Morgunblaðið - 10.02.2009, Side 8

Morgunblaðið - 10.02.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „MAÐURINN minn var reyndar ekki búinn að missa vinnuna. Hann var ekki kominn á atvinnuleysisskrá en það hefði styst í það úr því sem komið er, því það er að fjara út öll vinna,“ segir Guðborg Eyjólfsdóttir bókari um þá ákvörðun eiginmanns síns, Guðmundar Kristmundssonar, pípulagningamanns hjá Vatnsafli og tveggja barna föður, að hefja tíma- bundið störf í Ósló. „Það var byrjað að segja upp mönnum í hans fyrirtæki strax í október. Við erum með erlend lán og hugsuðum að ef allt færi til fjandans myndum við fara úr landi. Svo var haft samband við vinnuveitanda hans og hann beðinn að lána tvo menn til Noregs. Þeir fóru tveir í morgun [í gærmorgun]. Þeim bjóð- ast fín laun, fæði og frítt húsnæði. Mér skilst að ef hann tekur launin sín út í íslenskum krónum úti fái hann miklu meira fyrir vinnuna. Ég held að norska krónan séu 22 ís- lenskar krónur þarna úti, en um 16 krónur hér.“ Fjölskyldan veit á þessari stundu ekki hversu lengi Guðmundur mun þurfa að vera frá fjölskyldunni. „Ég veit það ekki. Ég vona sem styst. Maður vonar að þetta ástand hér fari að lagast og maður geti farið að lifa þokkalegu lífi.“ Innt eftir þýðingu starfsins fyrir heimilisbókhaldið segir Guðborg að það hafi mikið að segja, fjölskyldan hafi tekið erlend lán til að fjármagna fasteigna- og bílakaup og því komi norskar krónur sér vel nú. „Mikill ágangur Íslendinga“ Fjallað var um straum Íslendinga í atvinnuleit til Noregs í dagblaðinu Aftenposten í gær, undir fyrirsögn- inni „Nýju Pólverjarnir“. „Það er mikill ágangur Íslendinga sem óska eftir vinnu í Noregi núna,“ hefur blaðið eftir ráðgjafa hjá atvinnumiðl- uninni Nav Eures. Ræðir blaðið við tvær íslenskar konur, Ingunni Pétursdóttur og Guðbjörgu Jónsdóttur, sem hyggj- ast báðar ráða sig sem flutningabíl- stjóra í Noregi, eftir að hafa misst vinnuna í niðursveiflunni í haust. Bjargar fjárhagnum  Íslenskur fjölskyldufaðir sækir vinnu til Óslóar  Heima hverja fimmtu viku  Íslendingar sagðir „nýju Pólverjarnir“ í viðtali í dagblaðinu Aftenposten Í HNOTSKURN »Vinnutilhögun Guð-mundar Kristmundssonar verður þannig að hann starfar í fjórar vikur og kemur svo í eina viku heim til Íslands, áður en hann heldur aftur utan. »Til að létta undir með Guð-mundi og íslenskum félaga hans greiðir norska fyrirtækið 25.000 krónur á mánuði upp í ferðakostnað þeirra. »Eftirspurn er sögð veraeftir íslenskum iðnaðar- mönnum í Noregi. Hjón Guðmundur og Guðborg. HANN vissi hvar hann átti að leita fanga þessi bústni þröstur og þess vegna tyllti hann sér á rekkverk við Bæjarins bestu í Tryggvagötunni. Þar beið hann hinn rólegasti og hefur vafalaust fengið eitthvað gott í gogginn áður en yfir lauk. Þrösturinn eða vorboðinn ljúfi eins og Jónas kallaði hann er raunar farfugl og flestir leita þeir suður á bóginn á veturna. Aðrir hafa hér vetursetu, tilbúnir að fagna vorinu. Beðið eftir krásinni við Bæjarins bestu Morgunblaðið/Heiddi Eftir Andra Karl andri@mbl.is BREYTINGAR á reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi tóku gildi um síðustu mánaðamót. Lúta þær einvörðungu að punktakerfinu og eru gerðar nokkrar til- slakanir. Engin brot eru lengur metin til fjögurra punkta. Að sögn upplýsingafulltrúa samgöngu- ráðuneytisins eru breytingarnar m.a. gerðar vegna gagnrýni á of mikla hörku gagnvart ökumönnum með bráðabirgðaskírteini. Í umferðarlögum segir að banna skuli ökumanni með bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn að aka hafi hann fengið fjóra punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferð- arlagabrota. Akstursbannið gildir þar til byrjandinn hef- ur sótt sérstakt námskeið og staðist ökupróf að nýju. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi samgöngu- ráðuneytisins, segir það hafa verið gagnrýnt að ungir ökumenn þurfi að endurtaka ökupróf fyrir að brjóta einu sinni af sér, s.s. ef þeir aka gegn rauðu ljósi. „Með því að fækka punktum hafa þeir ökumenn alla vega þennan séns að gera einhver mistök.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferð- ardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að innan deildarinnar hafi þessar breytingar verið metnar eðlileg- ar. Gerðar hafa verið ráðstafanir innan lögreglunnar vegna breytinganna. Fyrir að aka gegn rauðu ljósi fær ökumaður tvo punkta í staða fjögurra. Þá er hámarksfjöldi punkta vegna hraðaksturs einnig þrír punktar í stað fjögurra. Tilslökun í punktakerfinu Morgunblaðið/Júlíus Tékk Lögregla athugar með ástand ungra ökumanna. ÁFORM um olíuhreinsistöð í Arn- arfirði eru í biðstöðu í augnablikinu vegna óvissu sem skapast hefur vegna heimskreppunnar, að sögn Ragnars Jörundssonar, bæjarstjóra Vesturbyggðar. Eins og fram hefur komið í fréttum standa rússnesk stórfyr- irtæki að baki framkvæmdinni og hefur fyr- irtækið Íslenskur hátækniiðnaður komið fram fyrir þeirra hönd á Ís- landi. Ragnar segir að Vesturbyggð sé í góðu sambandi við Íslenskan há- tækniiðnað. Það sé langt í frá að búið sé að slá áformin út af borðinu. Menn vilji sjá hvernig heimskreppan þróist áður en næstu skref verði stigin. Það sé skiljanlegt, því um sé að ræða fram- kvæmd sem kosta mun fjóra milljarða dollara, eða rúmlega 400 milljarða ís- lenskra króna. Þá hafi það vissulega haft áhrif hve olíuverð hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum. Að sögn Ragnars er búið að fram- kvæma grunnrannsóknir í Hvestudal og ekkert verði í veginum fyrir því að setja framkvæmdina í umhverfismat þegar grænt ljós verður gefið. sisi@mbl.is Olíu- hreinsi- stöð í bið Ragnar Jörundsson Heimskreppan hefur áhrif í Hvestudal KATRÍN Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur skipað nýja full- trúa í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, til næstu tveggja ára. Er Haraldur Guðni Eiðsson for- maður stjórnarinnar. Varamaður Haralds er Halldór Grönvold. Aðrir í stjórninni eru Auð- ur Lilja Erlingsdóttir varaformaður, varamaður hennar er Sæunn Stef- ánsdóttir; Finnur Friðriksson, vara- maður hans er Silja Bára Ómars- dóttir; og Eyja Margrét Brynjarsdóttir en varamaður henn- ar er Sigurður Haraldsson. Áfram sitja í stjórn lánasjóðsins: Bergur Sigurjónsson, varamaður hans er Agnar Burgess; Ásgeir Þór- arinn Ingvarsson, varamaður er Hjördís Jónsdóttir; Rakel Lind Hauksdóttir, sem er með Ásu Dóru Finnbogadóttur sem varamann; og Sindri Rafn Þrastarson, varamaður hans er Sindri Snær Einarsson. Skipuð ný stjórn LÍN Sæktu um núna á n1.is -5kr. / -15%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.