Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 45
Auðlesið efni 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Skip-brot krónunnar, banka-hrunið og efna-hags-kreppan hefur vakið Evrópu-pólitíkina til lífsins innan íslensku stjórn-mála-flokkanna. Þau sögu-legu kafla-skil urðu á árinu að spurningin um aðild Íslands að Evrópu-sambandinu og upp-töku evru er komin af fullri alvöru og þunga á dagskrá allra flokka. Evrópu-málið kann að ráða úrslitum í stjórnar-sam-starfinu, það yrði í fyrsta sinn eitt stærsta kosninga-málið ef efnt verður til þing-kosninga á árinu 2009 og ólík af-staða flokka til aðildar-umsóknar getur skipt sköpum í stjórnar-myndunar-við-ræðum, slitni upp úr sam-starfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Endur-mat á Evrópu-stefnu flokka sýnir um leið við-leitni þeirra til að skapa sér víg-stöðu og úti-loka engin tæki-færi til þátt-töku í ríkis-stjórn. Á pólitískum vett-vangi er nú tekist á um tvær leiðir. Annars vegar eru þeir sem vilja efna til þjóðar-atkvæða-greiðslu um aðildar-umsókn. Aðrir vilja á hinn bóginn ganga hreint til verks, hefja aðildar-viðræður og leggja niður-stöðuna að því búnu undir dóm kjósenda. Fyrri kosturinn yrði aðeins gálga-frestur. Enginn flokkur getur komið sér hjá því að móta skýra af-stöðu til málsins. Allt hnígur í þá átt að þjóðin standi brátt frammi fyrir því að taka stærstu ákvörðun sína í utan-ríkis-málum í 60 ár. Taka slaginn um ESB Flestir flokkar eru klofnir í af-stöðu til ESB. Vaxandi stuðningur er við að málið verði lagt í dóm kjósenda. Gagn-rýnendur og blaða-menn Morgun-blaðsins hafa valið eftir-farandi bestu verk ársins 2008: Besta bókin: Hvert orð er atvik eftir Þorstein frá Hamri. Besta leik-sýningin: Utan gátta eftir Sigurð Pálsson. Leikstjóri Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd Grétar Reynisson. Þjóðleikhúsið. Besta mynd-listar-sýningin: Of the North Steina Vasulka. Listasafn Íslands. Bestu tón-leikarnir: Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen í flutningi Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanó-leikara í Langholtskirkju. Besta platan: Fordlandia Jóhann Jóhannsson. Besta íslenska popp-platan: Emilíana Torrini – Me and Armini. Besta erlenda popp-platan: Nick Cave & The Bad Seeds Dig!!! Lazarus Dig!!! Tón-leikar ársins: Björk Guðmundsdóttir í Langholtskirkju 26. ágúst. Besta erlenda bókin: 2666 – Roberto Bolaño. Besta kvik-myndin: No Country for Old Men (Ekkert land fyrir öldunga). Ethan og Joel Coen. Bandaríkin. 2007. Topp- listar ársins 2008 Plata Emiliönu Torrini, Me and Armini, er besta plata ársins að mati Morgun- blaðsins. Komum barna til skóla-hjúkrunar-fræðinga í nýjustu hverfunum á höfuð-borgar-svæðinu hefur fjölgað um allt að 100% í september, október og nóvember miðað við sama tíma undan-farin tvö ár. Að sögn Þórunnar Ólafsdóttur, framkvæmda-stjóra hjúkrunar við Heilsu-gæslu höfuð-borgar-svæðisins, má draga þá ályktun að vanda-málin séu meiri í nýju hverfunum. „Fólk er kannski ný-búið að kaupa húsnæði þar og er í basli. Umræðan um kreppuna hefur áhrif á alla, ekki síst börnin.“ Börnin full af kvíða Kort grunn-skóla-nema til Umboðs-manns barna. „ÞETTA var ótrúlegt ár hjá mér,“ sagði Ólafur Stefánsson eftir að hann var kjörinn íþróttamaður ársins 2008 á föstudag. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Ólafur er fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins sem fékk silfurverðlaun á ólympíuleikunum í Peking. Hann varð Evrópumeistari með liði sínu Ciudad Real á sem vann einnig bikarkeppnina og deildarkeppnina á Spáni. Ólafur fékk 480 stig í kjörinu og gat hann ekki fengið fleiri stig. Snorri Steinn Guðjónsson handknattleiksmaður varð annar og Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona varð þriðja. Ólafur íþróttamað- ur ársins 2008 Salmonellu-sýking sem kom upp í hrossum undir rótum Esju 21. desember sl. er óvenju slæm. 23 hross úr 40 hrossa stóði hafa drepist eða verið af-lífuð vegna sýkingar-innar. Tjarnirnar sem hrossin drukku úr eru set-tjarnir, vatn rennur í þær en lítið vatn úr þeim og þær þorna ekki upp nema í þurrkum. Gunnar Örn Guðmundsson, héraðs-dýralæknir Gullbringu- og Kjósarsýslu, segir ekki ljóst hver upp-runi sýkingarinnar sé en lík-legt Mörg hross hafa drepist úr salmonellu Gunnar Örn Guðmundsson héraðs-dýra-læknir tók sýni úr set- tjörnum á Kjalarnesi. hrein-læti, að það þvoi sér um hendur og gæti sín í um-gengni við allan saur sem frá hrossunum kemur. Hann er mengaður af salmonellu.“ Gunnar Örn segir að svæðið, þar sem tjarnirnar eru, innan girðingar og húsin sem hestarnir eru í, hafi verið girt af. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að grannt sé fylgst með gangi mála. Hann telur líklegt að sýkingin hafi byrjað í einu hrossi og stigmagnast. megi telja að sýkingin hafi komið úr fuglum. „Þeir sem eru í snertingu við hestana gætu sýkst,“ segir hann. „Þess vegna brýnum við fyrir fólki að við-hafa persónulegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.