Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 49

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 49
inn í bíóið í þeirri trú að þeirra bíði eitthvað í líkingu við Out of Africa. „Þú ruglast vonandi að- eins, og þá vona ég að þú lifir þig inn í myndina, því ef þú situr þarna allan tímann og greinir hana þá missirðu af tilfinningunni. Australia er þannig gerð, vona ég, að hún slær á kaldhæðnina. Ef það tekst ekki, ef þú finnur engan samhljóm við myndina þá er hún þér vita gagnslaus.“ Luhrman er mikið í mun að áhorfendur upplifi kvikmyndir hans á persónulegan hátt. „Sumir ná myndinni á svo djúpstæðan hátt að ég veit varla um hvað þeir eru að tala. En þeir hafa fullt leyfi til þess og hafa rétt fyrir sér um þá reynslu – ég segi bara söguna. Stórar frásagnir gera þetta, þær kveikja eitthvað með þér sjálfum.“ Bitur pilla í stórum eftirrétti Það er þó ekki allt bjart og fal- legt í söguheimi Australia. Ein að- alpersóna myndarinnar er strák- urinn Nullah sem lifir við þá stöðugu ógn að vera tekinn frá móður sinni með lögregluvaldi og settur á kaþólskt upptökuheimili vegna þess að hann er „bland- aður“ sonur frumbyggjamóður og hvíts föður. Hvernig samræmist það fjölskyldumynd sem þessari að svo dökkur kafli í sögu Ástr- alíu, kerfisbundið brottnám barna áratugum saman, er settur í önd- vegi? Leikstjórinn segist gera sér fulla grein fyrir því hversu alvar- legt og viðkvæmt þetta efni er. „Í svona stórri afþreyingarmynd þá er bitra pillan falin inni í stórum eftirrétti. Það væri hægt að gera smærri mynd – það er til frábær lítil mynd um þetta, en áhorf- endahópurinn var lítill og fyr- irfram upplýstur um efnið. Fáir sem fara að sjá Rabbit-Proof Fence eru hægrisinnaðir ástralsk- ir afneitunarsinnar. Aftur á móti ef sagan er hluti af svona stór- mynd þá nær hún að minnsta kosti til breiðs hóps. Ekki það að þetta sé fræðslumynd eða í ásök- unartón. Ekki allir frumbyggjar í myndinni minni eru góðar mann- eskjur, og kristnu trúboðarnir eru ekki allir slæmir.“ Fjölskyldumyndir eru ekki bara fyrir börn Það krefst óbilandi bjartsýni að fjármagna og framleiða mynd eins og Australia sem höfðar til breiðs áhorfendahóps, í stað þess að vera sniðin að vissum aldri, kyni og áhugamálum. „Kvikmyndir í dag eru oftast skýrt flokkaðar sem gamanmyndir, hasar, ástarsögur, og svo framvegis. Ástarsögurnar eru síðan fyrir konur á vissum aldri. Hasarmyndir eru fyrir sautján ára stráka. Þetta er vandamál í kvikmyndageiranum,“ segir Luhrman. „Því markaðs- setningin sundrar áhorfendum í aðskilda kima. „Við höfum leyft þeim að skilgreina okkur sem ein- staklinga. Myndir eins og Aust- ralia voru áður einskonar hlað- borð, bíóið bauð öllum til veislunnar. Það var í lagi að fara með ömmu og afa í bíó. Fjöl- skyldumyndir þýða bara eitt núna: börn. Það er banabitinn. Mér finnst að sagnalistin eigi að vera fyrir alla. Rétt eins og fjölskyldan kemur saman fyrir stóra máltíð, af hverju getur hún ekki komið sam- an fyrir mikla kvikmynda- upplifun?“ »Kvikmyndir í dageru oftast skýrt flokkaðar sem gam- anmyndir, hasar, ástarsögur, og svo framvegis. Ást- arsögurnar eru síðan fyrir konur á vissum aldri. Hasarmyndir eru fyrir sautján ára stráka. „Þetta er vandamál í kvik- myndageiranum.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00. Stóra sviðið Hart í bak Fös 9/1 kl. 20:00 Ö Sun 18/1 kl. 20:00 Ö Lau 24/1 kl. 20:00 Sun 25/1 kl. 20:00 Ath. aukasýningar í sölu Kardemommubærinn Lau 21/2 frums. kl. 14:00 U Sun 22/2 kl. 14:00 Ö Sun 22/2 kl. 17:00 Ö Lau 28/2 kl. 14:00 Ö Sun 1/3 kl. 14:00 Ö Sun 1/3 kl. 17:00 Ö Sumarljós Sun 4/1 5. sýn. kl. 20:00 Ö Lau 10/1 6. sýn. kl. 20:00 Sun 11/1 7. sýn. kl. 20:00 Fös 16/1 8. sýn. kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fim 22/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Verk byggt á skáldsögunni Sumarljós, og svo kemur nóttin Kassinn Heiður Þri 20/1 fors. kl. 20:00 Ö Mið 21/1 fors. kl. 20:00 Ö Fim 22/1 fors. kl. 20:00 Ö Lau 24/1 frums. kl. 20:00 U Sun 25/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Athugið snarpt sýningatímabil Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Sun 4/1 kl. 13:30 Sun 4/1 kl. 15:00 Sun 11/1 kl. 13:30 Sun 11/1 kl. 15:00 Örfáar aukasýningar í janúar Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Sun 4/1 kl. 19:00 U Lau 10/1 kl. 19:00 U Sun 11/1 kl. 19:00 U Lau 17/1 kl. 19:00 U Sun 18/1 aukas kl. 19:00 Lau 24/1 kl. 19:00 U Sun 25/1 kl. 16:00 Ö Lau 31/1 kl. 19:00 U Yfir 50 uppseldar sýningar! Tryggið ykkur nú miða í janúar! Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 9/1 kl. 19:00 Ö Fös 16/1 kl. 19:00 Ö Fös 23/1 kl. 19:00 Ö Fös 30/1 kl. 19:00 Yfir 130 Uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins! Laddi (Stóra svið) Þri 20/1 kl. 20:00 Ö ný aukas Lau 24/1 ný aukas kl. 20:00 Fim 29/1 ný aukas kl. 20:00 Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla svið) Fös 6/2 frums kl. 20:00 U Lau 7/2 2kortas kl. 19:00 U Lau 7/2 aukas kl. 22:00 Ö Sun 8/2 3kortas kl. 20:00 U Mið 11/2 4kortas kl. 20:00 U Fim 12/2 5kortaskl. 20:00 U Fös 13/2 6kortaskl. 19:00 U Fös 13/2 aukas kl. 22:00 Lau 14/2 aukas kl. 19:00 Lau 14/2 aukas kl. 22:00 Fös 20/2 7kortas kl. 19:00 Lau 21/2 8kortas kl. 19:00 Lau 21/2 aukas kl. 22:00 Lau 21/2 aukas kl. 22:00 Sun 22/2 9kortas kl. 20:00 Miðasala hefst í dag kl. 10.00 Rústað, eftir Söru Kane (Nýja sviðið) Fös 30/1 frums kl. 20:00 U Lau 31/1 2. kort kl. 20:00 U Sun 1/2 3. kort kl. 20:00 U Fim 5/2 4. kort kl. 20:00 Ö Fös 6/2 5. kort kl. 20:00 Ö Lau 7/2 6. kort kl. 20:00 Ö Miðasala hefst 9.janúar. Ath! bannað börnum og alls ekki fyrir viðkvæma. Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Falið fylgi (Rýmið) Fös 16/1 frums. kl. 20:00 U Lau 17/1 2. kort kl. 19:00 U Lau 17/1 hátíðar kl. 22:00 U Fim 22/1 3. kort kl. 20:00 U Fös 23/1 4. kort kl. 19:00 U Lau 24/1 5. kort kl. 19:00 U Lau 24/1 aukas kl. 22:00 Sun 25/1 6. kort kl. 20:00 U Fim 29/1 7. kort kl. 20:00 U Fös 30/1 8. kort kl. 19:00 U Lau 31/1 9. kort kl. 19:00 U Sun 1/2 10. kortkl. 20:00 U Fim 5/2 11. kortkl. 20:00 U Fös 6/2 12. kortkl. 19:00 U Lau 7/2 13. kortkl. 19:00 U Sun 8/2 14. kortkl. 20:00 U Forsala hefst 5. janúar 2009 Systur (Leikfélag Akureyrar) Fös 23/1 1. sýn. kl. 20:00 Lau 24/1 2. sýn. kl. 20:00 Danssýning Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 4/1 kl. 16:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Þri 20/1 aukas. kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 17:00 þorrablót eftir sýn.una Fös 30/1 kl. 20:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 9/1 kl. 20:00 U Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið Draumasmiðjan 8242525 | elsa@draumasmidjan.is Ég á mig sjálf (farandsýning) Lau 17/1 kl. 15:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Fim 29/1 kl. 00:00 F Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Janis 27 Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Caput Tónleikar Sun 4/1 kl. 15:30 Systur Lau 31/1 frums. kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Dómur Morgunblaðsins Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Dubbeldusch (Hafnarfjarðarleikhúsið) Lau 10/1 kl. 20:00 Sun 11/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Steinar í djúpinu (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00 Takmarkaður sýningarfjöldi Stórasti sirkus Íslands (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 4/1 kl. 14:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið) Fim 5/2 frums. kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Sun 8/3 kl. 20:00 GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið 4201190 | grindviska.gral@gmail.com 21 MANNS SAKNAÐ (Grindavík) Sun 11/1 aukas. kl. 20:00 Sun 18/1 aukas. kl. 20:00 Sun 25/1 aukas. kl. 20:00 Sun 1/2 aukas. kl. 20:00 FRÁBÆR GJAFAKORT Í JÓLAPAKKANN!!! - Upplýsingar á grindviska.gral@gmail.com Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (ferðasýning) Þri 24/2 kl. 12:40 F ísaksskóli Þri 24/2 kl. 13:50 F ísaksskóli Sæmundur fróði (ferðasýning) Fös 16/1 kl. 10:00 F ártúnsskóli KVIKMYND Sambíóin, Laugarásbíó Bolt – Bolti bbbmn Teiknimynd í þrívídd. Leikstjórar: Chris Williams og Byron Howard. Með enskri og íslenskri raddsetningu. 95 mín. Bandaríkin. 2008. HOLLYWOOD er farin að gera stólpagrín að sjálfri sér upp á síð- kastið, og er það hið besta mál. Skemmst er að minnast Tropic Thunder, með Ben Stiller og Disn- ey-teiknimyndin Bolt, fjallar um tit- ilhetjuna, sem er sannkallaður of- urhundur og stjarna í eigin sjónvarpsþáttum. Bolt fær á bauk- inn þegar hann sleppur út í hana veröld, þar er hann ósköp venjuleg- ur rakki, kjarklítill og gjörsamlega laus við alla yfirnáttúrlega krafta. Bolt minnir meira en lítið á aðra satíru, meistaraverk Weirs, The Truman Show, þar sem Jim Carrey fer frábærlega með aðalhlutverkið. Báðar söguhetjurnar, Bolt og Trum- an, eru fullkomlega ómeðvitaðir um að þær eru ósköp venjuleg fórn- arlömb skemmtiiðnaðarins, tragi- kómískar fígúrur, gerðar út í þeim eina tilgangi að græða peninga. Bolt er fyrst og fremst fjöl- skylduskemmtun og vel lukkuð sem slík. Hún er að miklum hluta vega- mynd, Bolt lendir óvart austur í New York og þarf að komast aftur til síns heima, í Kaliforníu. Á ferða- laginu eignast hann nýja félaga sem hressa upp á söguna; kúnstugan kött, hamstur og dúfur, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi grallaralegi hópur veitir áhorfendum á öllum aldri ósvikna ánægju, myndin tekur sig vel út í þrívíddinni og íslenska radd- setningin vönduð að venju. Ósvikin, fyndin skemmtun, blessunarlega laus við tilgerð og gamalkunnan yf- irdrepsskap. Sæbjörn Valdimarsson Hollt og Bolt Ferðafélagarnir Grallaralegur hópurinn gleður áhorfendur. SONUR leikaranna Johns Travolta og Kelly Preston lést á föstudag eftir að hafa fengið flogakast þegar fjölskyldan var í fríi á Bahamaeyj- um. Jett Travolta sem var 16 ára átti við flogaveiki að stríða og fannst meðvitundarlaus á baðher- bergi í húsi fjölskyldunnar, eftir að hafa fallið og rekið höfuðið í. Lífg- unartilraunir voru árangurslausar. Travolta og Preston eiga einnig átta ára dóttur. Dauði Jett kom fjölskyldunni í opna skjöldu. Travolta hefur hafn- að fréttum um að Jett væri ein- hverfur, heldur hafi hann þjáðst af Kawasaki-heilkenni, sjúkdómi sem hefur áhrif á ýmis líffæri líkamans. Reuters Foreldrarnir Leikararnir John Travolta og Kelly Preston. Sonur Travolta látinnÞAÐ er dagljóst að kvikmyndaiðnaðurinn er að ná öruggum tökum á hinninýju, stafrænu þrívíddartækni, sem á lítið skylt við þá gömlu, sem var skammlíf bóla sem spratt upp um miðja síðustu öld. Þá var hún einkum not- uð í annars flokks hryllingsmyndir á borð við Vaxmyndasafnið – The House of Wax. Í dag ber mest á henni í vönduðum teiknimyndum þar sem brellumeisturum samtímans tekst að gera lygilegustu hluti með hennar hjálp. Þrívíddin er að þessu sinni búin að festa sig í sessi, það er engin spurning og ef allt gengur samkvæmt áætlun munu tvær, leiknar myndir sem eru í smíðum hjá meistara James Cameron (Titanic), festa tæknina enn frekar í sessi. Töfrar nýju stafrænu þrívíddarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.