Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 49
inn í bíóið í þeirri trú að þeirra bíði eitthvað í líkingu við Out of Africa. „Þú ruglast vonandi að- eins, og þá vona ég að þú lifir þig inn í myndina, því ef þú situr þarna allan tímann og greinir hana þá missirðu af tilfinningunni. Australia er þannig gerð, vona ég, að hún slær á kaldhæðnina. Ef það tekst ekki, ef þú finnur engan samhljóm við myndina þá er hún þér vita gagnslaus.“ Luhrman er mikið í mun að áhorfendur upplifi kvikmyndir hans á persónulegan hátt. „Sumir ná myndinni á svo djúpstæðan hátt að ég veit varla um hvað þeir eru að tala. En þeir hafa fullt leyfi til þess og hafa rétt fyrir sér um þá reynslu – ég segi bara söguna. Stórar frásagnir gera þetta, þær kveikja eitthvað með þér sjálfum.“ Bitur pilla í stórum eftirrétti Það er þó ekki allt bjart og fal- legt í söguheimi Australia. Ein að- alpersóna myndarinnar er strák- urinn Nullah sem lifir við þá stöðugu ógn að vera tekinn frá móður sinni með lögregluvaldi og settur á kaþólskt upptökuheimili vegna þess að hann er „bland- aður“ sonur frumbyggjamóður og hvíts föður. Hvernig samræmist það fjölskyldumynd sem þessari að svo dökkur kafli í sögu Ástr- alíu, kerfisbundið brottnám barna áratugum saman, er settur í önd- vegi? Leikstjórinn segist gera sér fulla grein fyrir því hversu alvar- legt og viðkvæmt þetta efni er. „Í svona stórri afþreyingarmynd þá er bitra pillan falin inni í stórum eftirrétti. Það væri hægt að gera smærri mynd – það er til frábær lítil mynd um þetta, en áhorf- endahópurinn var lítill og fyr- irfram upplýstur um efnið. Fáir sem fara að sjá Rabbit-Proof Fence eru hægrisinnaðir ástralsk- ir afneitunarsinnar. Aftur á móti ef sagan er hluti af svona stór- mynd þá nær hún að minnsta kosti til breiðs hóps. Ekki það að þetta sé fræðslumynd eða í ásök- unartón. Ekki allir frumbyggjar í myndinni minni eru góðar mann- eskjur, og kristnu trúboðarnir eru ekki allir slæmir.“ Fjölskyldumyndir eru ekki bara fyrir börn Það krefst óbilandi bjartsýni að fjármagna og framleiða mynd eins og Australia sem höfðar til breiðs áhorfendahóps, í stað þess að vera sniðin að vissum aldri, kyni og áhugamálum. „Kvikmyndir í dag eru oftast skýrt flokkaðar sem gamanmyndir, hasar, ástarsögur, og svo framvegis. Ástarsögurnar eru síðan fyrir konur á vissum aldri. Hasarmyndir eru fyrir sautján ára stráka. Þetta er vandamál í kvikmyndageiranum,“ segir Luhrman. „Því markaðs- setningin sundrar áhorfendum í aðskilda kima. „Við höfum leyft þeim að skilgreina okkur sem ein- staklinga. Myndir eins og Aust- ralia voru áður einskonar hlað- borð, bíóið bauð öllum til veislunnar. Það var í lagi að fara með ömmu og afa í bíó. Fjöl- skyldumyndir þýða bara eitt núna: börn. Það er banabitinn. Mér finnst að sagnalistin eigi að vera fyrir alla. Rétt eins og fjölskyldan kemur saman fyrir stóra máltíð, af hverju getur hún ekki komið sam- an fyrir mikla kvikmynda- upplifun?“ »Kvikmyndir í dageru oftast skýrt flokkaðar sem gam- anmyndir, hasar, ástarsögur, og svo framvegis. Ást- arsögurnar eru síðan fyrir konur á vissum aldri. Hasarmyndir eru fyrir sautján ára stráka. „Þetta er vandamál í kvik- myndageiranum.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00. Stóra sviðið Hart í bak Fös 9/1 kl. 20:00 Ö Sun 18/1 kl. 20:00 Ö Lau 24/1 kl. 20:00 Sun 25/1 kl. 20:00 Ath. aukasýningar í sölu Kardemommubærinn Lau 21/2 frums. kl. 14:00 U Sun 22/2 kl. 14:00 Ö Sun 22/2 kl. 17:00 Ö Lau 28/2 kl. 14:00 Ö Sun 1/3 kl. 14:00 Ö Sun 1/3 kl. 17:00 Ö Sumarljós Sun 4/1 5. sýn. kl. 20:00 Ö Lau 10/1 6. sýn. kl. 20:00 Sun 11/1 7. sýn. kl. 20:00 Fös 16/1 8. sýn. kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fim 22/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Verk byggt á skáldsögunni Sumarljós, og svo kemur nóttin Kassinn Heiður Þri 20/1 fors. kl. 20:00 Ö Mið 21/1 fors. kl. 20:00 Ö Fim 22/1 fors. kl. 20:00 Ö Lau 24/1 frums. kl. 20:00 U Sun 25/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Athugið snarpt sýningatímabil Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Sun 4/1 kl. 13:30 Sun 4/1 kl. 15:00 Sun 11/1 kl. 13:30 Sun 11/1 kl. 15:00 Örfáar aukasýningar í janúar Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Sun 4/1 kl. 19:00 U Lau 10/1 kl. 19:00 U Sun 11/1 kl. 19:00 U Lau 17/1 kl. 19:00 U Sun 18/1 aukas kl. 19:00 Lau 24/1 kl. 19:00 U Sun 25/1 kl. 16:00 Ö Lau 31/1 kl. 19:00 U Yfir 50 uppseldar sýningar! Tryggið ykkur nú miða í janúar! Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 9/1 kl. 19:00 Ö Fös 16/1 kl. 19:00 Ö Fös 23/1 kl. 19:00 Ö Fös 30/1 kl. 19:00 Yfir 130 Uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins! Laddi (Stóra svið) Þri 20/1 kl. 20:00 Ö ný aukas Lau 24/1 ný aukas kl. 20:00 Fim 29/1 ný aukas kl. 20:00 Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla svið) Fös 6/2 frums kl. 20:00 U Lau 7/2 2kortas kl. 19:00 U Lau 7/2 aukas kl. 22:00 Ö Sun 8/2 3kortas kl. 20:00 U Mið 11/2 4kortas kl. 20:00 U Fim 12/2 5kortaskl. 20:00 U Fös 13/2 6kortaskl. 19:00 U Fös 13/2 aukas kl. 22:00 Lau 14/2 aukas kl. 19:00 Lau 14/2 aukas kl. 22:00 Fös 20/2 7kortas kl. 19:00 Lau 21/2 8kortas kl. 19:00 Lau 21/2 aukas kl. 22:00 Lau 21/2 aukas kl. 22:00 Sun 22/2 9kortas kl. 20:00 Miðasala hefst í dag kl. 10.00 Rústað, eftir Söru Kane (Nýja sviðið) Fös 30/1 frums kl. 20:00 U Lau 31/1 2. kort kl. 20:00 U Sun 1/2 3. kort kl. 20:00 U Fim 5/2 4. kort kl. 20:00 Ö Fös 6/2 5. kort kl. 20:00 Ö Lau 7/2 6. kort kl. 20:00 Ö Miðasala hefst 9.janúar. Ath! bannað börnum og alls ekki fyrir viðkvæma. Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Falið fylgi (Rýmið) Fös 16/1 frums. kl. 20:00 U Lau 17/1 2. kort kl. 19:00 U Lau 17/1 hátíðar kl. 22:00 U Fim 22/1 3. kort kl. 20:00 U Fös 23/1 4. kort kl. 19:00 U Lau 24/1 5. kort kl. 19:00 U Lau 24/1 aukas kl. 22:00 Sun 25/1 6. kort kl. 20:00 U Fim 29/1 7. kort kl. 20:00 U Fös 30/1 8. kort kl. 19:00 U Lau 31/1 9. kort kl. 19:00 U Sun 1/2 10. kortkl. 20:00 U Fim 5/2 11. kortkl. 20:00 U Fös 6/2 12. kortkl. 19:00 U Lau 7/2 13. kortkl. 19:00 U Sun 8/2 14. kortkl. 20:00 U Forsala hefst 5. janúar 2009 Systur (Leikfélag Akureyrar) Fös 23/1 1. sýn. kl. 20:00 Lau 24/1 2. sýn. kl. 20:00 Danssýning Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 4/1 kl. 16:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Þri 20/1 aukas. kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 17:00 þorrablót eftir sýn.una Fös 30/1 kl. 20:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 9/1 kl. 20:00 U Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið Draumasmiðjan 8242525 | elsa@draumasmidjan.is Ég á mig sjálf (farandsýning) Lau 17/1 kl. 15:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Janis 27 Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Caput Tónleikar Sun 4/1 kl. 15:30 Systur Lau 31/1 frums. kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Dómur Morgunblaðsins Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Dubbeldusch (Hafnarfjarðarleikhúsið) Lau 10/1 kl. 20:00 Sun 11/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Steinar í djúpinu (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00 Takmarkaður sýningarfjöldi Stórasti sirkus Íslands (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 4/1 kl. 14:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið) Fim 5/2 frums. kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Sun 8/3 kl. 20:00 GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið 4201190 | grindviska.gral@gmail.com 21 MANNS SAKNAÐ (Grindavík) Sun 11/1 aukas. kl. 20:00 Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00 Sun 1/2 aukas. kl. 20:00 FRÁBÆR GJAFAKORT Í JÓLAPAKKANN!!! - Upplýsingar á grindviska.gral@gmail.com Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (ferðasýning) Þri 24/2 kl. 12:40 F ísaksskóli Þri 24/2 kl. 13:50 F ísaksskóli Sæmundur fróði (ferðasýning) Fös 16/1 kl. 10:00 F ártúnsskóli KVIKMYND Sambíóin, Laugarásbíó Bolt – Bolti bbbmn Teiknimynd í þrívídd. Leikstjórar: Chris Williams og Byron Howard. Með enskri og íslenskri raddsetningu. 95 mín. Bandaríkin. 2008. HOLLYWOOD er farin að gera stólpagrín að sjálfri sér upp á síð- kastið, og er það hið besta mál. Skemmst er að minnast Tropic Thunder, með Ben Stiller og Disn- ey-teiknimyndin Bolt, fjallar um tit- ilhetjuna, sem er sannkallaður of- urhundur og stjarna í eigin sjónvarpsþáttum. Bolt fær á bauk- inn þegar hann sleppur út í hana veröld, þar er hann ósköp venjuleg- ur rakki, kjarklítill og gjörsamlega laus við alla yfirnáttúrlega krafta. Bolt minnir meira en lítið á aðra satíru, meistaraverk Weirs, The Truman Show, þar sem Jim Carrey fer frábærlega með aðalhlutverkið. Báðar söguhetjurnar, Bolt og Trum- an, eru fullkomlega ómeðvitaðir um að þær eru ósköp venjuleg fórn- arlömb skemmtiiðnaðarins, tragi- kómískar fígúrur, gerðar út í þeim eina tilgangi að græða peninga. Bolt er fyrst og fremst fjöl- skylduskemmtun og vel lukkuð sem slík. Hún er að miklum hluta vega- mynd, Bolt lendir óvart austur í New York og þarf að komast aftur til síns heima, í Kaliforníu. Á ferða- laginu eignast hann nýja félaga sem hressa upp á söguna; kúnstugan kött, hamstur og dúfur, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi grallaralegi hópur veitir áhorfendum á öllum aldri ósvikna ánægju, myndin tekur sig vel út í þrívíddinni og íslenska radd- setningin vönduð að venju. Ósvikin, fyndin skemmtun, blessunarlega laus við tilgerð og gamalkunnan yf- irdrepsskap. Sæbjörn Valdimarsson Hollt og Bolt Ferðafélagarnir Grallaralegur hópurinn gleður áhorfendur. SONUR leikaranna Johns Travolta og Kelly Preston lést á föstudag eftir að hafa fengið flogakast þegar fjölskyldan var í fríi á Bahamaeyj- um. Jett Travolta sem var 16 ára átti við flogaveiki að stríða og fannst meðvitundarlaus á baðher- bergi í húsi fjölskyldunnar, eftir að hafa fallið og rekið höfuðið í. Lífg- unartilraunir voru árangurslausar. Travolta og Preston eiga einnig átta ára dóttur. Dauði Jett kom fjölskyldunni í opna skjöldu. Travolta hefur hafn- að fréttum um að Jett væri ein- hverfur, heldur hafi hann þjáðst af Kawasaki-heilkenni, sjúkdómi sem hefur áhrif á ýmis líffæri líkamans. Reuters Foreldrarnir Leikararnir John Travolta og Kelly Preston. Sonur Travolta látinnÞAÐ er dagljóst að kvikmyndaiðnaðurinn er að ná öruggum tökum á hinninýju, stafrænu þrívíddartækni, sem á lítið skylt við þá gömlu, sem var skammlíf bóla sem spratt upp um miðja síðustu öld. Þá var hún einkum not- uð í annars flokks hryllingsmyndir á borð við Vaxmyndasafnið – The House of Wax. Í dag ber mest á henni í vönduðum teiknimyndum þar sem brellumeisturum samtímans tekst að gera lygilegustu hluti með hennar hjálp. Þrívíddin er að þessu sinni búin að festa sig í sessi, það er engin spurning og ef allt gengur samkvæmt áætlun munu tvær, leiknar myndir sem eru í smíðum hjá meistara James Cameron (Titanic), festa tæknina enn frekar í sessi. Töfrar nýju stafrænu þrívíddarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.