Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Lífrænt og hollt
ótrúlegt úrval!
fyrst og fremst ódýr!
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
FÁHEYRT er að mannanafnanefnd
klofni við afgreiðslu umsókna. Það
gerðist engu að síður þegar nefndin
tók afstöðu til eiginnafnsins Skalla-
grímur. Meirihluti nefndarinnar
hafnaði nafninu á þeim grundvelli að
Skallagrímur teldist ekki vera
myndað í samræmi við almennar
nafnamyndunarreglur íslensks máls
og því brjóta í bága við íslenskt mál-
kerfi.
„Fyrri liður nafnsins Skallagrím-
ur er viðurnefni, þ.e. viðbót við eig-
inlegt nafn sem er Grímur. […] Fjöl-
mörg dæmi eru um viðurnefni í
íslenskum bókmenntum, s.s.
Brennu-Njáll, Göngu-Hrólfur, Axl-
ar-Björn og Grasa-Gudda en viður-
nefni geta verið viðkvæm og niður-
lægjandi, ekki síst ef þau eru kennd
við útlitseinkenni eins og í þessu til-
viki. Nafnið Skallagrímur hefur enn-
fremur verið notað sem viðurnefni á
sköllóttum mönnum. Ekki er hefð
fyrir því að greinileg viðurnefni séu
hluti af eiginlegum eiginnöfnum og
telst Skallagrímur því ekki vera
myndað í samræmi við almennar
nafnamyndunarreglur íslensks máls
og telst því brjóta í bág við íslenskt
málkerfi,“ segir m.a. í áliti meiri-
hluta mannanafnanefndar.
Í sératkvæði sínu bendir Baldur
Sigurðsson, dósent í íslensku á
menntavísindasviði Háskóla Íslands,
á að nafnið Skallagrímur sé að
tvennu leyti ekki í samræmi við ís-
lenska nafnahefð. Annars vegar
vegna þess að það sé viðurnefni eða
auknefni, en hins vegar því að mjög
fátítt sé að fyrri liður nafns sé í eign-
arfalli (sbr. skalla-) en þó séu slík
nöfn til, t.d. séu nöfnin Hagalín, Gils-
laug og Maríuerla á mannanafna-
skrá.
„Ég tel samt sem áður unnt að
fallast á nafnið vegna sérstöðu þess í
sögu Íslands og bókmenntum,“
skrifar Baldur og bendir á að nöfn
Skallagríms og föður hans, Kveld-
úlfs, séu hefðbundin nöfn á þekktum
körlum í fornbókmenntum Íslend-
inga og nú þegar svo rótgróin að fáir
leiði hugann að því að um auknefni
eða viðurefni sé að ræða, hvað þá að
þau séu niðrandi.
„Nöfnin Kveldúlfur og Skalla-
grímur hafa því, að mati undirritaðs,
fest sig í sessi sem góð og gild nöfn
þrátt fyrir þá annmarka sem á þeim
eru frá sjónarmiði nafnhefðarinnar.
Með því að samþykkja nafnið Skalla-
grímur á mannanafnaskrá er engan
veginn verið að gefa fordæmi fyrir
því að önnur auknefni að fornu eða
nýju geti öðlast sess sem fullgild
mannanöfn.“
Skallagrímur veldur deilum
Mannanafnanefnd hefur það sem af er ári kveðið upp 22 úrskurði Nefndin er
ósammála um nafnið Skallagrím og telur meirihluti það brjóta í bága við málkerfið
Morgunblaðið/RAX
Nafngiftir Þau mega heita Brynný, Amor, Drauma, Tjaldur, Jólín, Birtingur, Tarfur, Orka, Snjáka eða Tími en ekki Skallagrímur, Austar, Zar, Dúa eða Mýa.
HÁSKÓLINN í
Reykjavík hefur
ákveðið að auka
námsframboð í
sumar og verður
þetta í fyrsta sinn
sem boðið er upp
á námskeið í öll-
um fimm deildum
skólans yfir sum-
artímann. Nám-
skeiðin verða
bæði í boði í grunnnámi og meist-
aranámi.
„Við höfum orðið vör við að mjög
margir nemendur hafa áhyggjur af
því að fá ekki vinnu í sumar og hafa
skráð sig nú þegar í sumarnám hjá
okkur,“ segir Steinn Jóhannsson,
kennslustjóri í HR. Hann segir mest
hægt að taka þrjú námskeið yfir
sumarið en á hefðbundnu námsmiss-
eri séu tekin fimm námskeið. „Við
höfum aldrei séð annan eins áhuga á
sumarnámi og er núna,“ segir hann
en sömu kennarar munu sjá um
kennsluna í sumar og yfir veturinn.
„Það vilja allir leggjast á eitt til að
gefa fólki möguleika á því að stunda
nám í sumar.“ ben@mbl.is
Fleiri sum-
arnámskeið
í boði í HR
Steinn
Jóhannsson
Áhugi á sumarnámi
aldrei verið meiri
Samþykkt
Amor
Birtingur
Borgúlfur
Mikkel
Rögnvald
Sveinar
Sverre
Tarfur
Tími
Tjaldur
Abigael
Bjargdís
Brynný
Dóa
Drauma
Gumma
Isabel
Jólín
Orka
Snjáka
Stefana
Hafnað
Emerald
Michel
Rami
Skallagrímur
Ulf
Zar
Austar
Austarr
Bergman
Leona
Manuela
Marija
Mýa
Thalía
Úrskurður manna-
nafnanefndar
á eiginnöfnum
frá desemberSamþykkt
Brúnsteð
Júl
Yngling
Hafnað
Austar
Austarr
Dúa
Skagan
Zar
Úrskurðir á
millinöfnum
LÖGREGLAN á Húsavík stöðvaði
för 19 ára gamals ökumanns á fólks-
bíl í Ljósavatnsskarði í gærkvöldi.
Reyndist pilturinn vera nokkuð
langt yfir hámarkshraða, eða á 139
kílómetra hraða.
Að sögn lögreglunnar á Húsavík
má hann búast við allt að 90 þúsund
króna sekt og þremur punktum í
ökuferilsskrá sína, en ungir öku-
menn mega að hámarki fá 7 punkta
áður en kemur til sviptingar.
Að sögn lögreglu hafa aðstæður til
hraðaksturs verið nokkuð góðar að
undanförnu. Þar sem veður muni
fara versnandi á næstu dögum megi
að sama skapi búast við minni hrað-
akstri. andresth@mbl.is
Ungur
ökumaður
á hraðferð