Morgunblaðið - 10.02.2009, Síða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
RES-orkuskólinn á Akureyri var í
gær settur í annað sinn. Á komandi
námsári munu yfir fjörutíu nem-
endur frá fjórtán löndum stunda
meistaranám í vistvænni orkunýt-
ingu við skólann. Um er að ræða
eins árs meistaranám í endurnýj-
anlegum orkufræðum og vistvænni
orkunýtingu í samstarfi við Há-
skóla Íslands og Háskólann á Ak-
ureyri. Nemendurnir koma flestir
frá erlendum háskólum og hafa þar
lagt stund á verkfræði eða raunvís-
indi, margir á meistara- og dokt-
orsstigi. Hátt í áttatíu kennarar
koma að kennslu við RES á árinu
frá innlendum og erlendum sam-
starfsskólum og rannsóknastofn-
unum. Fyrstu íslensku nemend-
urnir hefja nú nám við skólann en
auk þeirra hefja nú nám við RES í
fyrsta sinn nemendur frá Mið- og
Suður-Ameríku og Asíu.
RES er einkarekin mennta- og
vísindastofnun sem byggir á for-
ustu Íslendinga á sviði orkumála.
Auk meistaranámsins býður skól-
inn upp á leiðtoganám og sum-
arnámskeið með áherslu á end-
urnýjanlega orkugjafa.
Mikil ásókn nemenda alls staðar að úr
heiminum í RES-orkuskóla á Akureyri
Setning Össur Skarphéðinsson, og
Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA.
ÍRANSKA lögreglan lokaði á dögunum skrifstofu mann-
réttindahóps sem Shirin Ebadi, heiðursdoktor við Há-
skólann á Akureyri, leiðir. Utanríkisráðherra hefur sent
utanríkisráðherra Írans bréf vegna máls hennar og af-
henti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Ís-
lands í Ósló, það starfandi sendiherra Írans í Ósló á
fundi sem haldinn var hinn 5. febrúar sl., ásamt bréfi
Þorsteins Gunnarssonar rektors.
Á fundinum mótmælti sendiherra Íslands aðgerðum
íranskra stjórnvalda gagnvart dr. Ebadi og óskaði skýr-
inga á lokun skrifstofu hennar, segir í tilkynningu. Jafn-
framt voru írönsk stjórnvöld hvött til að heimila aftur opnun skrifstofu dr.
Ebadi, virða mikilvægi starfa sem lúta að mannréttindum og gera allt í
þeirra valdi til að tryggja öryggi dr. Ebadi. Sendiherra Íslands áréttaði
mikilvægi þess að Íranar stæðu við alþjóðlega samninga um vernd mann-
réttinda. Um öryggi dr. Ebadi sagði sendiherra Írans að hún væri örugg og
hefði t.d. nýlega hitt þingmannanefnd frá Finnlandi.
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum gegn
mannréttindafrömuðinum dr. Shirin Ebadi
Shirin Ebadi
JÓHANNA Sigurðardóttir for-
sætisráðherra hefur sett á fót ráð-
gjafarhóp til að vinna að tillögum
um breytingar á stjórnarskránni.
Björg Thorarensen, prófessor í
stjórnskipunarrétti og forseti laga-
deildar HÍ, mun leiða hópinn, sem
undirbúa mun frumvarp til stjórn-
skipunarlaga sem lagt verði fram á
Alþingi á næstu vikum. Aðrir í
hópnum eru Bryndís Hlöðvers-
dóttir, forseti lagadeildar Háskól-
ans á Bifröst, og Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda.
Í erindisbréfi til ráðgjafarhóps-
ins er vísað í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar og henni falið að
gera tillögu um stjórnarskrár-
ákvæði um auðlindir í þjóðareign,
þjóðaratkvæðagreiðslur og aðferð
við breytingar á stjórnarskrá með
sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu
auk annarra verkefna. Þá vinnur
Þorkell Helgason stærðfræðingur
að undirbúningi hugsanlegra
breytinga á kosningalögum.
Morgunblaðið/Frikki
Vinna að tillögum að
breyttri stjórnarskrá
Á almennum félagsfundi Félags náms- og starfsráðgjafa
(FNS) á fimmtudag sl. var samþykkt ályktun þar sem
lýst er yfir áhyggjum af stöðu efnahags- og atvinnumála.
„Félagsmenn FNS hafa að undanförnu fundið fyrir
aukinni aðsókn í ráðgjöf. Náms- og starfsráðgjafar búa
yfir sérþekkingu sem gerir þeim kleift að aðstoða ein-
staklinga við að takast á við breytingar á starfshögum
eða atvinnumissi. Þeir standa einnig vörð um velferð
ungs fólks í skólum og undirbúa undir næstu skref í
námi og starfi, t.d. með skipulegri náms- og starfs-
fræðslu. Félagsmenn FNS beina því til stjórnvalda að gera allt sem þau
geta til að tryggja góðan aðbúnað barna og ungmenna, að niðurskurður út-
gjalda hjá ríki og sveitarfélögum bitni sem minnst á þeim og að fagleg
náms- og starfsráðgjöf verði efld,“ segir í ályktun.
Vilja að náms- og starfsráðgjöf verði efld
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir
félags- og tryggingamálaráðherra
heimsótti íbúðalánasjóð á föstudag
sl. og ræddi við starfsfólk. Guð-
mundur Bjarnason, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, kynnti ráðherra
starfsemina og ræddi við hana um
hlutverk sjóðsins og horfur í hús-
næðismálum. Ásta Ragnheiður
sagði það höfuðatriði að koma í veg
fyrir gjaldþrot heimila með öllum
ráðum og einnig að sjá til þess að
fjölskyldur ættu alltaf tryggan
samastað, jafnvel þó að til gjald-
þrots kæmi, segir í tilkynningu.
Heimsótti
Íbúðalánasjóð
Á vef Tryggingastofnunar er nú
hægt að fá upplýsingar um suma
málaflokka með táknmálsviðmóti.
Stefnt er á að vefurinn standist 3.
stigs aðgengisvottun hjá Sjá ehf. og
er táknmálið liður í því. Til stendur
líka að hafa valdar síður á auðlesnu
formi. Sjá ehf. hefur í samvinnu við
Öryrkjabandalagið skilgreint þær
kröfur sem liggja að baki vott-
uninni. Til hliðsjónar er hafður al-
þjóðlegur staðall um vefaðgengi.
Táknmál á vefnum
STUTT
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
gerir ráð fyrir að niðurstaða um hval-
veiðar gæti legið fyrir í lok þessarar
viku eða í síðasta lagi innan tveggja
vikna. Steingrímur sagði við utan-
dagskrárumræður á Alþingi í gær, að
undir lok vikunnar ættu öll gögn að
geta legið fyrir og þá yrði væntanlega
lokið fundum með málsaðilum, s.s.
hvalveiðimönnum og fulltrúum ferða-
þjónustunnar. „Málið er þá tækt til
afgreiðslu á grundvelli vandaðrar og
ábyrgrar stjórnsýslu,“ sagði Stein-
grímur.
Umræðan fór fram að beiðni Jóns
Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki,
sem sagði ekki eftir neinu að bíða
með að hefja hvalveiðar. Rakti hann
aðdraganda málsins og vitnaði m.a. í
ítarlegar skýrslur sem sýndu að það
skaðaði ekki ímynd Íslands sem
ferðamannalands þó hafnar yrðu
hvalveiðar. Ekki yrði betur séð en að
yfirgnæfandi meirihluti væri fyrir
hvalveiðum á Alþingi en tafir á und-
irbúningi veiða vegna boðaðrar end-
urskoðunar núverandi sjávarútvegs-
ráðherra á ákvörðun forvera hans,
gætu haft alvarlegar afleiðingar.
„Það sem er verið að gera hér, virðu-
legi forseti, með ákvörðun sjávarút-
vegsráðherra í þessu máli er að það
er verið að setja þetta mál í herkví,“
sagði hann.
Fjölmargir þingmenn tóku til máls
og sóttu nokkrir þeirra fast að sjáv-
arútvegsráðherra. Kristinn H. Gunn-
arsson, Frjálslynda flokknum, sagði
skýrar yfirlýsingar liggja fyrir af
hálfu þingflokka og þingmanna um
hvalveiðar og ljóst væri að ekki færri
en 40 þingmenn úr öllum flokkum
styddu veiðar. Sjávarútvegsráðherra
væri að reyna að bregða fæti fyrir
málið.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sam-
fylkingu, sagði hins vegar að tilgang-
ur Einars K. Guðfinnssonar með út-
gáfu reglugerðarinnar um veiðar
daginn fyrir stjórnarslit, hefði líklega
verið sá einn að koma nýrri ríkis-
stjórn í bobba. Einar K. Guðfinnsson
sagði að forsendur varðandi veiðarn-
ar hefðu legið fyrir í haust, m.a. hefði
hindrun verið rutt úr vegi svo að nú
yrði hægt að selja hvalafurðirnar.
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar-
flokki, sagði framsóknarmenn vilja
sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.
„Það þýðir ekkert að líta á þetta mál
af einhverri tilfinningasemi.“
Ákvörðunar að vænta
innan tveggja vikna
Morgunblaðið/Golli
Hvalveiðar Steingrímur J. Sigfús-
son segir ákvörðunar að vænta.
IÐNÓ
Miðvikudag 11. feb. kl. 20:30
Stjórnandi og höfundur tónlistar á þessum tónleikum er Nikolaj
Bentzon, fyrrum píanóleikari og aðalstjórnandi Stórsveitar Danska
Ríkisútvarpsins. Í tónlist sinni leitar Bentzon áhrifa í arabískri tón-
list, en slíkt verður að teljast mjög óvenjulegt í jazztónlist. Jazz- og
funktónlist blandast ýmsum arabískum straumum í einstakri efnis-
skrá eins af fremstu tónlistarmönnum Dana.
Nikolaj Bentzon og
Stórsveit Reykjavíkur
ARABÍSKUR
JAZZ
Aðgangur kr. 1.500
Námsmenn og eldri borgarar kr. 1.000
frá Danmörku
Stórsveit
Reykjavíkur