskilegt að flest af þessum eign- arhaldsfélögum verði leyst upp ef þau eiga ekki fyrir skuldum. Réttlætingin fyrir eftirgjöf skulda er að menn standa frammi fyrir orðnum hlut. Fyrirtæki getur ekki greitt skuldir sínar og þá er lítill ávinningur fólginn í því að þvinga það í þrot því við gjaldþrot fæst yfirleitt lítið fyrir eignir. Með því að búa til lífvænlegt fyrirtæki, annars vegar með nýju hlutafé og hins vegar með eftirgjöf skulda, er hugmyndin sú að hægt sé að bjarga sem mestum verðmætum fyrir lánardrottna til lengri tíma þótt hluta af tapinu sé kyngt strax með eftirgjöfinni.“ Ekki sanngjarnt að bjarga eignarhaldsfélögum SKOÐUN Gylfi Magnússon Viðmælandi er dósent við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands.                                                               !  " #$  6"7!  !           "                   # $%&#'#(#)*!+,--)# % & % . / 0 % % & # 1 2 3 % & # $%&#'#(#)*!+,--)# '(  )  "   *+%,-% .*/01 . %  ! &  .    /  2  3    # $%&#'#(#)*!+,--)# % &   # $%&#'#(#)*!+,--)# 4!& # $%&#'#(#)*!+,--)# 4!& # $%&#'#(#)*!+,--)# 4!& % . / 0 % % & # 1 2 3 4!&    *!  8  9   " !  " :!!"$ ! ;<"=-5" > 8  9   " !  " :!!"$ ! ;<"=-5" > ?; !  "   8  9   " !  " :!!"$ ! ;<"=-5" > /  2 5 3    /  2 5 3#!     /  2 5 .   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.