Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. . Alþingiskosningar 2009 HELGA Sigrún Harðardóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi og sækist eftir 1. sætinu þar. Helga Sigrún var í 3. sæti á lista Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum og varð þingmaður eftir að Bjarni Harðarson sagði af sér. Með því að færa sig yfir í Suðvesturkjördæmi býður hún sig fram gegn Siv Friðleifsdóttur sem leitt hefur lista flokksins í því kjördæmi um árabil og gefur áfram kost á sér. Helga Sigrún er kennari og náms- og starfs- ráðgjafi að mennt, með mastersgráðu í mannauðs- og samskiptastjórnun Helga Sigrún sækist eftir 1. sæti Helga Sigrún Harðardóttir ÓLI Björn Kárason gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í SV-kjördæmi. Óli Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og stundaði nám í hagfræði í Banda- ríkjunum. Hann var ritstjóri Viðskiptablaðsins 1994-1999 og síðar ritstjóri DV. Hann er ritstjóri vefjarins AMX. Óli Björn gefur kost á sér í 4. sæti Óli Björn Kárason MAGNÚS Orri Schram gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í SV- kjördæmi. Magnús er með BA-próf í sagn- fræði frá Háskóla Íslands og meist- aragráðu í við- skiptum og stjórnun frá HR. Vef- síða hans er www.magnusorri.is Magnús Orri sæk- ist eftir 4.-5. sæti Magnús Orri Schram BJÖRN Ingimars- son gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í NA-kjördæmi. Björn er sveit- arstjóri Langanes- byggðar og þar áð- ur var hann sveitarstjóri Þórs- hafnarhrepps. Hann er hagfræðingur og hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Björn Ingimarsson sækist eftir 3. sæti Björn Ingimarsson RÓBERT Marshall, varaþingmaður og aðstoðarmaður samgönguráðherra, gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Róbert var í þriðja sæti flokksins, baráttusætinu, í kjördæminu í síðustu kosn- ingum, en þá vantaði bara 56 atkvæði á að hann næði kjöri. Róbert er fyrrverandi blaða- og fréttamaður. Hann leggur áherslu á áframhaldandi samgöngubætur, breyt- ingar á kvótakerfinu, upptöku evru og aðild að Evrópu- sambandinu. Hann telur öflugt atvinnulíf og sköpun nýrra starfa vera bestu leiðina til að verja velferðina og fjöl- skyldurnar í landinu. Heimasíða hans er www.marshall.is. Róbert Marshall sækist eftir 2.-3. sæti Róbert Marshall SIGMAR J. Eð- varðsson, oddviti sjálfstæðismanna í Grindavík, gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Suður- kjördæmi. Sigmar er með meistarapróf í vél- virkjun auk þess að hafa stundað nám í rekstrar- og viðskiptafræði. Sigmar gefur kost á sér í 4.-5. sæti Sigmar J. Eðvarðsson VALDIMAR Sig- urjónsson hefur ákveðið að sækjast eftir 1. eða 2. sæti á lista Framsókn- arflokksins í NV- kjördæmi. Valdi- mar er við- skiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Fyrir síð- ustu kosningar skipaði hann 3. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Valdimar stefnir á 1. eða 2. sætið Valdimar Sigurjónsson GUÐBJÖRN Guð- björnsson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Suður- kjördæmi. Guðbjörn er með próf í opinberri stjórnsýslu auk þess að hafa lokið prófi í óperusöng. Hann hefur starfað m.a. sem óp- erusöngvari og lögreglumaður, en er nú yfirtollvörður. Guðbjörn stefnir á 3. sætið Guðbjörn Guðbjörnsson Karl Steinar Ósk- arsson gefur kost á sér í 4. -5. sæti í for- vali VG í SV- kjördæmi. Karl er fæddur og uppalinn á Suðureyri. Hann er með B.Sc. gráðu í eldisfræði frá Há- skólanum í Sogndal í Noregi. Hann hef- ur lengstum starfað í sjávarútvegi, en seinni ár hjá Samskiptum, Norð- lenska og Ingvari Helgasyni. Karl stefnir á 4.-5. sæti í forvali VG Karl Steinar Óskarsson SVALA Jónsdóttir gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi. Svala er sviðs- stjóri hjá Jafnrétt- isstofu og var áður jafnréttisráðgjafi. Hún sat í sérfræð- inganefnd Evrópuráðsins um jafn- rétti. Hún tók þátt í að stofna Sam- fylkinguna. Svala gefur kost á sér í 3.-5. sæti Svala Jónsdóttir ARNÓR Karlsson, fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arn- arholti, í Bisk- upstungum, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 25. febrúar, 73 ára að aldri. Arnór var fæddur í Efstadal í Laug- ardal 9. júlí árið 1935 og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1958. Tveimur árum síðar hóf hann búskap á Bóli í Bisk- upstungum og bjó þar og síðar í Arnarholti í sömu sveit til 2003. Jafnframt stundaði hann kennslu í ýmsum skólum í nágrenninu, lengst í Skálholtsskóla. Arnór starfaði mikið að félagsmálum bænda og var formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda 1991–1997. Hann stundaði ritstörf, skrif- aði ásamt öðrum um Biskupstungur í byggð- arlýsinguna Sunn- lenskar byggðir, lýsti gönguleiðum á Kili í ritinu Fótgangandi um fjallasali og skrifaði um Kjöl í Árbók Ferðafélags Íslands 2001. Arnór var ókvæntur og barn- laus. Andlát Arnór Karlsson MÁLSTOFA um íslenska rjúpna- stofninn verður haldin á Fosshóteli Lind við Rauðarárstíg á morgun kl. 14.00. Skotveiðifélag Íslands stend- ur að málstofunni. Frummælendur verða dr. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fjallar um rjúpnarannsóknir og veiðiráðgjöf, Karl Skírnisson, dýra- fræðingur á Keldum, segir frá sníkjudýrum í rjúpum og Bjarni Pálsson, deildarstjóri Umhverf- isstofnunar, spáir í rjúpnaveiðar út frá veiðiskýrslum. Gunnar Stef- ánsson, prófessor við Háskóla Ís- lands, mun tala um stofnlíkan fyrir rjúpu, Árni Sigurðsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, um veðrið á veiðitíma rjúpna og Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís, talar um veiðitíma á rjúpu. Málstofa um rjúpurnar lögleg tilkynning Aðilar utan Bandaríkja NorðurAmeríku: Þessi sátt kann að hafa áhrif á þig þar sem hún tekur til hagsmuna í höfundarrétti að bandarískum bókum sem gefnar eru út utan Bandaríkjanna. Ef þú átt slíkra hagsmuna að gæta í bók eða öðru efni í bók, mun þessi sátt binda þig nema þú hafnir henni tímanlega. Ef þú ert bókarhöfundur, bókaútgefandi eða annar aðili sem á höfundarrétt að bók eða öðru rituðu efni, kann sátt í hópdómsmáli varðandi skönnun/notkun Google á bókum og öðrum ritverkum að hafa áhrif á réttindi þín. Höfundar og útgfendur höfðuðu hópdómsmál þar sem því var haldið fram að Google bryti gegn höfundarrétti rithöfunda, útgefenda og annarra rétthafa höfundarréttar („rétthafar”) með því að skanna bækur og innskot sem njóta höfundarréttar, og birta útdrætti án heimildar. Google hafnar þessum kröfum. Aðilar hafa náð samkomulagi um sátt. Í þessari samantekt eru veittar almennar upplýsingar um sáttina. Gerð er grein fyrir hugtökunum „bækur” og „innskot” hér á eftir. Hvað felur sáttin í sér? Sáttin, verði hún samþykkt, mun heimila Google að skanna inn bækur og innskot sem njóta höfundarréttar í Bandaríkjunumog viðhalda rafrænumbókagagnagrunni. Sá gagnagrunnur inniheldur bækur sem ekki eru tiltækar á prenti sem og bækur sem eru tiltækar á prenti, heimili rétthafar það. Google mun geta selt aðgang að einstökum bókum og stofnanaáskriftir að gagnagrunninum, setja auglýsingar á hverja síðu sem tileinkuð er bók og nýta bækur í öðrum viðskiptalegum tilgangi. Rétthafar geta hvenær sem er breytt tilmælum til Google að því er varðar einhverra þessara nota. Í gegnum skrá yfir réttindi að bókum („skrá”), sem komið verður á fót með sáttinni, mun Google greiða rétthöfum 63% af öllum tekjum af þessum notum. Google mun einnig greiða 34,5 milljónir bandaríkjadala til að stofna og fjármagna starfsemi skránna í upphafi og til að greiða kostnað við tilkynningar og stjórnsýslu að því er varðar sáttina og að minnsta kosti 45 milljónir bandaríkjadala til að greiða rétthöfum að bókum og innskotum í reiðufé vegna bóka og innskota sem Google skannar inn fyrir eindagann sem gefinn er til að hafna sáttinni. Til hverra tekur sáttin? Hópurinn sem sáttin tekur til eru allir aðilar á heimsvísu semeigahagsmuni íbandarískumhöfundarrétti íeinhverri bók eða innskoti. Merking hugtaksins „hagsmunir í bandarískum höfundarrétti” er víðtæk. Hvar sem þú ert staddur, vinsamlega lestu tilkynninguna í heild til að ákveða hvort sáttin eigi við þig. Það eru tveir undirflokkar: • Undirflokkur „höfunda” (höfundar að bókum og öðru rituðu efni, og erfingjar þeirra, arftakar og framsalshafar) og • Undirflokkur „útgefenda” (útgefendur bóka og tímarita, og arftakar þeirra og framsalshafar). Til hvaða efnis tekur sáttin? Hugtakið „bækur” tekur til ritverka sem njóta höfundarréttar, svo sem skáldsagna, kennslubóka, doktorsritgerða og annarra ritverka sem gefin voru út eða dreift á pappír 5. janúar 2009 eða fyrr. Bandarísk verk verða að vera skráð hjá Höfundarréttarskrifstofu Bandaríkjanna til að sáttin taki til þeirra. Hugtakið „bækur” tekur ekki til tímarita, persónulegra skjala, nótna og verka sem eru í almenningseigu eða eru verk ríkisins. Hugtakið „innskot” tekur til sérhvers texta eða annars efnis, svo sem inngangsorða, ritgerða, ljóða, tilvitnana, bréfa, söngtexta, myndskreytinga barnabóka, nótna, korta og línurita, ef þau njóta sjálfstæðrar höfundarréttarverndar, sem bók, ríkisritverk eða bók í almenningseigu inniheldur, 5. janúar 2009 eða fyrr og sé um bandarísk verk að ræða, sem skráð eru (sjálfstætt eða sem hluti af öðru verki) hjá Höfundarréttarskrifstofu Bandaríkjanna. Innskot taka ekki til myndræns efnis (að undanskildum myndskreytingum barnabóka) eða verka sem eru í almenningseigu eða eru verk ríkisins. Nánari lýsingu á þessum skilmálum ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum um sáttina er að finna í tilkynningunni. Hvað á ég að gera? Vinsamlega lestu tilkynninguna í heild, en hana er að finna á http://www.googlebooksettlement.com. Ákveddu hvort þú ættir að: • Vera áfram aðili að sáttinni. Nú ákveður þú að vera áfram aðili að sáttinni og ert þú þá bundinn af niðurstöðu dómstólsins, sem felur í sér eftirgjöf krafna þinna á hendur Google. • Mótmæla eða koma með athugasemdir við sáttina. Mótmæli þín eða athugasemdir verða að berast skriflega fyrir 5. maí 2009. • Draga þig út úr sáttinni og halda rétti þínum til að höfða persónulega mál gegn Google. Þú verður að draga þig skriflega út fyrir 5. maí 2009. • Skrá kröfu um staðgreiðslu (ef þú ert hæfur til þess). Þú verður að skrá kröfur þínar fyrir 5. janúar 2010. Dómstóllinn hefur skipað lagalegan ráðgjafa fyrir hvorn hóp. Nú er sáttin samþykkt og mun þá lagalegi ráðgjafinn sem gætir réttinda undirflokks höfunda fara fram á lögfræðikostnað og útgjöld sem Google hefur fallist á að greiða. Þér er einnig heimilt að ráða þinn eigin lögmann á þinn eigin kostnað. Dómstóllinn mun ákvarða hvort sáttin verður samþykkt í málflutningi um sanngirni hennar sem fara mun fram 11. júní 2009 klukkan 1:00 eftir hádegi. Þú getur nálgast allar upplýsingar, þar með talið tilkynninguna í heild, á eftirfarandi vefsíðu: Heimsókn: http://www.googlebooksettlement.com Hringja: gjaldfrjálst númer 00 800 8000 3300 Þú getur haft samband skriflega við: Google Book Search Settlement Administrator, c/o Rust Consulting P.O. Box 9364, Minneapolis, MN 55440-9364, UNITED STATES OF AMERICA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.