Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 12
12 Knattspyrna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Í haust hafa dáðustu knattspyrnusynir Íslands verið til umfjöllunar eftir að einvalaliði íslenskra sparkspekinga var smalað saman í her- ráð og gert að velja þá tuttugu bestu. Þó erfitt sé að gera upp á milli manna á ólíkum tímum þá er Albert Guð- mundsson ávallt nefndur sem einn af okkar allra fræknustu köppum á þessu sviði. 60 ár eru liðin frá því Albert gerði sögulegan samning við AC Milan. E kki er ýkja auðvelt fyrir knattspyrnuáhugamenn að henda reiður á því hversu öflugur knatt- spyrnumaður Albert var því lítið sem ekkert er til af sjón- varpsefni af honum á hátindi frægð- ar sinnar. Ekki þarf þó að grúska lengi í rykföllnum skruddum Þjóð- arbókhlöðunnar til þess að átta sig á að Albert var stórstjarna í Evrópu- knattspyrnunni. Viðmót kennaranna breyttist Albert hélt utan til Bretlands með Brúarfossi árið 1945, þá 22 ára gam- all og fjórfaldur Íslandsmeistari með Val. Vert er að geta þess að knatt- spyrnuiðkun var ekki í spilunum hjá Alberti. Hann fór til Skotlands á lakkskóm en ekki takkaskóm því Al- bert hugðist ganga menntaveginn og hafði verið svo lánsamur að fá lánað fé hjá fjársterkum einstaklingum á Fróni. Heimur atvinnumanna í knattspyrnu var órafjarri Íslend- ingum auk þess sem knattspyrna hafði legið niðri í mörg ár á meg- inlandi Evrópu vegna stríðsrekstrar í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar Al- bert kom til Skotlands gerði hann sér enga grein fyrir því hversu um- fangsmikil knattspyrnan væri, hvað þá að menn gætu dregið fram lífið með boltasparki. Ekki gerði Albert sér heldur fyllilega grein fyrir því hversu miklum hæfileikum hann væri búinn en taldi sig vera þokka- lega samkeppnisfæran eftir að hafa reynt sig við breska hermenn á Ís- landi. Fyrir einskæra tilviljun rakst Albert á Murdo McDougal á götu í Edinborg. Murdo þessi hafði þjálfað Albert hjá Val og átti sinn þátt í því hversu góður knattspyrnumaður Al- bert var. Margir eru til vitnis um þegar þeir félagar voru tveir á Mela- vellinum klukkan sjö á morgnana, þar sem Albert var á séræfingum hjá Murdo. Albert færði sig um set og fór í skóla í Glasgow en Murdo linnti ekki látum fyrr en Albert sam- þykkti að fara í reynsluleik með stórliði Glasgow Rangers. Í þá daga gátu lið teflt fram 2-3 nýjum ósamn- ingsbundnum leikmönnum í alvöru leikjum. Voru þeir þá iðulega látnir leika undir nafninu Newman! Þessi fyrsti leikur Alberts var gegn Clyde á útivelli og urðu tíu þús- und áhorfendur vitni að því þeg- ar þessi íslenski Newman skor- aði fyrstu tvö mörkin í 3:1 sigri. Næst lék Albert heima- leik gegn Hearts á hinum víð- fræga heimavelli Rangers, Ibrox. Í millitíðinni hafði verið skrifað um frammistöðu hans í blöðunum þó að það hafi farið fram hjá Alberti sjálfum. Hann botnaði þess vegna lítið í þeirri við- horfsbreytingu sem átti sér stað í hans garð hjá kennaraliðinu auk þess sem honum fannst nokkrir samnemendur hans sýna af sér ,,ótrúlega vitlausa“ framkomu, þeg- ar þeir báðu Albert um eiginhand- aráritun. Rangers vildi semja við Al- bert sem samþykkti einungis áhugamannasamning til þess að geta sinnt skólanum. Hann hafði því ekki æft frekar með liðinu þegar kom að fyrsta heimaleiknum. Taldi Ibrox vera verksmiðju Það er hreint kostulegt að lesa lýsingar Alberts, frá upplifun hans í þessum fyrsta heimaleik með Rang- ers, í bókinni ,,Albert“ sem kom út árið 1982 og er skrifuð af Gunnari Gunnarssyni: ,,Það hafði verið út- skýrt fyrir mér hvernig ég ætti að komast á völlinn. Ég átti að taka neðanjarðarlest á tilteknum stað og fara svo út á Copeland Road. Þegar þangað kom var ég kominn inn í því- líkt mannhaf að mér stóð ekki á sama og velti því fyrir mér hvert þetta fólk væri eiginlega að fara. Ég fylgdist með straumnum, fór að spyrja menn um Ibrox Park og þá var mér sagt að láta berast með þrönginni því að allir væru að fara þangað. Þegar ég kom svo að að- alstúkunni, þar sem fólkið streymdi inn, hélt ég að ég væri að villast. Ibrox Park er í verksmiðjuhverfi og ég hélt að þetta væri ein verk- smiðjan, skildi ekkert í því hvers konar bákn þetta væri en kom ekki til hugar að þetta væri knatt- spyrnuvöllur. Handan götunnar var há rimlagirðing, stór skóli og knatt- spyrnuvöllur þar hjá. Það var mal- arvöllur, rétt eins og heima, og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera þeirra völlur. Ég sá nú hvergi hlið að þessum velli svo ég ætlaði að fara að klifra yfir girðinguna, athuga hvort búningsherbergin væru kannski hinu megin. Þegar ég var að klifra þarna yfir sá Murdo mig. Hann stóð í anddyrinu á Ibrox og beið mín. Þegar hann sá mig, ruddist hann í gegnum mannþröngina og tók mig með sér til baka, fór með mig inn í búningsherbergi og það stóð heima, að þegar ég var kominn úr fötunum í búning, þá var flautað til leiks.“ Albert segir jafnframt að hann hafi eytt mestu af leiktímanum í að stara upp í áhorfendastúkuna þar sem voru á milli sextíu og sjötíu þús- und manns. Hann hafi því ekki verið til mikils gagns í þessum leik vegna þessa menningaráfalls. Albert var í miklum metum hjá forráðamönnum Rangers sem bentu Arsenal á Albert þegar ljóst var að þeir gætu ekki samið við Íslendinginn um að setjast að í Glasgow. Þegar Albert hafði lok- ið námi í verslunarfræðum hugðist hann halda til Íslands. Arsenal skarst í leikinn en vinasamband var á milli skoska og enska félagsins. 200 þúsund áhorfendur Gera má að því skóna að Albert hefði átt glæsilegan feril hjá Arsenal ef ekki hefði verið fyrir hina ströngu atvinnuleyfisreglur til handa útlend- ingum í Bretaveldi. Albert var engu að síður einn vetur í herbúðum Ars- enal sem reyndi allt til þess að út- vega honum leyfið. Albert var því á áhugamannasamningi sem þýddi að hann mátti bara leika tvo leiki með aðalliðinu á leiktíðinni. Albert náði að leika fyrir hönd Arsenal í ensku deildinni auk þess sem hann tók þátt í sýningarleikjum Arsenal, til dæmis ágóðaleik við franska stórliðið Rac- ing Club Paris, til styrktar her- mönnum úr fyrri heimsstyrjöldinni. Eitthvað var Albert að sýna með Arsenal í þessum leik því allar götur síðan vildi Parísarliðið kló- festa leikmanninn og hafði árangur sem erfiði nokkrum árum síðar. Tveir valdamestu menn hjá Arsenal á þessum árum voru þeir George Allison og Tom Whitaker en þeir höfðu mikið álit á Alberti. Fór það svo að Arsenal tryggði sér eins konar forkaupsrétt á Alberti eft- ir að hann reri á önnur mið. Næstu sjö árin var Al- bert í raun í eigu Arsenal ef atvinnuleyfið skyldi einhvern tíma fást. Það gerðist hins vegar ekki en Arsenal sótti um leyfið á hverju ári þrátt fyrir að Albert væri á mála hjá öðrum félögum. Ummæli Joe Mercer, þáver- andi leikmanns Arsenal, í blaða- viðtali árið 1946 eru athyglisverð: ,,Albert getur bókstaflega gert allt með boltann, næstum því fengið hann til að tala.“ Þarna talaði maður sem vissi sínu viti um knattspyrnu. Að eigin sögn kunni Albert ekki ýkja mikið í knattspyrnufræðunum þegar þarna var komið sögu. Kunnátta hans og leikskilningur var ekki á sama plani og hjá atvinnumönnum. Það kom ekki að sök þar sem Albert var tæknilega góður. Knattspyrnan var á þessum tíma nokkuð frábrugð- inn því sem yngri kynslóðir þekkja. Menn vörðust ekki með svæð- isbundnum hætti heldur var einfald- lega leikið maður á móti manni. Þar sem Albert var bæði fljótur og flink- ur þá var hann náttúrlega þyngdar sinnar virði í gulli við slíkar að- stæður. Sóknarleikurinn snerist mikið um að komast fram hjá sínum manni og þar með var hægt að valda miklum usla Albert átti reyndar síðar eftir að leika með Arsenal í frægri keppnis- og sýningarferð til Brasilíu vorið 1951. Albert var þá liðsmaður Rac- ing Club Paris en það er væntanlega einsdæmi að félag eins og Arsenal sækist eftir liðsauka erlends leik- manns hjá öðru félagi í slíkri ferð. Í fyrsta leik ferðarinnar lagði Albert sig fram um að sýna knatttækni sína til þess að skemmta þeim tvö hundr- uð þúsund áhorfendum sem lagt höfðu leið sína á völlinn. Þessi ferð reyndist mikill sýningargluggi fyrir Albert og fékk hann gylliboð um að ganga til liðs við brasilísku stórliðin, Vasco de Gama og Santos, en með síðarnefnda félaginu kom Pele nokk- ur fram á sjónarsviðið síðar á þess- um umrædda áratug. Auk þess fékk Albert gott tilboð frá argentíska lið- Eftir Kristján Jónsson kris@vikari.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Hvíta perlan Björgvin Schram, þáverandi formaður KSÍ, með Svían- um Gunnari Nordahl og Alberti á San Siro-leikvanginum í Mílanó. Óvígur her Albert og samherjar í stórliðinu AC Milan fyrir sextíu árum. ,,Leikið upp á líf og dauða“ ‘‘,,AUÐVITAÐ VAR GUÐMUNDSSON ENNÞÁ EINUSINNI „KONUNGUR VALLARINS“. DÓMARINN N.VEYRET, FRÁ LYON, LEYNDI EKKI ÁLITI SÍNU EFTIRLEIKINN. HANN SAGÐI: SANNARLEGA ER GUÐ- MUNDSSON UNDRAMAÐUR KNATTSPYRNUNNAR. HVAÐ EFTIR ANNAÐ LÁ VIÐ AÐ ÉG GLEYMDI AÐ ÉG VAR DÓMARI VIÐ AÐ HORFA Á HANN LEIKA.“ - L’EQUIPE, ÁGÚST 1947. Á flugi Albert á skrifstofu L’Equipe.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.