Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SVERRIR GUÐJÓNSSON, áður Miðtúni 42, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðju- daginn 6. janúar kl. 11.00. Aðstandendur. ✝ Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, INDRIÐI INGI STYRKÁRSSON, lést á aðfangadag 24. desember á krabbameins- deild Landspítalans. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarkort krabbameinslækningadeildar Landspítalans s. 543-1159. Laila Andrésson, Alfred Júlíus Styrkársson, Sigurður E. Styrkársson, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, Elísabet Þórisdóttir, Alexandra Inga Alfredsdóttir. ✝ Þórður KristinnJóhannesson, skipstjóri og útgerð- armaður, oftast kall- aður Dóri á Gauk, síðast til heimilis að Álfaskeiði 64, Hafn- arfirði, fæddist á Gauksstöðum í Garði 4. nóvember 1929. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 21. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jóns- son, formaður og útvegsbóndi á Gauksstöðum, og Helga Þorsteins- dóttir frá Melbæ í Leiru. Þórður ólst upp á Gauksstöðum í stórum systkinahópi og eru þau: Þor- steinn, f. 1914, d. 1995, Kristín, f. 1915, d. 1982, Jón, f. 1916, d. 1995, Gísli, f. 1918, d. 1919, Svein- björg, f. 1919, d. 2006, Ástríður, f. 1921, d. 1988, Gísli Steinar, f. 1924, Jóhannes Gunnar, f. 1926, d. 2001, Kristín Ásthildur, f. 1928, Sigurlaug, f. 1931, d. 1933, Sig- urlaug Erla, f. 1933, Matthildur, f. 1935, d. 1959 og Einar, f. 1937, d. 1995. Hinn 2. júní 1951 kvæntist hann Ragnhildi Einarsdóttur, f. 29. maí 1931, d. 4. júní 1986. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Jóns- dóttir og Einar Tómasson, kola- kaupmaður í Reykjavík. Þórður og Ragnhildur byrjuðu sinn bú- skap í Garðinum. Þau fluttu síðan til Keflavíkur og bjuggu þar nær alla tíð, fyrst á Smáratúni 18 og svo Faxabraut 49, þar til þau fluttu í Helguvík á Álftanesi. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Þórður, f. 1. ágúst 1951, d. 29. maí 2008. Kvæntist Hildi Guð- mundsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Þorkell. hannesar og rak eftir það sína bátaútgerð. Lengst af átti hann bátinn Ólaf KE-49, síðan bættist við Ólafur II KE-149 og loks Ragnhildur HF-49. Til viðbótar við bátaútgerðina byggði hann fiskhús í Njarðvík og rak þar Fiskverkun Þórðar Jóhann- essonar í mörg ár. Þar verkaði hann saltfisk og skreið, saltaði síld og frysti fisk. Þegar best lét rak hann fiskhúsið, tvo báta og var með fjölda starfsfólks í vinnu, þar á meðal hóp Fær- eyinga. Auk þessa var hann brautryðjandi í rækjuvinnslu á Suðurnesjum. Fyrstu áratugina er Þórður var til sjós var aðeins notast við klukku, kompás og landmið. Menn skráðu hjá sér og lögðu á minnið hvar þeir lögðu línur og net, ásamt því hvar bestu miðin voru. Hann hafði sína hjátrú varðandi sjósókn og veiði, fór eftir draumum sínum og hugboðum, hvort sem það boðaði gott eða vont. Þórður sagðist aldrei hafa tapað línu eða bauju. Alltaf fann hann sín veið- arfæri þó það tæki hann tíma að leita að þeim. Eitt sinn gafst hann upp á að leita að bauju, fór niður í lúkar og fékk sér kaffi. Þegar hann kom upp aftur þá var baujan við hliðina á bátnum. Þórður endaði sinn sjómannsferil sem hæstánægður trillukall í Hafnarfirði, með nýtísku skip- stjórnar- og veiðibúnað, bauj- urnar komnar með endurskins- merki og GPS-búnað þannig að hann gat séð nákvæmlega hvar og hvernig þær lágu. Þórður var farsæll skipstjóri og aflamaður. Ásamt öllum þeim sjómönnum sem voru með honum á vertíð voru margir úr fjölskyldu hans og Ragnhildar, þ.á m. börn þeirra, sonarsonur og tengdason- ur. Útför Þórðar fór fram frá Garðakirkju 30. desember, í kyrrþey að ósk hins látna. Börn hans eru Alex- andra Ósk og Heim- ir Berg. b) Elenora Ósk, gift David Tre- vor Park. Sonur þeirra er Kári Tre- vor. Fyrir á Elenora soninn Embrek Snæ. 2) Einar, f. 22. ágúst 1954, kvæntur Berg- ljótu Jóhannsdóttur. Börn þeirra eru Sig- rún Björk, Ragn- hildur og Tómas Gauti. 3) Matthildur, f. 6. maí 1960, gift Lárusi Einarssyni. Dóttir þeirra er Ingveldur, sambýlismaður Emmanuel Kwame Boateng. Börn þeirra eru Adrian Nana og Lára Serwaa. Lárus á einnig: a) Ástu, sambýlismaður Andrew McCor- mack. Börn þeirra eru Anna Katrín og Stefan Trent.b) Unnar Þór, sambýliskona Lea Margrét Arnardóttir. Dóttir þeirra er El- ísabet Helga. 4) Jóhannes, f. 6. mars 1964, kvæntur Margréti Sigmarsdóttur. Börn þeirra eru Hera, Hugi, og Embla. Þórður ólst upp á stóru útgerð- arheimili á Gauksstöðum í Garði og var sjómennskan honum í blóð borin. Á þeim tíma var skóla- gangan með öðru sniði en í dag og fékk hann sína grunnskóla- kennslu í Garðinum og við Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann útskrifaðist síðan frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1951 með fiskimannapróf sem veitti honum skipstjórnarréttindi. Allan sinn starfsferil vann Þórður við sjó- inn, bæði sem skipstjóri og út- gerðarmaður. Hann var á ýmsum bátum þar til árið 1957, er hann ásamt Jóhannesi bróður sínum keypti 22 tonna bát sem bar nafn- ið Ólafur. Hann keypti hlut Jó- Nú þegar pabbi, hann Dóri á Gauk, er látinn þá langar mig að minnast hans. Hann var sjómaður alla tíð og byrjaði ungur til sjós. Hann var tíu eða ellefu ára þegar hann stalst með bræðrum sínum út á sjó á litlum bát frá Gauksstaða- fjöru að veiða í soðið eins og Jó- hannes pabbi þeirra og eldri bræður gerðu. Líklegt er að systur þeirra hafi haft nóg að gera við að passa bræður sína við sjómennskuleiki þeirra. Hásetastörf á stærri bátum og lengri róðrar tóku síðan við á næstu árum. Hann tók fiskimannapróf í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1951, sem veitti honum skipstjórnarrétt- indi. Sama ár kvæntist hann Ragn- hildi Einarsdóttur frá Reykjavík og bjuggu þau lengst af í Keflavík. Börn þeirra eru Þórður (Danni) sem lést fyrr á þessu ári, Einar, Matt- hildur og Jóhannes. Pabbi eignaðist marga báta og byggði eigið fiskhús. Fyrsti bátur- inn var Ólafur KE-49. Bræðurnir urðu allir dugnaðar sjómenn og mikið samband var milli þeirra, ekki síst milli pabba og Jóhannesar. Það hlýtur að hafa verið dýrmætt og gaman fyrir þá að geta leitað hver til annars eftir aðstoð, hugmyndum og þekkingu. Ekki má gleyma Nonna bróður sem öllum þótti vænt um. Þó nóg væri að gera hjá pabba þá kvartaði hann aldrei. Það var ekki hans stíll. Hann hafði góða lund og hvað sem á bjátaði var hann alla tíð bjartsýnn og jákvæður, var alltaf að stappa í menn stálinu og hvetja. Ég reri með honum ásamt Danna bróð- ur eina netavertíð og fékk þar mína eldskírn í sjómennsku sem ég hef búið að síðan. Hann horfði t.d. á þegar sjóveikin bráði af mér við eitt öldubrot og hafði gaman af. Pabbi lifði tímana tvenna og fannst gaman að segja frá lífinu á árum áður, ekki síst skemmtilegum veiðisögum, þar var af nógu að taka. Hann undi sér best við veiðiskap, úti á sjó eða við lax- og silungsveiði. Sumarbústaðurinn sem hann byggði við Meðalfellsvatn var sælureitur fjölskyldunnar. Til eru margar skemmtilegar sögur tengdar hon- um. Pabbi hafði alla tíð yndi af mat, og eftir að mamma dó, árið 1986, að- eins 55 ára að aldri, þá sá hann um sig og eldaði sjálfur. Hann var líka duglegur að koma í heimsókn og í mat til okkar systkinanna. Hann borðaði allt og kvartaði aldrei yfir matnum en ef honum fannst hann ekki nógu kryddaður þá hvíslaði hann þessa frægu setningu „Áttu ekki smá pipar?“ Hann sló ekki slöku við þó hann væri sestur í helgan stein, spilaði golf á sumrin og brids á veturna í góðra vina hópi, las einnig mikið og átti gott bókasafn. Honum fannst gaman að umgangast barnabörnin, segja þeim sögur eða bara rabba við þau um daginn og veginn. Hann var ávallt boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd. Þegar hann var beðinn um að passa þau eða skutla var það ávallt auðsótt mál enda var hann mjög stoltur af sinni fjölskyldu. Á sjómannadeginum var oft farið í siglingu með barnabörnin og muna þau vel eftir því. Það sýnir hve pabbi var elskaður af börnum sínum og barnabörnum að þau voru flest við dánarbeð hans þegar hann kvaddi. Hans er sárt saknað en það er okkur huggun að hann er kominn til mömmu og Danna bróður. Blessuð sé minning hans. Einar. Í dag kveð ég minn elskulega tengdaföður, Þórð Jóhannesson, sem alltaf var nefndur Dóri. Ég var ung að árum eða aðeins 17 ára göm- ul þegar ég kom inn í fjölskylduna á Faxó. Mér var strax tekið vel af Dóra og tók hann mér strax sem ég væri hans eigin dóttir. Dóri var ein- stakur maður. Hann var mjög hlýr og átti gott með að umgangast fólk. Hann var góður frásagnarmaður og var unun að hlusta á hann segja frá, hvort sem það var frá hans æskuár- um á Gauksstöðum, sjónum eða út- gerðinni hans. Hann var víðlesinn og gott var að leita til hans ef maður þurfti svar við einhverju varðandi lífsgátuna. Ef einhver var að kveinka sér þá sagði Dóri oft þessa setningu: „Hefurðu aldrei verið til sjós?“ Dóri var besti afi í heimi og sýndi hann barnabörnum sínum alltaf mikla natni og áhuga hvort sem var í námi eða tómstundum. Hann var duglegur að hringja í fjölskylduna og gat spjallað tímunum saman í símann um heima og geima. Einnig var hann duglegur að koma í heim- sókn og vera með fjölskyldunni. Hann sýndi okkur öllum alltaf mikla væntumþykju og hlýju, og átti gott með að samgleðjast og var stoltur af fjölskyldu sinni. Dóri var mikill matmaður og var gaman að bjóða honum í mat. Hann borðaði allt sem á borð var borið en þó pantaði hann oft steik og góða sósu. Toppurinn var að fá kaffi og súkkulaði á eftir. Ég kynntist ýms- um matarvenjum þegar ég kom inn í fjölskylduna hans. Þá fékk ég í fyrsta skipti rjúpur, sem hafa verið á borðum síðan hjá okkur á að- fangadag. Einnig lærði ég að borða skötu sem ég hafði aldrei sett inn fyrir mínar varir áður. Skata er núna orðin órjúfanleg hefð á Þor- láksmessu hjá okkar fjölskyldu í Mosarima. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst tengdaföður mínum og átt með honum ógleymanlegar stundir og minningar sem munu ylja um ókomin ár. Með þakklæti fyrir allt. Guð geymi tengdaföður minn. Þín tengdadóttir, Bergljót. Fallinn er frá kær tengdafaðir, Þórður Jóhannesson (Dóri), skip- stjóri og útgerðarmaður frá Gauks- stöðum í Garði. Hann lést síðasta sunnudag í aðventu eftir veikindi. Upphaf kynna okkar Dóra var þegar ég hóf samband við yngsta barn hans, Jóhannes, en á þeim tíma var fjölskyldan búsett í Kefla- vík þar sem Dóri rak útgerð af mikl- um myndarleika ásamt konu sinni Ragnhildi Einarsdóttur. Dóri hafði á þessum tíma í mörg horn að líta enda fjögurra barna faðir og allt vildi hann að vel færi hjá sér og sín- um. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Fiskveiðar eru þó það sem stendur upp úr en allt vissi Dóri um þau efni. Eina sumarnótt vantaði mann í róður og ég dreif mig í verkið og öðlaðist þar með þá reynslu „að hafa verið til sjós“ eins og hann komst gjarnan að orði. Þetta fannst Dóra í framhaldinu örugglega ekki verra en umræðan um ferðina var ævinlega skemmti- leg. Auk sjóferða í hans lögsögu var honum boðið í sjóferðir norður á Melrakkasléttu, í mína lögsögu. Þar fékk hann alvöru silung og sá að það var víða flottur fiskur og fín fiski- tökin. Dóri var léttur í lund og vildi horfa á það sem vel gekk og var skemmtilegt. Hann var mikill frum- kvöðull, vinnuþjarkur, framtaks- samur og metnaðargjarn. Eftir að börnin okkar fæddust var alltaf talað um Dóra-afa á okkar heimili enda naut hann mikilla vin- sælda meðal þeirra. Hann spilaði við þau, talaði við hvern og einn um það sem að honum sneri, horfði á fim- leikamót og fótbolta, kom á tónleika og keyrði þennan hingað og hinn þangað. Dóri-afi átti gott með að nálgast fólkið sitt og ræða það sem hann taldi líklegt að passaði hverj- um og einum. Hann bauð börnunum í bátsferðir á meðan hann reri og svo seinna í golf, sem hann stundaði af kappi. Hann naut barnabarnanna eins og þau hans. Að leiðarlokum þökkum við Dóra- afa fyrir samfylgdina og biðjum honum blessunar. Margrét Sigmarsdóttir. Það er með söknuði og sorg í hjarta sem við kveðjum elsku Dóra afa okkar. Betri afa en hann er ekki hægt að hugsa sér. Hann var mikið hjá okkur fjölskyldunni eftir að Ragga amma dó fyrir rúmum tveim- ur áratugum og vorum við því mjög tengd honum. Hann hugsaði vel um okkur barnabörnin sín og hafði mik- inn áhuga á því sem allir höfðu fyrir stafni. Við eigum margar ljúfar minningar úr sumarbústaðnum við Meðalfellsvatn. Þar leyfði afi okkur að sigla, smíða, veiða og allt. Einnig var hann duglegur að spila við okk- ur. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór með okkur á trillunni sinni og leyfði okkur að taka í stýrið þó að við stýrðum henni í eintóma hringi. Hann var mikill sjómaður og sagði að maður væri ekki sannur karl- maður nema hafa migið í saltan sjó. Á gamals aldri hóf afi að spila golf og hafði gaman af þeirri íþrótt og kenndi hann sonarsonum sínum ýmsa takta. Hann var mikið innan um fólk enda mikil félagsvera. Hon- um þótti skemmtilegt að spjalla og segja sögur og var hann góður sögu- maður. Það besta sem afi vissi var matur. Helst vildi hann fá steik með miklum pipar og súkkulaði og kaffi í eftirrétt. Það var skrítið að fá afa ekki í heimsókn núna um jólin. Hann var vanur að koma við, narta í rjúpurnar og fá sér kaffi og konfekt. Það eru ótal margar minningar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til afa og munum við varð- veita þær í hjarta okkar um ókomna framtíð. Við systkinin vonum að honum líði vel hvar sem hann er. Við trúum því að Ragga amma og Danni frændi hafi tekið vel á móti honum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sigrún Björk, Ragnhildur og Tómas Gauti. Nú er hann Dóri bróðir farinn. Við Dóri ólumst upp á stóru heim- ili í Garðinum og það var oft kátt í kotinu í svo stórum systkinahóp. Hann var næstyngstur af okkur strákunum og fimm árum yngri en ég. Það kom strax í ljós að hér var góður drengur á ferð. Það var því ljúf skylda hjá okkur sem eldri vor- um að líta eftir yngri krökkunum á fyrstu árum þeirra. Lífið í Garð- inum gekk út á sjómennsku og bú- skap og tók Dóri dyggan þátt í því. Hann byrjaði sína sjómennsku á unglingsaldri og þar með var ævi- starfið ljóst. Dóri kláraði fiski- mannapróf frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1951 sem veitti honum skipstjórnarréttindi. Á þess- um skólaárum kynntist hann Ragn- hildi Einarsdóttur sem hann kvænt- ist á útskriftarárinu sínu. Þau bjuggu lengst af í Keflavík og eign- uðust 4 börn. Dóri stundaði útgerð og verkun og reri sjálfur fyrstu ár- in. Dóri og Ragga áttu fallegt heimili í Keflavík og þau var gott heim að sækja. Einnig áttu þau glæsilegan sumarbústað við Meðalfellsvatn þar sem þau stunduðu útivist og veiði. Dóri var aflasæll skipstjóri og ráðagóður á útgerðarferli sínum og það var gott að geta spjallað við Dóra og fengið hans sýn á málin. Hann var líka duglegur að halda sambandi við systkini sín og honum lét best af okkur að miðla málum á milli okkar þegar þess þurfti. Dóri var bæði góður bróðir og vinur og ég kveð hann með söknuði. Blessuð sé minning hans. Gísli Jóhannesson og fjölskylda. Þórður Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.