Morgunblaðið - 10.02.2009, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
KVIKMYNDIN The Curious Case
of Benjamin Button skaust beint
upp í efsta sæti Bíólistans eftir sýn-
ingar helgarinnar. Rúmlega 2.900
bíógestir sóttu myndina sem þýðir
að tekjur af henni eru þegar orðnar
um 2.6 milljónir. Kvikmyndin hefur
fengið ágætisdóma víðast hvar en
auk Brads Pitt leika þær Cate
Blanchett, Tilda Swinton og Julia
Ormond í myndinni. Von er á að
myndin muni hljóta verðlaun á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni sem fram fer
síðar í þessum mánuði og þá sér-
staklega fyrir tæknibrellurnar sem
eru framúrskarandi. Efsta mynd
þarsíðustu helgar, hryllingsmyndin
My Bloody Valentine 3D fellur niður
um eitt sæti en myndin hefur nú
skilað rúmum 9,4 milljónum í kass-
ann.
Grínmyndin Bride Wars með
þeim Kate Hudson og Anne Hat-
haway náði þriðja sætinu sína fyrstu
sýningarhelgi en tæplega 2.500 Ís-
lendingar sóttu myndina um
helgina. Í fjórða sæti er að finna eina
stærstu mynd ársins Slumdog Milli-
onaire (Viltu vinna milljarð) sem
hlaut sjö verðlaun á BAFTA-
verðlaunahátíðinni sem fram fór á
sunnudaginn. Tæplega 19 þúsund
Íslendingar hafa nú sótt þessa mynd
sem mun að öllum líkindum sópa að
sér verðlaunum á Óskarnum en
tekjur af myndinni hér á landi nema
nú tæpum 16 milljónum króna.
Þá var fjölskyldumyndin Hotel for
Dogs einnig frumsýnd um helgina
en eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær stóðu Bylgjan og
Pedigree fyrir sérstakri hundasýn-
ingu sem var á síðustu stundu slegin
af af Heilbrigðiseftirliti Reykjavík-
ur. Þrátt fyrir það sóttu um 1.700
tvífætlingar myndina.
Tekjuhæstu kvikmyndir helgarinnar
Ævintýrið um Benjamin
Button á toppnum
.678++ &++
!
"
# $
% &'
(
) * #
"+,# -&
+
"
Tæknileg Myndin styðst við ótrúlega tölvutækni sem á sér engan líka.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„VIÐ syngjum með tveimur líf-
færum, pungnum og hjartanu, hvort
tveggja er mjög einlægt en þegar
sungið er með pungnum er allt gefið
í, aldrei bakkað og sénsinn tekinn á
því að röddin muni bresta en það
skiptir ekki máli því við erum að
meina það,“ segir Halldór Gunnar
Pálsson, stjórnandi karlakórsins
Fjallabræðra, kíminn. Karlakórinn
sem er kenndur við Flateyri, gaf
Færeyingum lagið „Minni Fær-
eyinga“ nýlega sem þakklætisvott
fyrir alla aðstoð sem þeir hafa veitt
Íslendingum. „Þegar það kom upp
að Færeyingar ætluðu að lána Ís-
lendingum peninga í kjölfar efna-
hagshrunsins fórum við að ræða
hvað þeir væru magnaðir; um leið og
eitthvað gerðist á Íslandi þá kæmi
alltaf litli bróðir okkar í suðri til
hjálpar óumbeðinn. Einn frændi
minn í kórnum sagði við mig að nú
yrði ég að semja lag fyrir Fær-
eyinga, það væri borgaraleg skylda
okkar að þakka þessu fólki fyrir.
Mörgum okkar frá Flateyri er minn-
isstætt þegar þeir gáfu okkur leik-
skóla eftir snjóflóðið, þeir gerðu það
sama í Súðavík og Vestmanna-
eyjum,“ segir Halldór og minnir á að
Færeyingar séu aðeins um 50.000.
„Eins og einn fallegur Færeyingur
sagði við mig: „Íslendingar hafa
aldrei verið frændur okkar, þeir
hafa alltaf verið bræður okkar.““
Plata í vinnslu
Kórinn skundaði svo á ræð-
ismannsskrifstofu Færeyja á Íslandi
síðasta miðvikudag og söng lagið
fyrir ræðismanninn auk þess að af-
henda honum platta með kveðju frá
kórnum til færeysku þjóðarinnar.
Svo skemmtilega vill til að daginn
áður en Fjallabræður gáfu Fær-
eyingum lagið var hringt í þá frá
skipuleggjendum G-festivals í Fær-
eyjum og þeim tilkynnt að þeir væru
bókaðir á hátíðina í ár.
Kórinn vinnur nú að sinni fyrstu
plötu sem kemur út með vorinu.
Fjallabræður Halldór Gunnar leiðir félaga sína áfram með gítar að vopni.
Syngja með hjart-
anu og pungnum
www.myspace.com/fjallabraedur
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
HÖRKUSPENNANDI MYND
ÚR SMIÐJU LUC BESSON
650k
r.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Bride Wars kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Revolutionary Road kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
Underworld 3 kl. 10:30 B.i. 16 ára
Seven pounds kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
Australia kl. 8 B.i. 12 ára
Taken kl. 6 - 10:30 B.i. 16 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
BRÁÐSKEMMTILEG MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Þegar tvö brúðkaup lenda upp á sama
daginn fara bestu vinkonur í stríð!
Frábær
gamanmynd!
Hve langt myndir þú ganga
til að varðveita leyndarmál?
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
AUKASÝNINGA
R Á
VINSÆLUSTU
MYNDINNI
FRÁ FRANSKR
I HÁTÍÐ
Refurinn
og barnið
m. ísl. texta
Fyrsti kafli
Underworld myndanna.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
550 kr. fyrir b
örn
650 kr. fyrir f
ullorðna
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
650k
r.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
- E.E., DV
650k
r.
650k
r.
3
- S.V. Mbl.
- K.H.G., DV
650k
r.
650k
r.
The Reader kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.14 ára
Valkyrie kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára
Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 - 10:10 LEYFÐ
Refurinn og barnið ísl. texti kl. 6 LEYFÐ
Revolutionary Road kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 LEYFÐ
Bride Wars kl. 8 - 10 LEYFÐ
Skógarstríð 2 kl. 6 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ
Underworld 3 kl. 10:10 B.i.16 ára
Villtu vinna milljarð kl. 8 B.i.12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 6 LEYFÐ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú
- S.V., MBL
- DÓRI DNA, DV