Morgunblaðið - 10.02.2009, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
RAX
Mótmæli Hörður Torfason var í fylkingarbrjósti þeirra mótmælenda sem tóku sér stöðu við útganga Seðlabankans í gærmorgun. Ekki sást til Davíðs.
JÓN Baldvin Hannibalsson hef-
ur í nokkra áratugi sungið sama
lagið, þótt tilbrigði mótist af að-
stæðum hverju sinni. Stefið snýst
um, að hann sé besti og framsýn-
asti stjórnmálamaður landsins,
aðrir séu verri og sjálfstæðismenn
sýnu verstir.
Þessi söngur birtist jafnt í sjón-
varpi, útvarpi, dagblöðum og fyr-
irlestrum. Hann var meira að
segja fluttur á tröppum Ráð-
herrabústaðarins við Tjarnargötu
25. október 2008, þegar Kolfinna, dóttir Jóns,
gaf honum tækifæri til að birtast þar í keppni
við mótmælastöðu á Austurvelli undir stjórn
Harðar Torfasonar.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði skilið við
beina stjórnmálaþátttöku árið 1998 en þá skip-
aði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
hann sendiherra Íslands í Washington og síðar
varð hann sendiherra Íslands í Helsinki fram
undir lok nóvember 2005.
Strax árið 2004 tóku að birtast viðtöl við Jón
Baldvin, sem þóttu gefa til kynna, að hann ætl-
aði að snúa sér aftur að stjórnmálastörfum úr
sendiherrastólnum. Þá var það meðal höf-
uðmála hans að afnema æviráðningu embættis-
manna ríkisins, enda var hann að ljúka sínum
embættismannsferli. Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB, núverandi heilbrigðisráðherra,
brást hart við þessu og minnti lesendur vefsíðu
sinnar á, að snemma á 10. áratugnum hefðu
sjúklingar talið sig nauðbeygða til að stofna
varnarsamtök gegn aðför jafnaðarmannanna
Jóns Baldvins og Sighvats Björgvinssonar að
hag þeirra og hefðu þau hlotið nafnið Almanna-
heill. Velferðarástinni væru greinilega takmörk
sett.
Síðan hefur Jón Baldvin oft gefið til kynna,
að hann væri til þess búinn að bjóða sig fram
til starfa á alþingi, en framboðið virðist til
þessa meira en eftirspurnin. Síðast sagði hann
af þegnlegu lítillæti á fundi Samfylkingarinnar
á Akureyri 23. janúar 2009:
„Ég hef mokað heilmikinn skít í íslenskri
pólitík í að minnsta kosti sextán ár. Sá maður
sem hefur löngun til þess að moka meiri skít
hlýtur að vera eitthvað meira en skrýtinn. Hitt
er annað mál að mér rennur blóðið til skyld-
unnar. Þegnskyldan er þarna, og þegnskylda
væri í því fólgin að moka þennan skít sem aðr-
ir hafa komið okkur í.“
Hvað er það, sem knýr Jón Baldvin helst
áfram í stjórnmálabaráttunni á líðandi stundu?
Jú, að ýta Íslandi tafarlaust inn í Evrópusam-
bandið og síðan enn og aftur rógurinn um
Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt
grein hans í Morgunblaðinu 5.
febrúar er höfuðsynd sjálfstæð-
ismanna þessi: „Það ber ekki vott
um mikla forystuhæfileika að geta
ekki á 14 árum gert upp hug sinn
til stærsta viðfangsefnis samtím-
ans, sem er aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu.“
Þetta er frekjuleg afskiptasemi
af innri málefnum Sjálfstæð-
isflokksins. Jóni Baldvini hefur lík-
lega aldrei dottið í hug að ganga í
raðir sjálfstæðismanna og vinna
Evrópuskoðun sinni fylgi. Strax
eftir að Ísland var gengið í evrópska efnahags-
svæðið (EES) 1. janúar 1994 tók Jón Baldvin
að prédika aðild Íslands að Evrópusamband-
inu, þvert á eigin boðskap, þegar EES-
samningurinn var til meðferðar í alþingi.
Umpólun Jóns Baldvins í Evrópumálunum á
þessum tíma varð ekki til að auka vinsældir Al-
þýðuflokksins í kosningum 1995, fylgið minnk-
aði úr 15,5% 1991 í 11,4% 1995. Fylgi Alþýðu-
flokksins var um 5%, þegar það var síðast
mælt í skoðanakönnun, áður en flokkurinn
stofnaði kosningabandalag undir merkjum
Samfylkingarinnar árið 1999. Jón Baldvin réðst
að forvera sínum á formannsstóli í Alþýðu-
flokknum, Kjartani Jóhannssyni, fyrir að
kunna ekki að fiska á atkvæðamiðum! 1983, ár-
ið áður en Jón Baldvin varð formaður, fékk Al-
þýðuflokkurinn 11,7% atkvæða en 11,4% í síð-
ustu kosningum Jóns Baldvins sem formanns.
Eitt af höfuðmálum Jóns Baldvins sem for-
manns Alþýðuflokksins var að sameina vinstri-
menn í einum flokki. Að því vann hann á þann
veg, að Jóhanna Sigurðardóttir klauf Alþýðu-
flokkinn fyrir þingkosningar 1995 og stofnaði
Þjóðvaka.
Síðan 1995 hefur enginn flokkur gert aðild
Íslands að Evrópusambandinu að kosninga-
máli. Ætlar Samfylkingin að gera það í vor?
Er það skynsamlegasta svar Íslendinga við
þvingunum frá Brussel vegna Icesave-
reikninganna? Undir forystu utanríkisráðherra
Samfylkingarinnar hefur verið lögð höf-
uðáhersla á að styggja ekki Evrópusambandið
með lögfræðilegum ágreiningi eftir bankahrun-
ið. Skyldi flokkurinn telja það spilla fyrir að-
ild?
Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki neina
málefnastöðu til að ráðast að Sjálfstæð-
isflokknum vegna Evrópustefnu flokksins.
Tónn hans er falskur, þegar hann lýsir aðild að
Evrópusambandinu sem helsta bjargráði ís-
lensku þjóðarinnar um þessar mundir. Honum
finnst sem sé mestu skipta á þessum örlaga-
tímum að semja um Icesave að kröfu sam-
bandsins, grafa undan íslenskum landbúnaði og
afsala þjóðinni rétti til yfirráða á auðlindum
sjávar og líklega orkulindum, ef marka má ný-
legar yfirlýsingar frá Brussel um, að orkunýt-
ing skuli verða sameiginlegt ESB-verkefni.
Jón Baldvin kennir Sjálfstæðisflokknum um
það, sem hann kallar „skuldafangelsi“ þjóð-
arinnar eftir bankahrunið, um leið og hann
segir forystu um samningana um evrópska
efnahagssvæðið hafa verið hjá honum, sjálfum
Jóni Baldvini, en ekki sjálfstæðismönnum.
Ingimundur Friðriksson, fráfarandi seðla-
bankastjóri, birti hinn 6. febrúar erindi um að-
draganda bankahrunsins í október 2008. Þar er
meðal annars að finna þessa greiningu:
„Augljóst er að bankarnir voru orðnir of
stórir miðað við stærð íslenska þjóðarbúsins.
Þeir nýttu sér laga- og regluumhverfi, gott
lánshæfismat og einstaklega hagfelld skilyrði á
alþjóðlegum mörkuðum til mjög hraðs vaxtar.
Hin evrópska umgjörð gerði þetta kleift
Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til
þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v.
verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við
starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum
löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. þeir
fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-
samningurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyr-
irtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið full-
gildur þátttakandi í innri markaði Evrópusam-
bandsins. Ég læt öðrum eftir að svara hvort
stjórnmálalegur stuðningur hefði verið við
hamlandi reglur á bankana á sínum tíma. Hins
vegar blasir við að bankarnir nýttu kjör-
aðstæður til þess að vaxa hraða en langtíma-
forsendur reyndust til eins og mál skipuðust.“
Sé einhverri einni pólitískri stórákvörðun um
að kenna, þegar litið er til bankahrunsins, er
það aðildin að evrópska efnahagssvæðinu, sem
Jón Baldvin Hannibalsson hefur talið stærstu
rauðu rósina í hnappagati sínu. Það er mann-
legt, að Jón Baldvin vilji skella pólitískri skuld
vegna bankahrunsins og alls annars á aðra, en
ekki stórmannlegt.
Eftir Björn Bjarnason » Sé einhverri einni pólitískri
stórákvörðun um að kenna,
þegar litið er til bankahrunsins,
er það aðildin að evrópska efna-
hagssvæðinu, sem Jón Baldvin
Hannibalsson hefur talið stærstu
rauðu rósina í hnappagati sínu.
Jón Baldvin, EES og bankahrunið
Björn Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
BLOG.IS
Gunnar Þórðarson | 9. febrúar 2009
Birtir yfir Bessastöðum
Stórskemmtileg frásögn
af viðtali Bessastaða-
bóndans og spúsu hans
við franskt glanstímarit
birtist á visi.is í dag. Þar
kemur fram að húsfreyjan
á Bessastöðum var fyrir
löngu búin að gera sér grein fyrir efna-
hagsástandi þjóðarinnar. Sennilega
meinti hún ekkert með að ,,Ísland væri
stórasta land í heimi“. Hún hefur senni-
lega ætlað að segja „skuldir Íslands eru
stórastar í heimi.“...
Meira: vinaminni.blog.is
Ólafur Einarsson | 9. febrúar 2009
Hið lögbundna rán!
Það er nú svo skrítið með
þessa blessuðu lífeyr-
issjóði að nú síðustu 20 -
30 árin hafa eignir mínar í
þeim stöðugt minnkað.
Nánast á hverju ári verður
rýrnun í einhverjum þeirra
sjóða sem standa eiga undir mínum út-
gjöldum og lífi eftir að vinnudegi lýkur. ...
Svo virðist á stundum sem þeir sem
þar höndla með mína og þína peninga séu
í stökustu vandræðum með að eyða
þeim.
Fjöldi utanlandsferða, dýrir bíla-
leigubílar, dýr hótel, flottir veitingastaðir,
dagpeningar ofl. ofl. allt á okkar kostnaði.
Hér er enn og aftur um einhverskonar
forræðishyggju að ræða sem vernda á
fólkið fyrir sjálfu sér.
Meira: olafur-62.blog.is
Bjarni Harðarson | 8. febrúar 2009
Óborganlegur
Matthildingur
Það er í raun og veru ekki
hægt að blogga um ann-
að en Davíð núna. Hann
sýnir enn og aftur að
hann er óborganlegur
Matthildingur en gleym-
um ekki að þegar reynt er
að breyta grafalvarlegu ástandi í gam-
anþátt er stutt í sorgarleik. Það er vita-
skuld hægt að vera sammála mörgu sem
frændi minn segir í bréfinu til Jóhönnu
en samt er svo merkilega tilgangslaust
hjá honum að sitja.
Meira: bjarnihardar.blog.is
Haraldur Hansson | 9. febrúar 2009
ESB ... og hvað svo?
Ef Diana Wallis vill í al-
vöru taka tillit til sérhags-
muna Íslendinga þá gerir
hún það best með því að
hætta að reyna að tæla
okkur inn í Evrópuríkið.
Hún var í viðtali við BBC í
haust þar sem hún talaði um spillinguna á
Evrópuþinginu sem „viðloðandi vanda-
mál“ og boðaði bætur á árinu 2009. Hún
ætti að sinna því frekar en koma hingað
og misnota kreppuástandið til að koma
íslensku ríkisvaldi til Brussel.
Það er sorglegt hvernig einangr-
unarsinnar – þessir sem vilja einangra Ís-
land í Evrópusambandinu – hamra enda-
laust á „krónan-er-dauð“ slagorðinu af því
að það gengur í lýðinn. Bjóða upp á aðild
sem „stefnu í peningamálum“ og benda á
hana sem leið út úr kreppunni! En að út-
skýra stjórnkerfi Evrópusambandsins er
ekki líklegt til að afla trúboðinu fylgis, þó
meiri þörf væri á þeim skýringum.
Meira: maeglika.blog.is
Eyþór Arnalds | 8. febrúar 2009
Hvað varð um
ESB kröfuna?
Um síðustu áramót
(sem ekki voru fyrir
löngu síðan) sagði for-
maður Samfylking-
arinnar að ríkisstjórn-
arsamstarfinu væri
„sjálfhætt ef samstarfs-
flokkurinn samþykki ekki umsókn um
ESB“.
Nú er Samfylkingin aftur í rík-
isstjórn með öðrum flokki.
Gleymdist eitthvað að ræða þetta
við VG, eða var þetta alltaf blekking?
Meira: ea.blog.is