Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Frá erjum í átt til einingar Við lok síðari heimsstyrjaldar beið nasisminn skipbrot. Kommúnisminn stóð hins vegar af sér hildarleik- inn í Evrópu og aðeins nokkrum misserum eftir stríðslok klauf járntjald álfuna í austur og vestur. Fasism- inn, systurstefna nasismans, hélt velli í álfunni enn um hríð. Evrópusambandið, bandalag 27 lýðræðis- ríkja, sem teygir sig frá heitum öldum Miðjarðarhafsins til nyrstu sveita Finnlands, á rætur í þessu mikla hugmyndafræðilega uppgjöri. Nú þegar tæp 60 ár eru liðin frá stofnun Kola- og stálbandalagsins, eftir undirritun Parísarsamkomulagsins 1951, má segja að álfan standi enn á ný á tímamótum. Stærstu hagkerfi sambandsins, hið þýska og hið breska, hafa haft mikinn hag af al- þjóðavæðingunni. Bankahrunið hefur hins vegar afhjúpað veikleika fjármálakerfisins, á sama tíma og ráðgert er að hlutur ESB og Bandaríkjanna í heimsframleiðslunni muni fara minnkandi á næstu áratugum. Tyrkir standa enn utan sambandsins og ríkir óvissa um hvaða áhrif það hefði á stefnu ESB að hafa þá með innanborðs. Baldur Arnarson stiklar á stóru í sögu sambandsins. 1910-1919 1920-1929 1930-1939 1940-1949 1950-1959 1948 Brussel-samkomulagið undirritað. Með því verður Vesturbandalagið til, en þar fór varnarbandalag Breta, Frakka og Benelúx- landanna. Framrás kommúnismans er hvati að stofnuninni. 1948 Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OEEC) sett á legg til að annast framkvæmd Marshall- áætlunarinnar um uppbyggingu Evrópu. Ísland fær hlutfallslega mestan stuðning úr áætluninni á íbúa. Ríki Austur-Evrópu afþakka aðstoð úr áætluninni. 1949 Ísland gerist stofnaðili að NATO og Sameinuðu þjóðunum. 1951 Varnarsamningur undirritaður við Bandaríkin 1950 Schuman-yfirlýsingin undirrituð. 1951 Parísarsamkomulagið undirritað og með því er Kola- og stálbandalagið formlega stofnað. 1952 Evrópuþingið stofnað. 1953 Vestur-Evrópusambandið (VES) stofnað. 1957 Rómarsáttmálinn undirritaður. 1958 Belgar fara fyrstir með forsæti í Evrópusamstarfinu. 1914 Fyrri heimsstyrjöldin brýst út. 1917 Októberbyltingin í Rússlandi. 1918 Styrjöldinni lýkur. 1919 Þjóðabandalagið stofnað í kjölfar Versalasamninganna. Ætlað að tryggja friðinn í heiminum. 1922 Mussolini verður forsætisráðherra Ítalíu. 1927 Borgarastríð brýst út í Kína. 1929 Kreppan mikla skellur á um haustið. 1933 Þjóðverjar og Japanar segja sig úr Þjóðabandalaginu. Nasistar taka völdin í Þýskalandi. 1939 Heimsstyrjöldin síðari brýst út. 1950 Kóreustríðið brýst út. Verður til að auka mikilvægi NATO í augum Bandaríkjanna sem setja meira fé í samstarfið. 1954 Upphaf Víetnamstríðsins. 1955 Varsjárbandalagið stofnað sem mótsvar við NATO. 1945 Heimsstyrjöldinni síðari lýkur. 1945 Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar. 1947 Hugtakið „kalt stríð“ sett fram. 1948 Brussel-samkomulagið. 1948 Sovétmenn loka af Berlín. 1949 Vestur-Þýskaland stofnað. 1949 NATO stofnað. 1949 Efnahagsbandalag kommúnistaríkja stofnað. 1949 Kommúnistar taka völdin í Kína. Áf an ga rá E vr óp uf ör St æ kk un E SB Ís la nd og E vr óp us am st ar fið / al þj óð as am st ar f Ve rö ld íd ei gl u Evrópusambandið 16.905.620 Bandaríkin 13.807.550 Japan 4.381.576 Þýskaland 3.320.913 Kína 3.280.224 Fimm stærstu hagkerfi heims Fólksfjöldi í Evrópusambandinu 1960 2005 550 500 450 400 350 M ill jó ni r Samkvæmt fyrstu spám Eurostat verður fólksfjöldi á EU27 svæðinu 499,7 milljónir 1. janúar 2009. Fólksfjöldi á nýja evrusvæðinu, að Slóvakíu meðtalinni, verður 328,6 milljónir 1. janúar 2009. Ársfr. í USD 2007 (IMF) Heimild: Eurostat Ræðir þar einkum um Ruhr-héraðið sem kom einnig við sögu í fyrri heimsstyrjöldinni, en að loknu því stríði hernámu Frakkar og Belgar héraðið til tryggingar fyrir skaðabóta- greiðslum þeim sem lagðar voru fram í Ver- salasamningunum. Hernáminu lauk árið 1925 og þegar yfir lauk hafði héraðið gegnt stóru hlutverki í vígvæðingu nasista. Stofnun bandalagsins átti sér aðdraganda í því að Frakkinn Jean Monnet, sem stund- um er nefndur helsti hugmyndafræðing- urinn að Evrópusamvinnunni, lagði árið 1945 fram Monnet-áætlunina. Hún fól í sér flutning kola frá þeim iðnaðarsvæðum í Þýskalandi sem komu tímabundið í hlut Frakka í stríðslok, það er að segja Ruhr- héraðið og Rínarlöndin, einkum Saarland, til Frakklands, svo styrkja mætti hagkerfi Frakka á kostnað Þjóðverja. Eins og gefur að skilja olli þessi ásetningur spennu í samskiptum Frakka og Þjóðverja og með Schuman-áætluninni, sem nefnd var eftir franska utanríkisráðherranum Robert Schum- F rakkar, Vestur-Þjóðverjar, Ítalir, Belg- ar, Hollendingar og Lúxemborgarar undirrita Parísarsamkomulagið og stofna þá um leið Kola- og stál- bandalagið, fyrst og fremst í því skyni að koma í veg fyrir átök á milli Frakka og Þjóðverja. Parísarsamkomulagið tók gildi 1952 og rann út 50 árum síðar, árið 2002, þegar Kola- og stálbandalagið hætti formlega að vera til og rann inn í Evrópubandalagið (EB). Kola- og stálbandalaginu (KSE) hefur verið lýst sem fyrstu evrópsku stofnuninni sem fól í sér yfirþjóðlegt vald, það er vald til að taka ákvarðanir án þess að til kæmu afskipti rík- isstjórna viðkomandi ríkja. Var Parísarsam- komulagið forsendan fyrir myndun hins yfir- þjóðlega valds. Hugmyndin að baki því var öðrum þræði sú að sameina vestræn ríki álfunnar um þann iðn- að sem hafði orðið til að kljúfa þau í herðar nið- ur í stríðsrekstri, nefnilega þungaiðnaðinn með kol, stál og járn á iðnaðarsvæðunum sem nas- istar nýttu við uppbyggingu stríðsvélarinnar. an, var niðurrifi þýsks iðnaðar í Ruhr- héraðinu hætt, ásamt því sem ýmsar fram- leiðslukvaðir á þýskan iðnað voru afnumdar. Er Monnet talinn aðalhöfundur áætlunar- innar, en gjarnan er vísað til hans og Schuman sem helstu stofnfeðra Evrópusamstarfsins. Tveimur árum síðar fengu Frakkar efnahags- leg yfirráð yfir Ruhr-héraði og héldu þeim til 1957, þegar það varð hluti af V-Þýskalandi, líkt og Rínarlöndin. Liður í mótun eins markaðar Árið 1967 gekk Kola- og stálbandalagið ásamt Kjarnorkubandalagi Evrópu (KBE) inn í Evrópubandalagið, þar sem Efnahags- bandalag Evrópu (EBE) var meginstoðin. Kola- og stálbandalagið hefur fengið þann dóm sögunnar að hafa ekki tekist að koma í veg fyrir hnignun iðngreinanna sem það var stofnað um, á sama tíma og það stuðlaði að myndun sameiginlegs markaðar í Evrópu. Inngangan í Kola- og stálbandalagið var ekki óumdeild í Þýskalandi og lögðust jafn- aðarmenn (SPD) gegn henni með þeim rökum að hún drægi úr líkum á sameiningu landsins. Var flokkurinn andvígur aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu og NATO með sömu rökum. Parísarsamkomulagið 1951 Tímamót Við undirritun samkomulagsins. Evrópusambandið | Saga, hugsjónir, gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.