Morgunblaðið - 10.02.2009, Qupperneq 17
ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
Í vor munu fornleifarannsóknir
hefjast í Höfnum en menningarráð
Reykjanesbæjar ákvað fyrir
skömmu að ganga til samninga við
Bjarna F. Einarsson fornleifafræð-
ing og forstöðumann Fornleifastof-
unnar um uppgröft og úrvinnslu
gagna. Landnámsskáli fannst við
Kirkjuvogskirkju árið 2003 þegar
unnið var að fornleifaskráningu í
bæjarlandinu en þeirri skráningu er
nú lokið. Þegar prufuholur voru
gerðar kom í ljós að skálinn gæti
ekki verið yngri en frá aldamót-
unum 900 sem setur hann í flokk
meðal elstu byggðarleifa á Íslandi.
Nokkrir menntaðir söngvarar í
Reykjanesbæ og nágrannasveit-
arfélögunum hafa sameinað krafta
sína undir einn hatt. Orpheus heitir
hópurinn og hyggjast þau í framtíð-
inni m.a. flytja tónverk eftir tón-
skáld af Suðurnesjum, auk þess
sem þau taka að sér flutning í hin-
um ýmsu athöfnum, hvert og eitt
eða í stærri hópum.
„Sögustund suður með sjó“ er hins
vegar heiti á tónleikaröð sem um-
boðsmaður Íslands og íbúi í
Reykjanesbæ, Einar Bárðarson,
hyggst bjóða upp á með hækkandi
sól. Þar munu koma fram þjóðþekkt
sagnaskáld og söngvarar og flytja
tónlist í einu af menningarhúsum
bæjarins.
Í Gryfjunni í Duushúsum er
Byggðasafn Reykjanesbæjar nú að
undirbúa sýningu í samstarfi við
Flug- og sögusetur Reykjaness um
Völlinn – heim innan girðingar. 60
ár eru senn liðin frá því að Ísland
gekk í Nató með tilheyrandi breyt-
ingum á íslensku samfélagi, sér í
lagi fyrir Suðurnesjamenn sem
eignuðust nágranna innan girð-
ingar. Undanfarna mánuði hefur
ýmislegt í íslensku samfélagi kallast
á við þennan 60 ára gamla atburð,
einkum mótmæli við Alþingishúsið,
notkun táragass og fleira sem snýr
að samtakamætti almennings við að
mótmæla gildum í samfélaginu.
Munir og myndir eru að byrja að
berast og búið er að safna töluverðu
efni með viðtölum. Sýningin verður
opnuð í mars og hönnuð af Birni G.
Björnssyni sýningahönnuði.
Bóklestur hefur aukist í Reykja-
nesbæ, en alkunna er að í efnahags-
niðursveiflum eykst aðsókn að
bókasöfnum þar sem finna má af-
þreyingu af ódýrustu gerð. 16%
aukning útlána varð hjá Bókasafni
Reykjanesbæjar milli áranna 2007
og 2008. Þá fóru útlán í jan-
úarmánuði síðastliðnum vel yfir 11
þúsund, en viðlíka tölur hafa ekki
sést lengi, að sögn forstöðumanns.
Um 300 manns nýta sér þjónustu
safnsins á degi hverjum.
Nýting Virkjunar, miðstöðvar fólks
sem leitar nýrra tækifæra í atvinnu
eða námi, mætti hins vegar vera
betri að sögn Páls Rúnars Páls-
sonar starfsmanns, sem þó er glað-
ur með að æ fleiri nýta sér þjón-
ustuna á degi hverjum. Öll
stoðþjónusta er komin í fastar
skorður, svo sem sálgæsla og ráð-
gjöf ýmiskonar, en námskeiðum og
fyrirlestrum er skotið inn í dag-
skrána eftir því sem efni eru til.
Um 1.400 manns eru án atvinnu á
Suðurnesjum og starfsfólk Vinnu-
málastofnunar hefur aldrei lifað
aðra eins tíma í starfinu. Þótt Virkj-
un sé innan bæjarmarka Reykja-
nesbæjar eru allir Suðurnesjabúar
velkomnir þangað enda standa
sveitarfélögin á Suðurnesjum að
baki Virkjun, ásamt verkalýðsfélög-
unum á svæðinu, Vinnumálastofnun
og menntastofnunum.
REYKJANESBÆR
Svanhildur Eiríksdóttir fréttaritari
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Félagsstarf Húsnæði Virkjunar, miðstöðvar fólks í atvinnuleit, býður upp á
fjölbreytt félagsstarf eins og gestir í opnunarhófi fengu að reyna.
Þegar Kristján Runólfssonheyrði að Steingrímur J. Sig-
fússon yrði ráðherra kom honum í
hug hringhenda:
Lítt ég spjalla um þrjótinn þann,
þó er snjall með rímur.
Nokkra galla hefir hann,
hetjan Skalla-Grímur.
Og Hallmundur Kristinsson velt-
ir fyrir sér hvers vegna Vinstri
grænir séu á móti hvalveiðum:
Glöggt má það sjá að Grænna tal
glæðir fjölmarga erju.
Víst er það ljótt að veiða hval.
Ég veit bara ekki út af hverju!
Ingólfur Ómar Ármannsson er
ekki í kreppuþönkum er hann
yrkir:
Ástarfuni alla stund
ákaft brann í taugum.
Þegar á mig haukleg hrund
hýrum mændi augum.
Og hann bætir við hestavísu:
Yfir grundir grjót og flá
geyst fer reiðarljónið.
Hrjóta gneistar hófum frá
hart er þeyst um frónið.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af hvölum og hestum
Fallegur borðbúnaður fyrir matvæli er til þess gerður að
auka matarlyst og fegra umhverfið í kringum okkur. Til
eru ótal tegundir af fallegum matarílátum og eru leir-
hlutir mjög vinsælir í þessum efnum. Leirhlutir eru þó
ekki eingöngu framleiddir undir matvæli heldur einnig
sem skrautmunir. Í sumum tilfellum getur verið erfitt að
vita hvort leirhlutur sé skrautmunur eða hvort hann hafi
verið framleiddur sem matarílát. Til eru dæmi um að
fólk hafi veikst alvarlega við neyslu matvæla sem geymd
voru í leirhlutum sem ekki voru framleiddir fyrir mat-
væli.
Þegar búsáhöld úr leir eru keypt/notuð skal athuga vel
hvort þau séu ætluð sérstaklega fyrir matvæli. Leir-
hlutir sem eru mjög litríkir geta gefið frá sér ýmsa þung-
málma, eins og blý og kadmíum sem geta reynst hættu-
leg við neyslu.
Blý getur haft alvarleg áhrif á taugakerfi og valdið
hættulegu blóðleysi hjá fullorðnum, einnig getur það
skert vitsmunaþroska barna varanlega. Kadmíum safn-
ast fyrir í líkamanum og veldur truflun á nýrnastarfsemi
og beinskemmdum, það er einnig talið geta haft neikvæð
áhrif á frjósemi.
Óráðlegt er að geyma matvæli eða drykki í ílátum úr
leir nema fullvíst sé að þau megi nota sem slík. Sér-
staklega skal varast að nota leirhluti undir súr matvæli
og súra drykki s.s. ávaxtagrauta, ávaxtasafa og vín.
Þegar leirhlutir eru keyptir með matvæli í huga er
ráðlagt að líta eftir merkingum á umbúðum vörunnar
eða merkingu á vörunni sjálfri.
Leirhlutir sem eru ætlaðir undir matvæli eiga að vera
auðkenndir með einhverju af eftirfarandi:
Textanum „fyrir matvæli“
Glas- og gaffalmerki
Leiðbeiningum um rétta notkun
Vöruheiti sem gefur til kynna notkunarsvið, t.d. „kaffi-
bolli“ eða „matardiskur“.
Framleiðendur og dreifingaraðilar eiga að tryggja að
leirhlutir séu framleiddir samkvæmt viðurkenndum
framleiðsluháttum þannig að við eðlilega eða fyr-
irsjáanlega notkun berist ekki úr þeim efni í svo miklum
mæli að heilsu manna kunni að stafa hætta af, eða það
valdi óviðunandi breytingum á efnasamsetningu mat-
væla eða raski skynrænum eiginleikum þeirra.
Örugg matvæli – allra hagur!
Leirhlutir undir matvæli
Morgunblaðið/G.Rúnar
Litríkir Athuga þarf vel hvort leirmunir eru sér-
staklega ætlaðir til að geyma matvæli.
Sesselja María Sveinsdóttir, matvælafræðingur
hjá Matvælastofnun.