Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 43
✝ Guðbjörg Þor-steinsdóttir fæddist á Forn- usöndum, V- Eyjaföllum, hinn 17. maí 1938. Hún lést eftir erfið veikindi á líknardeild Landa- kotsspítala hinn 12. desember síðastlið- inn. Foreldrar Guð- bjargar voru Þor- steinn Gunnarsson, f. á Krossi, A- Landeyjum 21. ágúst 1914, d. 16. júlí 1990, og Bergþóra Magnea Har- aldsdóttir, f. á Tjörnum, A- Landeyjum 24. júní 1915, d. 24. ágúst 1997. Systkini Guðbjargar eru Sigurður Elías, f. 6. nóvember 1936, Hólmfríður Lára, f. 29. jan- úar 1943, d. 16. október 1998, Guðrún, f. 25. desember 1946 og Haraldur, f. 18. júlí 1952, kvæntur Huldu Sigurðardóttur, f. 12. mars 1957. Guðbjörg giftist Hafsteini Ár- sæli Ársælssyni, f. í Reykjavík 26. september 1937, og eignaðist með honum fjögur börn, þau eru: 1) 1992, og Eygló, f. 26. mars 1998. 4) Gunnar, f. 27. október 1977, d. 28. október 1977. Guðbjörg og Hafsteinn skildu. Guðbjörg ólst fyrstu árin upp á Fornusöndum, V-Eyjafjöllum, en fluttist átta ára gömul til Reykjavíkur. Eyjafjöllin og Landeyjarnar voru Guðbjörgu ætíð kær og þangað átti hún sterk tengsl, fyrst í gegnum for- eldra sína og síðar börnin sín sem nú eiga jörð í V-Landeyjum. Guðbjörg hóf skólagöngu sína í Austurbæjarskólanum og lauk grunnskólaprófi frá Miðbæj- arskólanum. Hún fór snemma að vinna og hóf störf hjá málning- arfyrirtækinu Hörpu þar sem hún eignaðist vini fyrir lífstíð. Góður rómur var gerður að störfum hennar og á meðan hún gat sinnt störfum gerði hún það með þeim hætti að samviskusemi og dugnaður skein í gegn. Þáttaskil urðu í lífi Guð- bjargar þegar henni var rúmlega fertugri gefið sýkt blóð sem leiddi til fullrar örorku. Hún bar þessar miklu lífsbreytingar með reisn og kenndi um leið með lífi sínu æðruleysi, sem í felst djúp- stæður styrkur, ekki bara fyrir hana heldur ekki síður fólkið hennar. Útför Guðbjargar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ársæll, f. 14. janúar 1958, sambýliskona Emma. R. Mar- inósdóttir, synir þeirra eru Hafsteinn Viðar, f. 4. sept- ember 1985, og Mar- inó, f. 21. september 1991. 2) Bergþóra, f. 23. júlí 1961, gift Ólafi St. Haukssyni, f. 17. júní 1958, dæt- ur þeirra eru Guð- björg, f. 8. nóvember 1983, gift Bæring Jóhanni Björgvins- syni, sonur þeirra er Ólafur Björgvin, f. 3. nóvember 2006, og lítil stúlka er á leiðinni, Steinunn, f. 29. júlí 1986, og Hrönn, f. 18. september 1992. 3) Klara Guðrún, f. 9. janúar 1965, gift Þorgeiri Björgvinssyni, f. 19. mars 1964, dætur þeirra eru Hugrún Diljá, f. 23. maí 1985, dóttir hennar er Klara Líf Martin, f. 14. sept- ember 2006, í sambúð með Stef- áni Atla Guðnasyni, f. 25. júlí 1982, Íris Rut, f. 29. júlí 1987, unnusti Hafþór Hauksson, f. 8. júlí 1986, Lýdía, f. 18. desember Elsku amma mín. Núna ertu lögð af stað í ferða- lagið mikla, á leiðinni í friðinn sem þú þráðir. Manstu þá gömlu góðu daga sem við áttum saman. Þegar ég gisti hjá þér og við spiluðum rommí langt fram á nótt. Manstu tímana sem við áttum í garðinum þínum, innan um öll blómin sem við höfðum plantað. Elsku amma mín, hvað ég gæfi fyrir að upplifa þessa tíma aftur. Þegar Óli fæddist varstu svo stolt, núna var halinn þinn búin að lengjast til muna. Hvað þér fannst gaman að fá að spilla honum að- eins og láta eftir honum. Enda var hann ekki kominn inn um dyrnar hjá þér þegar hann brosti út að eyrum og bað um ís. Manstu þegar hann kom til þín á spítalann og grandskoðaði rúmið þitt í bak og fyrir með öllum tilheyrandi látum, til að gá hvort að rúmið væri ekki nógu gott fyrir langömmu sína. Á meðan hlóstu að látalátunum í honum, Óla til mikillar ánægju. Mikið er ég þakklát fyrir að Óli fékk að kynnast þér og ég mun halda minningunni um þig að hon- um, amma mín. Í gegnum veikindin þín varstu sterkust okkar allra. Þú vissir að þinn tími var kominn og varst tilbúin. Stelpunni sem ég geng með og þú beiðst eftir bið ég þig um að vaka yfir og viltu líka vaka yfir Óla litla. Betri verndarengil er ekki hægt að fá. Guð geymi þig, elsku amma mín. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Þín Guðbjörg. Elsku amma mín. Nú er stríði þínu við þennan ill- ræmda sjúkdóm lokið og þú ert komin í góðar hendur langömmu, langafa og fleiri ástvina. Sama hversu erfiður hann var varstu alltaf svo sterk, amma mín. Vildir alltaf fyrst og fremst að öllum í kringum þig liði vel og stappaðir stálinu í okkur. Þú varst gerð úr gulli, hjarta þitt svo tært. Yndisleg manneskja að innan sem og utan. Þú varst svo ánægð með prinsess- udvölina þína á Landakoti þar sem svo vel var hugsað um þig. Gleðin skein af þér yfir því að það væri alltaf verið að hrósa þér, hvað hár- ið á þér væri nú fínt. Þú varst svo jákvæð, amma mín, gafst okkur hinum svo mikið bara með því einu að vera þú. Ég gæti ekki verið heppnari með það hafa átt eins hjartahlýja og yndislega ömmu og þig. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin, elsku amma. Að ég eigi aldrei eftir að koma aftur til þín í heimsókn þar sem þú tek- ur á móti mér með hlýju faðmlagi og við sitjum saman við eldhús- borðið þitt og tölum um lífið og til- veruna. Ef ég bara gæti fengið eitt faðmlag í viðbót frá þér, elsku amma, myndi ég aldrei vilja sleppa. Ég sakna þín svo mikið að orð fá því engan veginn lýst. Þeg- ar söknuðurinn sækir svona á mig er gott að eiga svona margar góð- ar minningar um þig. Þig, elsku amma, sem ert nú verndarengill- inn okkar og betri verndarengil gæti ég ekki óskað mér. Takk fyrir þann yndislega tíma sem við áttum saman, Ég sé þig þegar kemur að mér, elskan mín. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Ég elska þig af öllu hjarta, elsku amma mín. Þín ömmustelpa Steinunn. Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru að koma jól. Þetta söngstu fyrir mig fyrir hver jól, alveg frá því ég var lítil stelpa. Þú varst rosalega tónelsk og naust þín alveg þegar tónlistin hljómaði í kringum þig. Ég minn- ist þess bross sem kom þegar þú straukst á mér kinnina og horfðir svo innilega í augun á mér og sagðir: Amma elskar þig, ástin mín. Ég elska þig líka, amma mín, svo heitt og ég sakna þín svo sárt. Það huggar mig að kvölin sé búin hjá þér og þú sért komin til allra sem þú beiðst eftir að hitta aftur. Nú ertu farin, elsku amma mín. Ég hugsa til þess tíma á Kanarí síðustu jól þegar ég rölti yfir til þín og greiddi á þér hárið og mál- aði þig, þú varst svo mikil prins- essa. Þú elskaðir að vera fín og ekki þótti mér leiðinlegt að punta þig. Ég er svo sannarlega blessuð að hafa átt þig að, elsku amma, þú varst svo hlý og góð. Þú hafðir úr- ræði við öllu og það var svo gott að leita til þín. Þú kenndir mér svo margt og ég þakka guði fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þú varst ekki bara amma mín, þú varst svo mikið meir en það. Ég mun muna allt sem þú lærðir og kenndir okkur og miðla því áfram. Litla skonsan þín, Íris Rut. Elsku amma mín. Ég trúi því varla að þú sért far- in frá okkur en ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem langamma og langafi eru, og ég veit að þér líður vel með það að þú sért komin til þeirra. Við áttum svo margar góðar stundir saman, elsku amma mín, og mun ég varð- veita þær að eilífu. Ég man eftir því þegar þú komst að sækja mig á leikskólann þegar ég var um 4 ára, og þú fórst óvart á vitlausa deild. En þú áttaðir þig á því á endanum og komst yfir á mína deild og ég man hvað ég var ánægð að amma mín væri komin að sækja mig. Þegar ég var yngri gistum við Lýdía oft hjá þér á Hjaltabakk- anum og fannst okkur það alveg æðislegt. Á kvöldin fengum við okkur allar svo rautt epli sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Þú skrældir það fyrir okkur þótt við gætum alveg borðað rauða börkinn en okkur fannst svo gaman þegar þú bauðst til þess að gera það og gátum við varla sagt nei við þig. Það var alltaf svo gaman að skjót- ast út í búð fyrir þig eða sækja póstinn þinn, sama hvort var varst þú alltaf jafnþakklát fyrir. Ég bjó oft til hluti í smíði eða textílmennt sem ég síðan gaf þér í jólagjöf eða bara svona til gamans og fannst þér alltaf skemmtilegt að fá gjöf sem maður hafði gert sjálfur. Koddaverið sem ég saumaði í „Góða nótt, amma“ og gaf þér ætla ég að láta fylgja með þér, elsku amma mín. Þú varst búin að vera svo sterk gegnum þennan erfiða sjúkdóm og er ég svo stolt af þér. Þú hafðir meiri áhyggjur af okkur en af sjálfri þér og fannst þér alltaf gaman þegar við komum í heim- sókn til þín á spítalann. Elsku amma mín, ég elska þig svo mikið og ég mun alltaf sakna þín. En ég veit að þú fylgist með okkur öllum og gætir okkar allra vel. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þú varst alveg yndisleg amma með hjarta úr gulli og mun ég aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Þín Hrönn. Guðbjörg Þorsteinsdóttir Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför WOLFGANGS STROSS. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á gjörgæsludeild og deild 12E á Landspítalanum við Hringbraut. Ásdís Stross Þorsteinsdóttir, Sigríður Roloff, Þórdís Stross, Þorsteinn Þorsteinsson, Karen Stross, Hafsteinn Ólafsson, börn þeirra og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar SÆMUNDAR SIGURSTEINSSONAR, Seljabraut 68, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Sæbjörg Vilmundsdóttir. Við, börn Guðbjargar, kveðjum þig, elsku mamma, með orðum Sörens Kier- kegaards: Þegar þú komst í heiminn gréstu en þínir nánustu voru glaðir. Lifðu þannig að þegar þú ferð gráti þínir nánustu en þú sjálfur verði glaður. Fjölskylda Guðbjargar kann öllu starfsfólki líknar- deildarinnar bestu þakkir fyrir frábæra umhyggju og alúð í hennar garð og fyrir veitta aðstoð á erfiðum tím- um. Ársæll, Þóra og Klara. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.