Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
HÆGT verður að flytja ófrosinn fisk út með mun
öruggari og betri hætti en nú er ef hugmynd fjög-
urra frumkvöðla verður að veruleika. Með þessari
hugmynd vann sprotafyrirtæki þeirra félaga,
Controlant, frumkvöðlakeppni Innovit í ár og
hlaut að launum Gulleggið.
Frumkvæðið kom frá sjávarútveginum
„Ein af aðalástæðunum fyrir því að við fórum út
í þetta verkefni var frumkvæði frá sjávarútveg-
inum,“ segir Gísli Herjólfsson, doktorsnemi við HÍ
og einn frumkvöðlanna. „Það sem þeir vilja gera
er að flytja meira af ferskum fiski út heldur en
frosnum fiski, vegna þess að ferskur fiskur er mun
verðmætari,“ útskýrir Gísli. Hann bendir á ís-
lenskar rannsóknir sem sýni að ef hægt er að
geyma fiskinn á ákveðnu hitastigsbili sé hægt að
halda honum ferskum og koma í veg fyrir örveru-
myndanir, líkt og hann væri frosinn. Hitastigsbilið
sé aftur á móti afar þröngt, og hafi fiskútflytj-
endur því fram að þessu ekki treyst sér til að
flytja fiskinn út. Kerfi hannað af Controlant geti
breytt því.
Hugmyndin gengur með nokkurri einföldun út á
að koma upp þráðlausu skynjarakerfi sem getur
gefið rauntímaupplýsingar um hitastöðu matvæl-
anna. Þessar upplýsingar má nota til að halda hita
fisksins innan hinna umræddu marka.
Gísli segir upphaflegu hugmyndina um þráð-
laust skynjarakerfi upphaflega hafa kviknað í
sambandi við verkefni í Háskóla Íslands, en þar
stunduðu þeir nám í verkfræði og tölvufræði.
„Þetta er búið að vera sjálfboðavinna með námi,“
segir Gísli til útskýringar, en hann sér fram á að
nú geti þetta verkefni orðið að fullri vinnu.
CONTROLANT FÆR
GULLEGGIÐ Í ÁR
Nýsköpunarsetrið Innovit verðlaunar frumkvöðla með
Gulleggi Hugmyndin gæti aukið verðmæti útflutnings
Morgunblaðið/Golli
Fjöregg þjóðarinnar Fyrirtæki Gísla Herjólfssonar (t.v.) og Erlings Brynjúlfssonar (t.h.) hlaut í ár nýsköp-
unarverðlaun Innovit. Sameigendur þeirra eru Trausti Þórmundsson og Atli Þór Hannesson.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
KOSTNAÐUR við ættleiðingar tvö-
faldast samkvæmt bréfi sem Íslensk
ættleiðing (ÍÆ) sendi á dögunum til
fólks sem bíður eftir ættleiðingu.
Frá síðasta hausti hefur verið
gert ráð fyrir að heildarkostnaður
við ættleiðingu sé um 1,5 milljónir
króna en í umræddu bréfi segir að í
lok febrúar sé heildarkostnaður á
bilinu 2,5–2,8 milljónir króna. Eng-
ar upplýsingar eru um þessar
hækkanir á heimasíðu félagsins og
ekki er í bréfinu sundurliðun á því
af hverju þessi hækkun stafar, að
öðru leyti en að gengislækkun ís-
lensku krónunnar hafi mest að
segja. Þá segir að þar sem ættleið-
ingum hafi fækkað vegna lengingar
biðtíma þá dreifist fastur kostnaður
við rekstur skrifstofu félagsins á
færri ættleiðingar. Þó er tekið fram
að styrkur hins opinbera standi að
mestu undir rekstrinum, þ.e. laun-
um og húsaleigu.
Þá er tilkynnt um hækkanir og
breytingar á ýmsum gjöldum sem
greiða þarf í ferlinu. M.a. er tekið
upp 60 þúsund króna árlegt um-
sóknargjald í stað sk. milligreiðslu
sem áður var innt af hendi einu
sinni. Greiða skuli umsóknargjaldið
fyrir 1. apríl ár hvert, en að öðrum
kosti sé litið svo á að fallið hafi verið
frá umsókn. Bréfið barst umsækj-
endum nú í vikunni.
Bréfið eins og köld gusa
Umsækjandi sem Morgunblaðið
ræddi við segir að bréfið komi eins
og köld gusa framan í fólk sem hafi
staðið í þungbæru ferli svo árum
skipti. Allar áætlanir þess hafi gert
ráð fyrir ákveðnum kostnaði sem
hafi á nokkrum árum hækkað úr
einni upp í 1,5 milljónir króna. Það
að uppgötva skyndilega að sá kostn-
aður hafi aftur hækkað um helming
kollvarpi öllum slíkum áætlunum.
Það geti auðveldlega orðið til þess
að fólk, sem hafi lagt mikið undir
um langt skeið, hætti í ferlinu, jafn-
vel þótt búið sé að meta fjárhag
þess traustan, sem er ein af for-
sendum þess að fá að ættleiða.
Spyrja megi hvort viðunandi sé í
réttarríki að kostnaður para við að
stofna til fjölskyldu hlaupi á millj-
ónum. Allar ættleiðingar hérlendis
fari í gegnum ÍÆ svo umsækjendur
hafi ekki í önnur hús að venda. Fólk
veigri sér því við að gagnrýna félag-
ið, af ótta við að það muni hafa nei-
kvæð áhrif á umsókn þess.
Ingibjörg Birgisdóttir, varafor-
maður ÍÆ, segir bréfið klaufalega
orðað og undirstrikar að fólk muni
ekki detta út af biðlistum greiði það
ekki 60 þúsund króna gjaldið fyrir
1. apríl. Í raun hafi verið um að
ræða kynningu á hækkunum sem
ekki hafi enn komið til fram-
kvæmda. Þær séu þó óhjákvæmi-
legar vegna gengisbreytinga en
mestur hluti kostnaðar við ættleið-
ingar sé í erlendri mynt. Þá hafi
gjaldtaka erlendis einnig hækkað,
t.a.m. í Kína þar sem 50% hækkun
hafi orðið á ættleiðingargjaldi þar-
lendra stjórnvalda, sem geng-
ishækkun bætist svo við. Hún segir
að nákvæmar útskýringar verði
gefnar á hækkununum á aðalfundi
félagsins, sem verður haldinn nk.
fimmtudag.
Og hún segir fjarri því að fólk
þurfi að óttast að tjá sig um málefni
félagsins: „Að sjálfsögðu hefur það
engin áhrif á framvindu umsókn-
anna, og mér þykir mjög leitt ef fólk
hefur haft slíkt á tilfinningunni,“
segir hún.
Fólki á biðlistum eftir ættleiðingum tilkynnt um hækkun á heildarkostnaði sem nemur meira en
milljón Kollvarpar öllum áætlunum fólks eftir langa og þungbæra bið, segir umsækjandi
Kostnaður hækkar um helming
Morgunblaðið/Kristján
Í Kjarnaskógi Íslenskar stúlkur
fæddar 2002 ættleiddar frá Kína.
RANNSÓKNARNEFND Alþingis
um bankahrunið hyggst hefja form-
legar skýrslutökur af stjórnendum
bankanna í næstu viku. Á vef nefnd-
arinnar segir að hún hafi metið það
nauðsynlegt að hafa í höndunum viss
skjöl og gögn frá opinberum aðilum
og bönkunum áður en slíkar skýrslu-
tökur fara fram.
Hefur nefndin að undanförnu tek-
ið skýrslur af stjórnendum innan
stjórnsýslunnar sem höfðu með
höndum eftirlit og ákvarðanir um
málefni fjármálafyrirtækja.
Segir á vef nefndarinnar að athug-
anir hennar beinist sérstaklega að
viðskiptum bankanna við stærstu
lántakendur þeirra, auk þess sem
nefndin vinnur að sérstakri grein-
ingu á því hvort þeir sem voru lán-
takendur bankanna hafi tengst eig-
endum þeirra og starfsmönnum.
Loks rannsakar nefndin viðskipti
með hlutabréf í bönkunum og verð-
myndun á þeim. andresth@mbl.is
Banka-
stjórar yf-
irheyrðir
Formlegar skýrslu-
tökur að hefjast „MÉR heyrist á
fólki að það sé
ekki par sátt við
þessa að-
ferðafræði, á
sama tíma og
vinnan eykst á
að minnka þá yf-
irvinnu sem unn-
in er,“ segir
Garðar Hilm-
arsson, formaður Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar, um þá
stefnu Reykjavíkurborgar að
hætta að greiða starfsfólki yf-
irborgun. Með því á að ná hluta
tveggja milljarða króna sparnaðar
hjá Reykjavíkurborg.
Meðaltal kemur svipað út
Framkvæmdin er með þeim
hætti að yfirvinnunni er sagt upp,
að sögn Garðars. „Málið er að
þetta eru bæði fastlaunasamn-
ingar um fasta yfirvinnu sem
menn hafa tekið að sér og svo
hafa menn fengið þetta inn í ráðn-
ingarsamninga og sjálfstæða
samninga. Þessu er sagt upp og
raunverulega sagt við fólk, eftir
því sem ég hef spurnir af, að ann-
aðhvort geti það fengið minni
lækkun strax, með því að taka
uppsögn með þriggja mánaða fyr-
irvara og endurráðningu að þeim
tíma liðnum, eða þá að menn geti
tekið lækkun strax og fengið þá
minni lækkun á mánuði en með-
altalið á árinu ætti að koma svipað
út,“ segir Garðar.
Hafa gagnrýnt
„Við höfum gagnrýnt þetta,
borgin auðvitað ákveður hvaða
vinnu hún ætlar að kaupa, en
þarna er fólk sem er að taka
hækkun á húsnæðislánum og öðru
og fær þessa skerðingu. Við erum
hins vegar líka á móti uppsögnum
og enn frekar, jafnvel. Fækkun á
störfum er ekki góður kostur
beint inn í atvinnuleysið. Þannig
að fólk er svolítið á milli steins og
sleggju og borgin notfærir sér
það,“ segir Garðar.
Hann segist jafnframt hafa
heyrt af því að fólk sé hrætt um
vinnuna og hafi því kannski skrif-
að undir eitthvað þó að Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar
hafi ekki mælt með því. sia@mbl.is
Borgar-
starfsmenn
ósáttir
Garðar Hilmarsson
Hætt að greiða yfir-
vinnu hjá borginni
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-
Gná, sótti í gær tvo vélsleðamenn
sem höfðu slasast rétt ofan við Sand-
fellshóla í Öxarfirði.
Upphaflega var óskað eftir þyrlu
kl. 14:38, en þegar meiðsl mannanna
reyndust ekki eins alvarleg og óttast
var í fyrstu var þyrlunni snúið við.
Björgunarmenn hugðust þá flytja
mennina undir læknishendur á
Kópaskeri, en þegar í ljós kom að sú
ferð tæki um þrjá tíma var þyrlan
aftur ræst út. Lenti hún með menn-
ina á Akureyri á sjötta tímanum í
gærkvöldi. andresth@mbl.is
Sótti vél-
sleðamenn
Gæslan Þyrlan flutti tvo slasaða
vélsleðamenn til Akureyrar.