Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 1
4. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 2. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Meiri þungi hefur færst í umræður um mögulega aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Í tilefni af því hefur Morgun- blaðið ráðist í viðamikla fréttaskýringu, sem birtist næstu daga bæði í Morg- unblaðinu og á mbl.is, þar sem leitast er við að draga fram kosti og galla aðildar. Saga Evrópusambandsins er rakin í fyrstu fréttaskýringunni, sem birt er í dag, en þetta bandalag 27 lýðræðisríkja teygir sig frá heitum öldum Miðjarðarhafsins til nyrstu sveita Finnlands og á rætur í því hugmyndafræðilega upp- gjöri í Evrópu sem átti sér stað í lok seinna stríðs. KNATTSPYRNA »6 ÁTÖK Á GAZA »8 REKSTURINN AFEITRAÐUR »4 Glitnir hefur nú riðið á vaðið og gefið út verklagsreglur vegna fyrirtækja í rekstrarvanda í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá því í byrjun desember. Fyrir liggur að 60-80% fyrir- tækja í landinu eru tæknilega gjaldþrota og því er þörfin brýn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, segist bjartsýnn á að það takist að halda fleiri fyrir- tækjum gangandi og að verklagsreglur bankanna séu e.t.v. til þess fallnar að stuðla að því. Skiptar skoðanir eru um hvaða fyrirtækjum eigi að bjarga. Eðli málsins samkvæmt gilda reglurnar ekki um stærstu skuldunauta bankanna vegna smæðar efnahagsreiknings nýju ríkisbankanna. Stærstu skuldirnar voru skildar eftir í gömlu bönkunum og fara skilanefndir þeirra með þær. Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, segir að ekki sé sann- gjarnt að bjarga eignarhaldsfélögum með lánalengingum eða breytingu skulda í eignarhluti. Eignarhaldsfélögin séu hluti af meinsemdum gamla hagkerfisins sem gerðu það ógagnsætt og drógu úr samkeppni. thorbjorn@mbl.is Eiga sér ennþá lífsvon Gylfi Magnússon Ísraelar virtust í gær búa sig undir landhernað á Gaza en þegar hafa vel á fimmta hundrað manns fallið í loftárásum þeirra á svæðið. Gaza er eitt af þéttbýlustu svæðum heims, þar búa 1,5 milljónir manna á spildu sem er á við fjórðung Reykjanesskagans. Sendi Ísraelar, sem segjast staðráðnir í að binda enda á flugskeytaárásir Hamas- liða, skriðdreka inn í Gazaborg er óhjá- kvæmilegt að mannfall aukist mjög. Óbreyttir borgarar eru sem fyrr í skot- línunni. Skriðdrekarnir rymja á ný Liverpool, sigursæl- asta félag enskrar knattspyrnu, hefur komið sér vel fyrir á toppi úrvalsdeild- arinnar. Skyldi fyrsti meist- aratitillinn í nítján ár vera í augsýn? Það er alls ekki öruggt ef marka má „jólatölfræðina“ góðu sem vel er haldið til haga í Englandi. Er biðin á enda hjá Liverpool? „ÞAÐ eru skrýtnir kumpánar, sem þreytast ekki á að reyta af sér mannorðið með því að safna að sér peningum, sem þeir hafa ekkert með að gera og eru mun betur komnir annars staðar. Þetta eru menn, sem kunna ekki með fé að fara, þótt sum- ir hverjir mylgri annað veifið í nauð- þurftamenn, vonandi af góðhug. Engan á að skorta fé til nauðþurfta. Það er blettur á hverju þjóðfélagi að ala upp stétt, sem á ekki mat í munn sér, sem lætur náungann mausa án hjálpar. Glæpur gagnvart yngstu kynslóðinni, sem á að erfa landið.“ Svo farast Kristmundi Bjarna- syni, rithöfundi á Sjávarborg í Skagafirði, orð. Hann hefur þó ekki áhyggjur af kreppunni. „Nei, ég hef engar áhyggjur. Hins vegar finnst mér leiðinlegt til þess að vita, að landar mínir skuli aðhyllast happa- og glappa-aðferðir í stjórnsýslu.“ Kristmundur sendi frá sér ævi- sögu Gríms Jónssonar, Amtmað- urinn á einbúasetrinu, fyrir jólin. Grímur amtmaður var uppi á fyrri hluta 19. aldar. „Hélt þá íslenskur bændalýður, að hann bæri af öðrum sökum vits og þekkingar á fornum fræðum norrænum, og Íslendingar væru öllum þjóðum fremri, líklega í hvívetna. Í þessu fólst í senn styrkur alþýðu og veikleiki. Þeir áttuðu sig snemma á því, að tungumálið var meginstoð þjóðarvitundar þeirra og þóttust af. Af þessu kann aftur að hafa leitt ofdekur og hroki á annan veginn, en tómlæti á hinn bóginn gagnvart því, sem erlent var og gagnlegt í verklegum efnum.“ | 20 Kunna ekki með fé að fara Happa- og glappa- aðferðir í stjórnsýslu Blettur Engan á að skorta fé til nauðþurfta, segir Kristmundur. KOSTIR OG GALLAR AÐILDAR AÐ ESB MEÐ [ ]TENGSLLára og ÞorfinnurÓmarsbörn[ ]Er Þorsteinn Páls-son langræknari enDavíð Oddsson? KARL LAGERFELD Í HÁLFA ÖLD SIGGA HÖFÐI HORN Á SUNNUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.