Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Ég hef misst einn af bestu vinum mín- um. Það er sárt að missa, en þegar mað- ur veit að vinur manns er kominn heim til Jesú þá samfagna ég Sigga. Sigurður er kominn heim til Drott- ins. Ég trúi því að við sem þekktum Sigurð höfum misst merkan trúfast- an og góðan vin, er alltaf var Sigurður Þ. Gústafsson ✝ Sigurður Þ. Gúst-afsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1939. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 31. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 11. september. reiðubúinn að láta gott af sér leiða. Nú er Sig- urður kominn heim til Jesú, Föðurins og Heilags anda. Sigurður Þ. Gúst- afsson átti mikinn þátt í að ég komst til trúar. Á ögurstund í lífi mínu er allt virtist, brotið og öll sund lokuð, bauð Sigurður skóla- bróðir minn úr Versló, mér á samkomu í K.F.U.M. og síðan á mót í Vatnaskógi. Á mótinu í Vatnaskógi snart Drottinn við mér. Ég tók á móti Jesú í Vest- mannaeyjum ári síðar. Farðu heill góði vinur með þakk- læti fyrir góða viðkynningu. Einar Gíslason, kennari. ✝ Guðbjörg Páls-dóttir, Sólbakka á Selfossi, fæddist á Skúmsstöðum á Eyr- arbakka, 27. október 1910. Hún lést á Ljós- heimum á Selfossi 19. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Páll Pálsson frá Ferjunesi í Vill- ingaholtshreppi og Jónína Jónsdóttir frá Skúmsstöðum. Guð- björg var í hópi níu systkina, og kveður þeirra síðust. Hún ólst upp á Eyr- arbakka. Missti föður sinn ung, en naut góðrar samstöðu fjölskyld- unnar. Guðbjörg giftist 6. júní árið 1936 Steindóri Sigursteinssyni, Denna, sem var bílstjóri. Þau settu heimili sitt á Selfossi, voru þar með frumbýlingum og mótendum nýrrar byggðar. Byggðu hús við það sem síðar varð Austurvegur, kölluðu Sólbakka og voru við það kennd. Börn Guðbjargar eru fimm: Páll Árnason, kvænt- ur Benediktu Guðna- dóttur; Sigursteinn, kvæntur Valgerði Kristinsdóttur; Sverrir, látinn, var kvæntur Báru Stein- dórsdóttur, látin, seinni kona hans var Sigríður Þóra Ingva- dóttir; Ingibjörg, maður hennar er Sveinbjörn Ein- arsson; og Gísli, fyrri kona hans var Perla María Jónsdóttir, kona hans er Þórunn Þórmunds- dóttir. Barnabörn Guðbjargar eru 19, langömmubörnin 39 og langa- langömmubörnin 5. Guðbjörg og Steindór voru kunn á Selfossi, virk í félagsstarfi. Guð- björg var m.a. með stofnendum og heiðursfélagi Kvenfélags Selfoss. Síðustu árin átti hún á Ljós- heimum. Útför Guðbjargar var gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 27. desember. Margs er að minnast við leið- arlok ástkærrar móður. Það eru mikil forréttindi að fá að njóta sam- vista svo lengi. Líkaminn var orð- inn lúinn en minnið ótrúlegt. Ég sagði oft ef ég mundi ekki eitthvað að ég þyrfti að spyrja mömmu, hún hafði gaman af og spurði oft hvort ekki væri erfitt að vera svona gleymin. Mamma var einstaklega hress, kát, lífsglöð og dugleg. Það var henni og okkur öllum mikill missir þegar pabbi dó. Þau voru ákaflega samrýnd, vinamörg og skemmtileg. Í minningunni var alltaf mann- margt á Sólbakka. Fjölskyldan stór, ættingjar og vinir og ýmsir sem bjuggu þar með þeim. Sig- ursteinn afi og pabbi byggðu Sól- bakkann og voru foreldrar mínir með þeim fyrstu sem fluttu að Ölf- usá, eins það hét í þá daga. Pabbi var mjólkurbílstjóri á þessum árum og oft lengi að heiman. Ég minnist frásagnar frá stríðsárunum, þá fór hann að heiman að morgni og kom ekki heim fyrr en eftir marga daga, var kyrrsettur í Reykjavík og sótti þaðan mjólk að Kolviðarhóli sem bílar frá Selfossi komu með. Oft voru ferðirnar langar, því ekki var annar mokstur en þeir sjálfir með sínar skóflur. Ég minnist líka aðfangadags- kvölda, þegar við systkinin fylgd- umst með bílalestinni mjakast frá Ingólfsfjalli, ekki gekk alltaf vel, þá fengum við að opna 1 pakka kl. 6, sjálfsagt gert til að róa okkur. Ég minnist líka skemmtilegra ferða- laga, veiðiferða, berjaferða o.fl. Þá var ekki útvarp í hverjum bíl, en mamma og pabbi sungu ættjarð- arlög o.fl. sem við ýmist kunnum eða lærðum og tókum undir. Mamma var einstaklega mynd- arleg húsmóðir, góð móðir, amma og vinur, var alltaf til staðar fyrir okkur. Fór ekki að vinna utan heimilis fyrr en við vorum öll full- vaxin og mörg farin að heiman. Hún var sívinnandi, hafði sérstakt yndi af hannyrðum, mörg listaverk- in eftir hana prýða veggi heimila okkar systkina o.fl. Margar hendur hafa borið einstaklega fallega lopa- vettlinga, sem hún prjónaði, þæfði og kembdi. Ég þori ekki að minn- ast á matargerð og bakstur, því einhvern tímann sagði hún að ef ekki væri hægt að minnast hennar fyrir annað en kleinusteikingu og e.þ.h. væri ekki gaman að lifa. Mamma hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra gerði aldrei kröfur fyrir sjálfa sig. Frásögn er til um þegar pabbi kom heim með ísskáp og mamma stóð í dyrunum og spurði hvað hann ætlaði að gera við þetta, þá sagði hann: „Færðu þig frá, kona góð, þetta ætla ég með inn í eldhús til…“. Eins man ég þegar ég kom eitt sinn heim, mamma sagði mér að koma inn í stofu, þar var fallegt sófasett sem pabbi hafði keypt en mömmu fannst að kannski hefði verið meiri þörf fyrir peningana í eitthvað ann- að. Sagði að sjálfsagt ættu þau ekki mikið ef hún fengi að ráða. 1974 eignuðust þau jeppa og hjólhýsi sem þau notuðu mikið á sumrin og nutu vel. Í rúm 60 ár bjó mamma á Sólbakka, flutti svo í íbúð fyrir aldraða, seinustu árin dvaldi hún á Ljósheimum við góða umönnun en átti erfitt með að sætta sig við að geta ekki hugsað um sig sjálf. Hjartans þakkir til alls starfsfólksins. Hvíldu í friði, elsku mamma. Veit að pabbi og Sverrir taka vel á móti þér. Þín Bíbí – Ingibjörg Jóna. Þá er hún elsku amma Gudda farin í sína hinstu ferð. Ákveðið að nú væri þetta komið gott og farið og hitt hann afa eftir langan að- skilnað. Amma var alveg stórkost- leg kona í alla staði og eins og við sögðum svo oft „þá var hún með munninn fyrir neðan nefið“. Alltaf þegar farið var á Selfoss var komið við á Sólbakkanum hjá ömmu og afa, var þá dreginn fram keflakass- inn og mikið var hægt að leika sér með þau og ekki sakaði ef afi var með í leiknum. Alltaf voru bornar á borð fyrir okkur miklar og góðar kræsingar, s.s. græna byltingin, smákökurnar með súkkulaðidrop- unum og ef maður datt í lukkupott- inn kótelettur í raspi með öllu til- heyrandi enda amma mikill kokkur. Eftir að afi féll frá kom amma stundum til okkar í sveitina, amma átti sinn stað í öðru horninu í eld- húskróknum og þar sat hún og stoppaði í alla götóttu lopasokkana eða lagði kapal. Já, sem betur fer er maður svo heppinn að eiga margar og góðar minningar um hana ömmu sem við geymum með okkur. Elsku mamma, ástarþakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir ömmu, missir þinn er mikill sem og okkar allra. Amma, eins sárt og það er að missa þig huggar maður sig við það að þú sért komin á betri stað þar sem afi Steindór og Sverrir frændi hafi tekið þér opnum örmum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíl í friði, amma mín. Þín Unnur Anna. Þegar hátíð ljóssins nálgaðist slokknaði ljós sem logaði skært í rúm 98 ár. Lífsgöngu Guðbjargar Pálsdóttur lauk eftir farsæla ævi. Gudda Páls, eins og við kölluðum hana, var heimilisvinur í Eystra- Geldingaholti. Fyrir rúmum hundr- að árum var móðir hennar kaupa- kona hjá langafa og langömmu okk- ar. Það varð til þess að hún, innan við fermingu, kom sumarstelpa til ömmu og afa. Fyrstu sumrin hafði hún það hlutverk að passa pabba og Ingu systur hans. Þó að síðan séu liðin hátt í 90 ár hafa tengslin aldrei rofnað. Gudda og Denni, maðurinn hennar, voru hluti af til- verunni og mikill samgangur var á milli Sólbakka og Eystra-Geldinga- holts. Varla var farin Selfossferð án viðkomu á Sólbakka, þar var ein- staklega gott og skemmtilegt að koma. Denni brá sér yfir götuna, í Siggabúð til að kaupa vínarbrauð, á meðan Gudda hellti á könnuna og hafði til undirstöðugott meðlæti og var fljót að. Í eldhúsinu urðu hressilegar umræður um þjóðmál og það sem var á döfinni hverju sinni og þau töluðu bæði tæpi- tungulaust. Um árabil áttu Gudda og Denni nokkrar kindur, gjarnan golsóttar. Á vorin komu þau með þær upp eftir og voru þær hjá okk- ur þar til þær fóru á afrétt. Í mörg ár ráku Denni og pabbi saman til fjalls ásamt kaupamönnunum og höfum við heyrt margar sögur af þeim ferðum. Síðar óku þeir fénu á vörubílunum sínum og það var æv- intýri að fá að fara með í slíkar ferðir. Það var hátíð í bæ þegar Gudda og Denni birtust, alltaf voru þau með eitthvert góðgæti sem var saldséð í sveitinni á þeim árum. Og þau töluðu við okkur krakkana. Réttadagurinn hefur ávallt verið mikill hátíðisdagur hjá Gnúpverj- um. Í bernsku okkar systkinanna og fram á fullorðinsár fannst okkur réttirnar byrja þegar Gudda og Denni mættu, venjulega daginn áð- ur. Hún söng: „Nú liggur vel á mér“ og síðan minnir þetta lag okk- ur á hana. Það var eins og það lægi alltaf vel á Guddu, hún var spaug- söm, hafði einstaka frásagnarhæfi- leika, gerði óspart grín að sjálfri sér og hafði svo smitandi hlátur að óðar voru allir nærstaddir farnir að hlæja. Fólk laðaðist að henni. Gudda var glæsileg bæði ung og háöldruð heiðurskona og orðheppin fram í andlátið. Við minnumst Guddu með þakklæti fyrir allar stundirnar og gleðina frá því að við munum eftir okkur. Við færum fjöl- skyldu hennar einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning henn- ar. Árdís og Sigrún Jónsdætur. Guðbjörg Pálsdóttir ✝ Elsku mamma mín, tengdamamma, amma og langamma, UNNUR EIRÍKSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Malín Örlygsdóttir, Gunnlaugur Geirsson, Örlygur, Bergþór, Unnur, Theodóra, Unnur Malín, Þorvaldur, Arnljótur, Gylfi, Valgerður og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR MARKÚSSON brunavörður, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Guðríður Jónsdóttir, Þröstur Reynisson, Hildur Reynisdóttir, Guðmundur Davíðsson, Ólafur Gísli Reynisson, Jóna Sigurlín Harðardóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, EINAR G. VESTMANN ÞÓRODDSSON frá Bekansstöðum, lést á Dvalarheimilinu Höfða föstudaginn 26. desember. Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 14.00. Valgerður Einarsdóttir Vestmann, Margrét Vestmann Þóroddsdóttir, Finnur S. Guðmundsson, Valur Þór Vestmann Þóroddsson, Guðlaug Magnúsdóttir, Jóhann Vestmann Þóroddsson, Guðríður Hannesdóttir, Bjarni O. Vestmann Þóroddsson, Kristín J. Dýrmundsdóttir, Katrín Vestmann Þóroddsdóttir, Ólafur Vestmann Þóroddsson, María Björk Reynisdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN JÓHANNSSON, Eyrargötu 31, Siglufirði, lést þriðjudaginn 30. desember á Heilbrigðis- stofnun Siglufjarðar. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 10. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar. Anna Hulda Júlíusdóttir, Theodóra Hafdís Baldvinsdóttir, Konráð Karl Baldvinsson, Erla Hafdís Ingimarsdóttir, Sigurður Örn Baldvinsson, Halldóra Jörgensen, Ásdís Eva Baldvinsdóttir, Hörður Þór Hjálmarsson, María Gíslína Baldvinsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðursystir mín, LÁRA HORTSMANN, lést á heimili sínu í Kaliforníu föstudaginn 2. janúar. Helga Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.