Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 33
Menning 33FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Sædýrasafnið (Kassinn) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Mið 25/3 kl. 20:00 U Mið 1/4 kl. 20:00 Ö Fim 26/3 kl. 20:00 4.sýn. Ö Fös 27/3 kl. 20:00 5.sýn. Ö Þri 24/3 kl. 21:00 fors. Ö Fim 26/3 kl. 21:00 fors. U Fös 27/3 kl. 21:00 frums. U Lau 28/3 kl. 21:00 Ö Lau 28/3 kl. 13:00 U Lau 28/3 kl. 14:30 U Lau 28/3 kl. 16:00 auka. U Fim 26/3 kl. 21:00 Ö Fös 27/3 kl. 21:00 Fim 2/4 kl. 20:00 Ö Mið 15/4 kl. 20:00 Ö Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn. Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Ö Fös 3/4 kl. 21:00 Ö Sun 5/4 kl. 21:00 Fös 17/4 kl. 21:00 Lau 18/4 kl. 21:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 14:30 Lau 25/4 kl. 13:00 Fim 2/4 kl. 21:00 Fös 3/4 kl. 21:00 Fim 23/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00 8.sýn Fös 24/4 kl. 21:00 Lau 25/4 kl. 21:00. Lau 25/4 kl. 14:30 Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu Ath. snarpt sýningatímabil Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands Fim 16/4 kl. 21:00 Fös 17/4 kl. 21:00 Lau 18/4 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U Sun 3/5 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 18/4 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00 U Sun 10/5 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna Miðaverð aðeins 2.000 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður – Miðasala hefst eftir 2 daga Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið) Fim 26/3 kl. 20:00 10.kort Fim 2/4 kl. 20:00 ný aukas Lau 18/4 kl. 19:00 ný aukas Sun 29/3 kl. 20:00 Fös 3/4 kl. 19:00 ný aukas Lau 25/4 kl. 19:00 ný aukas Krassandi leikhúsveisla! Fló á skinni (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 19:00 Lau 4/4 kl. 19:00 ný aukas Fös 24/4 kl. 19:00 ný aukas Lau 28/3 kl. 22:00 Fös 17/4 kl. 19:00 ný aukas Yfir 140 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008! Söngvaseiður (Stóra sviðið) Fim 7/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 16:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 9/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Mið 3/6 kl. 20:00 Mið 13/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Lau 23/5 kl. 20:00 Sun 7/6 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Miðasala hefst á miðvikudaginn Einleikjaröð - Óskar og bleikklædda konan (Litla sviðið) Fim 26/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00 ný aukas Fös 27/3 kl. 19:00 Sun 5/4 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 19:00 ný aukas Umræður að lokinni sýningu 15/3 Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla svið) Fös 27/3 kl. 19:00 stóra svið Fim 2/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 22:00 Lau 28/3 kl. 19:00 Fös 3/4 kl. 19:00 Ný aukas Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 28/3 kl. 22:00 Fös 3/4 kl. 22:00 Ný aukas Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 1/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 19:00 Miðasala í fullum gangi. Tryggðu þér miða núna. Einleikjaröð - Rachel Corrie (Litla sviðið) Fös 27/3 kl. 22:00 4.kort Lau 28/3 kl. 16:00 5.kort Lau 4/4 kl. 20:00 nú auka Uppsetning Ímagyn í samstarfi við Borgarleikhúsið Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Skoppa og Skrítla í söngleik (Rýmið) Fim 9/4 kl. 13:00 1.sýn. Lau 11/4 kl. 13:00 3.sýn. Fim 9/4 kl. 14:30 2.sýn. Lau 11/4 kl. 14:30 4.sýn. Tenórinn (Samkomuhúsið) Fös 10/4 kl. 20:00 Gestasýning Fúlar á móti (Samkomuhúsið) Fim 26/3 kl. 20:00 Lau 4/4 kl. 21:30 Lau 11/4 kl. 21:30 Fös 27/3 kl. 20:00 Sun 5/4 kl. 20:00 ný auka Fös 17/4 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 Lau 18/4 kl. 19:00 Lau 28/3 kl. 21:30 Fim 9/4 kl. 19:00 Lau 18/4 kl. 21:30 Ný aukas Fös 3/4 kl. 20:00 Fim 9/4 kl. 21:30 ný aukas Lau 4/4 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 LOKAVERKEFNI leiklistarnema er ávallt stór stund. Þarna er af- rakstur margra ára vinnu nemenda og kennara settur á svið og er það í síðasta sinn sem leiklistarnemar leika undir merkjum LHÍ. Nú má búast við því að alvaran taki við í starfsumhverfi þar sem ríkir gíf- urleg samkeppni. Því er kappkostað að gera þetta sem best úr garði og að hver nemandi fái að njóta sín. Lokaverkefni hópsins 2009 er Þrettándakvöld eftir William Shakespeare. Fenginn var argent- íski leikstjórinn Rafael Bianciotto, sem íslenskir leikhúsáhorfendur fengu að kynnast þegar hann leik- stýrði Dauðasyndunum í Borg- arleikhúsinu síðasta vetur. Leiklist- arnemar fengu einnig til liðs við sig fjóra þaulreynda leikara Þjóðleik- hússins. Þrettándakvöld er eitt af mörg- um gamanverkum Shakespeares þar sem órökrétt ást (eins og leik- stjóri kemst að orði í leikskrá) og misskilningur eru aðalþemað og þegar vel er gert, er það oft bráð- fyndið. Hér skal ekki rakinn sögu- þráður verksins heldur athyglinni beint að frammistöðu leikara og umgjörð sýningar í heild. Leiklistarnemarnir sjö, Bjartur, Lilja, Hannes, Þorbjörg, Walter, Stefán og Vigdís, skiluðu í heild mjög vandaðri vinnu. Gaman var að sjá hve mörg þeirra höfðu gott vald á líkamsbeitingu og svipbrigðum. Leikstíllinn er ýktur eins og gjarn- an er þegar grímur eru notaðar í sýningum. Hópurinn í heild hefur mjög gott vald á kómík. Þau fara alla leið, ef svo má að orði komast, og er útkoman mjög skemmtileg. Sér í lagi má nefna þar Lilju Nótt, Vigdísi og Bjart, þó að öðrum ólöst- uðum. Walter, Þorbjörg, Hannes Óli og Stefán voru einnig mjög skemmtileg í sínum hlutverkum. Farið alla leið Þjóðleikhúsið Þrettándakvöld Eftir William Shakepeare. Þýðing: Helgi Hálfdánarson. Leikarar: Arnar Jónsson, Bjartur Guðmundsson, Eggert Þorleifs- son, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hannes Óli Ágústsson, Lilja Nótt Þór- arinsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Vigdís Másdóttir, Walter Geir Grímsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýs- ing: Halldór Örn Óskarsson. Grímur: Högni Sigurþórsson. Tónlist: Gunnar Karel Másson og Haraldur Rúnar Sverr- isson. Leikstjóri: Rafael Bianciotto. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Góð „Hópurinn í heild hefur mjög gott vald á kómík,“ segir m.a. í dómi. EITT magnaðasta verk íslenskra tónbókmennta er flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar. Ég heyrði hann fyrst árið 1977 eða 1978 og varð yfir mig heillaður af dulúðinni sem sveipaði tónlistina. Það var eitthvað ótrúlega fallegt við andstæðurnar í verkinu. Frá ofsa- fengnum barsmíðum slagverksleik- ara yfir í einmanalegt ákall ein- leiksflautu við seiðandi hljóm Hammondorgels. Tunglskinssón- ötulegur hörpuleikur sem var skreyttur allskonar stefbrotum frá ólíkum hljóðfærahópum var svo fagur að ég féll í stafi. Gaman er að segja frá því að verkið hefur elst vel. Ég heyrði það aftur á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið, en þeir voru helgaðir Atla, sem varð sjötugur síðasta haust. Konsertinn hljómaði eins framandi og í gamla daga, hann var jafnvel enn betri nú! Ekki skemmdi að einleikur Melkorku Ólafsdóttur var frábær, sérlega ná- kvæmur og agaður, en einnig kraft- mikill og tilfinningaþrunginn. Hljómsveitin var líka í banastuði og spilaði af einstakri fagmennsku undir markvissri stjórn hins sviss- neska Baldurs Brönnimann. Tvær aðrar tónsmíðar eftir Atla voru á dagskránni, og bar önnur þeirra nafnið Ég hef horft á hafið í gegnum tárin frá árinu 1974. Verk- ið er innblásið af mynd eftir Hrein Friðfinnsson, en það er aðeins eitt tár á pappírsörk. Tárin heyrðust falla í tærum, veikróma leik tveggja píanóleikara í upphafi tónlistar- innar, og síðan lagðist ofur- viðkvæmur hljómsveitarleikur yfir. Hann var eins og gegnsætt tjald, mínímalískur en aldrei vélrænn. Ekkert gerðist í tónlistinni, hún bara skapaði stemningu, víðáttu umhverfis tárin. Það var hrífandi. Ný sinfónía eftir Atla var frum- flutt eftir hlé. Hún er númer sex og er í þrettán þáttum. Þættirnir markast af ólíkum stílum, þarna mátti heyra kammerkenndan fugla- söng, langa, stemningsríka hljóma, útflúraðan tangó, djöfullegan búgí- vúgí, ofsafengna hryllingsmynda- tónlist og nostalgískan slagara. Á vissan hátt voru síðustu tveir kaflarnir einskonar hnotskurn verksins. Andstæðan á milli hryll- ings og þunglyndislegrar eftirsjár var alger en undarlega heildstæð. Annað var skugginn af hinu. Að blanda saman ólíkum stílum er kúnst, en Atli kann hana prýði- lega. Sinfónían eftir hann var við- burðaríkt ferðalag um ytri og innri heima, um mannlega reynslu og sálarlíf, um síbylju og áreiti; tilfinn- ingar, bæði sárar og ljúfar. Það var mergjuð upplifun. Svo mergjuð að tónlistin situr enn í mér, eins og draumur, martröð úr fortíðinni en líka eftirsjá – og kannski boðberi merkra tíma. Martröð og fyrirboði Morgunblaðið/Golli Mergjuð upplifun Atli Heimir með blómvönd að tónleikunum á fimmtudagskvöldið loknum. Háskólabíó Sinfóníutónleikar bbbbb Verk eftir Atla Heimi Sveinsson í flutn- ingi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ein- leikari: Melkorka Ólafsdóttir. Stjórn- andi: Baldur Brönnimann. Fimmtudagur 19. mars. JÓNAS SEN TÓNLIST @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.