Morgunblaðið - 10.02.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SAMKVÆMT drögum forsætis-
nefndar að reglum um að þingmenn
veiti upplýsingar um eignir sínar og
fjárhagstengsl er gert ráð fyrir að
þingmönnum verði í sjálfsvald sett
hvort þeir veiti þessar upplýsingar
en svo virðist sem meirihluti gæti
verið fyrir því á Alþingi að þing-
mönnum yrði gert skylt að veita
þessar upplýsingar. Slíkt verður þó
aðeins gert með lagasetningu.
Drög forsætisnefndar byggjast á
reglum danska þingsins og sam-
kvæmt upplýsingum frá skrifstofu
Alþingis er raunin sú að danskir
þingmenn birta þessar upplýsingar
þótt þeir séu ekki skyldugir til þess.
Forsætisnefnd Alþingis sendi
drögin til þingflokkanna vorið 2007
en heimtur voru það rýrar að ástæða
þótti til að minna flokkana aftur á
málið í haust. Samkvæmt upplýsing-
um frá skrifstofu Alþingis er tölu-
vert liðið síðan framsóknarmenn og
vinstri grænir svöruðu og í gær
barst síðan svar frá Samfylkingunni
og Sjálfstæðisflokknum. Að sögn
Jóns Magnússonar, sem var formað-
ur þingflokks Frjálslynda flokksins
þar til í gær, hefur flokkurinn einnig
sent sitt svar til forsætisnefndar.
Vilja ljúka málinu
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
gerði aðeins smávægilegar athuga-
semdir við tillögu forsætisnefndar
og segir í sinni umsögn að eðlilegt sé
að reglurnar séu valfrjálsar. Í um-
ræðu um málið árið 2005 bentu sum-
ir sjálfstæðismenn einnig á að það
væri ekki síður mikilvægt að gera
grein fyrir skuldastöðu en ekki er
gert ráð fyrir slíku í þeim drögum
sem nú liggja fyrir.
Samkvæmt upplýsingum frá þing-
flokkum Samfylkingarinnar, Vinstri
grænna og Framsóknarflokksins
telja þingmenn þessara flokka að
ástæða sé til að skuldbinda alþing-
ismenn til að veita umræddar upp-
lýsingar, ekki sé nægjanlegt að regl-
urnar séu valkvæðar.
Jón Magnússon sagði að hann
hefði talið að þingmenn ættu að veita
sem víðtækastar uppplýsingar en
skoða þyrfti með hvaða hætti þær
væru gerðar opinberar. Alþingi gæti
t.d. leitað í smiðju breska þingsins en
þar lægju slíkar upplýsingar hjá sér-
stökum trúnaðarmönnum. Þannig
væri gætt að því að menn kæmu ekki
að málum sem varðaði þeirra hags-
muni.
Það bíður nú forsætisnefndar og
þar með nýs forseta Alþingis að
móta tillögu sem samstaða getur
náðst um. Guðbjartur Hannesson,
forseti Alþingis, sagði að reglurnar
væru í vinnslu. „Þetta er klárlega
mál sem við viljum ljúka,“ sagði
hann.
Meirihluti fyrir upplýsingaskyldu
Í drögum að reglum um upplýsingar um eignir og fjárhag þingmanna er upplýsingagjöf valkvæð
Þingflokkar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks vilja að upplýsingagjöf verði skylda
Ein heild Með tillögu Faxaflóahafna um að efna til hugmyndasamkeppni fyrir hafnarsvæðið í heild sinni er opnað fyrir ýmsa nýja möguleika.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
STJÓRN Faxaflóahafna ætlar að
efna til hugmyndasamkeppni um
heildarskipulag Gömlu hafnarinnar
og Örfiriseyjar. Samkeppnin verður
tvískipt, annars vegar ætluð arkitekt-
um, skipulagsfræðingum og öðrum
fagaðilum sem skila inn fullunnum
teikningum ásamt hugmyndavinnu,
og hins vegar er hún opin almenningi
sem skilað getur sínum hugmyndum
jafnt í texta- sem myndformi.
Svæðið sem hugmyndasamkeppn-
in tekur til nær frá Ingólfsgarði, þ.e.
lóð Tónlistarhússins við Reykjavík-
urhöfn og vestur í Örfirisey, norðan
Kalkofnsvegar, Geirsgötu og Mýrar-
götu. Deiliskipulag er til fyrir tæpan
helming svæðisins, m.a. lóð Tónlist-
ar- og ráðstefnuhússins og hinn svo-
kallaða Mýrargötureit. Að sögn Júl-
íusar Vífils Ingvarssonar, formanns
stjórnar Faxaflóahafna og skipulags-
ráðs Reykjavíkurborgar, koma ein-
hverjar breytingar á deiliskipulagi
hins vegar vel til greina. „Við viljum
að þeir sem taka þátt í samkeppninni
leyfi sér að koma með skemmtilegar
hugmyndir sem hugsanlega nýtast í
endurskoðun á þessu svæði ef af
henni verður.“
Hluti af miðborginni
Þær breytingar hafa orðið á höfn-
inni á undanförnum áratugum að
fiskverkun og útgerð hefur færst yfir
í vestari hluta hafnarinnar en ferða-
þjónusta og uppbygging tónlistar- og
ráðstefnuhússins hefur verið í þeim
eystri. Telur Júlíus Vífill að þessi þró-
un haldi áfram. „Gamla höfnin er stór
hluti af miðborg Reykjavíkur og við
vonumst til þess að menn hafi í huga
að samhæfa gömlu höfnina miðborg-
inni.“
Þetta sé líka rétti tíminn fyrir hug-
myndasamkeppni. Mikil pressa hafi
verið frá byggingaraðilum undanfar-
in ár vegna allrar deiliskipulagsvinnu
en nú gefist tóm til að skoða hlutina af
kostgæfni. Sá áhugi sem margir hafi
sýnt því að fara í frekari landfyllingar
út frá Örfirisey sé dæmi um slíkt.
„Síðan viljum við líka leggja okkar af
mörkum til að vinna á móti atvinnu-
leysi hjá arkitektum.“ Gert er ráð
fyrir að samkeppnin skili hugmynd-
um inn í aðalskipulag sem kunni að
kalla á frekari vinnu höfunda hug-
myndanna.
Skipuleggja til framtíðar
Heildarskipulag unnið fyrir svæðið sem
taki tillit til tengsla hafnar og miðborgar
Morgunblaðið/ÞÖK
Höfnin Byggingarverktakar hafa sýnt Reykjavíkurhöfn mikinn áhuga á
undanförnum árum og m.a. verið með hugmyndir um landfyllingar.
Í HNOTSKURN
»Kostnaður vegna sam-keppninnar nemur 35-40
milljónum kr. og eru 12 millj-
ónir ætlaðar í verðlaunafé.
»Námsstefna með erlendumsérfræðingum um hafn-
arskipulag verður haldin í
Loftkasalanum 13. febrúar.
»Nánari upplýsingar er aðfinna á faxafloahafnir.is/
is/hugmyndasamkeppni.
»Niðurstöður eiga að liggjafyrir í september.
„LÍFSHÆTTIR Íslendinga hafa
trauðla breyst meira við aðra ein-
staka viðburði en tilkomu hita-
veitna og ótakmarkaðs og ódýrs
heits rennandi vatns. Þá breyttist
jafnframt aðstaða til almenns
þrifnaðar verulega og segja má að
með tilkomu hitaveitna hætti þrifn-
aður, einkum persónuleg þrif en
einnig þrif á heimilum, að vera lúx-
us forréttindahópa yfir í að verða
lífsgæði hins almenna borgara.“
Þannig segir meðal annars í
samantekt skýrslu um heitt vatn og
heilbrigði sem þær Hrefna Krist-
mannsdóttir og Sigríður Halldórs-
dóttir, prófessorar við Heilbrigð-
isvísindastofnun Háskólans á
Akureyri, unnu að beiðni Samorku.
Skýrsluhöfundar komast meðal
annars að þeirri niðurstöðu að upp-
bygging hitaveitna á Íslandi á síð-
ustu öld sé án efa sá atburður Ís-
landssögunnar sem stuðlað hafi
hvað mest að auknu heilbrigði og
lífsgæðum þjóðarinnar. Fram kem-
ur að árleg heildarlosun CO2 á Ís-
landi sé um 45% lægri en ef kynt
væri með olíu.
160 sundlaugar í rekstri
Sundlaugamenningin sem þróast
hefur á Íslandi er einstök og
hvergi í heiminum eru upphitaðar
útisundlaugar jafnalgengar og
óþekkt að almenningssundlaugar
séu reknar við eins lágt útihitastig
og hér er.
Um 160 sundlaugar eru í rekstri
á landi og langflestar hitaðar með
jarðhita. Það er hér um bil ein
sundlaug á 2000 íbúa. aij@mbl.is
Þrif hættu
að vera
forréttindi
Heita vatnið hafði
mikil áhrif á lífshætti
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu leitaði að fíkniefnum í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti í hádeg-
inu í dag.
Á undanförnum árum hefur lög-
reglan nokkrum sinnum farið þess-
ara erinda í skólann en niðurstaðan
hefur ávallt verið sú sama. Þar hafa
engin fíkniefni fundist. Fíkniefna-
leitarhundur frá tollinum var not-
aður við aðgerðina í dag.
Engin fíkni-
efni fundust
VORIÐ 2005 varð mikil umræða
um hvort alþingismenn ættu að
veita upplýsingar um eignir sínar
og hagsmunatengsl. Framsókn-
armenn biðu ekki eftir reglunum,
heldur birtu tilteknar upplýsingar
um fjárhag þingmanna á vef sín-
um. Síðan hafa nokkrir nýir þing-
menn tekið sæti á þingi fyrir Fram-
sóknarflokkinn en af einhverjum
orsökum, að öllum líkindum at-
hugunarleysi, vantar nú þessar
upplýsingar um tvo þingmenn af
sjö, þ.e. Eygló Harðardóttur og
Höskuld Þ. Þórhallsson.
Upplýsingar um formann
Engar upplýsingar eru heldur um
eignir og fjárhagsleg tengsl hins
nýja formanns Framsóknarflokks-
ins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, enda er hann ekki þingmað-
ur. Í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Sigmundur að hann
myndi væntanlega birta sambæri-
legar upplýsingar um fjármál sín
fyrir næstu kosningar. Athygli hef-
ur verið vakin á því í fjölmiðlum að
sambýliskona Sigmundar, Anna
Sigurlaug Pálsdóttir, greiddi ríf-
lega 100 milljónir í fjármagns-
tekjuskatt vegna gjaldaársins
2007. Sigmundur sagðist ekki
hafa viljað blanda fjármálum sam-
býliskonu sinnar inn í umræðu um
sín fjármál. Þau Sigmundur og
Anna Sigurlaug eru trúlofuð.
Eftir að þingmenn Framsókn-
arflokksins birtu upplýsingar um
sín fjármál vorið 2005 fylgdu þing-
menn Vinstri grænna fljótlega í
kjölfarið og birtu sambærilegar
upplýsingar um þingmenn VG á vef
flokksins.
Þurftu ekki reglur til að birta upplýsingarnar
ÞÆR hugmyndir sem hafa verið
uppi um að Mýrargatan verði sett
í stokk kunna að víkja fyrir hug-
mynd um jarðgöng. En Umhverf-
is- og samgöngusvið Reykjavík-
urborgar lætur nú kanna
möguleikann á jarðgöngum á
þessum slóðum og er verið að
vinna að jarðfræðirannsóknum í
því skyni.
Hjá Faxaflóahöfnum telja menn
jarðgöngin einkar fýsilegan kost
þó ljóst megi teljast að ekki verði
ráðist í jarðgangagerð á næst-
unni. Segja þeir jarðgöngin tíma-
laust verkefni. Þeim fylgi ekkert
rask ofanjarðar og í ofanálag séu
þau ódýrari kostur en stokkurinn.
Stokkur hafi hins vegar veruleg
áhrif á svæðið sem hann fari
undir. Gerð stokksins verði enn
fremur að vera lokið áður en
frekari vinna fer fram á því
svæði, þrátt fyrir að teljast ekki
endilega brýn framkvæmd miðað
við umferðarmagn í dag.
Jarðgöng eða stokkur?