Morgunblaðið - 10.02.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞRÁTT fyrir hálfkláraða vinnuað-
stöðu kynnti sérstakur saksóknari,
Ólafur Þór Hauksson, embætti sitt í
gærdag. Um leið var tekið í gagnið
nýtt vefsvæði saksóknarans. Fram-
undan er að rannsaka grun um refsi-
verða háttsemi í aðdraganda,
tengslum við og í kjölfar banka-
hrunsins svonefnda. Þegar hafa bor-
ist nokkrar ábendingar og gera má
því skóna að þeim fjölgi mikið á
næstu dögum og vikum.
Ólafur kynnti einnig til leiks
starfsmenn embættisins. Fjórir eru í
fullu starfi og Sigurður Tómas
Magnússon hæstaréttarlögmaður
sinnir lögfræðilegum ráðgjafastörf-
um í hlutastarfi. Aðrir starfsmenn
eru Grímur Grímsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn, Hólmsteinn Gauti
Sigurðsson, lögfræðingur yfirstjórn-
ar, og Sveinn Ingiberg Magnússon
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Með reynslu úr Baugsmálinu
Sigurður Tómas og Sveinn Ingi-
berg eru ekki alls ókunnugir stórum
efnahagsmálum. Báðir tengjast þeir
Baugsmálinu. Sveinn Ingiberg vann
við rannsókn málsins og Sigurð
Tómas þekkja flestir sem settan sak-
sóknara í hluta málsins.
Embættið hefur verið starfrækt í
eina viku. Á þeim tíma hafa starfs-
menn verið að átta sig á heild-
armyndinni og sett sig í samband við
sína samstarfsaðila.
Í gærmorgun var m.a. langur
fundur með rannsóknarnefnd Al-
þingis. Þeirri nefnd var komið á fót
til að rannsaka aðdraganda og orsak-
ir falls íslensku bankanna 2008 og
tengda atburði. Á næstu dögum
verður svo fundað með Fjármálaeft-
irlitinu. Ólafur gerir ráð fyrir að þar
liggi lykilupplýsingar fyrir þá vinnu
sem embættið er að ráðast í.
Rannsóknar- og ákæruheimildir
embættisins taka til efnahags-, auðg-
unar- og skattabrota. Að sögn Ólafs
á enn eftir að meta sérstaklega
hvaða mál það eru sem tengjast
bankahruninu, s.s. með tilliti til þess
hvaða mál embættið rannsakar og
hvaða mál falla undir önnur embætti.
„En skattrannsóknarstjóri og Fjár-
málaeftirlitið munu fyrst og fremst
rannsaka þau mál sem snúa að
þeirra sérsviði. Ef málin eru þannig
vaxin að þau skuli sæta ákæru af
hálfu ákæruvaldsins þá reikna ég
með að þessar stofnanir vísi málum
sínum til okkar. Ef þau tengjast
bankahruninu,“ segir Ólafur.
Fær upplýsingar víða að
Hinn sérstaki saksóknari getur
óskað eftir upplýsingum um stöðu
mála sem eru til meðferðar hjá
skattrannsóknarstjóra, Fjármálaeft-
irlitinu, Samkeppniseftirlitinu og
öðrum réttarvörslu- og eftirlitsstofn-
unum.
Með þessu móti er honum veittur
kostur á að koma fyrr að málum og
koma á framfæri afstöðu til þess
hvort mál eigi að fara til opinberrar
meðferðar.
Starfsemin á fullt
Embætti sérstaks saksóknara hefur verið starfandi í viku
Uppljóstrarar sleppa við ákæru ef þeir uppfylla skilyrði
NÝLUNDA í réttarkerfinu á Íslandi og á Norðurlöndunum öllum er
ákvæði um uppljóstrara sem finna má í lögum um sérstakan saksóknara.
Ríkissaksóknara er heimilt að ákveða, að uppfylltum skilyrðum og rök-
studdri tillögu frá sérstaka saksóknaranum, að sá sem hefur frumkvæði að
því að láta lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar eða gögn, sæti ekki
ákæru þótt upplýsingarnar eða gögnin leiði líkur að broti hans sjálfs.
Skilyrðin eru þröng en m.a. verður að vera fyrirséð að sök þess sem gef-
ur upplýsingar sé mun minni en sök þess eða þeirra sem upplýsingarnar
beinast gegn. Einnig verður að teljast líklegt að gögnin eða upplýsing-
arnar geti leitt til rannsóknar eða sönnunar á broti eða séu mikilvæg við-
bót við fyrirliggjandi sönnunargögn.
Heimild fyrir uppljóstrara
Morgunblaðið/Golli
Fimm manna herdeild Sigurður Tómas Magnússon, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, Ólafur Þór Hauksson, Sveinn
Ingiberg Magnússon og Grímur Grímsson rannsaka grun um refsiverða háttsemi í tenglsum við bankahrunið.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
Í LÖNGU viðtali, sem birtist í vef-
útgáfu tímaritsins Condé Nast Port-
folio, segist Dorrit Moussaieff for-
setafrú lengi hafa varað við
bankahruninu.
„Maðurinn minn mun hata mig
fyrir að segja þetta, en ég er 59 ára,
og hef þrisvar sinnum upplifað stór-
ar fjármálakreppur,“ hefur blaða-
maðurinn Joshua Hammer eftir
Dorrit en hann snæddi kvöldverð
með forsetahjónunum á Bessastöð-
um í desember þar sem boðið var
upp á laxafrauð, lambakjöt og til-
heyrandi veigar.
,,Ég hef tekið þátt í viðskiptum frá
14 ára aldri og ég veit hvenær eitt-
hvað er of gott til að vera satt. Ég sá
hversu hratt allir bankarnir stækk-
uðu, hverjum þeir lánuðu fé og ég
gerði mér grein fyrir þeirri miklu
áhættu sem þeir tóku,“ heldur Dor-
rit áfram í viðtalinu.
Þegar Dorrit kveðst hafa varað
við þessu í hvert skipti sem bankar
voru opnaðir á undanförnum árum
segir blaðamaðurinn að forsetinn
hafi ekið sér í sætinu.
„Já, en Dorrit, þú mátt ekki láta
hafa þetta eftir þér.“
„Hver segir það?“ spyr hún.
„Ég geri það. Það er alveg á
hreinu.“
Blaðamaðurinn segir að tveimur
dögum seinna hafi Dorrit hringt í
hann og sagt að hann gæti notað allt
það sem eiginmaður hennar hefði
ekki viljað að haft væri eftir henni.
Í viðtalinu er meðal annars haft
eftir forseta Íslands að Íslendingar
muni án efa upplifa erfiða tíma.
„Þúsundir munu líklega missa
heimili sitt,“ segir forsetinn.
Þú getur ekki sagt þetta
Þessu er Dorrit ósammála. „Fyr-
irgefðu, elskan, en ég er ekki sam-
mála þér. Það munu engir missa
húsin sín. Hvernig er hægt að missa
hús í landi þar sem húsin eru tvöfalt
fleiri en manneskjurnar?“
„Dorrit, þú getur ekki sagt þetta,“
segir forsetinn. Í viðtalinu eru orða-
skiptin rakin áfram.
Mótmælunum á Austurvelli eru
gerð skil í viðtalinu. Blaðamaðurinn
hefur það eftir Dorrit að hana hafi
langað mikið til þess að fara á vett-
vang mótmælanna. „En maðurinn
minn leyfir mér það ekki. Ég er eins
og eiginkona araba.“
Deilu íslenskra og breskra yf-
irvalda ber á góma. Blaðamaðurinn
segir Dorrit fylgjast vel með málinu
og að fyrir dyrum hafi staðið óform-
legur fundur hennar og fulltrúa ís-
lenskra yfirvalda í London um
hvernig standa skuli gegn kröfum
breskra yfirvalda um að Íslendingar
beri ábyrgð á tapi breskra sparifjár-
eigenda.
Örnólfur Thorsson forsetaritari
kveðst ekki þekkja til þessara funda.
Dorrit og Ólafur
Ragnar takast á
um bankahrunið
Orðaskiptin rakin í tímaritsviðtali
Morgunblaðið/Eggert
Forsetahjónin Dorrit kveðst hafa
varað við efnahagshruninu.
Í HNOTSKURN
»Blaðamaður tímaritsinsCondé Nast Portfolio, Jos-
hua Hammer, fjallar um heim-
sókn sína til Bessastaða, upp-
runa og feril forsetahjónanna,
ástir þeirra og erjur.
»Deila breskra og íslenskrayfirvalda er einnig reifuð
auk þess sem fjallað er um
efnahagsástandið á Íslandi og
mótmælin vegna þess.
VEGNA lækkunar á heimsmarkaðs-
verði á dísilolíu síðustu daga hafa
Bensínorkan, Skeljungur, Atlants-
olía og N1 ákveðið að lækka verð á
henni um 5 krónur. Almennt verð á
dísil er eftir breytingu 159,10 krónur
lítrinn hjá Orkunni, 162,80 krónur
hjá Skeljungi, 159,20 krónur hjá Atl-
antsolíu og 162,8 krónur hjá N1.
Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar,
innkaupastjóra N1, skýrist lækkun-
in á heimsmarkaðsverði fyrst og
fremst af minni eftirspurn í kjölfar
efnahagslægðarinnar á heimsvísu.
Einnig vinni það með neytendum að
ekki hafi borið á vetrarhörkum í
Bandaríkjunum.
Spurður um breytingar á bensín-
verði segir Magnús heimsmarkaðs-
verð á bensíni hafa verið á leiðinni
upp að undanförnu, hafi t.d. hækkað
um meira en 40% frá áramótun, en
styrking íslensku krónunnar síðustu
daga hafi gert það að verkum að
hækkunin á heimsmarkaðsverði hafi
ekki skilað sér út í verðlagninguna
hérlendis. Beðinn að spá um
verðþróun næstu vikna segist Magn-
ús eiga von á stöðugu verði.
Lækkun rakin til minni eftirspurnar
Verð á dísilolíu lækkar
um 5 krónur hérlendis
! " #$%%%
&'
&
EVRÓPUSAMTÖK smáfyrirtækja
(ESBA) hvetja ríkisstjórnir Íslands
og Bretlands til að íhuga með
hvaða hætti ákvarðanir þeirra geti
skaðað smáfyrirtæki. Þá eru að-
gerðir Breta gagnvart Íslendingum
harmaðar. Í tilkynningu samtak-
anna segir að þær harkalegu að-
gerðir sem bresk stjórnvöld gripu
til gagnvart Íslandi þann 8. október
sl. hafi skapað alvarleg vandamál.
Harma fram-
komu Breta
VEGNA umfjöllunar um auglýs-
ingu á stöðu bankastjóra Nýja
Landsbankans sendi bankaráðið frá
sér yfirlýsingu í gær þar sem kem-
ur fram að ráðið muni auglýsa eftir
nýjum bankastjóra eins fljótt og að-
stæður leyfa og með hliðsjón af því
hvenær efnahagsreikningur bank-
ans liggur fyrir. Ásmundur Stef-
ánsson var ráðinn tímabundið til að
gegna stöðunni.
Staðan aug-
lýst fljótlega
TENGLAR
..............................................
www.serstakursaksoknari.is
TÍMAMÓTAÁFANGI náðist í bar-
áttu NASF, verndarsjóðs villtra
laxastofna, á fundi hjá sjávarút-
vegsnefnd rússnesku dúmunnar í
Moskvu fyrir helgi. Þar féllust
Norðmenn á tillögur formanns sam-
takanna, Orra Vigfússonar, þess
efnis að alþjóðaleikreglur í um-
gengni við villta laxa eigi að ráða og
hafa Norðmenn í kjölfarið boðið
Rússum, Finnum og Svíum til við-
ræðna í Osló 26. febrúar nk. um til-
högun reglna.
„Þetta er gríðarlega mikilvægt
skref. Vonandi verður þetta upphaf-
ið af endalokum netaveiða á laxi,“
segir Orri sem hefur á seinustu ár-
um deilt hart á veiðireglur á villtum
laxi í Noregi, sérstaklega í norður-
héruðum nálægt landamærum
Rússlands og Finnlands. Á fund-
inum í Moskvu gerði Orri sjáv-
arútvegsnefndinni grein fyrir
möguleikum þeirra í stöðunni m.a.
með friðunar-
svæðum, banni
við tilteknum
veiðivélum, fjölda
lagna og atriða
er miða að eft-
irliti og löggæslu.
Orri hefur bent
Rússum, Svíum
og Finnum á að
hlutfallsleg aukn-
ing hafi orðið á laxveiðum Norð-
manna á viðkvæmum svæðum.
Þannig sé nú meiri en helmingur af
heildarveiði í net í Noregi á strand-
svæðum í Finnmörku og þar hafi
fundist aukinn fjöldi ókynþroska
laxa sem bendi til þess að laxinn sé
upprunnin í Tanaánni í Finnlandi
og stóru rússnesku ánum á Kola-
skaganum. Orri segist gera sér
vonir um að á næstu tveimur árum
takist að uppræta algjörlega neta-
veiðar á laxi.
Tímamótaáfangi
í baráttu NASF
Orri Vigfússon