Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FÉLAG sem var rekið af Brynjólfi Árnasyni, fyrrverandi sveitarstjóra Grímseyjarhrepps, krefst þess að krafa sem Grímseyjarhreppur hefur uppi gegn félaginu verði lækkuð sök- um þess að hreppurinn skuldi félag- inu húsaleigu. Oddviti Grímseyj- arhrepps segir hins vegar að leigusamningurinn, sem sveitastjór- inn fyrrverandi vísar til, sé falsaður. Eins og kunnugt er var Brynjólfur fyrir skömmu dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðs- svik í starfi og til að greiða hreppn- um um 14 milljónir króna til baka. Áður en dómur var kveðinn upp í fjársvikamálinu höfðaði hreppurinn einkamál gegn Grímskjörum ehf. sem var félag um verslunarrekstur sveitarstjórans og eiginkonu hans í Grímsey. Þess var krafist að Gríms- kjör greiddu hreppnum til baka 4,2 milljónir króna sem Brynjólfur tók úr sveitarsjóði til að greiða fyrir kaup Grímskjara á fasteign. Grímskjör svöruðu með því að krefjast þess að krafa hreppsins yrði lækkuð verulega sökum þess að Grímseyjarhreppur skuldaði Gríms- kjörum húsaleigu. Af hálfu Gríms- kjara var vísað í samning um að hreppurinn hefði samið um að greiða Grímskjörum 250.000 krónur í húsa- leigu. Þessu hafnaði Garðar Ólason, oddviti Grímseyjarhrepps, og sagði að enginn slíkur samningur hefði verið gerður. Samningurinn væri falsaður, þar með talin undirritun hans á skjalinu. Hækkaði um 100.000 krónur Í samtali við Morgunblaðið sagði Garðar að á sínum tíma hefði verið ákveðið að Grímseyjarhreppur myndi styðja við verslunarrekstur í eyjunni með því að greiða félaginu um 100.000 krónur á mánuði. Í hin- um falsaða húsaleigusamningi væri hins vegar kveðið á um að hrepp- urinn greiddi 200.000 krónur á mán- uði. Von er á dómi í málinu fljótlega. Krefst húsa- leigu út á „samning“ Morgunblaðið/ÞÖK Skuldir Sveitarstjórinn var dæmd- ur til að greiða 14 milljónir króna. Oddvitinn í Grímsey, Garðar Ólason, segir að leigusamningurinn sé falsaður Morgunblaðið/Ómar Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is HEIMILT verður að rífa skólastofuálmu Mennta- skólans við Sund við Gnoðarvog verði deiliskipu- lagstillaga, sem hægt er að gera athugasemdir við til 6. apríl næstkomandi, samþykkt. Í þessari skólaálmu, sem kölluð er Langholt, voru á sínum tíma yngstu nemendur Vogaskóla. Nú telja sumir þeirra að menningarverðmæti glatist verði álman rifin en Einar Sveinsson arki- tekt og húsameistari Reykjavíkur teiknaði Voga- skóla um miðja síðustu öld. Í fundargerð Húsafriðunarnefndar frá 13. febr- úar síðastliðnum segir að ekki sé lagst gegn fyr- irliggjandi áformum um breytingar á húsnæði Menntaskólans við Sund í samræmi við deiliskipu- lagstillögu og er í því samhengi vísað í húsakönn- un frá 2004. Jafnframt mælist Húsafriðunarnefnd til þess að skoðað verði hvort sambærileg skóla- álma við Breiðagerðisskóla skuli njóta hverfis- verndar. Rektor segir skólaálmuna ónýta Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki bara brýnt að byggja nýtt hús- næði fyrir skólann, heldur sé fyrrgreind skóla- álma ónýt. „Það er búið að áætla að verði húsnæð- inu komið í nothæft ástand og búið að uppfylla öll skilyrði varðandi heilbrigði og öryggi nemi kostn- aðurinn um 100 milljónum króna. Samt værum við með arfaslæmt húsnæði sem ekki uppfyllir kröfur framhaldsskóla.“ Rektorinn bendir á að Menntaskólinn við Sund sé 40 ára á þessu ári og hafi alla tíð verið í bráða- birgðahúsnæði. „Umræður um að byggja yfir hann eru jafngamlar skólanum. Það er ekki einn einasti hluti af skólanum hannaður sem fram- haldsskóli. Skólinn fluttist í áföngum í húsnæði Vogaskólans og árið 1977 var öll starfsemin komin hingað. Þá voru gerð eignaskipti milli borgarinnar og ríkisins og síðan hafa þetta verið byggingar menntaskólans.“ Að sögn Más býr enginn skóli á landinu fyrir ut- an Kvennaskólann við jafnþröngan húsakost og Menntaskólinn við Sund. „Við erum með innan við helminginn af því hús- næði sem ætlað er á hvern nemanda í fermetrum talið. Hér er heldur enginn fjölnotasalur, mötu- neytið er pínulítið og aðgengi fyrir fatlaða er ekk- ert. Þetta er spurning um að skólinn lifi af.“ Brýnt að byggja nýtt hús STJÓRN Marels hefur gert sam- komulag við Hollendinginn Theo Hoen um að hann verði forstjóri sameinaðs fyrirtækis Marel Food Systems og Stork Food Systems. Hörður Arnarson, sem gegnt hefur stöðu forstjóra síðastliðin 10 ár, mun við þetta tækifæri stíga til hliðar. Hoen var áður forstjóri Stork Food System, sem Marel sameinaðist árið 2008. „Eftir að tvö frábær fyrirtæki, Marel og Stork, sameinuðust varð það niðurstaða að stjórnin óskaði eft- ir því við Theo Hoen, forstjóra Stork Food Systems, að hann tæki við og leiddi sameinað fyrirtækið áfram til aukinnar arðsemi og alþjóðavæð- ingar,“ segir Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður. Hann notaði tæki- færið og þakkaði Herði fyrir fram- lag hans til árangurs fyrirtækisins á síðustu árum. andresth@mbl.is Skipt um forstjóra hjá Marel ÁRMANN Kr. Ólafsson, alþing- ismaður, hefur tekið þá ákvörð- un að taka ekki sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi í komandi alþingiskosn- ingum. Ármann sóttist eftir 2.-3. sæti á listanum, en hafn- aði í því sjöunda. Ekki verður gefið upp hver tekur sæti Ármanns fyrr en listinn verður kynntur í heild sinni á fundi kjör- dæmaráðs á miðvikudagskvöld. andresth@mbl.is Ármann tekur ekki sæti Ármann Kr. Ólafsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon segir að lagðir verði auknir fjármunir til embættis sér- staks saksóknara vegna banka- hrunsins. Rann- sóknin verði ekki látin stranda á skorti á þeim. „Það stefnir í að þetta starf verði umfangsmeira en áætlanir gerðu ráð fyrir í byrjun og það kallar á fjárveitingar og þá verð- ur bara að bregðast við því,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að auknar fjárheimildir verði ekki afgreiddar á yfirstandandi þingi. „Það eru nægir fjármunir ætlaðir í þetta til að standa straum af kostnaði í bili. Það er þá eitthvað sem menn leiðrétta síðar á árinu í fjáraukalögum.“ ben@mbl.is Aukið fé til saksóknara Steingrímur J. Sigfússon ALÞJÓÐLEGUR dagur Downs-heilkennis var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi á laugardag. Dagskráin fór fram í Laugardalnum í Reykja- vík og hófst með göngu um dalinn. Að göngu lokinni var boðið upp á kakó og kleinur, og nutu gestir samneytisins konunglega. „Það var mjög góð stemning,“ segir Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Hún áætlar að á milli 150-200 manns hafi mætt, þar af margir aðstandendur. „Aðstandendur [mættu] og hittu þá annað fólk sem þeir vissu ekki að væru tengdir einhverjum sem er með Downs- heilkenni,“ segir Unnur. Dagurinn hafi þannig stuðlað að auknum kynn- um. Deginum lauk svo með balli í Hlégarði, þar sem Sniglabandið lék fyrir dansi. Að sögn Unnar standa vonir til þess að hátíðarhöldin verði árviss viðburður. Einkunnarorð hátíðarhaldanna hérlendis eru „Hvað er einn litningur á milli vina?“ og er þar vísað til þess að á meðan flestir hafa 46 litninga í frumum sínum eru einstaklingar með Downs-heilkenni með þrjú eintök af litningi númer 21, eða alls 47 litninga. Að sama skapi vísar dagsetning há- tíðarhaldanna, 21.3., til þessara þriggja eintaka af litningi 21. Dagur Downs-heilkennis Morgunblaðið/Golli Hvað er einn litningur á milli vina?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.