Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 S ovétmenn stóðu uppi sem sigurvegarar í stríðslok. Evrópa var í rústum og ótt- aðist Bandaríkjastjórn afleiðingar þess að hafa jafn fjölmennan her við bæjar- dyr bandalagsþjóða sinna í Vestur-Evrópu. Móta þurfti jafnvægi við herstyrkinn í austri og gerði Bandaríkjastjórn því kröfu um að Vestur- Þýskaland legði sitt af mörkum til varnarmála í álfunni, þvert á vilja margra Þjóðverja og ann- arra Evrópubúa, sem voru, eðlilega, búnir að fá nóg af vopnaskaki. Konrad Adenauer, þáverandi kanslari Vest- ur-Þýskalands og einn af ötulustu talsmönnum vestrænnar samvinnu á sinni tíð, var hins vegar fylgjandi þátttöku Þjóðverja í varnarsamvinnu og studdi því tillögu franska stjórnmálamanns- ins René Pleven um stofnun Evrópska varn- arbandalagsins (EDC) árið 1950, með vísun til þeirrar hættu sem stafaði af uppgangi komm- únismans. Pleven-áætlunin, sem svo er kölluð, endur- speglaði vilja Plevens til varnarsamvinnu ríkja beggja vegna Atlantsála og er nú litið svo á að hún hafi styrkt undirstöður Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sem þá var nýstofnað en átti eftir að taka á sig skarpari mynd sem varn- arbandalag í Kóreustríðinu (1950-1953). Gekk hugmyndin út á að efna til varnarsam- vinnu evrópsks hers með her Kanada og Banda- ríkjanna, í því skyni að tryggja friðinn, eins og rakið er í Pleven-áætluninni. Frjálsar þjóðir bindist böndum Deilur risu í Frakklandi um hvort bandalagið fæli í sér afsal á fullveldi landsins, en ætlunin var að Frakkar byðu Bretum og „frjálsum þjóð- um“ á meginlandi Evrópu, það er Ítölum, V- Þjóðverjum, Hollendingum, Belgum og Lúx- emborgurum, þátttöku. Sá Pleven fyrir sér að herir aðildarríkjanna veittu upplýsingar um stöðu varnarmála til rík- isstjórna sinna, að frátöldum Þjóðverjum sem áttu að veita slíkar upplýsingar beint til banda- lagsins. Samtímis stofnun Evrópska varnar- bandalagsins voru uppi hugmyndir um stofnun Evrópska stjórnmálasambandsins (EPC) og líkt og með varnarbandalagið var ætlunin sú að tengja þjóðirnar saman enn fastari böndum. Þessar hugmyndir urðu þó aldrei að veru- leika og árið 1954 hurfu bandalögin af teikni- borðinu. Í umsögn sinni um þau málalok hefur sagn- fræðingurinn Mary Fulbrook bent á að franska þingið hafi metið það svo að varnarbandalagið væri ekki næg trygging fyrir því að friður héld- ist við Þjóðverja. Viðbrögð Sovétmanna Árið eftir að hugmyndirnar runnu út í sand- inn var lýst yfir fullveldi Vestur-Þýskalands, sex árum eftir stofnun þess. Fjórum dögum síð- ar, 9. maí 1955, gekk landið í NATO. Sovétmenn sátu ekki aðgerðalausir gagnvart Evrópska varnarbandalagið þessari þróun og sex dögum síðar áttu þeir frumkvæði að stofnun Varsjárbandalagsins, varnarbandalagi austantjaldsríkja með Albaníu, Austur-Þýskaland, Búlgaríu, Pólland, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Ungverjaland innanborðs. Bandalagið leystist upp við fall Sovétríkjanna 1991. 1950-54 Hugmyndasmiður Frakkinn René Pleven. 2001 Nice-sáttmálinn undirritaður. Tekur gildi 2003. 2002 Evran tekur yfir fyrri gjaldmiðla evru-ríkjanna. 2005 Frakkar og Hollendingar hafna Lissabon-sáttamálanum. 2007 Lissabon-sáttmálinn undirritaður. 2008 Írar hafna Lissabon-sáttamálanum. 2008 Hollenska þingið samþykkir Lissabon- sáttmálann. 1992 Maastricht-sáttmálinn undirritaður. 1993 Evrópubandalagið verður að Evrópusambandinu ári eftir undirritun Maastricht-sáttmálans. 1994 EES-samningurinn tekur gildi. 1997 Amsterdam-sáttmálinn undirritaður. Tekur gildi 1999. 1999 Evran tekin upp í 11 ríkjum ESB eftir gildistöku Efnahags- og myntbandalags Evrópu. 1960-1969 1970-1979 1980-1989 1990-1999 2000-2009 1965 Hinar þrjár stofnanir bandalagsins eru sameinaðar, það er Kola- og stálbandalagið, Kjarnorkubandalag Evrópu og loks Efnahagsbandalag Evrópu, svo úr verður Evrópubandalagið (EB). Tekur gildi 1967. 1968 Tollabandalag innleitt innan EB. 1979 Evrópska myntsamstarfinu (EMS) komið á. 1960 Danir, Írar og Bretar sækja um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE). Frakkar beita neitunarvaldi gegn umsóknunum (EBE rann síðar í EB). 1961 Noregur sækir um aðild að EBE. Frakkar hafna umsókninni með því að beita neitunarvaldi. 1972 Danir, Írar og Bretar samþykkja aðild að Evrópubandalaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn greiða atkvæði á móti. 1973 Danir, Írar og Bretar fá inngöngu við fyrstu stækkun sambandsins. 1981 Grikkir ganga í Evrópubandalagið. 1984 Grænlendingar ganga úr EB eftir inngöngu Dana. 1986 Spánverjar og Portúgalar ganga í Efnahagsbandalagið, en líkt og Grikkland var hér um fyrrverandi einræðisríki að ræða. 2003 Króatía sækir um ESB-aðild. 2004 Tíu þjóðir ganga í sambandið: Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía og Tékkland. 2007 Búlgarar og Rúmenar ganga í ESB. Fjöldi aðildarríkja er nú 27. 2009 Slóvakía tekur upp evru. 1960 Evrópuríki, sem vildu ekki ganga jafn langt í evrópskri samvinnu og Evrópubandalagsríkin, stofna Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Stofnþjóðir eru Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. 1961 Efnahagssamvinnustofnun Evrópu verður að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). 1970 Ísland verður aðili að EFTA. 1976 Fríverslunarsamningur Íslands við EB tekur gildi. 1984 Finnar verða aðilar að EFTA (aukaðili frá 1961). 1989 Samningaviðræður um stofnun Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hefjast á milli Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og EB. 1994 Alþingi samþykkir EES-samninginn í atkvæðagreiðslu. 2001 Ísland og Noregur fá aðild að Schengen-samstarfinu. 2007 Bandaríska herliðið fer af landi brott. 1990 Vestur- og Austur-Þýskaland sameinast. 1993 Norðmenn, Austurríkismenn, Svíar og Finnar sækja um aðild. 1994 Meirihluti Austurríkismanna, Finna og Svía samþykkir ESB- aðild. Norðmenn hafna aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu öðru sinni. 1995 Fyrstu aðildarumsóknirnar berast frá fyrrum Austantjaldsríkjum. 1974 Nixon segir af sér eftir Watergate- hneykslið. 1975 Stofnun Microsoft vísir að samskiptabyltingu. 1978 Víetnamstríðinu lýkur. 1979 Deng Xiaoping opnar kínverska hagkerfið fyrir erlendri fjárfestingu. 1991 Sovétríkin líða undir lok. Bandaríkin eru eina heimsveldið. 1997 Kínverjar fá yfirráð yfir Hong Kong úr höndum Breta. Táknrænt fyrir endalok breska heimsveldisins. 1980-1990 Hagfræðingar ræða í auknum mæli um hugtakið „alþjóðavæðing“. 1985 Míkhaíl Gorbatsjov verður leiðtogi Sovétríkjanna. 1989 Berlínarmúrinn fellur. 2001 Bandarísk stjórnvöld hefja stríð gegn hryðjuverkum í kjölfar árása á New York haustið 2001. L eiðtogar Belgíu, Lúxemborgar, Hol- lands, Frakklands og Bretlands und- irrita Brussel-samkomulagið. Undirrit- unin er undanfari stofnunar NATO. Þegar hér er komið sögu er spennan farin að magnast í samskiptum Sovétríkjanna og Vesturveld- anna. Sú ráðstöfun Sovétmanna að loka vest- urhluta Berlínar af fyrir Vesturveldunum ýtti undir stofnun NATO. Bretar, Frakkar, Belgar, Lúxemborgarar og Hollendingar undirrituðu samkomulagið sem fól í sér samstarf á sviði varnarmála, efna- hagsmála og menningartengsla. Brussel- samkomulagið 1948 1949 Utanríkisráðherrar ríkjanna í London. S amrunaferlið í Evrópu fer á nýtt stig með Rómarsáttmálunum, sex árum eftir að Kola- og stálbandalagið tók gildi. Líkt og í Brussel- og Parísarsamkomulaginu 1948 og 1951 undirrita Belgar, Frakkar, Hol- lendingar, Ítalir, Vestur-Þjóðverjar og Lúx- emborgarar sáttmálana tvo. Annars vegar sáttmála um stofnun Efna- hagsbandalags Evrópu (EBE) og hins vegar sáttmála um stofnun Kjarnorkubandalags Evrópu (EAEC/EURATOM), en kjarnorkan var þá að ryðja sér til rúms sem orkugjafi. Með Efnahagsbandalagi Evrópu varð til innri markaður í aðildarríkjunum, jafnframt því sem svokallað fjórfrelsi öðlaðist gildi, það er frjáls för einstaklinga, vöru, fjármagns og þjónustu yfir landamæri aðildarríkja. Gjarnan er vísað til sáttmálanna tveggja og sáttmálans um Kola- og stálbandalag Evrópu sem stofn- sáttmála ESB. Samningarnir tóku gildi árið eftir en 9 árum síðar, árið 1967, runnu Kola- og stálbandalagið og Kjarnorkubandalag Evrópu saman, með sameiginlegu stjórnkerfi og stofnunum. Árið 1960 sóttu Danir, Írar, Norðmenn og Bretar um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Umsóknin var hins vegar ekki samþykkt, meðal annars vegna tortryggni Charles de Gaulle Frakklandsforseta gagnvart aðild Breta. Áttu eftir að líða 12 ár þar til þrjár af þjóð- unum fjórum fengu inngöngu. Norðmenn stóðu utan bandalagsins eftir að hafa greitt at- kvæði gegn inngöngu í atkvæðagreiðslu. Grikkir gengu í Efnahagsbandalagið (þá hluti af EB) 1981 og Spánverjar og Portúgalar fimm árum síðar. Árið eftir, árið 1987, sóttu Tyrkir um inngöngu en hafa enn ekki fengið inni í samstarfi Evrópuþjóða eftir öll þessi ár. 1957 Rómarsáttmálinn Samvinna Með Rómarsáttmálanum var stigið skref í átt að frekari Evrópusamvinnu. Saga, hugsjónir, gildi | Evrópusambandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.