Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
✝ Indriði Gíslasonfæddist í Skóg-
argerði í Fellum 27.
júlí 1926. Hann lést í
Reykjavík 15. mars sl.
Foreldrar hans voru
Gísli Helgason bóndi í
Skógargerði og
Dagný Pálsdóttir hús-
freyja. Systkini Indr-
iða voru í aldursröð:
Margrét, f. 1909,
Helgi, f. 1910, Páll, f.
1912, Hulda, f. 1913,
Björgheiður, f. 1915,
Sigríður, f. 1916,
Guðlaug, f. 1918, Þórhalla, f. 1920,
Bergþóra, f. 1921, Sólveig, f. 1922,
Ólöf, f. 1925, og Víkingur, f. 1929.
Indriði var þeirra næstyngstur en
öll komust þau til fullorðinsára.
Eftir lifa Sigríður, Bergþóra, Ólöf
og Víkingur.
Indriði eignaðist með Kristínu
Guðnadóttur, f. 22.10. 1927, dótt-
urina 1) Ernu, f. 25.12. 1952. Móð-
urforeldrar Ernu voru Guðni Vil-
hjálmur Þorsteinsson og Jakobína
Kristín Ólafsdóttir. Maður Ernu
var Pétur Reimarsson, þau skildu.
Börn þeirra eru: a) Frosti, f. 1.12.
1971. b) Reimar, f. 14.11. 1972,
kona hans er Björg Vigfúsdóttir og
börn þeirra Pétur Goði og Erna
og Victor. 5) Ólafur Skúli, f. 23.5.
1961. Hans kona er Helga Ágústs-
dóttir, f. 14.2. 1966, dóttir þeirra
er Katrín Helga, f. 7.8. 1996. 6) Jón
Skúli, f. 6.7. 1963, hans kona er
Sigríður Jóhannsdóttir, f. 28.10.
1963. Börn þeirra eru a) Jóhann
Skúli, f. 20.6. 1991, b) Kristín Ýr, f.
26.7. 1998. 7) Dagný Bergþóra, f.
13.3. 1965. 8) Ásmundur, f. 13.6.
1967. Hans sonur og Njólu Jóns-
dóttur, f. 28.7. 1967, er Jón Freyr,
f. 3.9. 1997.
Indriði ólst upp í Skógargerði.
Hann varð stúdent frá MA 1948 og
lauk cand. mag.-prófi frá HÍ 1956.
Hann helgaði starfsævi sína ís-
lenskukennslu. Fyrst við Gagn-
fræðaskólann í Vonarstræti og
Réttarholtsskóla en lengst starfaði
hann við Kennara- og síðar Kenn-
araháskólann sem lektor, dósent,
prófessor og síðast heiðursprófes-
sor. Hann var mikilvirkur og af-
kastamikill fræðimaður, vís-
indamaður og rithöfundur og
liggur eftir hann fjöldi kennslu-
bóka, fræðigreina, ættfræðirita og
sagnaþátta.
Við starfslok hóf Indriði hvers
kyns grúsk og rannsóknir. Hann
kom að útgáfu Sýslu- og sóknalýs-
inga í Múlasýslum og ruddi braut
nýrri gerð ætta- og niðjasagna
með Skógargerðisbók og síðan
Ekkjufellsbók. Þá bjó hann til út-
gáfu bók föður síns, Gísla Helga-
sonar, Austfirðingaþætti.
Indriði verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju í dag, 23. mars, kl.
13.
María. c) Valva, f.
23.1. 1975, maður
hennar er Valdimar
Þór Valdimarsson og
börn þeirra Eva og
Valdimar Darri.
Hinn 29.10. 1955
kvæntist Indriði Ingi-
björgu Ýri Pálma-
dóttur, f. 7.5. 1931.
Foreldrar hennar
voru Pálmi Hann-
esson, rektor
Menntaskólans í
Reykjavík, og Ragn-
hildur Skúladóttir
Thoroddsen húsfreyja. Börn Indr-
iða og Ingibjargar: 2) Ragnhildur
Rós, f. 11.8. 1956. Hennar maður er
Skarphéðinn G. Þórisson, f. 20.6.
1954, og eiga þau a) Ingibjörgu
Ýri, f. 15.10. 1990. b) Indriða, f.
18.8. 1992. c) Þuríði, f. 18.8. 1992.
Fyrir á Skarphéðinn soninn Árna
Val. 3) Pálmi, f. 2.6. 1958, hans
kona er Anna Guðný Halldórs-
dóttir, f. 12.2. 1953. Fyrir á Anna
þau Sigvarð Örn, Halldór Val,
Hrafnhildi Unni, Drífu Dröfn og
Einar Má. 4) Helgi, f. 12.11. 1959,
hans kona er Signý Jónsdóttir, f.
19.5. 1958 og eiga þau a) Björn
Þór, f. 1.10. 2003, b) Birtu Líf, f.
23.5. 2005. Fyrir á Signý þau Júlíu
„Það er ég viss um að höfundur
Völuspár keyrði hérna um“ sagði
hann á miðri Hellisheiðinni á leið aust-
ur í sumarbústað, Reykjakot, einn
frostkaldan dag að hyggja að hita og
pípulögnum. Hmm, já? svaraði ég og
einbeitti mér að akstrinum. „– Sól
varp sunnan, sinni mána, hendi hinni
hægri um himinjöður – Hann hefur
hið minnsta farið hér um og ég hef oft
velt fyrir mér hvort hann hafi ekki
einmitt haft þessa mynd í huga“ hélt
hann áfram. Karl faðir minn þekkti
þessa leið vel en síðan hann sagði okk-
ur krökkunum í gamla daga að Lykla-
fell héti því nafni eftir að Ingólfur
Arnarson týndi þar jeppalyklunum á
leið sinni til Reykjavíkur, huxa ég mig
tvisvar um er svona kenningar koma
fram. Þessi virtist reyndar frekar
sennileg, sólin í suðri, ekkert ýkjahátt
á lofti og túnglið hálft framundan,
svona einsog þau vissu ekki alveg
hvar þau ættu að vera. Spunnust af
þessu nokkrar umræður okkar á milli
en við komumst svosum ekki nær téð-
um höfundi.
Í Reykjakoti var kalt, einginn hiti á
miðstöðinni. Mér fannst hálfpartinn
hlakka í honum, hér þyrfti eitthvað að
gera. Pípulagnirnar í Reykjakoti
þekkti hann öðrum betur. Í grunnin-
um hafði hann skriðið og leitað að leka
og gert við rör með eða án hjálpar ým-
issa pípara úr Hveragerði, oft. Sagan
af því þegar fraus í rörunum einn vet-
urinn og skifta þurfti um megnið af
lögninni í grunninum var honum í
fersku minni. Nú var ekkert vatn á
miðstöðinni. Við fylltum á hana, ég
skreið eftir lögnunum og bað til guðs
að ekki þyrfti að skifta mikið um rör
þarna í þraungum rykugum, músút-
skíttum grunninum. Nei, við fundum
eingan leka þótt við færum yfir allar
lagnir þar og við forhitarann. „Hann
gæti verið svo lítill að vatnið gufaði
bara upp“ taldi hann og vissulega
fossaði ekki af miðstöðinni. Við feing-
um þá snilldarhugmynd að kaupa
matarlit og setja á miðstöðina þannig
að auðveldara yrði að sjá merki um
leka þó lítill væri. Ég sendur í verslun
niður í Hveragerði, matarlitnum hellt
á. Tveimur vikum síðar í dumbungi
könnuðum við ástandið aftur. Mið-
stöðin ekki alveg tóm. Aha, hægur
leki, en þó ég skriði um allt (hóst hóst)
með vasaljósið sást hvergi minnsti
vottur af vatni eða rauðum lit. „Þessi
leki er í forhitaranum“ var niðurstaða
sérfræðingsins. Eftir skifti á forhitara
komst hitinn í lag. Það var ekki eins
mikið fútt að fara eftir það til að stað-
festa árangurinn. Hálfpartinn fannst
mér sem honum þætti betra ef eitt-
hvað þyrfti að dytta að og laga, eink-
um við pípulagnir og vatnsból. Það
hljóp kannski of oft á snærið hjá hon-
um hvað það snertir, en síðustu ár hef-
ur rörtaungin þó oftar verið í minni
hendi. Ég hef tekið við henni fyrir
fullt og allt núna.
Ólafur Skúli.
Ekki óraði mig fyrir því að við vær-
um að gantast saman í okkar síðasta
sinn þarna á sjúkrabeði þínum á
hjartadeild Landspítalans á sunnu-
dagseftirmiðdaginn, pápi minn, enda
virtist þú hreint ekki vera á leiðinni
neitt. Bollaleggingar okkar um
hjartaþræðingu og heimkomu fyrir
nú utan stöðugan púlsinn á hjarta-
línuritinu virtust líka á einhvern hátt
vera trygging fyrir heimkomu þinni.
Þannig mat ég það að minnsta kosti.
Ég held þú hljótir að hafa ákveðið
að laumast á brott með skelmislegt
blik í auga og slást í för með slyngasta
sláttumanninum. Þú varst jú vel lið-
tækur á orf og ljá sjálfur og hver veit
nema þú hallir þér einmitt fram á orf-
ið og tyggir strá með Pétri við Gullna
hliðið, ja eða sitjir á spjalli við þá
himnafeðga núna. Mér finnst það so-
sem allt eins líklegt að þú hafir ein-
faldlega ákveðið að mál væri komið að
snúa á ellina, kveðja þetta óbærilega
heyrnar-, sjón- og heilsuleysi, já
hreinlega snúa baki við þessum
ódámum fyrir fullt og allt enda orðinn
fullsaddur af þeirra kompaníi.
Þú laumast út um gluggann þarna
á stofunni, þennan sama og við vorum
að dásama útsýnið út um, en það er
eins og þú staldrir aðeins við þarna í
gluggakistunni, rétt eins og þú efist
stundarkorn um að nærbuxnaenglar
eigi að vera á ferli í þessum éljagangi
en skellir svo skollaeyrum við svoleið-
is hégóma en grípur með þér sloppinn
þinn og heldur á brott. Þarna á milli
eftirmiðdagséljanna heldur þú af
stað, með Liljuna hans Eysteins og
sálmana hans Hallgríms undir hend-
inni og stefnir til móts við eilífðina.
Hárið flaksar í vindinum þar sem þú
gengur einbeittur á braut enda fyrsti
ákvörðunarstaður þegar í sjónmáli.
Austurlandið bíður og ég er ansi
hrædd um að þér gæti dvalist eitt-
hvað við dreymna ró Fljótsins, þar
sem þú fleygir þér niður í lyngbrekk-
una og spáir í berjasprettuna. Varla
samt að það komi að sök því veturinn
er jú á undanhaldi og vorið á næsta
leiti svo aldrei að vita nema að bláfjóla
stingi upp höfði innan skamms. Hvar
er líka betra að fylgjast með eilífðinni
en niðri við Fljótið?
Dagný Bergþóra.
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn Indriða Gíslason. Ég kynntist
Indriða fyrst fyrir tuttugu og fimm
árum er ég hóf nám í Kennaraháskóla
Íslands. Indriði var góður kennari
sem gott var að leita til, en ekki grun-
aði mig þá, er ég sat andspænis hon-
um í kennslustundum, að hann ætti
seinna eftir að verða tengdafaðir
minn.
Indriði reyndist mér og börnum
mínum, Jóhanni Skúla og Kristínu
Ýri, alla tíð afskaplega góður og
hjálpsamur. Það voru ófáar bækurnar
sem afi las, skákirnar sem voru tefld-
ar eða ferðirnar sem farnar voru með
krakkana á æfingar og hingað og
þangað. Heimavinnan fyrir skólann
var svo ávallt unnin hjá afa og ömmu í
Barmahlíðinni. Það að vera í svona
nánum tengslum við afa og ömmu eru
forréttindi sem Jóhann Skúli og
Kristín Ýr búa að alla ævi. Mig langar
að kveðja tengdaföður minn með
þessum ljóðlínum Hallgríms Péturs-
sonar.
Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér
til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Megi Indriði hafa þökk fyrir allt og
guð blessi minningu hans. Hvíli hann í
friði.
Sigríður Jóhannsdóttir.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
Þannig orti frændi afa, Páll Ólafs-
son, um sólina og sumarið og okkur
langar að kveðja afa með þessum ljóð-
línum hans. Nú er afi sjálfsagt lagstur
í eilífa sumarblíðu í hlaðvarpanum í
himnaríki og bíður eftir okkur hinum.
Guð blessi minningu afa okkar,
Indriða Gíslasonar.
Jóhann Skúli og Kristín Ýr.
Elsku afi minn.
Ég er viss um að nú ertu að lesa og
binda inn bækur, hummandi og
reykjandi pípuna þína. Ég er viss um
að hvíta hárið þitt skín skærar en all-
ar stjörnurnar á himninum. Það er
erfitt að trúa því að þú sért farinn en
ég veit að þú ert á betri stað núna þar
sem þú getur lesið eins margar bæk-
ur og þú vilt. Þú verður samt alltaf í
hjarta mínu, og eins og Hallgrímur
Pétursson sagði:
Innsigli heilagur andi nú
með ást og trú
hjartað mitt, svo þar hvílist þú.
Svo þegar mín stund kemur og við
hittumst á ný, þá skora ég á þig í eina
skák.
Afi minn, ég mun sakna þín. Ást-
arkveðja,
Þuríður.
Ég þekkti Indriða Gíslason frænda
minn lítið áður en ég réðst til kennslu-
starfa í Kennaraháskólanum sáluga
fyrir ríflega tveimur áratugum. Vissi
þó að hann og Margrét móðir mín
voru bræðrabörn úr Skógargerði
austur á Héraði, ekki langt frá Orms-
stöðum í Eiðaþinghá þar sem ég var
lengi í góðri sveit hjá frændfólki okk-
ar beggja. Og að hann var faðir Ernu
sem lengi vann með mömmu á frétta-
stofu útvarpsins. En hann tók hlýlega
á móti mér þegar ég byrjaði að vinna í
Kennaraháskólanum og stýrði mér af
mildi og mannviti þau ár sem við unn-
um þar saman.
Indriði var einstaklega skemmti-
legur maður, frábær kennari, hug-
myndaríkur og fundvís, fróður um
skáldskap og bar djúpa virðingu fyrir
alþýðlegri sköpun og menningu sem
hann reyndi eftir föngum að bjarga úr
glatkistu gleymskunnar. Hann var
merkilegur brautryðjandi við samn-
ingu námsefnis í íslensku, meistari
fjölmargra kynslóða kennara og
áhrifamaður á allt sitt samstarfs- og
samferðafólk. Indriði var sérstæður
maður, oft ólíkindalegur í tali og sum-
um fannst hann hvefsinn þegar hon-
um ofbauð vitleysan. En hann var
jafnan hlýr og frændrækinn, hollur
sínum og sínu fólki. Ég kynntist svo
fræðimanninum Indriða enn betur
þegar hann munstraði mig í áhöfn við
að setja saman bók um það fólk sem
rekur ættir sínar til Ólafar og Helga í
Skógargerði, Skógargerðisbók. Hann
dubbaði mig upp án mikilla verðleika í
stöðu aðstoðarritstjóra bókarinnar en
sjálfur átti hann allan sóma af verk-
inu. Hann dró saman af fágætri elju
margvísleg gögn, bréf og ritgerðir,
sögur og ljóð, sem faðir hans, afi
minn, og aðrir ættingjar og forfeður
höfðu sett saman, vann úr þeim efni-
viði og felldi saman í frumlega og
skemmtilega bók. Margt af því efni
sem Indriði dró úr skókössum ætt-
ingja sinna ofan af háalofti hefði vís-
ast glatast hefði hann ekki lagst í
þennan söfnunar- og björgunarleið-
angur. Í staðinn geta komandi kyn-
slóðir nú kynnt sér þessi frumgögn á
skjalasafni austur á Héraði.
Það var einstaklega gaman að
vinna með Indriða að þessu verki,
kynnast óþreytandi forvitni hans um
þetta alþýðufólk og örlög þess, fræði-
legri vandvirkni hans og virðingu fyr-
ir viðfangsefninu, hugkvæmni við úr-
vinnslu og framsetningu efnis. Og
lesa textann því Indriði var frábær
stílisti; ég reyndi stundum að hrósa
honum og hvetja hann til að skrifa
minningabók sína en þá hnussaði
bara í honum.
Ég vil að endingu þakka Indriða
fyrir samfylgdina og sendi Ingibjörgu
Ýri, börnum og öðrum afkomendum
innilegar samúðarkveðjur. Megi
minningar um góðan dreng lina sára
sorg.
Örnólfur Thorsson.
Indriði föðurbróðir minn hefur
kvatt.
Þau Skógargerðissystkini voru 13,
ólík, sérvitur, skemmtileg og afar eft-
irminnileg og við njótum þeirra fjög-
urra sem eftir eru meðal okkar.
Ég man fyrst eftir Indriða smá-
strákur austur á Héraði en þá kom
hann í sumarvinnu í vegagerð, líklega
hjá föður mínum. Indriða kynntist ég
svo betur eftir að við hjónin fluttum til
Reykjavíkur.
Indriði stóð fyrir miklu ættarmóti
árið 1985 og var ég svo heppinn að
komast í nefnd hjá honum ásamt fleiri
ættingjum. Ættarpóst gaf hann út og
sendi frændfólki, en tæknin var önnur
þá og teiknaði Indriði forsíðu og vél-
ritaði efnið því hann vildi hafa sinn stíl
á þessu eða eins og hann segir í 1. tbl.
1. árg. „stafsetníng á ritinu er hagað
eftir nýustu kenníngum ábyrgðar-
manns“.
Þetta límdum við svo saman og
ljósrituðum á kvöldin hér á teiknistof-
unni, en það vildi svo heppilega til að
þar var nothæf ljósritunarvél.
Indriði var opinn fyrir uppástung-
um um dagskrá ættarmótsins og efni
í blaðið en skrifaði allt sjálfur og átti
það til að segja um uppástungur að
þetta væri nú óttaleg vitleysa. En svo
gat komið löngu seinna, nei þetta er
nú kannski ekki svo galið og þá var
maður löngu búinn að gleyma upphaf-
inu.
Ættarmótið 1985 tókst með ágæt-
um og varð fyrirmynd þeirra síðari
því Indriði náði árangri með sínum
Ættarpósti, en í 1. hefti segir hann
„og njóta yndis á fegursta og veður-
sælasta stað landsins – því mótið
verður haldið austur á Hjeraði“ og
hefur æ síðan verið haldið þar.
Þetta lýsir hug Indriða til Héraðs-
ins enda dvaldi hann þar löngum á
sumrin eftir að vinnu hans fyrir
Kennaraháskóla Íslands lauk.
Örnefnakort gerðum við og ótrú-
legt var að hlusta á hann þylja upp og
staðsetja á annað hundrað örnefni í
Skógargerðislandi. Þetta er til á Þjóð-
minjasafni ásamt örnefnaskrá Vík-
ings.
Tíu árum seinna gaf hann út Skóg-
argerðisbók en hana tel ég vera tíma-
mótaverk í gerð slíkrar ættarsögu.
Ég var svo heppinn að fá að fylgjast
lítillega með fræðimanninum að störf-
um og var hann óþreytandi við að
grafa upp upplýsingar sem gátu kom-
ið að notum og eyddi í það ótrúlegum
tíma og natni.
Þau systkini gerðu upp Skógar-
gerðishús og njótum við afkomendur
þeirra þess nú.
Að leiðarlokum þakka ég Indriða
samfylgdina og gefandi samveru-
stundir.
Ingibjörgu, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum vottum við Anna
samhug okkar í sorg þeirra.
Björn Helgason.
Indriði Gíslason frá Skógargerði er
horfinn á braut á áttugasta og þriðja
aldursári. Hann var Fellamaður,
fæddur 1926, næstyngstur 13 systk-
ina og fór ungur til mennta, nam ís-
lenskufræði, stundaði rannsóknir og
kennslu á því sviði, en fékkst við
fræðimennsku og ritstörf síðustu ár-
in.
Ætla má að æskuheimili Indriða
hafi ekki verið mikið efnaheimili, með
svo marga munna að fæða, en ábyggi-
lega þeim mun ríkara af andlegum
auðæfum enda fór orð af þessum
systkinum fyrir dugnað og myndar-
skap á mörgum sviðum. Má segja að
þau hafi þegar verið orðin vel mennt-
uð þegar þau uppvaxin yfirgáfu
æskuheimilið og héldu út í lífið. Þau
voru gædd góðri greind og margvís-
legum hæfileikum sem gerði þau að
mætum samfélagsþegnum.
Það var fyrir fáeinum árum að
kynni okkar Indriða hófust. Þau
kynni voru ekki ýkja löng, en þau
voru góð. Indriði hafði tekið að sér að
rita bók um Ekkjufell og Ekkjufells-
menn og óskaði aðstoðar minnar
vegna elli sinnar eins og hann orðaði
það.
Þegar ég kom að þessari vinnu var
Indriði búinn að safna miklu efni og
setja í próförk. Það var lítillæti hans
að telja sig ekki valda slíkri vinnu því
ég fullyrði að hann var einstakur á rit-
velli. Allar heimildir sem hann með-
höndlaði urðu líflegar til aflestrar
vegna þess hversu fær stílisti hann
var. Orðfæri hans var fágað en fornt,
og rammíslenskt. Þeim fer fækkandi
er hafa svo gott vald á íslensku máli
sem Indriði hafði, enda var maðurinn
hámenntaður á því sviði. Þar komu
líka til skjala góðar gáfur, reynsla og
þekking, og næmi til að samhæfa alla
þá kosti sem honum hafði áunnist allt
frá uppvaxtarárum á menningar-
heimilinu í Skógargerði. Þrátt fyrir
ólíkan bakgrunn á menntunarsviðinu
kom Indriði ætíð fram við mig sem
jafningja þegar við unnum saman, og
á því plani dafnaði okkar góða sam-
starf þótt oft greindi ég yfirburði
hans á þessu sviði en slík var hóg-
værðin og lítillætið að þessu var aldr-
ei hampað. Indriði var iðjusamur og
vildi drífa verkið áfram en oft þurfti
hann að sitja á strák sínum vegna
hæglætis Ekkjufellsmanna í að skila
af sér upplýsingum í bókina. Þegar
honum þótti keyra úr hófi sagði hann:
Indriði
Gíslason