Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 15
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til
formanns og í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta
gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar
á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna fram-
boðs til formanns og til setu í stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði
er hægt að senda rafrænt á kjorstjorn@vr.is. Framboðsfrestur er til
kl. 12:00, 12. janúar 2009.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru á vef VR www.vr.is. Þá er
hægt að leita frekari upplýsinga hjá kjörstjórn VR með því að hafa
samband við skrifstofu félagsins.
Framboðsfrestur
framlengdur
15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
hverjum hól“ eftir Sæmund Eyjólfsson
og Helga Helgason voru samning fyrir
þrettándabrennu á Austurvelli árið
1891. Ekki verður vart við að menn
hafi skipast í neinar öndverðar fylk-
ingar þar sem aðrir vildu heldur hafa
gleðskapinn á gamlárskvöld, en hinir
á þrettándanum. Það fór fremur eftir
veðurútliti eða öðrum hentugleikum,
hvor dagurinn varð fyrir valinu.
Sumum þótti reyndar svo margt
annað vera á seyði á gamlárskvöld að
ágætt væri að dreifa kröftunum og
skemmtuninni og hafa tvær hátíðir.
Sumstaðar var brennan höfð á gaml-
árskvöld en álfadansinn á þrett-
ándanum og svo er enn. Ungmenna-
félög í dreifbýlinu skipulögðu oft
gleðskap sinn á þrettándanum því
gamlárskvöld þótti heldur nálægt
sjálfum jólunum. Barnaskemmtun var
einnig oft haldin á þrettándanum ef
hún hafði ekki verið milli jóla og ný-
árs.“
„Þrettándinn er 6. janúar, þrettándi og síðasti dagur jóla.
Hann heitir upphaflega opinberunarhátíð og hefur verið
tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum, einkum skírn
Krists og Austurlandavitringum. Hérlendis hefur hann
öðru fremur verið lokadagur jóla, en eftir tímatalsbreyt-
inguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri á sama
dag og jólin hefðu annars byrjað. Stafar þaðan heitir
„gömlu jólin“. Sá ruglingur kann að eiga þátt í að þrett-
ándanótt á margt skylt með nýársnótt í þjóðtrú og siðum,
meðal annars tala þá kýr. Algengt var að gera sér daga-
mun í lok jóla, og einnig hefur þrettándinn verið eins-
konar varadagur fyrir útiskemmtanir ef veður bregst um
áramót. Einkum hafa álfabrennur á síðari árum orðið al-
gengar á þrettándanum.“
Þannig hefur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur kafla
sinn um þrettándann í bókinni Sögu daganna.
Árni ritar að á Íslandi virðist dagurinn aldrei hafa verið
almennt kenndur við vitringana þrjá, eða Austurvegskon-
ungana, þótt þess sjáist dæmi í rímtölum frá 16. og 17.
öld. Dagurinn var framan af að jafnaði skrifaður fullu
nafni, þrettándi dagur jóla, en styttingin þrettándinn hef-
ur sjálfsagt verið algeng í talmáli.
Margoft hefur verið vitnað til þessarar bókar Árna
Björnssonar, Sögu daganna. En hann sendi einnig frá sér
bók árið 2006 sem heitir Saga jólanna og þar er ítarlegri
umfjöllun um þrettándann. Þar segir m.a.: „Þrettándinn
var á miðöldum svo hátt skrifaður að
hann hafði sína eigin áttundarhelgi
(octava) eins og ýmsar aðrar stórhá-
tíðir en það merkir að sami dagur viku
seinna er einnig helgidagur. Þannig
var 1. janúar innan katólsku kirkj-
unnar áttundarhelgi jóladagsins, auk
þess sem hann var til minningar um
umskurn Jesú Krists.“
Kýr tala og vatn breytist í vín
Síðar ritar Árni: „Þar sem jól og
áramót voru lengi eitt og hið sama,
þarf engan að undra, þótt eitthvert
boðorðaslangur verði seinna meir á
því í þjóðsögum, hvort til dæmis
huldufólk eigi að flytja búferlum, kýr
að fá mannsmál, vatn að breytast
snöggvast í vín, kirkjugarður að rísa,
selir að fara úr ham sínum, búrdrífa
að falla á búrgólfið, eða hvort vænleg-
ast sé að sjá mannsefni sitt í spegli
eða sitja úti á krossgötum á jólanótt
eða nýársnótt. Þegar það bætist svo
við að þrettándanótt var talin vera
jólanóttin gamla hlaut hún líka að
geta verið nýársnóttin gamla, og ekki
síður koma til greina sem hentugur
tími handa einhverju af þessum fyr-
irbærum.“
Árni ritar að á síðara hluta 19. aldar
hafi þrettándinn aftur orðið vinsæll til
útiskemmtana. „Brennur og álfadans
voru ýmist haldin þá eða á gamlárs-
kvöld. Bæði ljóð og lag við einn vin-
sælasta álfasöng okkar, „Nú er glatt í
HÁTÍÐ Á „GÖMLU JÓLUNUM“
Morgunblaðið/Kristinn
Allt búið Jólin og síðasti jólasveinn-
inn eru kvödd með brennum og álfa-
gleði á þrettándanum. Slík hátíð-
arhöld eru skemmtileg, en geta líka
reynst þreytandi litlum gestum.
sem þekktastur er sem söngvari
stuðsveitarinnar Skriðjöklanna.
Ali Mobli, maður Guðnýjar, hefur
líka getið sér gott orð fyrir söng,
m.a. í undankeppni Júróvisjón í
fyrra.
Að æra óstöðugan
Spurður hvort það hafi aldrei ver-
ið erfitt að eiga svona þekkta konu
svarar Jakob neitandi. Síðan glottir
hann: „Ég var nú líka býsna þekktur
á sínum tíma.“
Margir hafa gegnum tíðina haldið
að Sæmi og Didda væru ekki bara
dansfélagar heldur líka hjón. Jakob
hefur látið sér það í léttu rúmi
liggja. „Blessaður vertu, ég heyrði
þetta síðast í pottinum í Árbæj-
arlauginni fyrir skemmstu. Þar var
fólk að tala um að hjónin hefðu verið
að dansa saman í sjónvarpinu um
daginn. Ég er ekkert að leiðrétta
þetta enda væri það að æra óstöð-
ugan. Það má vera að þessi mis-
skilningur hafi farið í taugarnar á
mér í eina tíð en ekki lengur. Þar fyr-
ir utan eru Sæmi og Ása konan hans
miklir vinir okkar. En fyrir þá sem
ekki vita þá er ég maðurinn hennar
Diddu,“ segir hann að endingu,
hlæjandi.
Fólksflótti frá Hvolsvelli
Þrátt fyrir reynsluleysið hefur
Jakob augljóslega haft eitthvað til
brunns að bera því vinsælasta
hljómsveitin á Suðurlandi, Hljóm-
sveit Óskars Guðmundssonar, bar
í hann víurnar skömmu síðar. „Það
var mikill heiður að syngja með
Óskari en sveitin var svo vinsæl á
Suðurlandi á þessum tíma að það
þýddi ekkert fyrir hljómsveitir úr
Reykjavík að halda böll á sama
tíma og hún var að spila. Mjög
vinsæl hljómsveit reyndi það einu
sinni, blés til dansleikjar á Hvols-
velli á sama tíma og við vorum í
Hellubíói. Þeim dansleik var aflýst
þar sem allir íbúar Hvolsvallar
voru komnir til Hellu. Það seldust
milli eitt og tvö þúsund miðar á
ballið sem var miklu meira en hús-
ið þoldi og allar rúður brotnuðu,“
segir Jakob og veltir fyrir sér
hvort hann eigi að greina frá
þessu. „Jú, jú, látum það bara
flakka. Ætli brotið sé ekki fyrnt.“
Árið 1962 var hljómsveit Óskars
Guðmundssonar boðið að taka upp
hljómplötu en Jakob kveðst hafa
klúðrað því máli. „Við þurftum að
fara utan og vera í heilan mánuð
við upptökur og vinnuveitandi
minn hafði engan skilning á því en
á þessum tíma var ég orðinn deild-
arstjóri hjá Aflatryggingarsjóði.
Það var vitaskuld mitt aðalstarf og
gekk fyrir en á þessum tímapunkti
tók ég þá ákvörðun að syngja
aldrei inn á plötu og hef staðið við
það. Menn voru síðast að suða í
mér núna í sumar.“
Það má með sönnu segja að
Jakob sé maður augnabliksins.
Syngur bara í núinu.
Er nema von að maður
hafi fengið magasár!
Eftir þetta gekk Jakob í raðir
Hljómsveitar Andrésar Ingólfs-
sonar, sem kom aðallega fram í
Þórscafé, auk þess sem hann kom
reglulega fram með Jóni Páli
Bjarnasyni gítarleikara og hljóm-
sveit á Borginni. Lengst af sjö-
unda áratugnum söng Jakob þó
með hljómsveit sem trommuleik-
arinn Þorsteinn Eiríksson, „Steini
Krupa“, fór fyrir.
„Það var brjálað að gera á þess-
um árum, við komum fram sjö
sinnum í viku þegar mest var. Og
þetta gerði maður með fullri
vinnu. Er nema von að maður hafi
fengið magasár!“
Það gerðist sumsé árið 1968 og
þurfti Jakob í kjölfarið að taka sér
nokkurra mánaða hlé frá tónleika-
haldi. Sumarið eftir ferðaðist hann
um landið með hljómsveit í
tengslum við fegurðarsamkeppnir.
Haustið 1969 stofnaði Jakob í
fyrsta skipti sína eigin sveit og
átti hún samastað í Klúbbnum.
Þar kom Jakob fram með hléum
allt fram til ársins 1978. „Það var
mikið ævintýri að vera inni í
Klúbb, það voru biðraðir langt út
á götu um hverja einustu helgi og
fjörið eftir því.“
Bakkus blótaður
Þrátt fyrir annríki og velgengni
á sviðinu átti Jakob ekki sjö dag-
ana sæla á þessum árum. „Til að
gera langa sögu stutta lenti ég í
drykkjuvandamáli eins og svo
margir tónlistarmenn. Það er
gömul saga og ný að áfengi sé
borið í hljómsveitir á skemmt-
unum og árið 1969 byrjaði ég að
skvetta í mig fyrir alvöru. Vanda-
málið óx svo jafnt og þétt þangað
til ég ákvað að taka á því árið
1978. Þá gekk ég í AA-samtökin
og mig hefur aldrei langað í áfengi
síðan. Ég hef verið mjög virkur á
þessum vettvangi, stofnaði m.a.
aðra af tveimur stærstu AA-
deildum á landinu í Árbæjarkirkju
og sat um tíma í stjórn SÁÁ.“
Bakkus bróðir hefur gerst
mörgum popparanum hvimleiður
gegnum tíðina en Jakob kveðst
ekki hafa skýringu á því á reiðum
höndum. „Fyrir mörgum árum
kom hingað til lands bandarískur
læknir sem hafði verið edrú í 35
ár. Hann hafði velt þessu mikið
fyrir sér og hélt því fram að tón-
listarmenn og listamenn almennt
hneigðust frekar til drykkju en
ýmsar aðrar stéttir þar sem þeir
hefðu svo lágan tilfinningaþrösk-
uld. Er það ekki jafngóð skýring
og hver önnur?“
Einkum í einkasamkvæmum
Jakob var aftur kominn á fulla
ferð í poppinu árið 1980 en þá
stofnaði hann nýja hljómsveit í
sínu nafni. Hefur hún einkum
komið fram í einkasamkvæmum,
svo sem þorrablótum og árshátíð-
um. „Við höfum sárasjaldan haldið
opinbera tónleika, það var helst í
kringum aldamótin síðustu að við
komum nokkrum sinnum fram í
Hreðavatnsskála ásamt Bogomil
Font. Það var einmitt hann sem
stakk upp á þessu ágæta nafni,
Hljómsveitin Grái fiðringurinn, og
höfum við komið fram undir því
nafni síðan.“
Lengst hafa leikið með Jakobi
þeir Ólafur Kolbeins, Edvin Kaab-
er, Steindór Steinþórsson og
Reynir Jónasson. Segir hann þá
hafa verið hina traustustu liðs-
menn. Af öðrum listamönnum sem
leikið hafa með Jakobi má nefna
Þórð Stuðmann Árnason, Einar
Val Scheving, Jóhann Ásmundsson
og Magnús Eiríksson.
Bítlarnir, Stones og Stuðmenn
Eins og góðra ballhljómsveita er
siður hafa Jakob og hans menn
pikkað upp öll vinsælustu lögin
gegnum tíðina. Þau skipta orðið
þúsundum lögin sem hann hefur
sungið. „Þegar ég var í Hljómsveit
Óskars Guðmundssonar pikkuðum
við upp lög gegnum Radíó Lúx-
emborg og Kanasjónvarpið og vor-
um alltaf með nýjustu smellina.
Andrés og Jón Páll voru meira
fyrir sígildu lögin en eftir að ég
fór að starfrækja eigin hljómsveit
höfum við alltaf reynt að vera með
nýjasta efnið. Undanfarin ár höf-
um við þó lagt mesta áherslu á að
spila það sem fólkið vill heyra og
það getur verið efni af ýmsu tagi
enda aldurshópurinn ákaflega
breiður, frá sautján ára til sjö-
tugs.“
Hvað gengur best í fólk í dag?
„Stevie Wonder er mitt uppá-
hald en það þýðir ekkert að spila
hann. Hann gengur ekki í mann-
skapinn í dag. Ætli ég verði ekki
að segja að Bítlarnir og Rolling
Stones njóti mestrar hylli. Og
Stuðmenn. Þeir klikka aldrei. Lög-
in hans Bogomils eru líka sívinsæl
og svo auðvitað Páll Óskar. Það
þýðir hins vegar lítið að flytja lög
eftir aðrar poppstjörnur samtím-
ans. Þá tæmist bara gólfið.“
Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði.
Hinstu nótt um heilög jól
höldum álfagleði.
Fagurt er rökkrið
við ramman vættasöng.
:,:Syngjum dátt og dönsum,
því nóttin er svo löng:,:
Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum Draumbót snjalla,
kveðum glaðir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.
Fagurt er rökkrið …
Veit ég Faldafeykir er
fáránlegur slagur
og hann þreyta ætlum vér
áður en rennur dagur.
Fagurt er rökkrið …
Síðast reynum Rammaslag.
Rökkva látum betur.
Það hið feiknum fyllta lag
fjörgað dansinn getur.
Fagurt er rökkrið …
Nú er glatt í
hverjum hól