Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 12

Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 12
Tímalína 5. júlí 2002: Einkavæðingar- nefnd ákveður að selja 20 prósenta hlut í Búnaðarbankan- um í september 2002. 8. júlí: Skýrt frá vilja viðskipta- ráðherra um að það eigi að selja kjölfestuhlut í Búnaðar- bankanum í andstöðu við afstöðu einkavæðingarnefndar. 10. júlí: Auglýst eftir áhuga- sömum kaupendum. 25. júlí: S-hópurinn skilar inn tilkynningu um áhuga á öðrum hvorum bankanum, þó helst Búnaðarbankanum, 10. september: Tilkynnt að Samson hafi verið valinn í einkaviðræður um kaup á kjölfestuhlut í Landsbankanum. 13. september: Einkavæðingarnefnd heldur fund og ræðir um að hefja ferli til að selja hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 19. október: Tilkynnt að rætt verði við Kaldbak og S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum. 22. október: Project Bunbury, verkefni um söluferli á Búnaðarbanka, lagt fram. 23. október: Einkavæðingarnefnd sendir S-hópnum og Kaldbaki bréf þar sem nánari grein er gerð fyrir söluferlinu á Búnaðar- bankanum. 4. nóvember: Einkavæðingarnefnd ákveður að ganga til samninga við S- hópinn. Sama dag berst póstur frá Societe General þar sem stendur að annaðhvort bankinn sjálfur eða norrænn banki verði líklega með í S-hópnum. 11. nóvember: Fyrsti formlegi viðræðufundur- inn haldinn. 15. nóvember: Skrifað undir samkomulag um að selja S-hópnum 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbank- anum. 13. desember: Einkavæðingarnefnd tilkynnt að erlenda fjármálastofnunin í S-hópnum vilji ekki gefa sig fram fyrr en við undirritun kaupsamnings. Rætt um að hætta mögulega við ferlið. 6. janúar 2003: Einkavæðingarnefnd tilkynnt að samningaviðræður við erlendu fjármálastofnunina séu á lokastigi. 9. janúar: Nefndin fær í fyrsta sinn að vita að erlendi aðilinn sé þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser. 16. janúar: Formlegur kaupsamningur undirritaður. Kaupverðið er 11,4 milljarðar króna. Mars: Tilkynnt um sameiningar- viðræður milli Búnaðarbanka og Kaupþings. 12. apríl: Bankarnir tveir sameinast undir nafninu Kaupþing Búnaðarbanki. Sigurður Einarsson verður starfandi stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri. Helstu eigendur verða Ólafur Ólafsson og Bakkabræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir. 9. október: Fjármálaeftirlitið tekur yfir Kaupþing, skiptir bankanum upp í nýjan og gamla banka og eignarhlutur allra hluthafa verður að engu Búnaðarbankanum  S-hópurinn eignaðist kjölfestuhlut í Búnaðarbanka í janúar 2003  Sölunni var ýtt af stað af Framsóknarflokknum skyldi seldur með sama hætti og Landsbankinn, sem skyldi þó seldur á undan. Ágústmánuður ársins 2002 var enda að mestu undirlagður í sölu á Landsbankanum til Samson. Stein- grímur Ari sagði sig síðan úr einka- væðingarnefndinni 10. september, líkt og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, og Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tók sæti hans. Boltinn rúllar að nýju Á fundi þann 13. september, fjór- um dögum eftir að Samson hafði ver- ið valinn til að eiga Landsbankann, hófst umræða um að „hefja ferli í undirbúningi sölu á Búnaðarbankan- um.“ Þar sem hlutir í báðum bönk- unum höfðu verið auglýstir til sölu á Um skemmri skírn að ræða Ljóst var að þessi kúvending fór misjafnlega í nefndarmenn og alls engin eining var um hana. Stein- grímur Ari gagnrýndi breytinguna og Ólafur Davíðsson, formaður nefndarinnar, tók undir með honum, en þeir voru fulltrúar sjálfstæðisráð- herranna í einkavæðingarnefndinni. Ólafur sagðist hafa „áhyggjur af því að gagnvart Búnaðarbanka væri um skemmri skírn að ræða.“ Jón Sveins- son svaraði því þá til að verið væri að hefja nýtt ferli í tilviki beggja bank- anna, ekki bara Búnaðarbankans. Þó var ákveðið „að halda umræðu um málið áfram á næsta fundi eftir að ráðherrar hefðu fjallað nánar um málið.“ Niðurstaða ráðherranna var hins vegar skýr, Búnaðarbankinn FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FORMLEGUR söluferill Búnaðar- bankans hófst um leið og Lands- bankans, með auglýsingu þann 10. júlí 2002. Ákvörðunin átti sér þó skamman aðdraganda, því ekki hafði staðið til að selja kjölfestuhlut í bankanum áður en Samson-hópur- inn lýsti yfir áhuga á að kaupa Landsbankann, líkt og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Heimildir Morgunblaðsins herma að þar hafi pólitísk afstaða ráðið ríkjum. Sam- son-menn höfðu sóst eftir kaupum á Landsbankanum með því að setja sig í samband við Davíð Oddsson og senda í kjölfarið bréf þess efnis til einkavæðingarnefndar. Það var póli- tískur vilji fyrir því að þeir eignuðust bankann inni í Sjálfstæðisflokknum. Því vildi baklandið í Framsóknar- flokknum að Búnaðarbankinn færi til aðila tengdra hinum ríkisstjórn- arflokknum og farið var af stað við að koma slíkum hópi saman. Salan of flókið mál Það sést bersýnilega á fundar- gerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu (hér eftir einkavæð- ingarnefnd) að stefnan varðandi Búnaðarbankann tók skjótum breyt- ingum dagana áður en bankinn var auglýstur til sölu. Einkavæðingarnefndin tók málið fyrst upp að nýju á fundi þann 5. júlí. Þar veltu fundarmenn fyrir sér „í hvaða röð ætti að nálgast sölu á Landsbanka og Búnaðarbanka.“ Steingrímur Ari Arason, fulltrúi fjármálaráðherra í nefndinni, velti þá upp þeirri spurningu hvort sala á Búnaðarbankanum á þessum tíma- punkti væri ekki „of flókið mál.“ Jón Sveinsson, fulltrúi utanríkisráð- herra, taldi hins vegar að „svipuð sjónarmið ættu við um sölu á Bún- aðarbankanum.“ Nefndarmenn urðu að endingu sammála um að klára sölu til kjöl- festufjárfestis í Landbankanum sem allra fyrst og síðan yrðu seld „20% í Búnaðarbankanum í septem- ber ... og þá yrði hafist handa við sölu til kjölfestufjárfestis í Búnaðar- bankanum.“ Þar sem ríkið átti á þessum tíma um 55 prósenta hlut í Búnaðarbanka var ljóst að ekki stóð til að selja jafn stóran hlut og á end- anum var seldur til S-hópsins á þess- um tíma, fimm dögum áður en aug- lýsingin birtist. Stefnan breytist skyndilega Þremur dögum síðar, þann 8. júlí, hittist nefndin að nýju. Þar greindi Jón Sveinsson frá því að „vilji við- skiptaráðherra stæði til þess að aug- lýsa báða bankana í einu. Hvað eign- arhluta varðaði væri verið að tala um 25-33% í fyrsta áfanga með kauprétti síðar.“ Þarna sendi Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra skýr skila- boð um að það væri vilji ráðherranna að fara gegn þeirri niðurstöðu sem nefndarmenn höfðu komið sér sam- an um nokkrum dögum áður. Nú átti að selja að minnsta kosti fjórðung í bankanum og veita viðkomandi kauprétt á stórum hluta til viðbótar. Með þessu var ferlið við sölu Bún- aðarbankans samræmt við Lands- bankaferlið, þó það væri nánast ekk- ert undirbúið. Í svari Ríkisendurskoðunar við fyrir- spurnum fjárlaganefndar Alþingis frá júní 2005 um einkavæðingarferli Búnaðarbankans er þessi afstaða staðfest, en þar kemur fram að „frumákvörðun um sölu á BÍ hafi verið tekin af ráðherranefndinni í júlí 2002.“ 12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Einkavæðing bankanna Í mati breska bankans HSBC á bjóðendum í hlut ríkisins í Búnað- arbankanum, S-hópnum og Kald- bak, var þáttum sem tillit var tekið til fækkað frá matinu á bjóðendum í Landsbankann. Í stað þess að fyr- irvarar væru reiknaðir inn í loka- mat var vægi fjárhagslegrar stöðu og verðs aukið og matsþáttum því fækkað í fjóra. Áttu hæsta tilboðið Fjárhagsleg staða bjóðenda var nú talin mikilvægasti þátturinn. HSBC rökstuddi það með því að góð fjárhagsleg staða mögulegs kaupanda réði úrslitum varðandi mat á kjölfestufjárfesti í „þjóðhags- lega mikilvægri fjármálastofnun.“ Í mati sínu á stöðu S-hópsins tók HSBC fram að hann hefði áhyggjur af miklum krosseignatengslum milli þeirra sem komu að fjárfest- ingarhópnum því það gerði bank- anum erfitt fyrir að meta raunveru- lega stöðu hans. Þá var ráðandi þáttur í mati á fjármögnun kaup- anna í Búnaðarbankanum aðkoma Societe General að verkefninu. S-hópurinn átti hins vegar hærra tilboðið, en hópurinn bauð á bilinu 4,2 til 4,7 krónur á hvern hlut sem stefnt var að því að kaupa. Kalda- bakur bauð hins vegar á bilinu 4,1 til 4,5 krónur fyrir hvern hlut og báðir bjóðendurnir settu þann fyr- irvara að áreiðanleikakönnun á Búnaðarbankanum gæti breytt verðtilboðum þeirra. HSBC hafði áhyggjur af framtíðarsýn S-hópsins Greinilegt er að HSBC hafði áhyggjur af framtíðarsýn S-hóps- ins. Í mati bankans kemur fram að „stjórnendur [innsk. blaðam. Bún- aðarbankans] hafa lýst yfir áhyggj- um af mögulegum hagsmuna- árekstrum: hafa áhyggjur af því að B [Búnaðarbankinn] verði talinn vera mjög nátengdur S-hópnum og pólitískum samböndum hans sem muni gera varðveislu viðskiptavina og öflun nýrra viðskiptavina mun erfiðari.“ Þá kom einnig fram að þeir aðilar sem mynduðu S-hópinn höfðu verið í miklum lánaviðskiptum við Bún- aðarbankann. Samtals námu lán til þeirra 4,3 milljörðum króna, eða 2,9 prósentum af heildarútlánum bankans um mitt ár 2002. Við mat á þekkingu og reynslu S- hópsins var sérstaklega tekið tillit til aðkomu Societe General eða annarrar erlendrar fjármálastofn- unar og þess tengslanets sem myndi fylgja slíkri aðkomu. Þá var hópnum talið til tekna að vera stærsti eigandi VÍS. Niðurstaða HSBC HSBC komst að endingu að því að S-hópurinn væri líklegastur til þess að uppfylla þau markmið sem einkavæðingarnefnd hafði sett sér með sölu á bankanum. Sú niður- staða var rökstudd með aðkomu Societe General eða annarrar er- lendrar fjármálastofnunar að til- boðinu, að S-hópurinn hefði boðið hæsta verðið og að samsetning hópsins lægi skýr fyrir. Hins vegar mælti HSBC með því að einkavæð- ingarnefnd myndi einungis bjóða S- hópnum til einkaviðræðna „á grundvelli þátttöku alþjóðlegrar fjármálastofnunar og að einkavæð- ingarnefnd myndi verða treg til að framlengja þær einkaviðræður fram yfir 15. nóvember, ef ske kynni að á því stigi telji einkavæð- ingarnefnd að Societe General eða annar alþjóðlegur fjárfestir séu ólíklegir til að taka verulegan hluta í bjóðandahópnum.“ Þann 15. nóv- ember lá ekkert fyrir um þátttöku erlends fjárfestis og einkavæðing- arnefnd vissi ekki fyrr en 9. janúar 2003, viku áður en kaupsamningur var undirritaður, að um Hauck & Aufhauser var að ræða. Áhyggjur af pólitískum tengslum Mat á tilboðum í kjölfestuhlut í Búnaðarbanka Íslands Fjárhagsleg Þekking Bjóðendur staða Verðtilboð Framtíðarsýn og reynsla Alls (Hámark) 30% 25% 25% 20% 100% S-hópur 17 19 16-20 14-18 66-74 Kaldbakur 17 14 18 15 64

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.