Morgunblaðið - 10.02.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
Mönnum hættir til að gleyma aðfæst orð bera minnsta ábyrgð.
Í umræðum umlög um Seðla-
banka 2001 sagði
Jóhanna Sigurð-
ardóttir: „Þetta
getur varla þýtt
annað á mæltu
máli en að ef
bankastjórinn
fer ekki í einu og
öllu eftir því sem
forsætisráðherra
segir eigi hann á hættu að vera lát-
inn fjúka. Eðlilegri stjórn-
sýsluhættir væru að bankaráðið
réði sjálft einn bankastjóra sem
ábyrgð bæri gagnvart bankaráði,
sem gæti þá látið hann fara ef hann
væri ekki starfinu vaxinn, frekar en
að hann sé háður duttlungum og
geðþóttaákvörðunum ráðherra á
hverjum tíma.“
Davíð Oddssonsendi Sverri
Hermannssyni,
þá bankastjóra
Landsbankans,
bréf 1996 þar
sem bankinn
lækkaði ekki
vexti í samræmi
við óskir rík-
isstjórnarinnar:
„Mér finnst þú
fara offari. Ég gæti belgt mig út og
sagt að þessir snillingar í Lands-
bankanum hafi tapað 11 þúsund
milljónum á síðustu árum og þyrftu
því að vaxtapína landið. Þeir tækju
ekki eftir því þegar strákur á
þeirra snærum týndi fyrir þeim 900
milljónum!! – og viðskiptavinum
væri vafningalaust sendur reikn-
ingur. Þetta mun ég ekki segja, en
ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið
gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er
það endanlegt dæmi þess að þið vit-
ið ekki hvað þið eruð að gera og þá
mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn
grunar að menn komi að bankanum
sem viti hvað þeir eru að gera. Ég
vil fá svar frá þér – annað en skæt-
ing í fjölmiðlum – strax – því ég
mun ekki sitja lengur kyrr.“
Davíð
Oddsson
Sjálfstæði bankastjóra
Jóhanna
Sigurðardóttir
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!! " "#$"
$
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
! " "#$"
$
'
#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$ $&
%$ $ &$ &$ &$ &$ &$ %$ %$ %$ %$
*$BC
!
*!
$$B *!
( )
*"
")"'
+
<2
<! <2
<! <2
(*!
",
!-". !/
8-D
<7
"#$
$ %
&
'(
<
)
' *+
$
,
-
.#
,$
/
/
0 1
01 " "22! " "3' ",
!
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
ÍSLAND tekur þátt í Heimssýningunni í
Shanghai í Kína árið 2010. Þátttaka Íslands er
samstarfsverkefni fyrirtækja og hins opinbera.
Tekinn hefur verið á leigu 500 fermetra sýning-
arskáli sem verður á svæði með hinum Norð-
urlandaþjóðunum. Framkvæmdasýsla ríkisins
fyrir hönd utanríkisráðuneytisins óskaði eftir
hugmyndum um útfærslu á innanhússskipulagi
og sýningu í skálanum með áherslu á sýning-
arhlutann. Lögð var áhersla á að þeir sem legðu
inn tillögur hefðu víðtæka reynslu af hönnun sýn-
inga.
Alls sendu nítján aðilar inn gögn til skoðunar.
Þriggja manna valnefnd fór yfir öll innsend gögn
og flokkaði þau í samræmi við þær áherslur sem
settar voru fram í lýsingu. Niðurstaða valnefnd-
arinnar var að sex tillögur skyldu teknar til nán-
ari skoðunar hjá framkvæmdastjórninni.
Aðilar sem stóðu að tillögunum sex voru: Árni
Páll Jóhannsson, hönnuður tillögu ásamt hópi
einstaklinga á ólíkum sviðum; Hrafnkell Birg-
isson og Theresa Himmer; Kjartan P. Sigurðsson
og Heng Shi; List og saga, Björn G. Björnsson
ásamt samstarfsaðilum og ráðgjöfum; Plúsarki-
tektar, SagaFilm og SagaEvents og loks TARK
teiknistofan efh. og Bysted ehf. Framkvæmda-
stjórn EXPO 2010 fundaði með valnefndinni, fékk
útskýringar og fór nánar yfir tillögurnar sex.
Að lokinni þeirri yfirferð var það niðurstaða
framkvæmdastjórnarinnar að óska eftir frekari
kynningu frá eftirtöldum tillöguhöfundum: Árna
Páli Jóhannssyni, hönnuði tillögu, ásamt hópi ein-
staklinga á ólíkum sviðum; List og sögu, Birni G.
Björnssyni ásamt samstarfsaðilum og ráðgjöfum;
Plúsarkitektum, SagaFilm og SagaEvents.
sisi@mbl.is
Þrjár tillögur komnar í lokaúrslit
Ísland verður með 500 fermetra sýningarskála á Expo 2010 í Kína
Í MORGUNBLAÐINU þann 7.
febrúar sl. birtist grein undir yf-
irskriftinni „Karpað um íbúðir í Kö-
ben“ þar sem nokkrir af kaupendum
íbúða í Kaupmannahöfn árið 2007
sögðu farir sínar ekki sléttar. Í ljósi
fréttarinnar vilja forsvarsmenn
Stórhúsa koma nokkrum stað-
reyndum á framfæri:
„Í kaupsamningum kaupenda og
fylgiskjölum þeirra er skýrt tekið
fram hverjir aðstandendur verkefn-
isins eru og að sömu aðiliar taki þátt
í söluferli hótelíbúðanna. Þetta hefur
varla farið fram hjá nokkrum þeim
sem kannaði sölugögnin.
Öllu tali um ólögmæta gjaldtöku í
söluferlisins er harðlega vísað á bug.
Á skrifstofu aðstandanda verkefn-
isins liggja fyrir drög að leigusamn-
ingi við sterkan leigutaka. Þennan
samning geta allir hlutaðeigandi að-
ilar kynnt sér til hlítar, sé vilji fyrir
hendi, og tekið í kjölfarið upplýsta
afstöðu til þess hvort fjárfestingin
komi til með að vera arðsöm.
Kaupendur þeir, er tilgreindir
voru í grein Morgunblaðsins, virðast
hafa misskilið upplýsingar um sölu-
ferlið og þinglýsingar í kjölfar þess.
Þegar íbúðirnar verða afhentar í maí
n.k. munu kaupendur geta þinglýst
eignum sínum á sitt nafn.
Skattalegt hagræði réð för þegar
sumir kaupendur stofnuðu danskt
einkahlutafélag, sem síðar verður
skrásett sem eigandi íbúðarinnar.
Margir fjárfestar og fasteigna-
kaupendur hafa orðið illilega fyrir
barðinu á veikingu krónunnar og
bankahruninu í kjölfarið. Það er því
engin tilviljun að framangreindir að-
ilar hafa lagt á sig mikið erfiði til
þess að losna undan þeim kaup-
samningum sem þeir undirrituðu ár-
ið 2007. Ljóst er að gengishrun krón-
unnar þýðir að greiðsla útborgunar
vegna þessara íbúða mun hækka
umtalsvert í íslenskum krónum talið.
Forsvarsmönnum Stórhúsa þykir
miður hvernig gæfa okkar Íslend-
inga hefur snúist undanfarin miss-
eri, en munu að sjálfsögðu heiðra
sinn hluta samkomulagsins... Samn-
ingar skulu standa.“
Samningar um
Stórhús standi
Morgunblaðið/Steinþór