Morgunblaðið - 10.02.2009, Side 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
GRÚSKARAR á bókasafni í norður-
ítölsku borginni Verónu, hafa fundið
ævagamalt handrit, það elsta sem vit-
að er um með leið-
beiningum um
það hvernig fara á
að því að næla sér
í þann sem maður
er skotinn í.
Handritið er
kennslubók í því
hvernig eigi að
skrifa ástarljóð
sem virka, og er
talið vera frá því
um 1250 og skrifað á latínu. Höfund-
urin er Guido nokkur, og það vekur
furðu að hann var prestur, en sem
kunnugt er þurfa prestar kaþólsku
kirkjunnar að virða skírlífisheit.
Ráðin sem Guido gaf lesendum sín-
um á miðöldum eru allt frá því hvern-
ig senda eigi fyrsta ástarbréfið, til
þess hvernig eigi að taka af skarið og
tjá hug sinn allan. Regla númer eitt
er að lofsama fegurð viðtakandans
með hástemmdum lýsingum og best
ef bréfritari getur borið sjálfan sig og
elskuna sína saman við þekktar tur-
tildúfur úr grísku goðafræðinni.
Hann nefnir sérstaklega að það sé
áhrifamikið ef bréfritari líkir sér og
ástinni sinni við Helenu fögru sem
varð ástfangin af prinsinum París. Þá
þykir honum líka líklegt til árangurs
að viðtakandinn fái kveðjur, „jafn-
margar og fiskarnir í sjónum“.
Skrifar til kvenna
Guido ráðleggur bréfriturum að
gera viðtakandanum strax ljóst að
miklar tilfinningar séu í spilinu, svo
stórar að erfitt geti verið að tjá þær.
Þá sé heppilegt að segja: „Ég elska
þig heitt, fæ ei með orðum lýst, jafn-
vel þótt allir mínir kropps limir gætu
talað“ eða „Fyrir ilminn af ást þinni
mun ég klífa björg og synda höf“.
Það sem fræðimönnum í Verónu
þykir hvað merkilegast við handrit
Guidos er það, að hann ávarpar konur
ekkert síður en karla, þegar hann tal-
ar um lesendur sína. „Þetta styrkir
nýjar hugmyndir um að á miðöldum
hafi konur verið bæði læsar og skrif-
andi,“ sagði Francisco Stella prófess-
or í miðaldabókmenntum í viðtali við
ítalska blaðið La Repubblica.
Fyrir ilm
af ástinni
Handrit frá miðöld-
um breytir hug-
myndum um konur
Frá Verónu
Á FYRSTU háskóla-
tónleikum nýs árs í Norræna
húsinu á morgun kl. 12.30,
leika Sigurlaug Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Helga
Þórarinsdóttir víóluleikari,
Bryndís Björgvinsdóttir
sellóleikari og Valgerður
Andrésdóttir píanóleikari,
Píanókvartett nr. 2 í Es-dúr
kv. 493 eftir W. A. Mozart. Hugmyndin að stofnun
kvartettsins kviknaði í nóvember 2007 í Berlín og
eru þetta fyrstu opinberu tónleikar þessa sam-
starfs. Allar hafa konurnar þó verið viðloðandi ís-
lenskt tónlistarlíf með margvíslegum hætti síðasta
áratug og lengur, en strengjaleikararnir leika allir
með Sinfóníuhljómsveitinni.
Tónlist
Nýr kvartett
kveður sér hljóðs
Kvartettinn
Í TILEFNI sýningar á text-
íllist í Gerðarsafni í Kópavogi
býður Kópavogskirkja unn-
endum sköpunar með skyttu
og nál að skoða sýnishorn
hökla Sigrúnar Jónsdóttur
(1921-2001). Sigrún var frum-
kvöðull í kirkjulist og batík hér
á landi og lærði list sína í Sví-
þjóð. Hún gerði á löngum og
farsælum starfsferli á fimmta
tug hökla fyrir kirkjur landsins
og eru hátíðarhöklar Dómkirkjunnar, Skálholts-
kirkju og Akureyrarkirkju meðal verka hennar.
Sigrún hlaut meðal annars viðurkenningar fyrir
verk sín í Svíþjóð, Mónakó, Danmörku og Ítalíu
og sýndi á einkasýningum víða um heim.
Hönnun
Höklar Sigrúnar
í Kópavogskirkju
Einn af höklum
Sigrúnar.
KVIKMYNDASAFN Íslands
sýnir í kvöld kl. 20 í Bæjarbíói í
Hafnarfirði og á laugardag kl.
16, Konungskomur til Íslands
1907-1930. Konungskoman
1921 verður sýnd í endurgerð
Eiðs Guðnasonar. Þá verður
sýnd mynd frá 1921 eftir Pétur
Brynjólfsson ljósmyndara. Frá
konungskomunni 1926 koma
myndir eftir Hallgrím Ein-
arsson ljósmyndara á Ak-
ureyri, sem ekki hafa verið sýndar fyrr, auk
myndar Lofts Guðmundssonar frá því ári. Frá
árinu 1926 verða sýndir hlutar mynda Hallgríms
Einarssonar og Lofts Guðmundssonar en frá
árinu 1930 verður sýnd frönsk kvikmynd.
Kvikmyndir
Kóngurinn kemur
í heimsókn
Kóngurinn
kemur.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
FJÖLDI viðburða verður á Vetr-
arhátíð á föstudagskvöld og laugardag
um næstu helgi, en þá er einnig Safna-
nótt sem hefur notið mikilla vinsælda í
menningarlífi borgarinnar. Á dagskrá
eru á annað hundrað viðburða, víða
um borgina. Grjótaþorpið, elsti hluti
Reykjavíkur, verður þó fyrir miðju.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borg-
arstjóri setur hátíðina í Fógetagarð-
inum við Aðalstræti við upphaf Safn-
anætur klukkan 19.00 á föstudag. Á
því svæði byrjaði borgin að mótast og
stefnt er að því að með aðstoð lýs-
ingar, hljóða, kvikmynda og leiklistar
þokist Grjótaþorp aftur til 19. aldar
eina kvöldstund.
Fólk birtist úr fortíð
„Við hyggjumst lýsa upp garðana
hérna og fá einskonar vonarljós inn í
ástandið í samfélaginu,“ segir Sverrir
Guðjónsson tónlistarmaður, sem býr í
Grjótaþorpi og er í stjórn íbúasamtak-
anna. Hann segir að fjöllistahópurinn
Norðanbál komi þar að verki og að-
stoði við að kveikja anda fortíðar.
„Hér skýtur upp kollinum fólk úr for-
tíð, í gömlum búningum. Gamli brunn-
urinn, þar sem allar sögurnar spruttu
fram og bárust um bæinn, er hér við
Aðalstræti, og vatnsberinn mætir á
staðinn. Vaktmaðurinn mætir líka
með luktina sína.
Fólk verður leitt inn í þorpið frá
gamla kirkjugarðinum, sem er gegnt
Herkastalnum. Síðan getur hver og
einn rölt um og upplifað stemn-
inguna.“
Sverrir segir að ekki sé ætlunin að
vera með leiðsögn um Grjótaþorpið.
Eftir að borgarstjóri hefur sett hátíð-
ina ganga vaktmaðurinn og vatnsber-
inn inn í þorpið. „Fólk getur fylgt þeim
áleiðis en síðan dreifst um þorpið. Hér
og þar verða uppákomur og hug-
myndin er að það verði líf í húsunum;
að fólk gangi inn í gamlan tíma en
samt eru íbúar að fást við sitt enn í
dag. Til dæmis tónlist. Í Grjótaþorp-
inu búa margir listamenn og sumir
munu til að mynda vera að æfa sig á
hljóðfæri við opna glugga, þannig að
tónarnir berast út í þorpið.“
Þegar Sverrir er spurður að því
hvort þessi áhersla á fortíðina í hinum
gamla kjarna borgarinnar sé ekki
tímanna tákan, að verið sé að benda á
raunveruleg gildi sem hafa verið til
staðar, segir hann að svo sé.
„Vissulega má segja að við séum að
leita að rótum okkar,“ segir hann.
Ýmsar sýningar
Fyrirhugað er að varpa kvikmynd
út um glugga á Vinaminni, aftan á
hvítan vegg Morgunblaðshússins við
Aðalstræti. „Þar birtist eldgos, þögul
mynd um eldfjöll og sköpun lands,
sem minnir okkur á fæðingu, nýtt
upphaf, líkt og í lokakafla Völuspár,“
segir Sverrir. „Moggahöllin er eins-
konar táknmynd fyrir risaeðluna sem
tróð sér inn í þorpið. Þegar Mogga-
höllin reis og til stóð að breyta mið-
bænum í blokkahverfi stóð jafnvel til
að leggja hraðbraut gegnum Grjóta-
þorpið. Hér átti að rífa allt niður.“
Af því varð sem betur fer ekki,
vegna andspyrnu fólksins.
„Hér er mikið af skemmtilegum
lista-, hönnunar- og handverksgall-
eríum. Þar verða ýmsar sýningar
sem tengjast hátíðinni og Grjóta-
þorpinu. Af nógu verður að taka.“
Þá verður á efstu hæðum Gróf-
arhúss, sem hýsir Borgarbókasafn,
Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn
Reykjavíkur, hægt að njóta útsýnis
yfir upplýst Grjótaþorpið og skoða
gamlar ljósmyndir og fróðleg rit sem
því tengjast.
Vonarljós inn í ástandið
Sjónum verður beint að Grjótaþorpinu á Vetrarhátíð um næstu helgi
Garðar verða lýstir upp, leikarar verða með og gestir upplifa liðna tíma
Morgunblaðið/Einar Falur
Í Grjótaþorpinu „Hér og þar verða uppákomur og hugmyndin er að það
verði líf í húsunum; að fólk gangi inn í gamlan tíma,“ segir Sverrir.
www.vetrarhatid.is
PACIFICA-strengjakvartettinn fékk Grammy-
verðlaunin við verðlaunaathöfn í fyrrakvöld, fyrir
besta flutning kammertónlistar á plötu. Sig-
urbjörn Bernharðsson fiðluleikari er einn fjór-
menninganna í Pacifica, en verðlaunaplatan
geymir strengjakvartetta nr. 1 og 5 eftir eitt
mesta núlifandi tónskáld Bandaríkjamanna, Elliot
Carter, sem fagnaði aldarafmæli fyrr í vetur.
Á síðasta ári var Pacifica-kvartettinn útnefndur
tónlistarhópur ársins 2009 af einu stærsta tónlist-
artímariti Bandaríkjanna, Musical America, og
fékk einnig boð um að taka við tónleikaröð hins
heimsfræga Guarneri-kvartetts í Metropolitan-
safninu í New York.
Í viðtali við Morgunblaðið á aðfangadag jóla
gerði Sigurbjörn ekki mikið úr afrekum sínum
með Pacifica og sagði að fyrst og fremst snerist
þetta um vinnuna og tónlistina, og heiðurinn
breytti því ekki. Um Elliot Carter, sem hann sagði
Bandaríkjamönnum það sem Halldór Laxness er
okkur, sagði Sigurbjörn: „Við unnum mikið og ná-
ið með honum og það verður það eftirminnilega
frá árinu. Elliott Carter er ótrúlegur snillingur og
gaman að vera í návígi við svo mikinn gáfumann.
[…] Hann er með svo tjáningarríkt andlit að þeg-
ar við vorum að spila fyrir hann fengum við mjög
sjónræna mynd af því sem hann var að hugsa um
spilamennskuna hjá okkur. Því verður ekki hægt
að gleyma.“
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Rumon Gamba
hljómsveitarstjóri voru einnig tilnefnd til
Grammyverðlaunanna fyrir plötu með verkum
franska tónskáldsins Vincents D’Indy, en fengu
ekki verðlaunin. begga@mbl.is
Pacifica fékk Grammy
Pacifica Margverðlaunaður strengjakvartett.
Sinfóníuhljómsveitin tilnefnd en fékk ekki verðlaunin
Voces Thules bjóða upp á útgáfu-
tónleika á Vetrarhátíð á föstu-
dagskvöldið kemur. Tónleikarnir
verða í Iðnó, hefjast klukkan ellefu
um kvöldið og lýkur klukkan 12.32
eftir miðnættið. Sú tímasetning er
engin tilviljun þar sem Voces Thu-
les, ásamt Arngeiri Heiðari Hauks-
syni, flytja tónlist af diskinum
Sturlunga – Battle of Iceland –
Sék eld of þér. Félagarnir í Voces
Thules fundu forn lög sem þeir
fella við draumkvæði úr Sturlungu,
sem sagan segir að hafi verið
kveðin fyrir fólk í svefni skömmu
fyrir Örlygsstaðabardaga, sem var
einmitt í ágúst árið 1232.
„Nú vill svo sérkennilega til að
við lendum í miðri samtíma-
Sturlungu með þessa útgáfu okk-
ar,“ segir Sverrir Guðjónsson, einn
meðlima Voces Thules.
Hljóðfæri í miðaldastíl voru
smíðuð sérstaklega fyrir hópinn
fyrir flutninginn, en unnið hefur
verið að verkefninu frá árinu 2002.
Voces Thules flytja draumakvæði Sturlungu
Við jörðum þá með
annarri, ef svo færi
að við slægjumst í för með
þeim.30
»
Í DAG:
Kl. 12.15 hádegistónleikar í
Hafnarborg, Emil Friðfinnsson
og Þórarinn Stefánsson. Verk
eftir Leif Þórarinsson og fleiri.
Kl. 20 í Langholtskirkju. Verk
eftir Egil Ólafsson, Ríkarð Örn
Pálsson og Gunnar Þórðarson í
flutningi Jón Leifs Camerata og
Diddúar.
Á MORGUN:
Kl. 20 í Hafnarborg. Stelkur
flytur verk eftir Charles Ross og
fleiri.
FIMMTUDAG:
Kl. 12.15 í Sölvhóli. Söngnemar
Listaháskólans syngja.
Kl. 20 í Háskólabíói. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands leikur m.a.
Píanókonsert eftir Daníel
Bjarnason. Einleikarar Einar Jó-
hannesson og Víkingur Heiðar
Ólafsson.
FÖSTUDAG:
Kl. 19.30 í Laugarborg, Emil og
Þórarinn.
Kl. 20 í Hafnarborg. Verk eftir
Árna Egilsson.
Myrkir músíkdagar