Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ATVINNULAUSIR í Hafnarfirði eignuðust nýj- an vettvang í gær þegar atvinnu- og þróunarsetrið Deiglan var opnað í Menntasetrinu við Lækinn. „Við hóuðum í sjálfboðaliða til að kanna hver þörfin væri og það kom í ljós að fólk vildi bara að við opnuðum sem fyrst,“ segir Anna Sigurborg Ólafsdóttir, þjónustu-og þróunarstjóri Hafn- arfjarðarbæjar. Í boði verða ýmis námskeið og ráðgjöf í samræmi við þær óskir sem komu fram auk þess sem hægt er að koma tillögum að fleiri námskeiðum í hugmyndakassa. „Við viljum vera viss um að við séum að sinna því sem fólkið vill, en við vitum í rauninni ekki hverjar þarfir þessa fólks eru, þetta er alveg óskrifað blað,“ segir Brynhild- ur Bárðadóttir verkefnastjóri Deiglunnar. Hún leggur því áherslu á að í Deiglunni séu all- ar hugmyndir velkomnar og það sé ekkert skilyrði að vera atvinnulaus heldur sé aðstaðan opin öll- um. „Við vonumst eiginlega til að það myndist hálfgerð kaffihúsastemning hérna á kaffistofunni og hvetjum alla til að koma, kenna það sem þeir hafa fram að færa og læra eitthvað nýtt á móti. Eins konar skiptinám eiginlega.“ Besta afleiðingin að fólk finni sér vinnu Deiglan er fyrsta miðstöðin sem komið er upp fyrir atvinnulausa í Hafnarfirði, en Anna segir að í pípunum sé að koma einnig á fót Litlu deiglunni, sem er hugsuð fyrir ungt atvinnulaust fólk undir tvítugu, auk þess sem samstarf er hafið við Ný- sköpunarmiðstöð um að stofna frumkvöðlasetur í Hafnarfirði. „Grunnurinn að þessu öllu er að fá fólk út, að virkja það, því það er svo mikil hætta á að það einangrist. Með þessu hefur það tilefni til að fara út, hitta aðra sem eru í sömu stöðu og við vonumst til þess að í besta falli verði niðurstaðan sú að það finni vinnu,“ segir Brynhildur. Meðal þeirra námskeiða sem nú eru í boði er til dæmis kennsla við heimilisbókhald, gerð fer- ilskráa, hönnun og fjölmiðlun, líkamsrækt og ljós- myndun. Þá má nefna matreiðslunámskeið sem verður haldið undir titlinum „Ódýrt og gott“ þar sem bent verður á leiðir til að spara í matarinn- kaupum og elda hagkvæman heimilismat. Deiglan er opin milli 9:00 - 12:00 alla virka daga. Morgunblaðið/Kristinn Í Deiglunni Jósep Gíslason, Brynhildur Bárðadóttir, Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir og Finnur Gunnþórsson Ýmislegt í boði í Deiglunni Mikilvægt að atvinnulausir hafi vettvang til að vera virkir og leita tækifæra „HUGMYNDIN er sú að koma fólki af stað, að gefa því tækifæri til að hreyfa sig og fá félagsskap,“ segir Jósep Gíslason, sjálfboðaliði í Deigl- unni. Jósep var með eigin rekstur en hefur verið atvinnulaus um nokkurt skeið eftir að harðnaði í ári. „Ég hef aldrei lent í því áður að missa vinnuna og við blasir bara al- gjört tómarúm,“ segir Jósep. Hing- að til hafi fólk tiltölulega fljótt getað gengið inn í nýja vinnu ef það varð atvinnulaust, hann hafi sjálfur þá reynslu frá fyrri tíð, en nú þurfi að hafa mun meira fyrir því að finna sér eitthvað að gera. Atvinnulausir halda sig til hlés Þrátt fyrir erfiða stöðu á vinnu- markaði segir hann þó að einhver tækifæri séu fyrir hendi, en fólk þurfi að vera mjög vakandi til að grípa þau. Þess vegna sé lykilatriði að halda fólki virku. „Fyrst þegar fólk missir vinnuna er það mjög aktívt. Það finnur sér verkefni heima fyrir og reynir sjálft að bjarga sér. En þegar tíminn líður er svo hætt við því að það einangrist óafvitandi og eitt vandamálið er það að ná í þetta fólk. Við erum orðin fleiri en 16 þúsund sem erum at- vinnulaus, en þetta fólk er ekki mjög sýnilegt.“ Sjálfur er hann mikill göngugarpur og hefur starfað sem leiðsögumaður. Hann vill ólmur virkja þá sem eru atvinnulausir til að hittast reglulega og fara í léttar „gönguferðir með tilbrigðum“ eins og verkefnið er kallað. „Við hittumst hér og göngum í 30 til 40 mínútur um Hafnarfjörð. Eftir gönguna er svo stoppað hjá einhverju fyrirtæki, þar sem við fáum kynningu á starfi og fleira. Hugmyndin er sú að þetta geti orðið til þess að kynna fólki ný svið sem geta kannski vakið áhuga þess á námi eða gefið því hugmyndir að vinnu. Vonandi verður með þessu hægt að búa til tækifæri, en hvað verður veit maður ekki.“ Jósep hefur þegar talað við fjölda fyrirtækja í Hafnarfirði og fengið mjög góðar viðtökur við hugmynd- inni. Hann leggur áherslu á að göng- urnar eigi að vera léttar og skemmtilegar við allra hæfi. Gengið á vinnustaði Morgunblaðið/Kristinn Göngur Næra sálina segir Jósep Færi á að skiptast á þekkingu Morgunblaðið/Kristinn Heilsan Má ekki verða út undan „DEIGLA þýðir að það er eitthvað spennandi að gerast og ef allt geng- ur vel, þá getum við vonandi skapað eitthvað nýtt,“ segir Þórunn Stef- ánsdóttir, sjálfboðaliði í Deiglunni. Þórunn er sjálf ekki atvinnulaus en ákvað strax að leggja fram sína krafta þegar hún heyrði af hug- myndinni um Deigluna. „Fólk byggir sjálfsmynd sína svo mikið á vinnunni og skiptir sér jafn- vel upp í hópa; annars vegar þeir at- vinnulausu og hins vegar þeir sem eru með vinnu. En það er örþunn lína þarna á milli. Mig langaði sjálfa til að deila minni þekkingu en vil á móti gjarnan fá að læra af þeim sem hafa eitthvað annað fram að færa.“ Sorgarferli að missa vinnuna Sjálf hyggst Þórunn bjóða upp á námskeið í heilbrigðum lífsstíl enda sé hætt við því að fólk vanræki sjálft sig þegar daglega lífið fer úr skorð- um við atvinnumissinn. „Það er stað- reynd að við göngum í gegnum sorg- arferli við svona áfall eins og að missa allt í einu vinnuna. En grunnþarfirnar mega samt ekki gleymast og einmitt þegar þyrmir yfir þig er mikilvægt að styrkja ónæmiskerfið og heilsuna. Núna er tíminn til að nýta millibils- ástandið og láta það rætast sem þú hafðir aldrei tíma fyrir áður.“ Taktu þátt í að móta framtíðina Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Opnir vinnufundir Endurreisnarnefndar Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur það verkefni að móta tillögur og hugmyndir um uppbyggingu íslensks efnahagslífs næstu misserin. Á næstu vikum verða fjölmargir fundir þar sem leitað verður eftir skoðunum og áliti flokksmanna. Ný heimasíða hefur verið opnuð á www.endurreisn.is þar sem allir eru hvattir til þess að kynna sér málin og segja sína skoðun. Nefndin mun standa fyrir opnum vinnufundi í Valhöll laugardaginn 28. febrúar kl. 14. Unnið verður í fjórum hópum: Uppgjör og lærdómur, Hagvöxtur framtíðarinnar, Atvinnulíf og fjölskyldur og Samkeppnishæfni. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 56. tölublað (27.02.2009)
https://timarit.is/issue/333687

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

56. tölublað (27.02.2009)

Aðgerðir: