Morgunblaðið - 10.02.2009, Síða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
✝ Elín Björg Þor-steinsdóttir fædd-
ist í Hrísey þann 16.
febrúar 1910. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð, Akureyri, þann
31. janúar síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru Þorsteinn Mar-
inó Jörundsson, út-
gerðar- og fiskimats-
maður í Hrísey, f.
1873, d. 1933 og k.h.
Steinunn Kristjana
Guðmundsdóttir hús-
freyja, f. 1872, d. 1936. Elín Björg
var einkabarn þeirra, en einnig ólst
upp hjá þeim hjónum, frá 10 ára
aldri, Stefanía Lilja Valdemars-
dóttir, f. 1899, d. 1988 og árið 1930
tóku þau í fóstur bróðurson Stein-
unnar, Einar Valmundsson, f. 1928
sem ólst upp hjá þeim og síðar Elínu
Björgu og eiginmanni hennar til full-
orðinsára. Elín Björg giftist þann 13.
maí 1937 Filippusi Þorvaldssyni úti-
bússtjóra, f. 1907 á Völlum í Svarf-
aðardal, d. 1954 í Hrísey. Foreldrar
hans voru Þorvaldur Jónsson, tré-
1951, gift Sigurði Eiríkssyni, f.
1948. Þeirra börn: a) Nína Hrönn, f.
1974, gift Lúðvík Arnarsyni, f.
1974. Þau eiga Anton Loga, f. 2003
og Bjarneyju Eddu, f. 2005. b) Auð-
ur Lára, f. 1984 c) Sigurður Birkir,
f. 1989.
Elín Björg gekk í barna- og ungl-
ingaskóla í Hrísey. Eftir vígslu
Hríseyjarkirkju 1928 tók hún við
organista- og kórstjórastarfi við
kirkjuna, þá aðeins 18 ára og sinnti
því á meðan hún bjó í eynni. Vegna
starfa þeirra hjóna var heimili
þeirra ávallt mjög gestkvæmt og
veitt þar af mikilli rausn. Árið 1956,
tveimur árum eftir lát eiginmanns
síns, flutti hún með dætur sínar til
Akureyrar og vann eitt ár á Sauma-
stofunni Heklu. Haustið 1957 gerð-
ist hún ráðskona við mötuneyti
Menntaskólans á Akureyri og sinnti
því starfi í 21 ár uns hún lét af störf-
um vegna aldurs. Fram yfir nírætt
bjó hún enn ein í sinni íbúð þar til
hún fékk væga heilablæðingu í nóv.
2003. Eftir að hafa búið í tvö ár hjá
dóttur sinni á Akureyri bjó hún á
Dvalarheimilinu í Skjaldarvík og
síðan á Hlíð á Akureyri þar sem
hún naut frábærrar umönnunar til
hinstu stundar.
Útför Elínar Bjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag kl. 10:30.
Minningarathöfn verður í Hríseyj-
arkirkju kl. 14 og jarðsett í Hríseyj-
arkirkjugarði.
smiður í Hrísey, f.
1876, d. 1941 og k.h.
Kristín Einarsdóttir
frá Geithellum í Álfta-
firði. f. 1880, d. 1968.
Dætur þeirra eru: 1)
Auður, f. 1940, gift
Ingólfi B. Her-
mannssyni, f. 1940.
Þeirra börn: a) Elín
Björg, f. 1963, gift
Gunnari Berg Gunn-
arssyni, f. 1961, þau
eiga Ingólf Berg, f.
1991 og Katrínu
Björgu, f. 1994. b)
Hermann Örn, f. 1966, kvæntur
Hildi Blöndal Sveinsdóttur, f. 1969,
þau eiga Goða Blöndal, f. 1997 og
Thor Blöndal, f. 2001. 2) Steinunn
Kristín, f. 1943, gift Jacques LeBre-
ton, f. 1942. Þeirra börn: a) Solveig,
f. 1970, gift Ludovic Leleu, f. 1972.
Þau eiga Emmu, f. 2004 og Franco-
is, f. 2006. b) Jean-Marc, f. 1973,
kvæntur Nadiu Beaufils, f. 1976,
þau eiga Clément, f. 2005. c) Jean-
Yves, f. 1977. d) Eline, f. 1983, sam-
býlismaður hennar er Christoff
Andermann. 3) Margrét Þóra, f.
Elskuleg tengdamóðir mín er látin,
99 ára að aldri. Ella eins og hún var
alltaf kölluð var fædd og uppalin í
Hrísey. Hún lærði ung að spila á píanó
og orgel og varð organisti og kórstjóri
í Hríseyjarkirkju aðeins 18 ára gömul.
Árið 1937 giftist hún æskuvini sínum,
Filippusi Þorvaldssyni úr Hrísey. Fil-
ippus lést snögglega árið 1954 og árið
1956 flutti Ella til Akureyrar, þar voru
meiri möguleikar á að geta séð sér og
dætrunum farborða og komið þeim til
mennta. Árið 1957 gerðist hún mat-
ráðskona við mötuneyti Menntaskól-
ans á Akureyri og sinnti því starfi í 21
ár.
Ég kynntist Ellu árið 1962 þegar
við Auður fórum að vera saman. Það
má kannski segja að okkar fyrstu
kynni hafi verið dálítið stirð, kannski
hefur henni ekki litist allt of vel á
þennan horaða slána og hún vildi vita
allt um ættir hans uppruna og fram-
tíðarhorfur. Ég varð vandræðalegur
og feiminn við þessa virðulegu konu,
hafði mig lítið í frammi um tíma en
auðvitað opnaði hún faðm sinn fyrir
mér og við urðum miklir og góðir vin-
ir.
Ella var myndarleg kona, hávaxin
og bein í baki. Það var alltaf virðuleiki
yfir henni hvar sem hún fór; hæglát í
fasi og mikil ró yfir henni. Jafnlyndari
manneskju hef ég ekki kynnst, ég sá
hana sjaldan skipta skapi og aldrei
reiða; manni leið vel í návist hennar.
Hún hafði gott skopskyn og sagði vel
frá, sá oft skoplegar hliðar á mannlíf-
inu og sjálfri sér í spaugilegum að-
stæðum. Ella var skarpgreind, stál-
minnug og hafsjór af fróðleik, hún
talaði fallegt mál og ef hún sá einhver
sjaldgæf orð vildi hún vita merkingu
þeirra. Hún hafði yndi af lestri góðra
bóka, las mikið meðan sjónin leyfði en
síðar nýtti hún sér hljóðbækur. Hún
hafði gaman af að ferðast og marga
bíltúrana fórum við, langa og stutta,
hér um sveitir.
Ella náði góðu sambandi við barna-
börnin og naut samvista við þau. Hún
spjallaði mikið við þau um lífið og til-
veruna og sagði þeim sögur frá fyrri
árum, hvatti þau til náms og fylgdist
alla tíð vel með þeim. Nína dóttir
hennar er búsett í Frakklandi og
þangað fór Ella nokkrum sinnum.
Þegar hún hætti störfum dvaldist hún
eitt ár hjá Nínu og leit til með barna-
börnunum. Hún talaði við þau og söng
á íslensku og enn kunna þau „Bí, bí og
blaka“ og „Sofðu unga…“ eins og
amma þeirra kenndi þeim 1978. En
þar sem tungumálið setti skorður þá
kom bara stórt faðmlag í staðinn enda
þótti þeim afar vænt um ömmu á Ís-
landi og hún saknaði þeirra mikið. Þá
dvaldi hún oft í Reykjavík hjá Þóru og
fjölskyldu en ánægðust var hún þegar
allir komu saman og gerðu sér glaðan
dag hjá henni. 87 ára gömul fór hún
með okkur hjónum sína síðustu ferð til
Frakklands. Þar var henni fagnað
innilega af tengdafólki Nínu sem veitti
henni heiðursskjal fyrir það sem hún
var „hin göfuga ættmóðir úr norðr-
inu“.
Elsku Ella mín, nú skilja leiðir að
sinni og söknuður okkar er mikill. Þú
varst þungamiðjan í þinni stóru fjöl-
skyldu. Ég vil þakka þér alla þá ást,
umhyggju og vináttu sem þú sýndir
mér og fjölskyldu minni öll þessi ár.
Farðu í friði elsku vinkona, takk fyrir
allt og allt.
Ingólfur.
Elsku amma, takk fyrir allt sem þú
gafst okkur og allan þann tíma sem við
fengum með þér, í æsku, á skólaárun-
um og eftir að við komumst til vits og
ára. Takk fyrir allan þinn kærleik og
hlýju. Þú fylgdist alla tíð vel með okk-
ur barnabörnunum og barst hag okk-
ar fyrir brjósti. Þú fylgdist vel með
þínu fólki hvar í heiminum sem það
var og oft var landakortið dregið fram
til að finna þá staði sem báru á góma í
samtölum okkar, þar sem ættingjar
dvöldu, eða fjallað var um í fréttum.
Þú varst þungamiðjan í lífi okkar
frá unga aldri. Við fengum að hafa þig
lengi hjá okkur og finnst ómetanlegt
að börnin okkar, þín langömmubörn,
skyldu fá að kynnast þessari góðu
konu sem þú varst. Í þinn viskubrunn
og þinn faðm gátum við alltaf leitað.
Þú varst fróðleiksfús og vel lesin, spil-
aðir á píanó, kunnir ljóð og sálma og
settir saman vísur ef sá gállinn var á
þér. Þú sagðir reyndar alltaf að það
gætu nú allir gert, því lítillát varstu og
gerðir ekki mikið úr þínum hæfileik-
um og afrekum í lífinu. Þú varst til
staðar fyrir okkur systkinin og hugs-
aðir svo vel um okkur.
Öll menntaskólaárin okkar og í
mörg ár þar á eftir hittist fjölskyldan í
hádeginu hjá þér og iðulega var mikið
spjallað. Þú eldaðir svo góðan mat.
Stundum var gantast með að þú
steiktir fisk handa okkur til jafns við
150 manns eins og þú gerðir í heima-
vist menntaskólans, þar sem þú stýrð-
ir eldhúsinu af röggsemi í tuttugu ár.
Heimavistin var okkar ævintýraver-
öld og við geymum einstakar minn-
ingar þaðan. Skríðandi á lopasokkum í
risastóru súpupottunum, hríðskjálf-
andi með þér inni í frystiklefa eða sitj-
andi í kjöltu þinni í litlu skrifstofunni
þinni. Það var eitthvað öðruvísi,
spennandi og framandi að eiga ömmu
sem vann þarna og bjó.
Þú áttir þína drauma. Þig langaði að
ganga menntaveginn, verða hjúkrun-
arkona og læra meira á hljóðfæri. Það
vafðist þó ekki fyrir þér að spila á pí-
anó og orgel frá unga aldri, við messur
í Hrísey og undir söng fjölskyldunnar.
En örlögin gripu í taumana, þú misstir
foreldra þína með stuttu millibili að-
eins rúmlega tvítug. Hjónaband þitt
var farsælt og þú tengdist inn í góða
fjölskyldu í næsta húsi. Aftur gripu ör-
lögin í taumana. Afi féll frá langt um
aldur fram og eftir stóðst þú, ekkja
með þrjár dætur. Þú tókst á við þetta
mikla áfall af æðruleysi, fluttir frá
æskuslóðunum í Hrísey til Akureyrar
til að búa þér og dætrum þínum nýja
framtíð.
Amma, við pössum píanóið þitt og
sófasettið og fleiri fallega hluti sem
prýddu yndislega heimilið þitt, kveikj-
um á kertum við myndina af þér, þess-
ari glæsilegu konu, og yljum okkur við
hlýjar minningar. Hvíl í friði elsku
amma, við biðjum að heilsa afa, þeim
merka manni sem okkur hlotnaðist
ekki að hitta en þú saknaðir alla tíð. Þú
hefur kennt okkur svo margt og við
reynum að miðla því áfram til okkar
barna. Minning þín lifir.
Elín, Hermann og fjölskyldur.
Elín Björg
Þorsteinsdóttir
TILBOÐSDAGAR
30-50% afsláttur
af völdum legsteinum
á meðan birgðir endast
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Lokað
Vegna jarðarfarar GEORGS JÓNSSONAR blikksmíðameistara er
lokað hjá okkur í dag, þriðjudaginn 10. febrúar.
Herrafataverslun Birgis.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts sambýlismanns míns,
EGILS GUÐMUNDSSONAR
frá Króki í Grafningi,
til heimilis á Skúlagötu 40b.
Svala Marelsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og
útfarar
JENNÝJAR HARALDSDÓTTUR
frá Seyðisfirði,
Holtagerði 30,
Kópavogi.
Arndís B. Sigurgeirsdóttir, Bára K. Kristinsdóttir,
Svandís Haraldsdóttir,
Sigrún Haraldsdóttir, Ísleifur Guðleifsson,
Pálína Haraldsdóttir, Árni Jón Sigurðsson.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
STEINDÓRU SIGURÐARDÓTTUR,
Fagrahjalla 4,
Vopnafirði.
Steinunn Gunnarsdóttir, Helgi Jörgensson,
Guðný Sveinsdóttir, Hjálmar Björgólfsson,
Sigurður Sveinsson, Karin Bach,
Steindór Sveinsson, Emma Tryggvadóttir,
Ingólfur Sveinsson, Kristbjörg Hilmarsdóttir,
Erla Sveinsdóttir, Gunnlaugur Einarsson,
Sveinn Sveinsson, Rattana Chinnabut,
Harpa Sveinsdóttir, Sigmundur K. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, afi og langafi,
ELÍAS MAGNÚSSON
bifreiðarstjóri,
Stangarholti 2,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut
fimmtudaginn 5. febrúar.
Útför hans verður gerð frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 12. febrúar kl. 13.00.
Sigþóra Jónsdóttir,
Guðný Elín Elíasdóttir,
Elías Magnússon, Ragnheiður Jónsdóttir,
Einar Þór Magnússon, Elín Haraldsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
FRIÐDÓRU JÓHANNESDÓTTUR,
áður til heimilis
Brekkugötu 20,
Hafnarfirði,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 24. janúar.
Okkar alúðarþakkir til starfsfólks fyrir einstaka umönnun hennar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólöf Gunnarsdóttir, Eysteinn Guðlaugsson,
Jóhanna Gunnarsdóttir, Reynir Benediktsson,
Kristín Auður Gunnarsdóttir, Erlingur Kristinn Guðmundsson,
Halldóra María Gunnarsdóttir, Einar Vídalín Guðnason,
Halldór Grétar Gunnarsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.