Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 „ÉG veit ekki hvað tekur við að lokinni þingmennsku. Það er ekkert fast í hendi þannig að nú verð ég að fara að líta í kringum mig,“ sagði Árni M. Mathiesen, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi fjár- málaráðherra við mbl.is í gær. Árni gefur ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að á ferðum hans um kjördæmið að undanförnu hefði berlega komið í ljós að mikill vilji væri til breytinga innan Sjálf- stæðisflokksins. „Þessi afstaða er vel skiljanleg í ljósi þeirra erfiðleika sem þjóðin hefur gengið í gegnum á síð- ustu mánuðum og misserum. Þó ég sé allur af vilja gerður til þess að bregð- ast við þessu kalli um breytingar má ljóst vera að því eru takmörk sett hvað ég get gert í þeim efnum af augljósum ástæðum. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í prófkjöri flokksins hinn 14. mars næstkomandi vegna kosn- inganna 25. apríl í vor. Það er hlutverk leiðtoga að leiða en það er líka nauð- synlegt fyrir leiðtoga að vita hvenær á að víkja.“ „Nauðsynlegt fyrir leiðtoga að vita hvenær á að víkja“ Árni M. Mathiesen Árni M. Mathiesen gefur ekki kost á sér í prófkjöri JÓHANNES Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir í umsögn sem hann veitti viðskiptanefnd í byrjun vik- unnar vegna Seðlabankafrumvarpsins, að upphafleg laga- setning um Seðlabankann og allar veigamiklar breytingar síðan hafi verið rækilega undirbúnar og um þær ætíð náðst þverpólitísk samstaða á þingi. Hvatti hann nefndina til að vanda sem best til verksins. „Mér virðist sérstaklega mikilvægt að fá umsögn Seðlabanka Evrópu, sem mér skilst að hafi verið í boði [...],“ segir m.a. í umsögn hans. „Ekki fer á milli mála að frumvarpið er í upphafi mjög af vanefnum gert og er þakkarvert að meirihlutinn hefur þegar lagt fram breytingartillögur sem bæta nokkuð úr alvarlegustu van- köntum þess,“ segir hann einnig. Þá segir Jóhannes margt mæla með að að- stoðarbankastjórarnir verði tveir. „Skilgreining á valdsviði peningastefnu- nefndar virðist mér einnig þurfi að vera skýrari en felst í frumvarpinu og breytingartillögum meirihluta viðskiptanefndar, ella getur skapast óvissa um gildi einstakra ákvarðana bankans.“ Ætíð náðst þverpólitísk samstaða um breytingar Jóhannes Nordal Jóhannes Nordal gerði ýmsar athugasemdir VIÐ blasir að tugir þúsunda náms- manna fái ekki sumarvinnu þegar skólum lýkur í vor vegna ástandsins í atvinnulífinu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra átti fund sl. miðvikudag með fulltrúum fram- haldsskólanemenda sem lýstu mikl- um áhyggjum af sumarstörfum. Hún sagði að sá möguleiki væri til skoðunar að auka námsframboð í sumar, svo námsmenn gætu nýtt tímann fengju þeir ekki vinnu. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði menntamálaráðherra á Alþingi í gær, hvernig hún ætlaði að bregðast við því að næstkomandi vor mundu 40 þúsund námsmenn koma út á vinnumarkaðinn úr framhalds- og háskólum landsins. Sagði Birkir Jón að alvarleg staða blasti við á vinnu- markaði á sama tíma og hugsanlega væru fyrir 20 þúsund manns á at- vinnuleysisskrá. Birkir Jón spurði hvort til stæði að auka verulega námsframboð svo að ungt fólk þyrfti ekki að ganga atvinnulaust um göt- urnar í sumar. Katrín greindi frá því að vinnu- hópur ráðuneyta fjallaði um hvaða úrræði væru fyrir hendi vegna sum- arstarfa námsmanna. Annar fjallaði um samspil LÍN og vinnumarkaðar- ins. Hún benti einnig á að fram- færslugrunnur LÍN miðast við að námsmenn hafi eina milljón í sjálfs- aflafé, sem þeir afli sér með sum- artekjum og vinnu með námi. Mikil óvissa um sumar- störf tugþúsunda nema Morgunblaðið/G.Rúnar Dökkt útlit Verða einhver sum- arstörf í boði fyrir skólafólk? Aukið námsfram- boð yfir sumartím- ann til skoðunar KRISTINN H. Gunnarsson hefur sagt sig bæði úr Frjálslynda flokkn- um og þingflokki frjálslyndra. Þetta kom fram í upphafi þingfundar í gær þegar lesið var upp bréf frá Kristni. Hann sagði í samtali að hann væri að íhuga áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. „Mér fannst vera orðið fullreynt, að mér tækist að ná fram breytingum á flokknum, bæði áherslum og í forustusveit,“ sagði Kristinn. Hann segir að trúnaðar- brestur hafi orðið milli hans og for- ustu flokksins á síðasta ári í tengslum við komu palestínsku flóttamannanna til Akraness. „Þessi trúnaðarbrestur hefur dregið á eftir sér langan slóða af öðrum málum.“ Kristinn sagðist ekki vera búinn að gera endanlega upp við sig hvað hann gerir varðandi framboðsmál í vor. Þessa ákvörðun hafi borið brátt að. „Ég er að hugsa það núna að halda áfram í stjórnmálum og reikna með að vinna það hratt.“ „Það mun að sjálfsögðu koma maður í manns stað,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, um ákvörðun Kristins. „Ég óska honum velfarnaðar, þangað sem hann fer.“ Sagði hann ljóst að mikil endurnýjun yrði í flokknum. Fullreynt að ná fram breytingum Kristinn H. Gunnarsson Guðjón Arnar Kristjánsson Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EFTIR miklar umræður og deilur var frumvarpið um Seðlabanka Ís- lands samþykkt sem lög frá Alþingi síðdegis í gær með 33 atkvæðum gegn 18 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Einnig var samþykkt breytingartillaga meiri- hluta viðskiptanefndar um að pen- ingastefnunefnd bankans skuli þeg- ar tilefni er til gefa opinberlega út viðvaranir, ef hún metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu. Felld var breytingartillaga fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að forsætisráð- herra skuli leita staðfestingar Al- þingis á skipan seðlabankastjóra og aðstoðarbankastjóra til bráðabirgða þar til embættin hafa verið auglýst. „Landlæg spilling og vantrú“ Álfheiður Ingadóttir, VG og for- maður viðskiptanefndar, sagði til- lögu sjálfstæðismanna mjög ómál- efnalega. Búið hefði verið til mjög vandað regluverk um hvernig skipa ætti í stöðurnar. Til þessa hafi for- sætisráðherra skipað í stöðurnar einhendis, „og landlæg spilling og vantrú á skipan í embættis- mannakerfinu íslenska, hefur orðið til þess að í þessu frumvarpi sem hér liggur fyrir er gerð tillaga um allt annað verklag“. Lokaumræðan um frumvarpið stóð yfir í allan gærdag. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, var mjög gagnrýninn í ræðu sinni og sagði þjóðina hafa mátt þola illdeilur tveggja fylkinga, sem hafi barist um völdin í landinu. „Ég held að almenningur sé búinn að fá nóg af þessum illdeilum. Ég segi hingað og ekki lengra. Ég tek ekki þátt í þessum skrípaleik,“ sagði hann og bætti við að Alþingi ætti að berjast fyrir því að mál væru unnin faglega frá upphafi til enda. Sakar forseta Alþingis um misbeitingu valds Sagði hann að Alþingi hefði beðið mikinn hnekki þegar forseti Alþing- is ákvað að fresta þingfundi vegna deilna um afgreiðslu frumvarpsins í viðskiptanefnd sl. mánudag. „Þetta er einhver grófasta misbeiting á valdi í sögu íslenska lýðveldisins,“ sagði hann. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu frumvarpið harðlega, ekki síst breytingartillögu meiri- hluta viðskiptanefndar um hlutverk peningastefnunefndar. Birgir Ár- mannsson sagði að nefndinni væri falið algerlega nýtt hlutverk. Sjálf- stæðismenn teldu hana fullkomlega vanhugsaða, enginn gerði sér eng- inn grein fyrir því hvaða áhrif hún gæti haft. „Við höfum áhyggjur af því að hún geti verið stórskaðleg,“ sagði hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins sagðist styðja málið heilshugar. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra sagði sjálfstæðismenn liggja í samfelldri vörn fyrir þann mann sem mestu réði í Sjálfstæð- isflokknum, þ.e. Davíð Oddsson. Vandað eða vanhugsað?  Ný Seðlabankalög samþykkt 33/18  Sjálfstæðismenn segja viðvörunarhlutverk peningastefnunefndar stórhættulegt  Nýtt og betra verklag, segja stjórnarliðar Morgunblaðið/Heiddi Tekist á „Kannski eiga þessar illdeilur stóran þátt í þeim vanda, sem þjóðin glímir við í dag,“ sagði Höskuldur Þórhallsson, sem var í eldlínunni í gær. Í HNOTSKURN »Frumvarpið um Seðla-bankann var lagt fram á þinginu 4. febrúar. »Verulegar breytingarvoru gerðar á frumvarp- inu við umfjöllun þingsins. »Forysta ríkisstjórnarinnarvildi að lokaumræða færi fram sl. mánudag en meiri- hluti viðskiptanefndar ákvað að bíða skýrslu ESB. »Umræðu um frumvarpiðvar frestað nokkrum sinn- um og engin þingmál fengust rædd sl. mánudag vegna deilna um afgreiðslu málsins. »Meirihluti viðskipta-nefndar samþykkti svo frumvarpið með breytingu á fundi í fyrrakvöld. »Lokaumræða hófst fyrirhádegi í gær og lauk síð- degis með samþykkt laganna. Orðrétt á Alþingi ’„Nú hefur þessi hreyfing ogmeirihluti almennings náð þvífram, að það hefur verið boðað tilkosninga, ríkisstjórnin fór frá og önnurhefur tekið við til bráðabirgða, það hefur verið hreinsað til í Fjármálaeft- irlitinu og hér er verið að samþykkja að hreinsa til í Seðlabankanum.“ MÖRÐUR ÁRNASON ’„Ég held, virðulegi forseti, að þaðhefði verið afar gott að ákvæði afþessum toga hefði verið til staðar íþeim hremmingum sem við höfumverið að ganga í gegnum.“ LÚÐVÍK BERGVINSSON ’„Ef peningastefnunefnd á að til-kynna opinberlega þegar tilefni ertil um alvarleg hættumerki, getur húnalveg eins sagt: ég ætla að stúta kerf-inu.“ PÉTUR BLÖNDAL ’„Mér er það gjörsamlega hulinráðgáta að meirihluti viðskipta-nefndar skuli ekki hafa áttað sig áhvað er um hættulega tillögu hér aðræða.“ JÓN MAGNÚSSON ’„Síðast en ekki síst, þá hefur hérverið samþykkt breytingartillaga,sem að okkar mati getur verið stór-skaðleg, er einsdæmi í löggjöf umseðlabanka í heiminum […] BIRGIR ÁRMANNSSON ’„Fyrir þá sem sitja hér uppi ááhorfendabekkjunum og líta yfirráðherrabekkina, þá sjá þeir að það ereinn ráðherra viðstaddur, sem er ótrú-legt.“ SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON. ’„Það er miður að Sjálfstæð-isflokkurinn skuli ekki treysta sértil þess að stíga skrefið til fulls viðþessa lokaafgreiðslu.“ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR LAUSN Icesave-deilunnar, með að- stoð alþjóðasamfélagsins og þeirra ríkja sem næst okkur standa, er ein af forsendum endurreisnar íslensks efnahagslífs. Þetta segir í svari ut- anríkisráðherra við fyrirspurn Sivj- ar Friðleifsdóttur, Framsókn- arflokki. „ESB-ríkin hafa mjög skýra afstöðu til þess hverjar skyld- ur Íslands eru í máli þessu og hafa skoðanir verið látnar í ljós um að Ís- land sé að virða að vettugi skyldur sínar á innri markaði sambandsins. Það gæti valdið uppnámi á EES- samningnum,“ segir í svarinu. Gæti valdið uppnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.