Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
SJÁLFSTÆÐ MYNT Í FJÁRMÁLAKREPPU
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Opnunarávarp
Massimo Suardi, sviðsstjóri hjá framkvæmdastjórn ESB (DG Ecfin)
Achievement and challenges of the EU in dealing with the financial crisis
Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans
Það sem hefði getað orðið: Fjármálakreppan á Íslandi með annarri mynt
Hörður Arnarsson, forstjóri Marel
Gjaldeyrismál í alþjóðlegum rekstri
Pallborðsumræður
Auk framsögumanna situr Þórarinn G. Pétursson starfandi
aðalhagfræðingur Seðlabankans í pallborði
GULLTEIGUR, GRAND HÓTEL REYKJAVÍK
Fundarstjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Fundurinn er öllum opinn og
aðgangur ókeypis. Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að senda tölvupóst á birna@vi.is
DAGSKRÁ:
MORGUNVERÐARFUNDUR KL. 8:15 - 9:45 ÞRIÐJUDAGINN 24. MARS 2009
í boði Viðskiptaráðs Íslands og fastanefndar ESB gagnvart Íslandi og Noregi
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞAU UMMÆLI Christina D. Romer að viðsnúningur
verði í bandarísku efnahagslífi síðar á árinu hafa undir-
strikað ólíka afstöðu demókrata og repúblikana til þess
hvenær þetta stærsta hagkerfi heims réttir úr kútnum, á
sama tíma og útlit er fyrir að fjárlagahallinn á næsta áratug
verði mun meiri en fyrst var ráðgert í viðreisnaráætlun
stjórnar Baracks Obama Bandaríkjaforseta.
Kvaðst Romer fastlega reikna með því, líkt og sjálfstæð-
ir efnahagssérfræðingar, að botninum verði náð í ár og að
hagkerfið byrji að vaxa þegar á næsta ári.
Repúblikanarnir Judd Gregg, sem situr í fjárlaganefnd
öldungadeildar, og Richard Shelby, sem á sæti í banka-
nefnd sömu þingdeildar, deila ekki þessari bjartsýni.
Gjaldþrot blasir við bandaríska þjóðarbúinu
Máli sínu til stuðnings vísuðu þeir til þeirrar áætlunar
fjárlagaskrifstofu þingsins að samanlagður halli á fjárlög-
um Bandaríkjanna á næsta áratug verði 2,3 billjónum dala,
eða 2.300 milljörðum dala, meiri en talið var.
Dró Gregg upp dökka mynd af horfunum og sagði ekkert
annað en gjaldþrot þjóðarbúsins blasa við ef viðreisnar-
áætlun stjórnarinnar yrði fylgt eftir.
Shelby var sama sinnis í gær er hann sagði Bandaríkin
stefna hraðbyri að efnahagslegu hruni, enda stefndu skuld-
ir þjóðarbúsins í 20 billjónir dala við lok næsta áratugar.
Romer telur þessar spár of svartsýnar, enda þurfi að
hafa í huga að deilt sé um spár fjárlagaskrifstofu þingsins.
Óvissan aukist eftir því sem spárnar nái lengra fram í
tímann, jafnframt því sem ályktað sé að hagvöxtur verði
minni en tilefni sé til að ætla á þessari stundu.
Deilt um batahorfurnar
Einn helsti efnahagsráðgjafi Bandaríkjaforseta reiknar með viðsnúningi síðar í ár
Formaður repúblikana í fjárlaganefnd öldungadeildar spáir þjóðargjaldþroti
Í HNOTSKURN
»Fjárlagaskrifstofa Banda-ríkjaþings spáir 9,3 billj-
óna dala halla á ríkissjóði á
næsta áratug.
»Verði það raunin verðauppsafnaðar skuldir
þjóðarbúsins þá um 20 billj-
ónir Bandaríkjadala.
»Sú upphæð jafngildirvergri landsframleiðslu á
Íslandi í fyrra í 2.437 ár, en
hún var þá 933 milljarðar kr.
»Obama bað kjósendur ígær um að sýna meiri bið-
lund gagnvart efnahags-
aðgerðum hans og lýsti yfir
stuðningi við Tim Geithner
fjármálaráðherra, sem sætt
hefur gagnrýni.
AP
Húsnæðislán 4,875% vextir til 30 ára í boði í Maineríki.
BARNALEIKFÖNG, íþróttatreyjur, skór, ferðatöskur
og treflar voru á meðal þess sem Moskvubúum stóð til
boða á markaði fyrir notaðar vörur í gær. Úrvalið var
gott enda margir tilbúnir til að láta eigur sínar gegn
sanngjörnu verði. Kreppan hefur þannig komið hart
niður á Rússum, olíuverðið hefur dregið úr tekjum
ríkissjóðs svo um munar og atvinnuleysið farið yfir 8
prósent. Laun starfsmanna hafa verið lækkuð, jafnvel
um tugi prósenta, og kaupmáttur almennings rýrnað
eftir því sem gengi rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal
og evru hefur fallið. Á þriðju milljón er nú án vinnu og
spáir stjórnin því að talan fari hæst í 2,8 milljónir í ár.
Reuters
Gengið á fataskápinn til að afla tekna
HUNDRUÐ þúsunda hlýddu á
messu Benedikts XVI. páfa í ná-
grenni Luanda, höfuðborgar Angóla,
í gær. Páfi vék að illskunni í ræðu
sinni, með þeim orðum að Afríkubú-
ar þyrftu að snúa bökum saman
gegn vopnuðum átökum í álfunni.
Harmleikur varð á opnum fundi
páfa á knattspyrnuleikvangi í Lu-
anda daginn áður, þegar tvær stúlk-
ur létust og 10 slösuðust í troðningi.
Mikið fjölmenni hefur hlýtt á ræð-
ur páfa í fyrstu Afríkuför hans, en
þau ummæli hans að smokkar séu
ekki besta vörnin gegn eyðni hafa
víða fallið í grýttan jarðveg.
Páfinn í
Afríkuför
Í Angóla Páfinn undirbýr messu.
HELGIN mun
lengi lifa í minn-
um ástralskra
kvenréttinda-
kvenna því þá
féll eitt helsta
karlavígið í
stjórnmálum
landsins. Jafn-
aðarkonan Anna
Bligh varð þá
fyrst kvenna til að leiða fylkisstjórn
til sigurs í kosningum, nánar til-
tekið í Queenslandfylki þar sem
Verkamannaflokkurinn vann
nauman sigur á sameinuðu fram-
boði Frjálslynda flokksins og Þjóð-
arflokksins.
Um öld tók að fella þetta vígi en
ástralskar konur öðluðust kosn-
ingarétt í Queensland á fyrsta ára-
tug síðustu aldar. Vígið hefur því
staðið lengi, ekki síst í ljósi þess að
Ástralar voru, líkt og Nýsjálend-
ingar, á meðal fyrstu þjóða heims-
ins til að veita konum kosningarétt.
Karlavígi
fellur
Anna Bligh
HÁTT í hundrað búddhamunkar
voru teknir höndum á laugardag
eftir að þeir gerðu ásamt öðrum
mótmælendum áhlaup á lögreglu-
stöð í Rabgya í Qinghai-héraði í
Kína, norðaustur af Tíbet.
Um hálfur mánuður er frá því að
50 ár voru liðin frá uppreisn Tíbeta
gegn yfirráðum Kínverja og hefur
Kínastjórn gripið til umfangsmik-
illa aðgerða til að koma í veg fyrir
fjöldamótmæli Tíbeta.
Á sama tíma lét Gyaincain
Norbu, sem Kínverjar skipuðu
Panchen Lama, eða næstæðsta and-
lega leiðtoga Tíbeta, á eftir Dalai
Lama, en sú skipan varð umdeild,
þau orð falla að Tíbetar ættu að
fylkja sér saman í stuðningi við
kommúnistastjórnina í Kína.
Fjöldahand-
tökur í Kína
SPÁNVERJINN Ruben Noe Coro-
nado verður í september, ef allt
gengur að óskum, fyrsti „karlinn“
til að eignast tvíbura, með konu
sinni Esperanza Ruiz.
Coronado fæddist sem kona og
gekk undir nafninu Estefania og er
enn skilgreind sem kona samkvæmt
spænskum lögum.
Hugur hans stóð til að eignast
börn og frestaði hann því fullri kyn-
skiptiaðgerð þangað til að hann
hefði eignast afkvæmi. Varð hann
óléttur að lokinni tæknifrjóvgun
eftir að læknar tjáðu unnustu hans,
tveggja barna, fráskilinni móður,
að hún gæti ekki eignast fleiri börn.
Karl gengur
með tvíbura