Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 29

Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 29
„Þetta verður að fara að klárast því ég lifi ekki endalaust.“ Ég reyndi nú frekar að líta á þetta sem meinlausa hvatningu heldur en staðreynd í mál- inu, en Indriði hafði sitt lag við að þoka hlutum áfram og stundum skynjaði ég glottið hans í gegnum símann. En enginn verður eilífur þótt á stundum virðist að sumu fólki fái ekk- ert grandað, og nú hefur öðlingurinn Indriði Gíslason verið burt kallaður til æðri staða og hans vil ég minnast með þökk í huga fyrir stutt en ánægjuleg kynni. Ingibjörgu eftirlifandi konu hans votta ég mína dýpstu samúð svo og stórfjölskyldunni allri. Indriða hitti ég síðast á ættaróðali hans, Skógargerði, í blíðskaparveðri síðastliðið sumar og átti þar notalega dagstund með þeim hjónum. Slíkar myndir ylja þegar mætur meðbróðir er genginn. Blessað sé nafn Indriða Gíslasonar. Drottinn, lát honum nú raun lofi betri. Baldur Grétarsson. Meira: mbl.i/minningar Þegar Indriði Gíslason cand. mag. var ráðinn kennari við Kennaraskóla Íslands árið 1964 var hann ungur maður, nýkominn frá námi og bar með sér ferskan andblæ og nútíma- legar hugmyndir um kennslu og þjálf- un kennaraefna, uppbyggingu og áherslur við móðurmálskennslu í skólum landsins. Hann var fastráðinn háskólakennari þegar Kennaraskól- inn var fluttur á háskólastig, fyrst sem lektor, síðan dósent og prófessor. Hann lét af embætti sínu við skólann fyrir aldurs sakir árið 1992. Þessi langi starfsferill hafði ekki þau áhrif að deyfa áhuga Indriða á framgangi móðurmálsins og kennslu þess nema síður sé. Eftir að hann hætti kennslu hélt hann áfram að vinna að rann- sóknum og ritstörfum auk þess að sinna ýmsum trúnaðarstörfum sem honum voru falin. Á eftirlaunaárun- um sinnti hann einnig af elju áhuga- málum sínum, skógrækt og ættfræði, og var ritstjóri og aðalhöfundur Skóg- argerðisbókar sem kom út árið 1995. Þar rekur Indriði frásagnir af gengn- um forfeðrum sínum. Sem fræðimaður var Indriði braut- ryðjandi í rannsóknum á máltöku barna og framburði íslenskrar tungu. Hann samdi námsefni í málfræði og setningafræði, átti sæti í Íslenskri málnefnd og var einn af stofnendum og fyrsti formaður Samtaka móður- málskennara. Um árabil vann hann við prófdóm og námskrárgerð á veg- um menntamálaráðuneytisins. Í virð- ingarskyni við störf Indriða að kennslu og rannsóknum var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Kennaraháskólann á hátíðarsam- komu í júní 2008, en þá var þess minnst að hundrað ár voru liðin frá setningu fyrstu fræðslulaga á Íslandi og stofnun Kennaraskóla Íslands. Indriði Gíslason var glæsilegur maður á velli. Hann var glaður í góðra vina hópi, fjölfróður og skemmtilegur, háðskur og jafnvel meinfyndinn á stundum. Hann átti eins og áður segir langan og farsælan starfsferil í Kenn- araháskóla Íslands enda var hann áhugasamur kennari, vandvirkur vís- indamaður og rannsakandi, skemmti- legur og skarpur kollegi. Hann naut aðdáunar og virðingar samstarfsfólks síns því hann var hjálpsamur og ráða- góður og átti trúnað þess og virðingu. Nemendum sínum var Indriði ein- stakur kennari sem sýndi takmarka- lausa þolinmæði þótt spurt væri af fá- kunnáttu. Þeim, eins og samstarfs- fólkinu, verður minnisstæð hlýja Indriða og umhyggja ekki síður en ísmeygileg kímni sem ekki leyndi sér undir stundum hrjúfu yfirbragði. Hann glæddi með nemendum sínum áhuga á íslensku máli og bókmennt- um af ýmsum toga, fornsögum og nú- tímaskáldskap, ljóðum og lausu máli. Þegar þessir fyrrverandi nemendur Indriða voru komnir til starfa í skól- um landsins flykktust þeir og aðrir kennarar á endurmenntunarnám- skeiðin sem hann og kollegar hans buðu fram, þau nutu fádæma vin- sælda, einkum vegna þess hversu vel þau nýttust kennarastéttinni í starfi. Þá hittust menn sem jafningjar og enginn var kátari og skemmtilegri en Indriði Gíslason í góðu formi bæði sem fræðari og félagi. Um leið og Indriði Gíslason cand. mag. er kvaddur með virðingu og þakklæti sendir samstarfsfólkið í Kennaraháskóla Íslands fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Proppé, fv. rektor Kennaraháskóla Íslands. Með söknuði kveð ég Indriða Gísla- son. Hann var kennari minn, æ síðan vinur og síðustu árin félagi sem ég hitti oft með öðrum. Hann var glaður og reifur er við kvöddumst seint á miðvikudag fyrir góðri viku eftir skemmtilegt spilakvöld. Andlát hans bar bráðara að en nokkurn okkar gat grunað. Ég var svo lánsamur að fá Indriða sem aðalíslenskukennara þá þrjá vetur sem ég stóð við í Kenn- araskólanum á sinni tíð. Hann var af- burðagóður kennari og vinsæll hjá nemendum; og ekki leyndu augu meyja að þeim þótti hann sjálegur maður, ekki síst þegar hann var með yfirvararskeggið. Njála stendur fyrir sínu en í höndum Indriða varð hún sú bók sem aldrei má vera hendi firr. Kennslu sinnti hann lengi og af mikilli samviskusemi og var driffjöðrin í samtökum móðurmálskennara um árabil. Það var góðu heilli að Kenn- araháskólinn sýndi Indriða þann heiður að sæma hann nafnbótinni heiðursdoktor fyrir rannsóknir og kennslu í íslensku máli og bókmennt- um. Eftir að kennsluþjarkinu lauk hélt Indriði áfram skrifum og rannsókn- um í íslensku og sögu. Ég tel að hann hafi skapað nýja hefð með útgáfu bóka sinna um Skógargerði, föður- garð sinn, og Ekkjufell, mikil og góð rit um staðarfræði. Hann sinnti líka öðrum hugðarefnum, einkum bók- bandi sem hann náði listatökum á. Fáeinir dýrgripir hans komust í hillur hjá mér og fylgdu stundum vísur með. Sjálfur var hann mikill bókamaður. Skólavistin í Kennaraskólanum hnýtti þannig bönd milli okkar að æv- inlega áttum við góð og skemmtileg samtöl er við rákumst saman, en síð- ustu árin urðu kynnin meiri. Félagi okkar stofnaði göfugan spilaklúbb sem skyldi viðhalda lomber-listinni. Lomber var mikið spilaður í sveitum og bæjum fram yfir miðja síðustu öld, ekki síst á Austurlandi. Annan hvern miðvikudag í r-mánuðum var spilað og svo farnar sumarferðir á hnýsilega staði á landinu. Minnisstæðar eru ferðir um Ketildali undir leiðsögn fé- laga okkar sr. Sigurjóns Einarssonar prófasts, í Loðmundarfjörð, Hrafn- kelsdal og um Hérað með gistingu í Skógargerði. Indriði var ótrúlega fróður um landið og söguna, og bjó sig furðu vel undir hverja ferð. Indriði var mikill spilamaður, briddsari frá stúdentsárum en alinn upp við lomber í Fellum eystra þar sem bændur spiluðu næturnar langar þegar búverk voru í láginni. Þá menn- ingu færði hann okkur, orð, orðatil- tæki og ýmsar spaugilegar kúnstir; og djarfar sagnir þegar við átti. Allt mun þetta lifa og verða tengt nafni hans. Það var gott að gleyma mæðu daganna í þessum félagsskap og hlæja alveg ofan í þind, stundum með gráti, að vitleysum sem mönnum gat orðið á. Á miðvikudaginn síðasta stóð hann uppi sem sigurvegari kvöldsins, bitarnar flóðu út úr pottinum, eins og oft áður. Arfleifð „Fellamannsins“ mun lifa með okkur félögum hans þegar við setjumst að spilaborðinu; svo sterkan svip setti hann á þær samkomur. Persóna Indriða Gíslasonar var dregin skýrum dráttum; hann var sérstakur maður, hlédrægur og tróð sér hvergi fram. Efasemdamaður var hann mikill. Stundum tók hann djúpt í árinni en hugsaði sig svo um og dró allt í land; af þessu höfðu margir mjög gaman. Megi hin bjarta minning Indriða Gíslasonar veita styrk Ingibjörgu Pálmadóttur, ekkju hans, og stórum og glæsilegum hópi afkomenda og venslamanna. Helgi Bernódusson.  Fleiri minningargreinar um Indr- iða Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Umboðsmaður Umboðsmann vantar á Blönduós Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 milli kl. 8 og 14 virka daga Áhugasamir hafi samband við Ólöfu í síma: 899 5630. Virka daga frá kl. 8 - 14 Óska eftir blaðberum í Súðavík Blaðbera vantar Félagslíf MÍMIR 6009032319 I°  HEKLA 6009032319 IV/V  GIMLI 6009032319 III Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Kaupi bækur Kaupi bækur og bókasöfn. Upplýsingar í síma 898 9475, Þorvaldur. Húsnæði í boði Spánn - Alicante Meðeigandi óskast að fallegu raðhúsi í Torrevieja. Upplagt fyrir starfsmanna- og félagasamtök. S. 899 2940. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Skattframtöl Skattframtal 2009 fyrir einstaklinga. Hagstætt verð. Sjáum um eldri framtöl og kærur. Einnig bókhald, vsk.-skil, heimasíður, lén o.fl. Dignus ehf. - dignus.is - s: 699-5023. Framtalsþjónusta 2009 Skattaframtöl fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og félög. Einnig bókhald. Hagstætt verð - vönduð vinna. Sæki um frest. Sími 517 3977 - framtal@visir.is Þjónusta Plexiform og bólstrun 555 3344. Framleiðsla á stöndum fyrir blöð, nafnspjöld o.fl. Fartölvustandar, póstkassar, húsnúmer og skilti Bólstrun og viðgerðir á sætum í faratækjum sjá plexiform.is Ýmislegt Teg. 84830 - léttfylltur BH - léttfylltur, rómantískur og fallegur á kr. 3.850,- teg. 84831 boxer buxur í stíl á kr. 1.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.- fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla . 8921451/5574975.Visa/Euro Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Sisal teppi Falleg-sterk-náttúruleg. Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, s. 533-5800. SMS fréttir Skráðu þig á mbl.is Hafðu fréttatímann þegar þér hentar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.