Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 20
20 Bókmenntir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 É g á mér engar sérstakar náðarstundir til skrifta,“ segir sagna- þulur yfir níræðu, Kristmundur Bjarna- son á Sjávarborg í Skagafirði, sem sendi frá sér ævisögu Gríms Jóns- sonar, fyrir jólin og ritverkin eru orðin mörg um dagana – fyrsta bók- in kom út um miðjan fimmta ára- tuginn og nefndist Langt inn í liðna tíð. „Þetta er eins og hver önnur vinna,“ segir hann. „Heimildasöfn- unin er tímafrekust, síðan að vinna úr heimildunum. Oft efamál, hvað skal taka, hverju sleppa.“ Hann segist skrifa bækur sínar á Sjávarborg, en lætur ekki mikið uppi um hvernig – aðeins að áður skrifaði hann á ritvél, en „nú á tölvu, sem ég kann ekki með að fara“. Þegar blaðamaður nefnir að erf- iðara sé að nálgast hann en flesta aðra höfunda, þar sem hann noti hvorki síma né tölvupóst, þá svarar hann með hægð: „Fyrir daga tölvu- pósts og síma var hægt að nálgast mig sem aðra.“ Andstæðurnar í Grími Amtmaðurinn á einbúasetrinu nefnist ævisagan sem Kristmundur sendi frá sér fyrir jólin. Ísland átti hug Gríms Jónssonar allan og hann flutti frá konum og börnum fyrir fjöllin, jöklana, stórfljótin, bunu- lækina og norðurljósin. Það hefur verið mikil fórn. „Já, það er með manninn eins og svo mörg önnur kvikindi: hann leitar uppruna síns,“ segir Kristmundur. „Það sýnir vel að í mannskepn- unni búa ýmsir duldir þættir, sem við eigum sameiginlega með öðrum dýrum. Enginn vill vera hnepptur við smalaþúfuna ævina alla. Þó á hún alltaf rúm í hugskotinu, ef grannt er eftir leitað. Ísland átti svo margt, sem ekki var að finna í Dan- mörku, og andstæðurnar skerptust æ betur hvað leið í hugarranni Gríms amtmanns.“ Styrkur alþýðu og veikleiki Hugmyndin kviknaði þegar hann setti saman aðra ævisögu, Þorsteins á Skipalóni. „Þá var Grímur amt- maður og heimilisfólk á Möðruvöll- um í Hörgárdal sífellt að þvælast fyrir mér í handritum, en það var á árunum 1826-1833 og aftur 1843- 1849. Mér fannst margt forvitnilegt við þessa dansk-íslensku fjölskyldu og þau vandamál, sem hún átti við að stríða í einkalífi og utan þess. Á þessum tíma reyndist erlend- um Kaupmannahafnarkonum erfitt að setjast að í íslenskri sveit og laga sig að lífi þar. Hélt þá íslenskur bændalýður, að hann bæri af öðrum sökum vits og þekkingar á fornum fræðum norrænum, og Íslendingar væru öllum þjóðum fremri, líklega í hvívetna. Í þessu fólst í senn styrk- ur alþýðu og veikleiki. Frændur þeirra á Norðurlöndum höfðu glat- að tungu sinni, sameiginlegu máli Norðurlandanna. Þeir áttuðu sig snemma á því, að tungumálið var meginstoð þjóðarvitundar þeirra og þóttust af. Af þessu kann aftur að hafa leitt ofdekur og hroki á annan veginn, en tómlæti á hinn bóginn gagnvart því, sem erlent var og gagnlegt í verklegum efnum. Ís- lendingum blöskraði til að mynda þegar Baunverjinn fór að berjast fyrir því, að landar færu að „éta gras eins og skepnur“. Og ýmsir þeir, sem voru í fyrirrúmi hjá al- þýðu lögðust þungt á þá sveifina.“ Kristmundur bætir við: „En það var svo sem eftir Dönum að fara þessa á leit, ásamt „dönsku Íslendingum“, að landinn gerðist grasæta! Það voru garðyrkjumál og önnur ræktunarmál, veraldleg og andleg, sem urðu til þess, að ýmsir norðlenskir fyrirmenn undu ekki afskiptum Gríms amtmanns og gerðu að lokum „heimreið“ að hon- um vorið 1849.“ Ættir og óðöl Þá blésu vindar lýðræðis um Evr- ópu, sem beindust þó ekki gegn danska kónginum. „Það var sjálf- gefið, að norrænir lýðræðissinnar, héldu þannig á spöðum á 19. öld, að hægt væri að róma lýðfrelsi og rækta með sér ást á konungum,“ segir Kristmundur. „Fyrirbrigðið var sumpart sam- norrænt, enda ýmsir konungbornir menn frjálshyggjumenn í reynd. Baráttan fyrir pólitísku frelsi var ekki háð gegn konungi.“ Mótmælin sem brutust út meðal íslenskra lýðræðissinna gegn Grími í „heimreiðinni“ telur Kristmundur að hafi aðeins átt ítök í hugum fárra. „Það voru fremur persónu- legar ástæður, sem lágu að baki eins og fram kemur í sögunni; þess- ir lýðræðissinnar snerust gegn lýð- ræðisöflum þjóðarinnar á þessum tíma, blessaðir.“ – Þannig að Grímur var lýðræð- issinni? „Hugtakið lýðræðissinni var nán- ast óþekkt á Norðurlöndum um daga Gríms. Þingbundin konungs- stjórn var fremur til umræðu á síð- ustu árum hans. Engum datt í hug að losa sig við kónginn, heldur draga úr völdum hans með nokkru þingræði, sem var raunar ekki á marga fiska framan af.“ Kristmundur lætur ekkert veiða upp úr sér um hvort lýðræðisbar- áttan þá bregði upp nýju sjón- arhorni á umræðuna um fullveldið nú. „Spurningunni þori ég ekki að svara að sinni.“ Og þótt atburðirnir séu sóttir langt aftur, þá efast Kristmundur ekki um að sagan um Grím Jónsson eigi erindi við nútímann. „Vissu- lega. Togstreitan um ættir og óðöl er alltaf jafn ný, í veraldlegri sem andlegri merkingu.“ Vinnur björgunarstarf Og Kristmundur gerir ekki mikið úr því að þurfa að sækja heimildir svo langt aftur. „Jú, ég býst við, að erfiðara sé fyrir höfund að afla heimilda tvö-þrjú hundruð ár aftur í tímann en ef um samtímaefni er að ræða. En það hefur sína kosti með sér að verða líta hlutina í fjarlægð, umhverfi sögunnar verður nokkuð annað, persónurnar forvitnilegri, en allar bera þær með sér svipmót þeirrar samtíðar, sem ól þær. Fjórðungi bregður til fósturs er naumast ofsagt.“ – Hvert sækirðu heimildir? „Í íslensk söfn, söfn í Kaup- mannahöfn, og í einkasöfn (stund- um), svo sem í bréfasöfn í einka- eign. Eru þá ótaldar prentaðar heimildir, svo sem blöð og bækur, íslenskar og erlendar eftir atvikum hverju sinni.“ Hann er jafnan með margar bæk- ur í vinnslu á sama tíma. „Já, ég er venjulega með efni til nokkurra bóka í einu; safna efni til fleiri en einnar bókar í senn, á því í fórum mínum margt óbirt, jafnvel efni heilla bóka. Stundum má kalla, að ég þykist vera að vinna björg- unarstarf. Ég á til að mynda mikið safn heimilda um notkun flutn- ingasleða frá öndverðu hérlendis til Engan á að skorta fé til Amtmaðurinn á ein- búasetrinu nefnist ævi- saga Gríms Jónssonar, sem Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg hefur fært í letur. Pétur Blöndal talaði við Krist- mund um lýðræði, móðuharðindin og björgunarstarfið. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Bókin Amtmaðurinn á einbúasetrinu hefst árið 1782, kannski á erfiðasta tímaskeiði Íslandssögunnar: „Veturinn hefur verið kaldur frá Knúti, 7. janúar. Haf- ís fyrir mestum parti lands og þar með fylgjandi harð- viðri, stórkaföld með staðföstum frostum. Hann glennti sig upp um Urbanus, 25. maí, gerði spillingarblota. Lengst af vetri svignaði aldrei fyrir húsdyrum mót sólu; gaf því óvíða til kirkna. Urðu nú mörg skaðatilfelli og lítið um björg, gáfust þó sums staðar hvalir í ísnum. Fjársýkin auglýsir sig enn og mjög er krankfellt um land allt. Margir nafnkenndir burtkallast, og almúginn etur hóflaxinn og veslast upp úr hneppu. Sólmánuður er lið- inn, heyannir gengnar í garð. Í þetta sinn er óvíða mikil heyskaparönn; í sumum sveitum vart borinn ljár í gras, því að það er ekki til. Margur hafði vonað sér bata um lestir, en ennþá viðhélzt sama óáran til lands og sjávar, harðrétti, hungur; lifa þó sumir við stát og hofmennsku. Þetta er gömul saga, sem alltaf er jafnný. Ef áraskipti eru að harðindunum, hefur forsjóninni þóknazt að plaga landslýðinn með fjársýki og bólusótt item öðrum plág- um. Guð tyftar börnin sín.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.