Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Nú bjóðum við 8 sæti vegna forfalla á frábæru sértilboði, á Dorotea
íbúðahóteli og á Eugenia Victoria hótelinu, í tveggja vikna ferð til Kanarí
um páskana. Gríptu tækifærið, fyrstur kemur - fyrstur fær!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 169.990
2 vikur með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með
hálfu fæði á Eugenia Victoria í 14 nætur.
Sértilboð 1.-15. apríl. Aukagjald fyrir allt
innifalið kr. 28.000.
Verð kr. 129.990
2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn, 2-11 ára, í íbúð með 2 svefnher-
bergjum á Dorotea í 14 nætur. Sértilboð
1.-15. apríl. Verð m.v. 2 í íbúð kr. 149.990.
Sértilboð í páskaferð - 8 sæti laus vegna forfalla!
Páskar á
Kanarí 1.-15. apríl
frá kr. 129.990
„ÞETTA var mjög sérstök upplifun og mjög hátíðleg stund,“ segir Guð-
mundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindasókn, sem fermdi um
helgina í fyrsta sinn í sóknarkirkjunni sinni. Þetta er sjöunda starfsár safn-
aðarins en þótt safnaðarheimilið og skrifstofur kirkjunnar séu fullbúnar er
kirkjan sjálf aðeins „vel fokheld“ eins og Guðmundur lýsir henni. „Það er
búið að flota gólfið og inni er vel hlýtt. Ég held að það séu átján gerðir af
stólum en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera þægilegir.“ Í athöfninni
um helgina gengust 38 fermingarbörn við trú sinni en 126 krakkar fermast
í Lindakirkju í ár. Og Guðmundur segir mikilvæg skilaboð hafa falist í fal-
legri athöfninni: „Að ytri umbúnaðurinn er ekki allt.“ ben@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Ytri umgjörðin ekki allt
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð gengur ekki óbundin til
kosninga. Á landsfundi flokksins nú
um helgina var samþykkt að taka
ekki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi
með Sjálfstæðisflokknum. Þannig
segir í ályktun:
„Vinstri græn hafa ekki eytt síð-
ustu vikum í að taka til í landi sem
er rjúkandi rústir eftir nýfrjáls-
hyggjustefnu hægrisinnaðra stjórn-
valda, til þess eins að sjá Sjálfstæð-
isflokkinn aftur í ríkisstjórn eftir
stutt hlé á 18 ára valdasetu.“
Forystumenn flokksins hafa
ítrekað verið inntir eftir því hvort
Vinstri græn muni bindast kosn-
ingabandalagi með Samfylkingunni
en ekki hefur þótt ástæða til að festa
niður slíkar hugmyndir. VG mun
sækjast eftir því að mynda fé-
lagshyggjustjórn.
ESB skuli í þjóðaratkvæði
Aðild Íslands að Evrópusamband-
inu á að leiða til lykta í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Mikilvægt er að
rækileg umræða fari fram um fyr-
irkomulag atkvæðagreiðslunnar
með hliðsjón af væntanlegum
stjórnarskrárbreytingum. Vinstri
græn telja þó að hagsmunum Ís-
lands sé best borgið utan sambands-
ins.
Evrópumálin eru ekki efst á blaði
í ályktunum og áherslum Vinstri
grænna. Um helgina vakti enn-
fremur athygli að Steingrímur J.
Sigfússon, formaður flokksins,
minntist ekki á Evrópumálin í setn-
ingarræðu sinni á föstudag. Hann
hafnaði því þó í samtali við Morg-
unblaðið að VG væri að kæfa þessa
umræðu. Aftur á móti væri Evrópu-
sambandið ekki brýnasta málið í
augnablikinu. Það yrði þó, líkt og
önnur stór mál, áfram á dagskrá.
Í ályktun um bráðaaðgerðir í hús-
næðismálum er skorað á ríkisstjórn-
ina að leita leiða til að lækka höf-
uðstól húsnæðislána eða frysta hluta
hækkana höfuðstóls vegna verð-
bólguskotsins. Ennfremur að gerð
verði tímasett áætlun um afnám
verðtryggingar og vextir lækkaðir.
Markmið efnahagsstefnunnar er
full atvinna og ætlunin er að ræða
við IMF um hvernig það megi verða.
Á fundinum fóru fram heitar um-
ræður um ályktun um aðskilnað rík-
is og kirkju. Hún var samþykkt með
„sjónarmun“ að mati fundarstjóra.
Fylgismenn lögðu í umræðum
áherslu á jafnrétti trúfélaga en and-
vígir á mikilvægi kirkjunnar til sál-
arhjálpar og félagslegs stuðnings.
Tillaga sem þessi hefur iðulega verið
lögð fram á landsfundi VG en ætíð
verið hafnað hingað til.
Rétta halla hinna flokkanna
Á fundinum var margítrekuð
gagnrýni á skipan flokksins í stjórn-
arskrárnefnd Alþingis og í bankaráð
Seðlabankans. Vinstri grænum bæri
skylda til þess að tryggja hlut
kvenna og því væri óásættanlegt að
eini nefndarmaður VG væri í þess-
um tveimur tilfellum karlmaður.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Steingrímur þetta vera miður.
Gagnrýnin innan flokksins væri af
hinu góða, hún héldi þingflokknum
og forystunni við efnið og hann
kveinkaði sér ekkert undan henni.
Oft kæmi þó í hlut VG að rétta af
halla hinna flokkanna. T.d. væru all-
ir fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í stjórnarskrárnefndinni karlar.
„Við höfum skipað konur í mörg
trúnaðarstörf. [...] Ríkisstjórnin hef-
ur margt gert vel og ekki má
gleyma að hún er sjálf til fyr-
irmyndar í þessum efnum.“
VG útilokar samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn
Formaður segir önnur mál brýnni en ESB í augnablikinu
Gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar
Morgunblaðið/Golli
Landsfundur Umhverfismálin eru ekki dottin upp fyrir hjá Vinstri grænum
heldur eru þau, sem sjálfsögð sjónarmið, fléttuð inn í kosningaáherslurnar.
ÁSBJÖRN Ótt-
arsson, forseti
bæjarstjórnar
Snæfellsbæjar og
útgerðarmaður,
náði fyrsta sæt-
inu í prófkjöri
Sjálfstæðis-
manna í Norð-
austurkjördæmi í
gær. Hlaut Ás-
björn 1.048 at-
kvæði í 1. sæti, en Einar K. Guðfinns-
son, þingmaður og fyrrverandi
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra, hafnaði í 2. sæti með 1.088 at-
kvæði í 1.-2. sæti. Mjótt var á mun-
unum allt fram á síðustu stundu, en
Einar hafði þó nauma forystu framan
af degi.
„Þetta kom skemmtilega á óvart,
enda að keppa við mjög öflugan mann
og vinsælan,“ segir Ásbjörn. Hann
segist telja kröfu um endurnýjun hafa
skilað sér sætinu.
Einar hyggst taka 2. sætið. „Ár-
angur minn er þó þannig að ég hef
fengið mikinn stuðning í 1. sætið og
ég sé á öllu að sá stuðningur kemur
víða að úr kjördæminu og er mjög
breiður. Ég fagna því. En það er þó
ljóst að mjög er kosið á landfræðileg-
um grunni – eins og tíðkast hér á
landi – og fyrir það er ég að gjalda.
Það blasir við,“ sagði Einar í samtali
við mbl.is í gærkvöldi.
Mikil þátttaka var í prófkjörinu, en
alls kusu 74,23% þeirra sem voru á
kjörskrá. Í þriðja sæti var Eyrún
Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri
Tálknafjarðarhrepps, í fjórða sæti
Birna Lárusdóttir, forseti bæjar-
stjórnar á Ísafirði, í fimmta sæti
Bergþór Ólason ráðgjafi og í sjötta
sæti hafnaði Sigurður Örn Ágústsson,
framkvæmdastjóri. andresth@mbl.is
Ásbjörn hafði betur
í viðureign við Einar
Ásbjörn Óttarsson
Aðgerðir til að styðja við heimilin í
landinu þurfa að vera raunsæjar
og hnitmiðaðar. Þetta segir Stein-
grímur J. Sigfússon, sem tekur
ekki undir hugmyndir um 20% al-
menna skuldaniðurfellingu.
„Ég held það væri mjög skaðlegt
að missa kosningabaráttuna út í
yfirboð og ódýrt lýðskrum í þess-
um efnum. Töfralausnir virka ekki
núna.“ Ýmsar tillögur um aðgerðir
liggi fyrir hjá VG, m.a. um að
hækka vaxtabætur og sameina
þær húsaleigubótum, auk þeirra
sem ríkisstjórnin vinni þegar að.
Steingrímur talaði í setning-
arræðu sinni um innlenda verð-
mætasköpun sem gæti komið í
stað kostnaðarsams innflutnings.
Hann hafnar staðhæfingum um að
þeim áherslum fylgi verndarstefna
og höft. Útflutningur verði þjóð-
arbúinu einfaldlega lífsnauðsyn.
Nýting á innlendum aðföngum
felur í sér nýtingu á orkulindum
landsins. Vinstri græn eru þannig
ekki á móti virkjunum, að sögn
Steingríms, heldur vilja leggja að
grunn að fjölbreyttari nýtingu ork-
unnar heldur en til álframleiðslu.
Engar töfralausnir eða ódýrt lýðskrum
Ásbjörn Óttarsson er nýr í
landsmálapólitík, en hann hefur
í 15 ár setið í bæjarstjórn Snæ-
fellsbæjar fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Ásbjörn er fæddur
árið 1962 og uppalinn á Hellis-
sandi. Hann starfaði lengi við
sjómennsku og útgerð, auk
þess sem hann rak í nokkur ár
fiskverkun á Rifi.
Aðspurður hvers vegna hann
hyggist nú hasla sér völl í lands-
málunum segir Ásbjörn að þar
séu ærin verkefni og það hvetji
hann áfram. „Það sem þarf að
gera núna er að reisa við at-
vinnulífið og koma heimilunum
til hjálpar.“
Nýr í landsmálin