Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Haustið 2000 flutt- um við fjölskyldan úr Kópavogi og að Auð- brekku í Hörgárdal. Mamma hafði farið þangað áður til þess að skoða íbúðina og að sögn bjó á efri hæð- inni kona sem hét Hoffa. Þegar við vorum komin á áfangastað tók þessi sama kona á móti okkur með því skilyrðislausa vinalega viðmóti sem við áttum seinna eftir að elska hana fyrir. Nærveru Hoffu er ekki auð- velt að lýsa með orðum. Hún var dugleg og hjálpfús kona og tók það aldrei í mál að leyfa krabbameininu að vinna á sér bug. Hún missti ekki einu sinni hárið. Hún var orkumikil. Ég fór til hennar í nudd og þegar ég var yngri kom hún oft og passaði upp á mig og hundinn ef við vorum ein í húsinu. Seinna, þegar við vorum flutt að Möðruvöllum, bjó hún oft hjá okkur. Hún var alltaf velkomin. Það eru þessir litlu hlutir sem ég á eftir að sakna mest. Bíllinn hennar í bíla- stæðinu, skórnir hennar við dyrnar, hláturinn hennar inni í stofu þegar hún og mamma voru að spjalla. Tveir bollar með nokkrum dropum af köldu tei á eldhúsborðinu og þeg- ar ég heyrði byrjunina á It’s my Life-símhringingunni hennar löngu áður en hún gerði sér grein fyrir því að það var hennar sími sem hringdi ofan í tösku. Hoffa lifði lífinu alveg þangað til líkaminn gat ekki meira. Hún hélt áfram að gefa af sér og sagðist aldr- ei vera hrædd. Það var erfitt að horfa á eftir henni þokast hægt nær dauðanum. Því dimmari sem dag- urinn var fyrstu desemberdagana, því verra virtist ástandið vera. En með lengri degi verður sýnin skýr- ari og loftið tærara og allt það góða sem hún gaf af sér er ennþá hjá okkur. Allt sem hún gerði fyrir mig mun gera mig að betri manneskju svo lengi sem ég minnist hennar. Friður sé með þér, Hoffa. Vigdís María Hermannsdóttir. Eftir einstaka konu liggja ein- stakar minningar. Ótrúlegt að hugsa til þess að aldrei aftur sitji Hoffa með hláturinn sinn við eld- húsborðið heima í Seljahlíð. Það rifjaðist upp fyrir mér eitt skipti er við Hoffa vorum hvor í sínum bún- ingsklefanum að ég galaði á hana hvort hún væri með augnblýant, sem hún og var og rétti mér undir vegginn. Eitthvað var birtan lítil og ég málaði á mér augabrúnirnar og skilaði blýantinum án mikilla vand- ræða. Þegar við „systur“ hittumst svo aftur frammi þá reyndist ég vera með blágrænar augabrúnir. Þeir sem þekkja til geta gert sér í hugarlund hlátrasköllin frá Hoffu í kjölfarið. Já, það var alltaf stutt í gálgahúmorinn þegar Hoffa var annars vegar og veit ég að svoleiðis var það fram á síðasta augnablik. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’ er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Hólmfríður Helgadóttir ✝ HólmfríðurHelgadóttir fædd- ist á sjúkrahúsinu á Akureyri 15. mars 1960. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 18. desember síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal 27. desem- ber. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hung- ur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku Benni, Þórdís, Bergvin Þórir, Anna Ágústa, Ísak Óli og Karin Thelma, hugurinn er hjá ykk- ur. Þið eigið yndislegar minningar um frábæra mömmu, ömmu og tengdamóður sem verða með ykkur um ókomna tíð. Rannveig Guðmundsdóttir. Lífið er örstutt andartak. Þegar komið er að leiðarlokum er eitt sem við skiljum eftir okkur sem máli skiptir. Minningar. Það eru minn- ingarnar sem eru svo dýrmætar. Minningar sem fjölskyldan og vinir munu eiga um okkur. Hrós og hlý orð, faðmlag, skilningur og sam- vera. Það er gæfurík manneskja sem skilur eftir sig þannig minn- ingar þegar komið er að kveðju- stund. Nú hefur Hoffa, vinkona mín, kvatt þennan heim, eftir hetjulega baráttu við hið beitta sverð, krabba- meinið, og hún hefur sannarlega skilið eftir sig góðar minningar. Við kynntumst er við urðum svilkonur og með okkur tókst vinátta sem varði í tæp þrjátíu ár. Leiðir skildi er ég flutti suður en alltaf héldum við vinskapinn. Það var aðeins eitt ár á milli okkar eins og sona okkar, frændanna Benna og Emils. Oft var mikið brallað og spjallað. Við stofn- uðum saman saumaklúbb sem enn hittist á Akureyri, tókum þátt í leik- starfi og fórum í leikferðalag. Afar minnisstæð er sláturgerðin okkar og þreyttumst við sjaldan á að rifja hana upp. Við vorum um tvítugt og ákváðum að vera hagsýnar hús- mæður og taka slátur. Ég spurði Hoffu hvað hún tæki mörg og hún kvað 15 vera mátulegt. Ég hélt að ég þyrfti eitthvað álíka þar sem fjöl- skyldustærðin var sú sama hjá okk- ur, par og eitt barn. Það var úr að við tókum 30 slátur. Við vorum í viku að sauma vambir og fengum þó hjálp frá Ingu í Hvammi. Það er óhætt að segja að slátur hafi oft ver- ið á borðum á þessum litlu heimilum þann vetur. Hoffa var enn stórtæk- ari í að afla heimilinu matar og tók sig til við að súrsa júgur en ég lét nægja að smakka júgrin hennar. Já, hvað við höfum oft hlegið að þessu saman! Góðleiki, umhyggjusemi, glaðværð og hlýja eru aðalsmerki góðrar manneskju. Alla þessa eig- inleika hafði Hoffa. Hún var ein- staklega jákvæð og bjartsýn. Það voru margar gleðistundir og hlátra- sköll sem glumdu í nærveru hennar. Við hittumst oftar síðustu ár þegar Hoffa kom suður. Þá nutum við samverunnar, fórum á kaffihús, veitingastaði eða áttum ljúfar stund- ir heima. Er ég skrifa þessi kveðju- orð hef ég í höndum kort frá Hoffu þar sem hún þakkar mér fyrir ómet- anlegar stundir með von um fleiri slíkar. Þær verða ekki fleiri. En ómetanlegar eru þær sem vörðu. Benni, hefur misst mikið. Hann var stoð og stytta móður sinnar, hennar besti og traustasti vinur. Litlu ömmubörnin sem Hoffa hafði svo gaman af fá ekki að njóta þess- arar yndislegu ömmu sinnar í fram- tíðinni nema í gegnum minningar og frásagnir foreldra sinna. Lífið er stundum ósanngjarnt, sérstaklega þegar ástvinir eru teknir frá okkur langt fyrir aldur fram. Elsku Benni, Þórdís og litlu ljós- in, foreldrar, systkini og aðrir ást- vinir. Guð blessi ykkur öll og styrki í ykkar miklu sorg. Nú hefur þú kvatt, Hoffa mín, rétt fyrir hátíðarnar. Þú ert orðin engill á björtum og góðum stað. Ég kveð þig með ljóði eftir Davíð St. sem þú sendir mér í jólakorti og þakka þér vináttuna og samferðina. Í hjarta mínu er hátíð. Hver hugsun og tilfinning mín verða að örsmáum englum, sem allir fljúga til þín. Halla Sigurgeirsdóttir. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Okkar elskulega systir, mágkona og frænka er fallin frá eftir erfið veikindi, við kveðjum hana með miklum söknuði en trúum því að hún sé komin á góðan stað. Við eig- um ótal minningar af henni Hoffu okkar því hún var mikið heima í Seljahlíðinni í gegnum tíðina og við geymum góðu stundirnar í hjörtum okkar. Við munum eftir henni sem mjög glaðværri manneskju því yf- irleitt var hún brosandi og létt í lund, hún var líka stríðin og hafði gaman af því að hrekkja systkini sín með uppátækjum sínum fram eftir öllum aldri og höfðu þau reyndar líka gaman af. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni svona vel og mun hún alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar eins og við vitum að við áttum stað í hjarta hennar. Elsku Benni, Þórdís og börn, okk- ar innilegustu samúðaróskir á þess- um erfiðu tímum. Kveðja Jónína, Kristján, Gunnþór, Stef- anía, Harpa, Viðar, Sif og börn. ✝ Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR HULDA SIGURÞÓRSDÓTTIR, Mururima 4, Reykjavík, lést föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. Guðrún Karlsdóttir, Áslaug Sigurþórsdóttir, Hannibal Kjartansson, Gunnar Sigurþórsson, Ragnheiður Sigurþórsdóttir og systkinabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR SVEINBJÖRG VILHELMSDÓTTIR, Grettisgötu 45, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 16. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Hólmgeir Baldursson, Birgir Ragnar Baldursson, María Magnúsdóttir, Gísli Freyr Hólmgeirsson, Sindri Snær Birgisson, Birta Björk Birgisdóttir, Magnús Baldur Birgisson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG BRYNJA GUÐJÓNSDÓTTIR íþróttakennari, áður til heimilis á Laugarásvegi 20, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt aðfangadags jóla. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands, minningargjöf Guðjóns B. Ólafssonar og Guðlaugar B. Guðjónsdóttur til rannsókna á krabbameini í blöðruhálskirtli. Guðjón Jens Guðjónsson, Shelly Olafsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Guðjón Baldursson, Brynja Guðjónsdóttir, Ása Björk Guðjónsdóttir, Daníel Oates, Ólafur Kjartan Guðjónsson og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANNSSON frá Bakkakoti, Meðallandi, sem lést þriðjudaginn 23. desember, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 7. janúar kl. 14.00. Ingveldur Halla Sigurðardóttir, Sigurður Gestsson, Jóhann Grétar Sigurðsson, Gréta Sigfúsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Þóra Bryndís Karlsdóttir, Valdís Sigurðardóttir, Sigurður Bjarnason, Halldór Sigurðsson, Guðlaug María Lewis, Lísa Dóra Sigurðardóttir, Linda Sjöfn Sigurðardóttir, Sigurður Karl Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, HALLDÓR ÞORBJÖRNSSON, Stýrimannastíg 6, Reykjavík, sem lést föstudaginn 26. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Hildur Pálsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.