Morgunblaðið - 23.03.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 23.03.2009, Síða 27
það var auðvelt að gleyma sér í léttu gríni með honum. Honum var líka fé- lagslyndur og oftar en einu sinni var það hans hugmynd að deildin færi út að borða saman. Oftar en ekki fórum við félagarnir í göngutúr niður Lauga- veginn og fengum okkur pylsu. Ég veit að það var erfitt fyrir hann en jafnfram spennandi verkefni þegar hann tók þá ákvörðun að hætta í lög- reglunni eftir 20 ár og hefja störf á nýjum vettvangi. Við hittumst og ræddum oft eftir það. Fengum okkur kaffi eða bara spjölluðum saman í síma. Það var gott að eiga Róbert að vin. Hann var raunagóður og var annt um að fá að vita hvernig lífið gekk hjá manni. Spurði um gömlu vinnufélaga sína og hvernig þeir hefðu það. Þegar við ræddum saman síðast sagði ég við hann að við skyldum fá okkur kaffi og ræða málin og sú stund mun koma einhvern tímann. Það síð- asta sem ég sagði við Róbert var að láta ljósið skína inn til sín og ég veit að núna er birta hjá honum. Fráfall Róberts var okkur vinnu- félögum mikið áfall og er hans sárt saknað. Ég sendi Önnu og börnum hans, Lilju, Arnari, Daða og Bryndísi og ástvinum Róberts mínar innilegu samúðarkveðjur. Bjarni Ólafur Ólafsson Vinur minn Róbert Bjarnason lést hinn 13. mars síðastliðinn langt um aldur fram. Róbert var hár og mynd- arlegur maður og mikið snyrtimenni. Róbert var greindur og skemmtilegur maður og áttum við margar skemmti- legar stundir við spjall, stundir sem mér eru nú svo kærar. Við hófum störf í lögreglunni sama árið, 1987 og vorum því vel málkunnugir en með okkur tókst vinátta er ég hóf störf hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjórans í ársbyrjun 2004 en þar hafði Róbert þá starfað frá árinu 1998. Mér varð fljótt ljóst að Róbert lagði sig fram um að vera vel að sér í öllu því sem laut að starfi hans. Hann var skipulagður og vandvirkur og gerði kröfur til þess að samstarfsmenn hans væru það einnig. Róbert átti það til að vera formlegur og heilsaði mönnum gjarnan með handabandi þótt ekkert væri tilefni annað en að menn hittust. Ef menn höfðu á orði að hann væri formlegur sagði hann að það væri sjálfsögð kurteisi að heilsa með handabandi og ekkert sérstak- lega formlegt við það. Ég hygg að þessi kurteisi Róberts hafi haft þær afleiðingar að menn heilsuðust gjarn- an með handabandi í upphafi vinnu- dags hjá efnahagsbrotadeildinni. Það var gott að leita til Róberts með hvað- eina sem að starfinu laut og miðlaði hann af þekkingu sinni. Róbert var stoltur af því að vera lögreglumaður og hann var stoltur af því að vera eiginmaður og faðir. Hann var mikill fjölskyldumaður og afar stoltur af eiginkonu sinni og börnum. Hann fylgdi gjarnan börnum sínum í tómstundaiðkun þeirra og tók að sér trúnaðarstörf í þeirra þágu þegar á þurfti að halda. Stoltið leyndi sér ekki þegar hann sagði frá afrekum barnanna í námi eða tómstundum. Róbert hafði þörf fyrir að auka stöð- ugt þekkingu sína. Í þeirri viðleitni hóf hann nám, meðfram vinnu sinni, í viðskiptafræðum við Háskólann í Reykjavík haustið 2005. Honum sótt- ist námið ágætlega og líkaði vel að- búnaður og kennsla við skólann. Ró- berti entist því miður ekki aldur til að ljúka náminu. Sumarið 2007 fannst Róberti tími til kominn að reyna sig á öðrum vígstöðvum og hóf störf hjá Sjóvá hf. Róberti líkaði vistin vel og tókst af skörungsskap á við krefjandi verkefni. Það er sárt að horfa á eftir góðum dreng en ég minnist Robba, vinar míns, fyrir skemmtilegar samveru- stundir, áhugaverðar samræður, heimspekilegar vangaveltur, frábæra kímnigáfu og góða samvinnu. Ég hygg þó að Róberts verði fyrst og fremst minnst fyrir að vera góður fað- ir og eiginmaður. Orð mega sín lítils á stundum sem þessum en ég leyfi mér að senda eiginkonu Róberts, börnum hans, foreldrum, systrum og öðrum nákomnum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning um góðan dreng mun lifa. Grímur Grímsson. Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 ✝ Snjólaug GuðrúnEiríksdóttir Shoemaker fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1935. Hún lést í Concord í Kali- forníu 22. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jóns- son, trésmíðameist- ari frá Klifshaga í Norður-Þingeyj- arsýslu, f. 18. febr- úar 1896, d. 21. nóv- ember 1980, og Snjólaug Guðrún Jó- hannesdóttir frá Laxamýri í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, f. 13. desem- ber 1903, d. 11. mars 1957. Systkini Snjólaugar eru Jóhannes Þórir, f. 6. ágúst 1930, d. 12. nóv- ember 1973, Rósa Jóna, f. 29. október 1931, og Sturla, f. 21. október 1933. Hinn 17. ágúst 1959 giftist Snjólaug William H. Shoemaker, Sgt. Major í Bandaríkjaher, f. 11. júní 1927. Foreldrar hans voru Winifred og Art Shoemaker. Dóttir Snjólaugar og Williams Shoemaker er Linda Susan, f. 17. júní 1963, gift William Haskins fast- eignasala. Snjólaug hóf ball- ettnám hjá Sigríði Ármann og Ellý Þor- láksson, en fór síðan til Kaupmannahafn- ar og hélt áfram námi í ballettskóla Frú Fransen og lauk þaðan prófi. Eftir lærdómsríka dvöl í Kaupmannahöfn, þar sem hún tók þátt í listviðburðum, kom hún heim á ný og stofnaði sinn eigin ballettskóla, sem hún rak í nokkur ár. Eftir það flutti hún af landi brott, og fylgdi manni sínum í starfi hans víða um heim uns þau settust að í Concord í Kaliforníu. Listdansinn skipaði þó alltaf stóran sess í lífi Snjó- laugar og sinnti hún kennslu af og til, þegar tækifæri gafst. Minningarathöfn um Snjólaugu verður í Fossvogskapellu í dag, 23. mars, og hefst hún kl. 13. Elskuleg mágkona mín og vin- kona, Snjólaug G. Eiríksdóttir Shoemaker, Dollý eins og hún var ætíð kölluð, er nú horfin okkur úr lif- anda lífi, en hún mun sannarlega fremur en margir aðrir lifa áfram sterkt í hugum okkar sem þekktum hana. Það kemur til af þessum krafti og fjöri sem hún var búin, hvernig hún elskaði lífið einhvern veginn heitar en við hin. Allt lifandi dró að sér athygli hennar. Manneskjurnar, náttúran, gróður og blómadýrð vöktu henni hrifningu og aðdáun. En það voru þó dýrin sem skipuðu heið- ursess í hennar stóra hjarta. Fátt olli henni meiri sorg en að heyra af illri meðferð á dýrum. Eiginleiki sem hún erfði beint frá föður sínum, Eiríki Jónssyni, sem alltaf táraðist heyrði hann af slíku. Dollý átti líka alltaf gæludýr, bæði hunda og ketti, sem hún dekraði við. Ég minnist til dæm- is Sarge sem er ábúðarmikill bolabít- ur kominn að fótum fram af elli og síðasti voffinn hennar Sophie, sann- kölluð dekurrófa sem saknar nú eig- anda síns sárlega. Það var kúnstug tilviljun að við mágkonurnar bárum báðar gælu- nafnið Dollý. En Dollý bar nafnið með sóma sem dansmær og akróbat og verður að segjast eins og er að hún var og er jafnvel enn í dag mesti akróbat sem Íslendingar hafa átt. Aðeins 16 ára var hún fengin til að sýna akróbatík um allan bæ, og dans- húsin í Reykjavík fylltust kvöld eftir kvöld af fólki sem stóð á öndinni yfir því hve flink hún var og liðug. Síðar hélt Dollý til Danmerkur til náms í ballett hjá frú Fransen, land- flótta prímaballerínu frá Lettlandi, sem rak eigin skóla í Kaupmanna- höfn. Að loknu námi þar tók Dollý þátt í danssýningum á Norðurlönd- um, en kom síðan heim til Íslands þar sem hún stofnaði eigin ballettskóla og rak hann í nokkur ár við góðan orðstír. En þá kom ástin til sögunn- ar. Dollý kynntist William H. Shoemaker, Bill, í bandaríska sendi- ráðinu í Reykjavík. Hann var ser- gent major í landgönguliði banda- ríska hersins og var á faraldsfæti landa á milli í heiminum. Það fór því svo að Dollý sagði bless við ballettinn og lét hjartað ráða för. Þau Bill héldu saman til Lissabon þar sem hann starfaði. Þar giftu þau sig og dvöldu um hríð. Árið 1963 þann 17. júní, sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, fæddist þeim Bill og Dollý einkadótt- irin Linda Susan. Næstu árin átti litla fjölskyldan eftir að ferðast vítt og breitt um veröldina, dvaldi m.a. eitt ár í Japan. En á meðan Bill þjón- aði í Víetnam, komu þær mæðgur til Íslands og dvöldu hér hjá afa Eiríki. Sá tími varð okkur öllum til gleði og litlu frænkurnar Linda Susan og dóttir okkar, Steinunn Rósa, tengd- ust tryggðaböndum. Þegar Bill hafði lokið herþjónustu settist fjölskyldan að í Concord, út- borg San Francisco. Rósa dóttir okk- ar átti seinna eftir að dvelja þar hjá frænku sinni um lengri tíma og þær Rósa og Linda styrktu enn betur vin- áttuböndin. Fyrir það viljum við hjónin þakka. Eftir að Dollý greindist með krabbamein fyrir allmörgum árum fór heilsu hennar hrakandi og ágerð- ist það með tímanum svo að hún þoldi ekki ferðalög. Það voru henni því mikil vonbrigði að geta ekki komið og kvatt sitt gamla föðurland. Að henn- ar ósk munu því jarðneskar leifar hennar hvíla í íslenskri jörð. Að end- ingu viljum við hjónin votta Bill, Lindu og Will, manni hennar, okkar innilegustu samúð við fráfall Dollýj- ar. Blessuð sé minning hennar. Solveig og Sturla. Minningar mínar um föðursystur mína og nöfnu eru kannski ekki mjög margar þar sem hún bjó erlendis nánast alla mína ævi, en þær eru sterkar og áhrifamiklar. Fyrstu minningarnar eru myndir og sögur, mynd af fallegri brosandi stúlku sem var alltaf höfð upp á borðstofuskápn- um heima. Myndir í albúmi af þessari sömu fallegu stúlku í ótrúlegum leik- fimisæfingum, þar sem var eins og hún væri hreinlega liðamótalaus. Sögur af lífsglaðri og skemmtilegri manneskju, ballettdansmeynni. Sagan þegar pabbi minn, stóri bróðir hennar, bauð henni eitt sinn út að borða með sér og þjónninn spurði hvort hann mætti taka yfirhöfn frú- arinnar, hún innan við tvítugt setti á sig snúð og sagði að hún væri sko engin frú, þetta væri bróðir hennar. Ég var orðin 8 ára þegar ég hitti hana fyrst, en þá flutti hún hingað og bjó ásamt Lindu dóttur sinni hjá afa í um eitt ár, meðan eiginmaður hennar Bill var við skyldustörf í Víetnam. Hún stóðst allar væntingar, bros- mild, falleg, ákveðin, skemmtileg og lífleg. Hún kom ekki oft hingað til lands, enda langt ferðalag frá Kali- forníu þar sem hún bjó. En alltaf var gaman þegar hún kom og tengslin voru sterk. Tengslin við Lindu dótt- ur hennar hafa einnig orðið mjög sterk og góð. Síðast hitti ég hana vor- ið 1999 þegar þær systur Rósa, sem er búsett á Jamaica og Dollý komu hingað saman. Þá voru líka þessir fínu fjölskylduendurfundir, matar- boð og skemmtilegar stundir með fjölskyldunni. Þá var gaman, hlegið og skemmtilegar sögur sagðar af þeim systkinum, pabba, Rósu, Stúlla og Dollý. Síðustu 10 árin hafa samskipti okkar aðallega verið símtöl okkar á milli, sem hafa alltaf byrjað á sömu orðunum, hvor sem hringdi í hina. „Sæl nafna mín“. Ég hef alla tíð verið mjög stolt, þegar mér hefur verið líkt við hana, hef ófá skiptin heyrt að ég sé alveg eins og Dollý frænka, ekki leiðum að líkjast. Ég og fjölskylda mín færum Bill, Lindu og Will okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við munum passa vel upp á að halda góðum tengslum við Lindu, eins og ég veit að Dollý hefði óskað. Snjólaug G. Jóhannesdóttir Þegar ég var lítil voru systur pabba, Dolly og Rósa, einhverskonar töfradrottningar í huga mér. Þær höfðu ungar flutt af landi brott. Bros- andi, fallegar og dularfullar horfðu þær til mín af svarthvítum myndum. Stundum, þegar vinkonur mínar voru í heimsókn og ég fékk einhverja óviðráðanlega þörf til þess að gera þær öfundsjúkar, voru sóttar mynd- irnar af henni Dollý frænku í Am- eríku. Þar teygði hún sig og beygði svo listavel í hinar ótrúlegustu stell- ingar. Augu vinkvenna minna urðu eins og undirskálar þegar þær störðu á þennan fallega akróbat og ætlunar- verk mitt var fullkomnað. Nokkrum árum seinna var ég svo lánsöm að fá að eyða heilu sumri í Kaliforniu hjá Dollý, Bill og Lindu dóttur þeirra. Dollý tók mér strax eins og sinni eig- in dóttur og við Linda urðum eins og systur. Dollý naut þess að kynna all- ar dásemdir Ameríku fyrir litlu, nýj- ungagjörnu frænku sinni. Hún kynnti mig alltaf sem „little Rósa“ og festist það nafn við mig. Allir, hvort sem það voru fullorðnir eða börn, kölluðu mig „little Rósa“. Og hún knúsaði mig og kjassaði eins og ég væri „little Rósa“ og ég, 15 ára skvís- an, leyfði henni það án þess að hugsa mig um. Heimili Dollýjar var stundum eins og félagsmiðstöð. Hún var góð heim að sækja. Vinir Lindu komu mikið í heimsókn og þá skipti engu máli hvort Linda væri heima eða ekki. Það var sest niður og rabbað um heima og geima. Dollý hreif alla með sér. Þeir sem afgreiddu í búðunum þar sem hún verslaði, þekktu hana með nafni, kallarnir á bensínstöðinni dældu bensíni frítt fyrir hana hve- nær sem var. Allir voru til í að hjálpa henni og hlæja með henni. Hún þekkti ótrúlegasta fólk. Stundum var maður hissa á týpunum sem hlupu til hennar, heilsuðu henni með nafni og föðmuðu hana. Allt frá risastórum skuggalegum mótorhjólatöffurum til lítilla fínna frúa með nýlagt hárið. Henni var treyst og hún geymdi aukalykla allra nágranna sinna. Nýgift og með Sturlu, frumburð minn, fór ég til náms í Kaliforníu. Þá var gott að eiga öruggt skjól hjá Dollý. Hún hugsaði vel um okkur og næstu 5 árin var hún mér sem móðir. Stúlli litli varð voða ríkur og átti tvær Dollý ömmur. Eina í Ameríku og eina heima á Íslandi. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa okkur, gefa okkur að borða og vera til staðar ef eitthvað bjátaði á. Hún var syni mínum ein- staklega góð og hann var heppin að getað fengið hafa hana sem ömmu fyrstu 5 árin sín. Þau gáfu hvort öðru gleði og hamingju. En námsárin end- uðu og við urðum að flytja heim. Dollý fékk ekki að hitta Stúlla sinn eins oft. Við hringdum mikið hvor í aðra og hún var alltaf spennt og glöð að heyra fréttir af honum. Síðustu ár voru Dollý erfið. Hún horfði á Bill hverfa inn í svarta þoku Alzheimers og heilsu hennar hrak- aði. Það var erfitt að gera sér grein fyrir því hversu veik hún var undir það síðasta, vegna þess að hún bar sig alltaf svo vel. En hugur hennar var alltaf heima. Nú hefur Linda komið með jarðneskar leifar Dollýjar heim og hún fær sína hinstu hvíld á Íslandi. Ég votta Bill, elsku Lindu, Will, Rósu og foreldrum mínum mína dýpstu samúð. Rósa. Er ekki ótrúlegt að falleg ung kona liggi á bringunni með höfuðið á milli fótanna, brosi heillandi með kankvíst blik í augum eins og ekkert sé eðlilegra. Auðvitað er ekki hægt að ímynda sér slíkan rembihnút á manneskju, hvað þá að trúa að slíkt sé hægt. En föðursystir mín hún Dollý var slíkur akróbat. Afi Eiríkur átti af henni fjölda mynda í ótrúleg- ustu stellingum. Hjá afa fékk ég allt- af ískalda litla kók og oftar en ekki skoðuðum við saman þessar myndir af fallegu frænku minni sem átti heima hinum megin við hafið bláa. Afi stoltur en fjarrænn, ég full aðdá- unar. Í barnsminni mínu er hún fal- leg, broshýr, hláturmild með snarp- an húmor og kvik í hreyfingum. Ávallt líf og fjör í kringum hana. Ein- faldlega klár og flott. Árin líða og fyrr en varir taka fullorðinsárin við. Rósa systir mín heldur til náms yfir hafið stóra, alla leið á slóðir Dollýjar frænku, í ævintýraborgina San Francisco, þar sem hún dvelur í nánu samneyti við frænkuna flottu. Auð- vitað heimsæki ég hana, það væri nú annað hvort! Í þessari ferð kynntist ég Dollý. Sem fyrr hláturmild, klár og flott eins og í barnshuga mínum. En nú fann ég dýptina í henni, gæsk- una, kátínuna, tregann, listrænuna en umfram allt einbeitta jákvæðnina sem var fley hennar í sjávarróti lífs- ins. Fyrir þau kynni er ég þakklát. Ég kveð elskulega frænku mína með litlu kvæði sem afabróðir hennar sendi afa hennar, Jóhannesi Sigur- jónssyni, alla leið frá Kaupmanna- höfn yfir hafið bláa að Laxamýri árið 1903. Gefðu mér hlátur þinn, söngglaði sær! og þinn sviflétta dans yfir votum steinum, þó að þú geymir í grafdjúpum leynum grátbleikan dauðann, þú sýnir ei neinum annað en sólroðið andlit, sem hlær. (Jóhann Sigurjónsson.) Blessuð sé minning Snjólaugar G. Eiríksdóttur Shoemaker. Ingunn Ósk Sturludóttir. Snjólaug Guðrún Eiríksdóttir Shoemaker Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.