Morgunblaðið - 10.02.2009, Page 15

Morgunblaðið - 10.02.2009, Page 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞINGKOSNINGAR verða í Ísrael í dag en heimildarmenn segja að áhuginn virðist lítill; kjósendur virð- ist ekki hafa mikla trú á að stjórn- málaleiðtogarnir lumi á snjöllum ráðum. Það sem helst veldur öldu- gangi er vaxandi stuðningur við harðlínumanninn Avigdor Lieber- man og flokk hans, Yisrael Beitenu. Lieberman, sem er fimmtugur og fæddur í Moldóvu, vill m.a. að ísr- aelskir borgarar af arabískum stofni, 1,5 milljónir manna, sem hann tortryggir mjög, sverji ríki gyðinga hollustu. Höfðar hann mjög til hræðslu gyðinga við „fimmtu herdeild araba“ innan landamær- anna, Ísraela sem oft eru í klemmu vegna átakanna á hernumdu svæð- unum. Hins vegar styður hann til- lögur um að Palestínumenn fái sitt eigið ríki. Hann vill að Ísraelar fái að halda vissum svæðum á Vest- urbakkanum með stórum byggðum landtökumanna. Í staðinn fái Palest- ínumenn önnur svæði í núverandi Ísrael, þar sem arabar eru fjöl- mennir. Flokkurinn er nú sá þriðji stærsti í könnunum, mörgum þykir hann vera málsvari þeirra sem berjist gegn gamla valdakerfinu. Hann sækir mikið fylgi til innflytjenda frá Rússlandi sem eru yfir ein millj- ón. Einnig nýtur hann mestrar hylli allra flokka meðal yngstu kjósendanna. Óvissa um fram- tíðina þjakar marga Ísraela, meirihlutinn telur að árásunum mannskæðu á Gaza hafi ekki lokið með eiginlegum sigri á Hamas, niðurstaðan sé óljós. Benjamin Netanyahu, leiðtogi hægriflokksins Likud, þykir líkleg- astur til að sigra og mynda næstu stjórn. Netanyahu hefur forðast að ráðast beinlínis á Lieberman, sem var áður Likud-maður og pólitískur uppeldissonur hans. En Netanyahu hefur gerst æ herskárri að und- anförnu, sagt að ráða verði nið- urlögum Hamas og einnig að stöðva beri Írana áður en þeir komi sér upp kjarnorkusprengjum. Hvernig hann hyggst ná seinna markmiðinu veit enginn, ef til vill með loft- árásum. Nú er við völd samsteypustjórn miðjuflokksins Kadima, Verka- mannaflokks Ehuds Baraks varn- armálaráðherra og nokkurra smá- flokka. Tzipi Livni utanríkisráðherra tók við Kadima þegar Ehud Olmert forsætisráð- herra vék vegna spillingarmála. Karlremba er áberandi í stjórn- málum Ísraela og andstæðingar Livni gefa óspart í skyn að hún sé alls ekki fær um að taka að sér embætti forsætisráðherra, sé of óreynd. Ísraelar horfa til hægri  Mikil sókn pópúlistans Avigdors Liebermans gæti tryggt honum lykilstöðu  Líklegast að Benjamin Netanyahu sigri og myndi næstu ríkisstjórn Avigdor Lieberman STJÓRN Baracks Obama Banda- ríkjaforseta kynnti um helgina nýja áætlun um breytta stefnu í Afgan- istan og er lögð áhersla á að Vest- urveldin setji sér raunhæf mark- mið. Bandaríkjamenn urðu nýlega fyrir áfalli þegar ráðamenn í Kirg- ísistan ákváðu að segja upp samn- ingi um afnot Bandaríkjanna af flugvelli í landinu en hann er afar mikilvægur vegna aðdrátta fyrir al- þjóðaliðið í grannríkinu Afganist- an. Þeir Joe Biden varaforseti og James Jones, öryggismálaráðgjafi Obama, kynntu nýju stefnuna á fundi í München. Athygli vakti að sögn The Guardian að hvorugur þeirra minntist nokkurn tíma á það markmið að tryggja lýðræði í Afg- anistan. Segja heimildarmenn hjá Atlantshafsbandalaginu að Obama láti sér nægja að öryggi verði tryggt í Afganistan. Afganar vondaufir Obama íhugar að senda aukið herlið til Afganistans til að aðstoða stjórnvöld þar í baráttunni gegn talíbönum og öðrum uppreisn- arflokkum. Ný könnun í landinu bendir til þess að álit fólks á Hamid Karzai forseta fari hratt minnk- andi, hann hefur nú stuðning 52% aðspurðra. Bandaríkjamenn njóta nú velvildar 47% Afgana en hlut- fallið var 83% árið 2005. Ekki virðast miklar vonir vera bundnar við Obama, um 20% segj- ast halda að kjör hans muni verða Afgönum til góðs, álíka hátt hlutfall að aðstæður muni enn versna. kjon@mbl.is Reuters Burtrækir Bandaríkjamenn á verði við flugbækistöð í Kirgístan. Ný stefna í Afganistan ALGENGT er að stolið sé ýmsum tækjum og vélum á byggingalóðum en sænskir þjófar eru orðnir bí- ræfnari en áður. Þeir stela nú risa- stórum, 50-70 tonna kranabílum, segir í Dagens Nyheter. Tækin kosta sum tugmilljónir ís- lenskra króna. Lýst var eftir alls 82 stórum vinnuvélum í landinu í fyrra og fundust aðeins fjórar aftur. „Við vitum ekki hvað verður um þau tæki sem við finnum ekki en það er vaxandi vandamál hvað mikið er um að vinnuvélar hverfi,“ segir Torbjörn Serrander hjá eftirlitsfyr- irtækinu Larmtjänsten. Serrander er viss um að oft sé um að ræða aðgerðir af hálfu skipu- lagðra þjófasamtaka sem notfæri sér alþjóðlegt samstarf. kjon@mbl.is Stela þung- um krönum VANDLEGA málaðar stúlkur bíða eftir að fara á svið á sýningu sem haldin var í Putrajaya, skammt frá Kuala Lumpur í Malasíu, í gær við upphaf mikillar hjólreiðakeppni, Le Tour de Langkawi. Kappar frá fjölmörgum löndum taka þátt í keppninni, sumir eru frægir fyrir mikla spretti en aðrir fyrir ótrúlegt þol á þeim hluta leiðarinnar sem liggur upp í móti. Sigurvegarinn í fyrra var frá Moldóvu. Allir regnbogans litir leyfðir Reuters Ekki furðuverur frá Mars, heldur Malasíu YFIRVÖLD í Ástralíu sögðu í gær að minnst 173 hefðu látið lífið í skóg- ar- og kjarreldum sem geisað hafa í Viktoríuríki í suðaustanverðu land- inu. Óttast er að tala látinna hækki í 230 þegar leitað hefur verið í öllum brunarústunum. Um þrjátíu eldar geisuðu enn í Viktoríu í gær. „Lagt hefur verið gríðarlegt kapp á að hefta útbreiðslu eldanna en því miður á tala látinna eftir að hækka síðar í vikunni,“ sagði John Brumby, forsætisráðherra Viktoríu. Lögreglustjóri Viktoríu sagði að öll brunasvæðin yrðu rannsökuð sem hugsanlegur vettvangur glæps vegna gruns um að brennuvargar hefðu kveikt suma eldana. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti brennuvörgunum sem „fjölda- morðingjum“. Skógareldar eru mjög algengir í Ástralíu en þeir hafa aldrei verið eins skæðir og nú vegna mestu þurrka á þessum slóðum í eina öld, methita, lítils loftraka og hvassviðr- is. bogi@mbl.is Óttast að 230 manns hafi farist í eldunum Leitað að vísbendingum um íkveikjur á brunasvæðunum Í HNOTSKURN » Forsætisráðherra Viktor-íu fyrirskipaði rannsókn á viðbúnaði yfirvalda við eld- unum og sagði að ráðlegg- ingum þeirra væri ábótavant. » Yfirvöld höfðu ráðlagtfólki að flýja heimili sín strax eða vera um kyrrt og reyna að slökkva eldana. RÁÐHERRA varnarmála á Mada- gaskar, Cecile Manorohanta, sagði af sér í gær en 28 mótmæl- endur féllu um helgina þegar lög- reglan beitti byssum gegn þeim. Sagðist Manorohanta ekki vilja sitja í stjórn sem legði blessun sína yfir slíkt ofbeldi gegn óbreyttum borgurum. Mikil ókyrrð hefur verið í stjórnmálum landsins und- anfarnar vikur og mótmælin hafa smám saman þróast yfir í óeirðir og afbrotaöldu sem hefur orðið 68 manns að bana. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Andry Rajoelina, hefur reglulega ávarp- að stuðningsmenn sína á úti- fundum. Hann er fyrrverandi plötusnúður og sakar Marc Rava- lomanana forseta um einræð- istilburði. Forsetinn rak nýlega Rajoelina úr embætti borg- arstjóra í höfuðborginni, Ant- ananarivo. Um 20 þúsund manns voru á fundinum sl. laugardag. Nokkur hundruð manns héldu að forseta- höllinni en öryggisverðir hall- arinnar skutu að mannfjöldanum og drápu a.m.k. 28 manns og særðu 212 að auki. kjon@mbl.is Átök á Madagaskar Hverjir eru líklegir sigurvegarar? Skoðanakannanir hafa verið misvís- andi og 15-20% aðspurðra sögðust fram á síðasta dag ekki hafa gert upp hug sinn. Stóru flokkarnir, Likud, Kadima og Verkamannaflokkurinn eru aðþrengdir, svör þeirra við Li- berman og vaxandi fylgi við hann hafa einkum verið að reyna að bjóða enn betur, vera enn herskárri. En hægrimenn hafa færst í aukana. Hafa smáflokkar mikil áhrif? Löng hefð er fyrir því að mynda flóknar samsteypustjórnir. Þröskuld- urinn er 2% til að koma manni á þing og enginn stóru flokkanna er nálægt því að geta fengið hreinan meiri- hluta, 61 sæti. Stundum gera litlir flokkar með sér kosningabandalag. Smáflokkur trúarofstækis og flokkur sem vill heimila hassreykingar hafa t.d. myndað kosningabandalag núna. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.