Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 14
14 Tónlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 af þessu höldum við okkar striki,“ segir Jakob. „Þar að auki er ég hættur að vinna, þannig að ég get einbeitt mér að söngnum. Þetta hafa verið erilsöm en afar skemmtileg fimmtíu ár.“ Upphaflega kom það þó ekki Jakob er ekki eini skemmtikrafturinn í fjöl- skyldunni en eiginkona hans til 45 ára er Jónína Karlsdóttir – Didda rokk – sem gerði garðinn frægan á dansgólfum landsins með dansfélaga sínum Sæmundi Pálssyni – Sæma rokk – og gerir raunar enn. „Við Didda kynntumst í Þórscafé í byrjun sjöunda áratugarins og gengum í það heilaga 14. júní 1963. Ég var þá kominn á bólakaf í ballmenn- inguna og Didda farin að dansa, fyrst með Guðlaugi Bergmann og síðan Sæma. Við komum oft fram á sama ballinu, jafnvel án þess að hafa hugmynd um það fyrirfram. Didda dúkkaði bara upp.“ Jakob vann á sinni skrifstofu á daginn og þegar mest var skemmti hann sjö kvöld í viku. Kom hann ein- hvern tíma heim? „Já, alla vega fjórum sinnum,“ segir hann sposkur á svip og vísar til þess að þau Didda eiga fjórar dætur, Sigríði Evu, Guðnýju Erlu, Guðbjörgu og Guðrúnu Ósk. „En það er alveg rétt, ég var lítið heima á tímabili. Didda var oft spurð hvort hún væri einstæð móðir.“ Didda kenndi lengi fimleika og þær hafa allar kennt hjá Fylki, Didda, Guðrún Ósk og Rebekka dótt- ir hennar. Sumsé þrjár kynslóðir úr sömu fjölskyldunni. Geri aðrir betur! Guðný Erla hefur líka lagt stund á fimleika og sló m.a. í gegn fimm ára gömul á ÍSÍ-hátíð í Laugardalshöll og sýndi þá með mun eldri stúlkum. Þá má líka geta þess að Guðbjörg var á sínum tíma Íslandsmeistari í diskó- og rokkdansi. Hún er gift Ragnari Gunnarssyni, Ragga sót, MAÐURINN HENNAR DIDDU ROKK Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is H ann er myndarlegur, ungur maður, nánar tiltekið 22 ára og þar að auki ólofaður. Svo hefur hann sungið með vinsælli dans- hljómsveit upp á síðkastið, svo að það er engin furða þótt ungu stúlkurnar kikni ofboðlítið í hnjá- liðunum þegar hann gengur framhjá. – Hann er mikill sjarmör, hann Jakob, segja þær.“ Með þessum orðum hefst um- fjöllun Ólafs Gauks um Jakob Ó. Jónsson í textaritinu Tra-la-la í desember 1962. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en Jakob er enn að og hvergi nærri hættur, eins og hann staðfestir sjálfur. Það eina sem hefur breyst er að í stað þess að syngja öll kvöld held- ur hann sig eingöngu við helg- arnar í seinni tíð. „Ég kvarta ekki. Hljómsveitin mín, Grái fiðringurinn, er bókuð margar helgar í vetur og á meðan heilsan leyfir og við höfum gaman til af góðu að Jakob gaf sig að tón- listinni. Hann var mikið í fótbolta sem unglingur en slæm bakmeiðsli bundu enda á þann feril. Hann þurfti á þremur aðgerðum að halda til að fá bót meina sinna. „Til að hafa eitthvað fyrir stafni í þessum þrálátu meiðslum fékk ég mér trompet og lærði á hann hjá Viðari Alfreðssyni og Birni Guð- jónssyni. Þannig hófst tónlistarfer- illinn.“ Fyrsta „giggið“ var svo 1. des- ember 1958 en þá kom Jakob fram með hljómsveit sem hann rekur ekki minni til að hafi heitið neitt sérstakt. Meðal sveitarmeðlima var Guðmundur nokkur Ingólfsson píanóleikari en þeir Jakob áttu síðar eftir að koma mikið fram saman. Spurður hvort hann hafi ekki verið á unglingsaldri á þessum tíma horfir Jakob undrandi á blaðamann. „Nei, nei, ég var átján ára!“ Einmitt. Það voru aðrir tímar. Fljótlega eftir þetta gekk Jakob til liðs við hljómsveit frá Hvols- velli en söngvari hennar var eng- inn annar en Haraldur Sigurðsson, helmingurinn af Halla og Ladda. Jakob hafði hins vegar ekki verið lengi í sveitinni þegar Halli ákvað að freista gæfunnar í útlöndum. „Þá var mér bara sagt að syngja.“ Hafðirðu sungið áður? „Nei, aldrei. Ég var ekki einu sinni í Verzlunarskólakórnum.“ Hvers vegna varðst þú þá fyrir valinu? „Ég hef ekki hugmynd um það.“ Morgunblaðið/Kristinn Hjónin Jakob Ó. Jónsson og eiginkona hans til 45 ára, Jónína Karlsdóttir, betur þekkt sem Didda rokk. „Þetta hafa verið erilsöm en afar skemmtileg fimmtíu ár,“ segir hann um söngferilinn. Rokkað í hálfa öld Hressir Hljómsveitin Grái fiðringurinn ásamt Bogomil Font á Hreðavatni við upphaf aldarinnar. Bogomil er maðurinn bak við nafn sveitarinnar. Fimmtíu ár eru síðan ungur tónlistarmaður, Jakob Ó. Jónsson, fór að troða upp á dansleikjum. Hann hefur starfað óslitið síðan og skipta þau þúsundum lögin sem hann hefur sungið fyr- ir löðursveittan lýð- inn. Fyrir margt löngu ákvað Jakob hins vegar að syngja aldrei inn á plötu. Vinsælir Jakob ásamt hljóm- sveit sinni í Klúbbnum árið 1969.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.