Morgunblaðið - 10.02.2009, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
39. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
MENNING
MAGNAÐ AÐ SJÁ
METROPOLITAN BEINT
ÍÞRÓTTIR
FARIN AÐ ÞJÁLFA
ARFTAKA SÍNA
mbl.is95
ára
DALAI Lama, andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíb-
eta, er væntanlegur í sína fyrstu heimsókn til Íslands
dagana 1. til 3. júní næstkomandi. Dalai Lama, sem
hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels, mun halda fyr-
irlestur í Laugardalshöll 2. júní um lífsgildi, viðhorf
og leiðir til lífshamingju, ásamt því að svara fyr-
irspurnum gesta.
Félagið Dalai Lama á Íslandi stendur fyrir heim-
sókninni og hefur annast undirbúning hennar und-
anfarin ár. „Heimsóknin er alfarið á vegum nokkurra
einstaklinga sem hafa áhuga á að fá Dalai Lama hing-
að, “ segir Þórhalla Björnsdóttir, einn félagsmanna.
Hún segir fyrri ríkisstjórn hafa vitað af heimsókninni
og að ný stjórn verði látin vita. Leiðtogi Tíbeta hefur
heimsótt fjölda landa undanfarna áratugi sem gestur
trúfélaga, ríkisstjórna eða í boði einkaaðila, að því er
segir í tilkynningu frá félaginu. ingibjorg@mbl.is
Dalai Lama kemur til Íslands
Reuters
Leiðtogi Dalai Lama kemur til Íslands í júní í sumar.
JÓHANNA Sigurðardóttir sat kankvís í stóli forsætisráðherra í þingsölum
í gær þegar forveri hennar í embættinu, Geir H. Haarde, lagði leið sína í
ræðustól sem þingmaður. Beindi Geir fyrirspurn til Jóhönnu um ráðningar
í bankaráð. Miklar umræður urðu einnig á Alþingi um málefni Seðlabank-
ans og hvort IMF hefði gert athugasemdir við frumvarp Jóhönnu. | 6 og 9
Hlutverkaskipti í þingsölum
Morgunblaðið/Golli
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins er
búist við því að sjóðfélagar hjá Lífeyrissjóði
verzlunarmanna muni taka á sig um tíu pró-
senta lækkun.
Sé miðað við lífeyrisþega sem hóf greiðslur í
sjóðinn um 25 ára aldur, er með 200 þúsund
krónur á mánuði að jafnaði fram að 67 ára
aldri og kaupmáttaraukning tvö prósent á ári
fram að lífeyristöku, má ætla að greiðslur til
hans skerðist um tæplega nítján þúsund krón-
ur á mánuði. Lífeyrisgreiðslur hans munu
þannig lækka úr tæpum 189 þúsund krónum í
um 170 þúsund krónur.
Munar mjög um tíu prósent
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
LÍFEYRISRÉTTINDI munu
skerðast um fimm til tíu prósent að
jafnaði á þessu ári vegna banka-
hrunsins í október, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Mismunandi
er eftir sjóðum hvort skerðing mun
eiga sér stað. Lífeyrissjóður opin-
berra starfsmanna og sjóðir sveitar-
félaga munu til að mynda ekkert
þurfa að skerða en flestir þeirra
sjóða sem starfa á almennum vinnu-
markaði munu þurfa að gera það.
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna
funduðu með Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráðherra og öðrum ráð-
herrum í Stjórnarráðinu klukkan
hálfsex á sunnudag.
Hafa áhyggjur af útgreiðslu
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða,
segir þá ætlun stjórnvalda að opna
fyrir viðbótarlífeyrissparnað fólks
einnig hafa verið rædda á fundinum.
„Við teljum að menn þurfi að stíga
varlega til jarðar og vanda sig við
þessa lagasmíð því það er betur
heima setið en af stað farið ef skuld-
arar verða í sömu sporum að ári og í
ofanálag búnir að glata viðbótarlíf-
eyrissparnaði sínum, sem er ekki að-
fararhæfur í dag.“
Lífeyrissjóðirnir höfðu óskað eftir
fundinum með nýju ríkisstjórninni
til að ræða uppgjör á framvirkum
gengissamningum sem þeir höfðu
gert við föllnu bankana þrjá.
Samtals var virði samninganna
um 67 milljarðar króna þegar bank-
arnir féllu en þá var gengisvísitalan
175. Hún er nú 193 og því ljóst að tap
lífeyrissjóðanna myndi aukast tölu-
vert ef gert yrði upp á því gengi.
Hrafn segir að sjóðirnir vilji reyna
að gera málið upp utan dómstóla.
„Þessi mál eru nú í sérstakri skoðun
í viðskipta- og fjármálaráðuneytinu.
Það er ljóst að það eru margir í okk-
ar röðum sem halda því fram að
markaðsbrestur hafi átt sér stað og
vilja því ekki gera upp þessa samn-
inga. En við erum tilbúnir að gera
það á genginu 175 til þess að forðast
málaferli.“
Skerða lífeyri
um allt að 10%
Fer eftir lífeyrissjóðum hvort nauð-
synlegt verður að skerða greiðslur
Í HNOTSKURN
»Hrafn Magnússon og Arn-ar Sigurmundsson, for-
svarsmenn Landssambands
lífeyrissjóða, sátu fundinn
ásamt framkvæmdastjórum
þriggja stærstu lífeyrissjóða
landsins.
»Fyrir hönd ríkisins sátuforsætis-, viðskipta-, fjár-
mála- og utanríkisráðherra
fundinn auk ráðuneytisstjóra.
ELUANA
Englaro, 38 ára
kona sem hafði
verið í dái í 17 ár,
dó í gær þegar
þing Ítalíu bjó
sig undir að
greiða atkvæði
um neyðarlög til
að hindra líkn-
ardráp hennar.
Silvio Berlusconi forsætisráð-
herra kallaði þingið saman til að
samþykkja lög sem kæmu í veg fyr-
ir að læknar og fjölskylda kon-
unnar gætu hjálpað henni að deyja.
Mál hennar vakti mikla umræðu um
líknardráp og Berlusconi var sak-
aður um að notfæra sér það í póli-
tískum tilgangi.
Dó með umdeildri aðstoð
lækna eftir sautján ár í dái
Eluana Englaro
„VIÐ hyggj-
umst lýsa upp
garðana hérna
og fá eins konar
vonarljós inn í
ástandið í sam-
félaginu,“ segir
Sverrir Guð-
jónsson tónlist-
armaður. Hann
býr í Grjótaþorp-
inu en sjónum verður beint að því á
Vetrarhátíð sem hefst í Reykjavík á
föstudagskvöldið og er jafnframt
Safnanótt í ár. Með aðstoð lýsingar,
hljóða, kvikmynda og leiklistar er
ætlunin að þoka Grjótaþorpi aftur
til 19. aldar eina kvöldstund.
„Hér skýtur upp kollinum fólk úr
fortíðinni, í gömlum búningum.
Gamli brunnurinn, þar sem allar
sögurnar spruttu fram og bárust
um bæinn, er hér við Aðalstræti og
vatnsberinn mætir á staðinn,“ segir
Sverrir. Á dagskrá Vetrarhátíðar
verður á annað hundrað viðburða,
víðs vegar um borgina. »28
Inn í 19. öldina í Grjóta-
þorpinu á Vetrarhátíð
Sverrir Guðjónsson
Grindvíkingar stöðvuðu sig-
urgöngu körfuknattleiksliðs KR í
gær með 91:80-sigri í úrvalsdeild
karla. KR hafði fyrir leikinn unnið
fyrstu 16 leikina í Iceland Express-
deildinni. Að auki hafði liðið unnið
8 leiki í báðum bikarkeppnum KKÍ.
KR leikur til úrslita um Subway-
bikar KKÍ um næstu helgi gegn
Stjörnunni og í þeirri keppni hefur
KR unnið 4 leiki en liðið sigraði í
Powerade-bikarnum. »Íþróttir
Grindavík stöðvaði KR
ÞINGFLOKKAR Samfylkingar,
Vinstri grænna og Framsóknar-
flokksins telja að setja eigi reglur
eða lög sem skuldbindi alþingismenn
til að gefa upplýsingar um fjárhags-
lega hagsmuni sína og önnur hags-
munatengsl. Þar með er meirihluti
Alþingis fylgjandi slíkum breyt-
ingum.
Þessi afstaða flokkanna kemur
fram í umsögnum þeirra um drög að
reglum um skráningu fyrrnefndra
upplýsinga sem forsætisnefnd Al-
þingis sendi flokkunum.
Í drögum forsætisnefndar, sem
byggjast að mestu á reglum sem
gilda í danska þinginu, er gert ráð
fyrir að alþingismönnum verði í
sjálfsvald sett hvort þeir veita þess-
ar upplýsingar. Þingflokkur sjálf-
stæðismanna gerði fáar athuga-
semdir og tók fram að alþingismenn
gætu ráðið því sjálfir hvort þeir
veittu upplýsingar um fjárhag sinn.
Athugasemdir VG lutu m.a. að því
að þingmönnum yrði skylt að geta
um fasteignir, aðrar en heimili og
landeignir. | 12
Vilja upplýsinga-
skyldu á Alþingi