Morgunblaðið - 10.02.2009, Side 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
Smáauglýsingar 569 1100
Spádómar
! "#$
%&' ()*)
+++,-$ ,
Ferðalög
Útþrá 2009
Spennandi tækifæri í leik, námi og
starfi erlendis fyrir 16-25 ára. Kynn-
ingin er frá kl. 16-19 þriðjudaginn 10.
feb. í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Húsnæði í boði
Spánn - Alicante
Nýtt fallegt raðhús í Torrevieja til
sölu eða leigu. Kaupleiga eða almenn
leiga. S. 899 2940.
Húsnæði óskast
Íbúð til leigu
4ra herb. lúxusíbúð m. óhindruðu
sjávarútsýni, á strandvegi í Gb.
stór verönd og stæði í bílskýli,
verð 150 þús sími 898-9078.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Sumarhús - orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Námskeið
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Jógaleikir fyrir börn 15. febrúar
Námskeið fyrir fagfólk sem vinnur
með börnum og foreldra sem vilja
brydda upp á nýjungum. Kennari
Guðjón Bergmann. Nánar á
www.gbergmann.is.
Leirkrúsin- Námskeið í leirmótun
Helgarnámskeið í febrúar - fyrir
byrjendur og lengra komna. Opin
vinnustofa alla virka daga. Uppl. og
skráning hjá leirkrus@leir.is og
s: 661 2179. www.leir.is
Tómstundir
Lampar með stækkunargleri í úrvali.
Tómstundahúsið, Nethyl 2,
sími 587-0600.
www.tomstundahusid.is
Fyrirtæki
Vil kaupa rekstur
Vil kaupa lítinn rekstur, helst í plast-
iðnaði eða skyldri grein. Reksturinn
þarf að vera hægt að flytja.
Sími 864 4589.
Þjónusta
Fyrir fyrirtæki, heimili
og stofnanir
Gerðu heimilið
og vinnustaðinn
öruggari.
Sterkar sérsmíðað-
ar gluggagrindur
varna innbrotum.
Gerum tilboð í smíði
og uppsetningu.
Vélsmiðja Heiðars ehf.
S. 554 2570/895 5584.
INNBROTSVÖRN
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket,
útihurðir o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari ætlar að bæta við
sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Ýmislegt
Gæða skór fyrir góða menn.
Úrval af herramokkasíum úr leðri,
skinnfóðraðir og á vönduðum sóla.
Verð: 10.850.- 11.500.- 12.450.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
laugard. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Teg. 42026 - glæsilegur, stækkar þig
um eina stærð, fæst í BC skálum á kr.
3.850,- buxur í stíl á kr. 1.950,-
Teg. 8407 - mjög fallegur í BC skálum
á kr. 3.850,- buxur í stíl á kr. .1950,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vil kaupa rekstur
Vil kaupa lítinn rekstur, helst í plast-
iðnaði eða skyldri grein. Reksturinn
þarf að vera hægt að flytja.
Sími 864 4589.
Bílar
VW árg. '06 ek. aðeins 20 þús. km
VW Polo, sjálfskiptur. Toppbíll. Verð
aðeins kr. 1.450.000 staðgr. Skipti
möguleg á Land Cruiser 120, árg.
2003-2004. Uppl. í síma 896-4480.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Eruð þið leið á baðherberginu?
Breytum, bætum og flísaleggjum.
Upplýsingar í síma 899 9825.
Stigahúsateppi
Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 533-5800.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Óska eftir
Vil kaupa rekstur
Vil kaupa lítinn rekstur, helst í plast-
iðnaði eða skyldri grein. Reksturinn
þarf að vera hægt að flytja.
Sími 864 4589.
SMS
fréttir
Skráðu þig
á mbl.is
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn
í Norðvesturkjördæmi
Prófkjör
til framboðs Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi vegna komandi
Alþingiskosninga fer fram laugardaginn
21. mars 2009.
Rétt til þátttöku í prófkjörinu eiga allir þeir
sem gerst hafa flokksbundnir
sjálfstæðismenn fyrir 21. febrúar 2009 og
eru auk þess fullgildir meðlimir sjálfstæðis-
félaganna í kjördæminu, þar búsettir og hafa
náð 16 ára aldri á prófkjörsdag.
Fyrir hönd kjörnefndar,
Jóhann Kjartansson, formaður.
Sterkasti listinn
- Nú er að duga eða drepast
Landssamband
sjálfstæðiskvenna og
sjálfstæðiskvennafélagið
Vörn Akureyri, efna til opins
stjórnmálafundar í Kaupangi við
Mýrarveg miðvikudaginn
11. febrúar kl. 20.30.
Ávörp flytja:
Drífa Hjartardóttir, formaður LS
Arnbjörg Sveinsdóttir,
alþingismaður
Ólöf Nordal, alþingismaður
Jóna Jónsdóttir, formaður
Sjálfstæðisfélags Akureyrar
Fundarstjóri, Sigrún Jakobsdóttir
bæjarstjóri
Allir velkomnir.
Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna
Félagslíf
I.O.O.F. Rb.1 1582108 - 9.0.*
HLÍN 6009021019 IV/V
EDDA 6009021019 III
FJÖLNIR 6009021019 II
HAMAR 6009021019 I
Ertu að leita þér að vinnu?
Vantar þig starfskraft?
Farðu inn á mbl.is/atvinna
fór að gjósa í Eyjum ’73, en þá dreifð-
ust fjölskyldur um allt land. Jón og
Ásta fluttu með sína fjölskyldu til Ak-
ureyrar, á æskustöðvar Jóns. En for-
eldrar mínir fluttu aftur út í Eyjar.
En það samband sem við Jón mynd-
uðum í minni æsku var alltaf gott. Og
gott dæmi um það er þegar við Björk
konan mín vorum að byggja hús okk-
ar í Eyjum, og Björk gekk með frum-
burðinn okkar hann, Jón Viðar. Ásta
og Jón komust að því að Björk leidd-
ist eitthvað heima því henni fannst
viðvera mín á heimilinu vera lítil, því
mikill tími færi í húsbygginguna, þá
hringdi Ásta í Björk og sagði henni að
drífa sig norður í sólina, þær gætu
örugglega brallað eitthvað saman. En
Ásta gekk þá með hana Jónu Brynju.
Starfsferill Jóns var aðallega
tengdur sjómennsku. Meðan hann
bjó í Eyjum var Ingi á Hugin hans að-
alatvinnurekandi, en eftir að Jón
flutti norður vann hann mest hjá
Samherja. Jón þótti góður múrari og
vann hann við það þegar hann var í
landi.
Áhugamál Jóns var söngur, þótti
hann góður söngvari, söng m.a. með
hljómsveitum á sínum yngri árum.
Foreldrar Jóns, Stefán og Ragn-
heiður byggðu sér hús í Eyjum sem
heitir Grund. Þau byggðu það ásamt
tveimur barna sinna, Brynjari og
Önnu Fríðu móður minni og mökum
þeirra. Það var siður að þegar stór-
fjölskyldan var sem fjölmennust í
Eyjum fyrir gos að hún hittist á
Grundinni á gamlárskvöld, þá var
gaman. Þá þótti það sjálfsagður hlut-
ur að safnast saman við orgelið hans
afa og lagið var tekið, og það svona
listavel því það eru margir stórsöngv-
arar í fjölskyldunni og ekki skemmdi
spilamennska afa. En það þurfti nú
oftast að stoppa á milli laga og ræða
tónana, og þá voru menn ekki alltaf
sáttir. Ég verð nú að viðurkenna það,
þótt mér sé meinilla við það, þá eru
ansi margir þrasarar í þessari fjöl-
skyldu, en ég er stoltur af því að til-
heyra henni.
Eins og kom fram hér á undan var
sjómennskan aðalstarf Jóns og slas-
aðist hann alvarlega við störf sín á sjó,
svo illa að hann beið þess aldrei bætur
og þurfti hann að hætta sjómennsku.
Samstaða Jóns og Ástu var góð og
lögðu þau allan sinn metnað í það
börnum þeirra og fjölskyldum liði
sem best. Ekki má gleyma umhyggju
Ástu í hans garð í hans veikindum,
hún var aðdáunarverð. Ásta mín,
takk fyrir að hugsa svona vel um Jón
frænda.
Ég og mín fjölskylda viljum að lok-
um þakka Jóni, Ástu og þeirra fjöl-
skyldu fyrir samferðina. Um leið og
við biðjum Guð almáttugan að vernda
þau í sorg sinni.
Stefán Örn, Björk og fjölskylda.
Fleiri minningargreinar um Jón
Stefánsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.